Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR11. AGUST1983.
3
Otibú Búnaðarbankans í Kópavogi sem opnað verður Innan skamms.
DV-mynd Einar Ölason.
Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra:
Tel ekki vænlegt að
fjolga visitolunum
—ákvöróun um tillögurSeölabankans frestað í ríkisstjóm
„Eg tel það ekki vænlegt að fjölga
vísitölunum og þess vegna ætti að
skoða það vandlega hvort ekki er
hægt að finna aöra leið til að draga úr
þessum mismun sem verið hefur lán-
þegum þungur í skauti,” sagði Alex-
ander Stefánsson félagsmálaráð-
herra í samtali við DV um tillögur
Seðlabanka um nýja vísitölu hús-
næðislána. I tillögunum er gert ráð
fyrir að þessi vísitala byggist á visi-
tölu byggingarkostnaðar, kaup-
gjalds og framfærslu og að hún teng-
ist lánskjaravísitölu í sumar eöa
haust.
„Eg lagði þessar tillögur fyrir
stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins og
var hún á sama máli og ég að heppi-
legra væri að leita annarra leiða
heldur en setja upp tvær vísitölur.
Þess vegna var ákvörðun frestað um
þessar tillögur Seðlabankans í ríkis-
stjóminni. Það er meiningin að boða
til fundar með launþegum núna 15.
ágúst, en launþegasamtökin hafa
þegar gefið út álit sitt. Þau viröast
vera á þessari sömu línu, aö betra sé
að leita annarra ráöa, m.a. að fá
heimild til að fresta hluta afborgana
af fullverðtryggðum lánum, ef
greiðslubyrði eykst þannig að
hækkun á lánskjaravísitölu sé um-
fram hækkun visitölu kauptaxta. Þá
yrði þeim afborgunum frestað og
bætt við höfuðstól lánsins og láns-
tíminn lengdur eför þörfum
Greiðslubyrði lánsins myndi þá ekki
aukast af þeim sökum."
Alexander k\raðst hafa ákveðið að
leggja þetta eindregið til í ríkis-
stjóminni eftir fundinn með laun-
þegum á mánudag þar sem hann
gerði ráð fyrir að ákvörðun yrði tekin
ummálið.
-PÁ.
Alexander Stefánsson félagsmálaráð-
henra.
SAMEIGINLEGT VANDAMAL
ALLRA HÚSBYGGJENDA
—segirfélagsmálaráðherra um vanda Byggung
„Þaö er veriö að ræða málið, á
hvem hátt við getum leyst þetta,”
sagði Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra um erfiðleika bygg-
ingafélagsins Byggung. Fram hefur
komið aö verði greiðslu húsnæðis-
stjórnarlána ekki hraðaö muni koma
til stöðvunar framkvæmda félagsins
og uppsagna starfsfólks í haust.
„Þetta er sameiginlegt vandamál
allra húsbyggjenda í raun og vem.
Það er að mínu mati ákaflega slæmt
þetta seinvirka form sem í gangi er;
afgreiðsla lána er þrískipt, það tekur
upp í sextán mánuði eða jafnvel
lengur að fá lánin afgreidd. Það
gerir það að verkum, aö hús-
byggjendur, hvort sem um er að
ræða byggingafélag eða einstakl-
inga, verða að brúa biiið með óhag-
stæðum lánum og alls konar fyrir-
greiðslum. Þessu þarf að breyta, en
það verður náttúrlega ekki gert öðru-
vísi en í gegnum þá endurskoðun lag-
anna sem nú er í gangi. Þar em
fyrirmæli til nefndarinnar um að
láta flýtingu lána koma fram í laga-
setningunnl"
Alexander sagði viðræður standa
yfir viö f jármálaráðuneytið um þetta
sérstaka vandamál sem hefði skap-
ast í ár og hvort hægt væri að finna
lausn á þvi.
-PÁ.
Stúdentaráð Háskóla íslands:
Mótmælir áformum um kjaraskerðingu
Stúdentaráð Háskóla Islands hefur
sent frá sér ályktun, þar sem harðlega
er mótmælt þeirri meöhöndlun sem
fjárhags\'andi Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hefur fengið i fjármála-
og menntamálaráðuneytinu.
I ályktuninni segir að samkvæmt
fregnum sem borist hafi sé ætlunin að
veita LlN aðeins 135 milljónir af þeim
182 milljónum sem sjóðurinn þarfnast
fram að áramótum. „Þetta þýðir, að
námsmaður fengi aöeins 78% af fram-
færslukostnaði þeim sem LlN áætlar
honum fyrir nauðþurftum. Náms-
mönnum yrði því gert að lifa af 8787
krónum, sem eru um 2000 krónum und-
ir lágmarkslaunum. Skerðing myndi
því þýða að námsmenn ættu ekki aöra
lausn enaöhrökklast frá námi.”
Skorað er á ríkisstjómina að endur-
skoða afstöðu ráðuneytanna og veita
LIN það fjármagn sem sjóðurinn
þarfnast til að geta staðiö við skuld-
bindingar sínar.
Stúdentaráð minnir á að námslán
eru verðtryggö lán en ekki styrkur.
Þaö sé hæpið að sú kjaraskerðing sem
felst í áformum ráðherra standist fyrir
dómstólum og muni námsmenn ekki
hika við að láta reyna á rétt sinn þar.
-PÁ.
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
GÓÐA FERÐ!
:
MÉUMFERDAR
----UrAo
Bankaútibúunum fjölgar ótt og títt:
VERIÐ AÐ OPNA
SJÖ NÝ ÚTIBÚ
Á STÓR-REYKJA-
VÍKURSVÆÐINU
— og þar með eru innlánsstofnanir á landinu
orðnar yf ir 200 talsins
Þrátt fyrir að almenningur kvarti
yfir peningaleysi virðast engin lát vera
á að bankar og sparisjóðir opni útibú
um allt land. Samkvæmt upplýsingum
bankaeftirlitsins hefur verið veitt leyfi
fyrir opnun sjö nýrra útibúa. Er verið
að opna sum þeirra núna en önnur
verða opnuö á næstu mánuðum.
Með þessum nýju útibúum verða inn-
lánsstofnanir, sem taka við peningum
frá almenningi til ávöxtunar, orðnir
yfir 200. Um síðustu áramót voru við-
skiptabankamir með 116 afgreiðslu-
staði á landinu. Sparisjóðimir voru með
47 afgreiöslustaði, innlánsdeildir Sam-
vinnufélaganna voru 29 og þar fyrir
utan var póstgíróstofan og Söfnunar-
sjóður Islands sem starfræktur hefur
verið síðan f yrir aldamót.
Landsbankinn er með flesta af-
greiðslustaðina, eða 39 talsins. Sá fer-
tugasti verður opnaður innan skamms,
en það er útibú á Ártúnshöfða í Reykja-
vík. Búnaðarbankinn er annar í röð-
—VIDEO-"-
OPID ÖLL KVÖLD TIL KL. 23
Kvikmyndamarkaðurinn
Skólavörðustig 19.
Vidaoklúbburinn
Stórhoftíl. Simi35460.
VIDEO
inni. Afgreiðslustaðir hans eru 30 tals-
ins og sá 31. bætist við einhvern næstu
daga þegar Búnaöarbankinn opnarúti-
bú í Kópavogi.
Hin fimm útibúin, sem þegar hefur
veriö veitt leyfi fyrir, eru einnig á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Samvinnu-
bankinn mun opna útibú á Ártúnshöfða
á þessu ári og Sparisjóöur Reykja-
víkur mun opna útibú á Seitjarnamesi
í næsta mánuöi.
Þá er Iðnaðarbankinn með leyfi til
að opna útibú við Réttarholtsveg í
Reykjavík, Utvegsbankinn með leyfi
til að opna útibú í Breiðholti og Spari-
sjóður Hafnarfjarðar með leyfi til að
opna útibú i suðurbænum í Hafnarfirði.
Ekki er enn byrjað á framkvæmdum
við þessi útibú en sjálfsagt er þess ekki
langt að bíða að þau verði opnuð.
Verða þá innlánsstofnanirnar á land-
inu orðnar yfir 200 talsins, og þar án
efa nægar hirslur til að geyma allt fé
landsmanna. -klp-
Tvær
Vikuferð 16. ágúst
Nú sláum við saman tveimur skemmtilegustu borgum megin-
landsins og kynnumst því bestasem hvor um sig hefur upp áað bjóða.
Verð kr. 15.950.-
miðað við gistingu í 2ja manna herbergi.
Innifalið: Flug til og frá Amsterdam, gisting i 3 næturá Victoriahóteli
í Amsterdam, 4 nætur á Mondial hóteli í París, skoðunarferðir um
París og til Versala, rútuferð Amsterdam-París-Amsterdam og
islensk fararstjórn. Barnaafsláttur kr. 4000,-
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899