Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Qupperneq 1
 Frjalst, óháð dagblað DAGBLAÐIЗVÍSIR 180. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST1983. Það sem koma skal? RUSSA R SKIOTA RIGNINGUNA NKHJR —væri vel hægt að gera hér fyrir vestan land, segir Sigurjón Rist vatnamælingamaður Á þingi sem Sigurjón Rist vatna- mælingamaöur sótti fyrir skömmu í Sovétríkjunum kom m.a. fram aö Rússar geta stjómaö úrkomunni aö vissu marki. „Þeir skjóta skýin einfaldlega niður áöur en þau ná fram,” sagöi Sigurjón í viðtali við DV. „Þeir nota þessa aöferö aöallega viö haglský sem myndast á landsvæði þar sem f jöllin eru allt aö því 5000 metra há Húsbruni ínótt og úr sh'kum skýjum kemur ekki nein venjuleg rigning, heldur högl ,sem eru á stærð við hænuegg. Ástæöan er einfaldlega sú aö þegar slík úrkoma hellist yfir akrana bæl- ast þeir alveg niður. Skýin eru skotin niöur meö ven julegum fallbyssum en skotin eru einhvers konar köfnunar- efniskrystallar sem umlykja skýin — og þá rignir úr þeim.” Sigurjón sagði aö vafahtiö mætti nota sömu aðferð hér fyrir vestan land þegar rigningin nálgast en ekki vildi hann mæla meö þvi. „Þetta gengur svona upp og niður hér á landi,” sagöi Sigurjón, „stundum rigning, stundum ekki. Aö vísu er þessi mikla úrkoma sem veriö hefur ákaflega bagaleg fyrir bændur en þeirra vandamál er einfaldlega það að þeir hafa byggt fjós sín þannig að þeir eiga í vandræðum með að gefa súrhey, vantar tækjakost og aðstööu. Norður í Eyjaf iröi hafa bændur aftur . á móti byggt fjós sín þannig aö súr- heysgjöf er ekkert vandamál.” Á þingi því sem Sigurjón sótti í Sovétríkjunum og fyrr var á minnst var ekkert rætt um hvemig búa ætti til sólskin. Enn sem komið er eru menn ekki famir aö skjóta sólum á loft úr f allbyssum. -EIR. Húsið er mikið skemmt, ef ekki ónýtt eftir brunann. DV-mynd S. Þrennt í yfirheyrslu hjá lögreglunni Tveir fullorðnir menn og fullorðin kona voru í morgun í yfirheyrslum hjá lögreglunni í Reykjavík vegna bruna sem varö í húsinu Þrastargötu 3 í nótt. Fólkinu, sem segist hafa haft dvalar- stað þarna, ber ekki saman um elds- upptökin, en þaö var viö skál þegar eldurinn komupp. Slökkviliðiö fékk tilkynningu um eld- inn um klukkan 12.30 í nótt. Þegar það kom á staðinn var húsið, sem er htiö timburhús, alelda og stóöu eldtungurn- ar út um gluggana. Var næsta hús við hliðina í mikilli hættu og var lögö áhersla á aö bjarga því og aö slökkva eldinn. Reykkafarar fóru inn í húsið en þeir áttu erfitt með aö athafna sig vegna rafmagnsleiöslna sem lágu um allt og sköpuðu mikla hættu. Varö að rjúfa loftlínuna að húsinu s\-o köfurunum væri óhætt að athafna sig inni í því. Fólkinu, sem var í húsinu, tókst aö komast út og var það flutt á slysavarö- stofuna og siöan á lögreglustööina. Sagðist þaö oft hafa haft dvalarstað þarna en heimihsfang þess er og hefur veriö á nokkru reiki að undanfömu. Eigandi hússins er liðlega áttræöur ’ maður en hann var ekki í því þegar eld- urinn kom upp. Stendur hann nú uppi húsnæðislaus því húsiö er mikið skemmt, ef ekki ónýtt. -klp. Fyr8ta íslenska gift- ingarathöfnin sem farið hefur fram um borðíMS. EDDUátti sér stað í gœr. Þar voru gefin saman Bergþóra Árnadóttir og Þorvaldur Ingi Jónsson. Sr. Sólveig Lára Guðmundsdótt- irgafþausaman. DV-mynd Helgi Plastkveikjar- amirstór- hættulegir -sjábls.2 Þjófarnir staðniraðverki Þrir menn voru handteknir á Hótel Borg í nótt þar sem þeir voru að stela úr her- bergjum. Höfðu þeir m.a. komist inn í herbergi hjá sof- andi manni og voru búnir að ná sér þar í peninga og annað þegar lögreglan kom að þeim. Skömmu síðar náði lögregl- an í einn mann í viöbót, en sá hafði brotiö glugga í verslun- inni Lýsingu við Laugaveg og farið þar inn. Haföi hann skorist illa við innbrotið en lét það samt ekki aftra sér frá að leita að einhverju verömætu sem hann gæti haft meö sér á brott. Til þess fékk hann þó engan tíma. Lögreglan var mætt ó staðinn og flutti hann á slysa- varðstofuna og síðan í fanga- geymsluna, þar sem hann fær aö dúsa ásamt þremenning- unumafBorginni. ‘ -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.