Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JULI1983. Spurningin Hvað finnst þór um niðurfellingu á sölu- skattinum sem tívolfið fékk? Slgurður Garðarsson vélstjóri: Það er alltílagi. Gnðmundur Björgvinsson trésmlður: Ef það er fyrir bömin, þá er þetta allt i lagL Þorsteinn Guðlaugsson, starfnekir kleinugerð: Mér finnst það ágætt, úr' þvi svona fór með veðráttuna, semj eyðilagði mikið fyrir þeim. Karl Kristjánsson nemi: Mér finnst alveg sjálfsagt að þeir hafi fengið hann. Þðrður Amason, vinnur i fiski: Þetta er bara einhver vitleysa. Jóhannes ögmundsson, múrari: Finnst það alveg fráleitt. Þeir eiga að bera þetta sjálfir, sem flytja þetta inn. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur TILGANGURINN HELGAR MEÐAUÐ af nám samningsréttar sýnir raunsæi i Elnar Mýrkjartansson skrlfar: Nú loksins höfum við fengið stjórn sem er þess megnug að stjóma þjóð- félaginu i stað þeirrar óstjómar sem ! ríkthefurlenglundanfárið. Guðmundur Vigfússon kallar lög Steingríms þrælalög og líkir honum við , Jaruzelski f Póllandi. Eg mótmæli þessu sem firru, hér er verið að berja höfðinu við steininn. Að afnema samn- ingsrétt um tíma sýnir hið mikla raun- sæi stjómvalda á nauðsyn þess aö rétta við þjóðfélagið eftir óstjóm og svikamyllusamninga verkalýðsfor- ingja sem kunna ekki aö fara með samningsrétt. Samningsrétturinn fæst svo aftur þegar þjóðfélagiö hefur rétt úrkútnum. Það er lofsvert hugrekki, ábyrgðar- tilfinning og stjómviska hjá Steingrími að standa svona aö málum. Meinið hefur verið |)að að samningar verka- lýðsfélaga hafa alltaf verið gerðir óraunhæfir. Því hefur ekki veríð hægt að stjóma fjármálum ríkisins í þessu allt of mikla kröfugerðarþjóðfélagi þar sem allir vilja fá allt í stað þess aö fóma því sem þarf. Þetta er því af illri nauösyn gert, til stjórnar landinu. Ríkisvaldiö á aö grípa inn í þar sem það á við og eftir því sem þörf gerist. Það er hlutverk stjómar aö semja um eitt og annaö sem varðar þjóðarhag og jafnvel um kaup og kjör þegar aðrir era ekki færir um það. Það er út í hött að líkja stjómum hér og í Póllandi saman. Hér er kristileg lýöræðisstjóm en i Póllandi heiðin leppstjórn. Þetta er tvennt ólfkt og við höfum betri og raunhæfari stjórn. Það er verið að bjarga þjóöarheildinni en ekki ákveðnum hópi í þjóðfélaginu, Jjannig aö tilgangurinn helgar meðalið um þessar mundir. I/ MARX-BRÆÐUR OG SNÍKJUDYRIN „Framkvæmdastjóri” hrlngdi: Sigurjónssynir, Ami og Birgir Bjöm skrifa marxiska satíru í DV síöastlið- inn fimmtudag. Eg læt mér í léttu rúmi liggja þó þeir úthúði Morgunblaðs- mönnum. Hitt er verra ef margir sænskmenntaöir ungkommar hafa fjarlægst raunveruleika atvinnulífsins jeins mikið og þessir Marx-bræður. Þeim til fróðleiks er rétt að benda á þaö að einmitt fyrírbærí eins og þessir tveir eru af f lestum talin aöalsníkj udýr þjóöfélagsins. Þetta kann aö vera ! mikiö sagt en oröbragöið hjá þeim sj álfum er ekki betra. Ámi Sigurjónsson BirglrBjðni ------------------- Sigurjónsson FRÁBÆR REYNSLA AFFRÆFLUM Cecil Jensson hríngdl: Mig langar að lýsa reynslu minni af fræflunum sem verið hafa ÖI um- ræðuíblaðlnu. Eg byrjaði að taka þetta vegna of- þreytu af völdum mikillar vinnu, of lítOs svefns og óreglulegra matmáls- tíma. Eg keypti einn skammt fyrst til að prófa. Eg var klnnfiskasoginn i framan og aUt of grannur. Eftir að hafa tekiö fræflana í hálf- an mánúð fann ég fyrstu áhrifin, en þau voru að ég fór aö geta vaknað við klukku. Það fannst mér frábært því áður þurfti að ýta mér fram úr rúm- inusvoaðégvaknaði. Eftir eins og hálfs mánaðar skammt hafði ég þyngst um sex kiló og ég get sagt það að mér finnst ég miklu léttari og hressari núna og til- búinn í meiri slag en áður. Eg vU svo geta þess að ég mun hafa þessa vöra á boöstólum í Sólbaösstofunni Sæl- unni að Ingólfsstræti 8. Enginn ár- angur í hús- nædisleit Guðrún Þórðardóttfr hríngdi: Eg hef auglýst oftar en einu sinni hjá Mig langaði að spyrja að því hvort ykkur en aldrei fengið svar. Maður( ekki sé tfl fólk eins og ég sem auglýst gerir þetta í góðri trú um að fá eitt- hefur eftir húsnæði i blaði ykkar en: hvað út úr þessu en það hefur aldreij ekkifengiðeitteinastasvar.aldrei. gerst i rúmt ár. Mér þætti gaman að' Eg bý eins og er í Kópavogi en er vita hvort einhvérjir hafa ekki sömu aö leita mér að húsnæði eins og fieirí. sögu aö segja og ég. Umferöum Hverfísgötu íbúl við Hverfisgötu skrifar: Bréfritara langar að gera fyrirspurn um eftirfarandi atríði til viðkomandi aðila. Er nokkur möguleiki aö takmarka að einhverju leyti umferð þunga- flutningabifreiða um Hverfisgötuna í Reykjavik? Eins og er aka SVR, SVK, Landleiðir (ef til vfll fleiri), sam- kvæmt áætlun, áðurnefnda götu. Að mati bréfritara er í sjálfu sér í lagi með strætisvagnana en fær þó ekki betur séð en að ýmiss konar stórar bif- reiöar aki sömu leið jafnt á aðalum- ferðartima sem á kvöldin. Einnig er hraðakstur mjög áberandi oft og tíð- um. Að lokum skal bent á Skúlagötuna sem heppilega akstursleið ef svo einkennilega vildi til að ökumenn hefðu, ekki athugað þann möguleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.