Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Qupperneq 4
4
DV. FIMMTUDAGUR11. ÁGUST1983.
VERÐA BREYTINGAR A
FLOKKSFORYSTUNNI?
Landsfundur
Sjálfstæðis-
flokksins i
íhaust:
Landsfundur Sjálfstæöisflokksins
verður haldinn í október, nóvember og
eru þegar nokkuð margir farnir að
velta því fyrir sér hvort formaður
flokksins, Geir Hallgrímsson, gefi
kost á sér til endurkjörs. Háværar
raddir innan Sjálfstæöisflokksins
segja aö svo verði ekki og að margir
séu þegar farnir aö hugsa sér gott til
glóðarinnar að hreppa sæti Geirs. DV
hafði tal af nokkrum líklegum
kandídötum innan flokksins og spurði
þá hvort þeir hygðust gefa kost á sér til
formennsku ef Geir gerði það ekki.
Enginn þeirra, er spurðir voru, vildi
játa því opinberlega enn sem komiö er,
þar sem formaðurinn hefur ekki enn
viljaö svara því hvort hann muni sitja
áfram eða ekki. Þó þykir alveg ljóst að
þeir verða nokkrir sem skella sér í
kosningaslaginn loks er hann byrjar.
-ELA.
Veröur Geir áf ram
formaður?!
ÞAÐ KEMUR
í UÓS
„Það kemur í ljós,” sagði Geir Hall-i
grímsson, er hann var spurður hvort
hann gæfi kost á sér áfram sem for-;
maður Sjálfstæðisflokksins á lands-
fundinum í haust. Geir vildi hvorki
neita því né játa. „Eg vil ekki segja
nokkuð um það mál fyrr en það á að|
koma í ljós,” sagði hann. Sterkar
raddir innan Sjálfstæðisflokksins
segja að Geir muni ekki gefa kost á sér
til endurkjörs.
-ELA.
N.
ENGIN
ÁKVÖRÐUN
TEKIN
„Það hefur ekkert verið rætt í
mínum hópi innan flokksins og ég hef
ekkert hugsað um þetta,” sagöi Davíð
Oddsson borgarstjóri. „Nei, ég hef
enga ákvörðun tekið um þetta mál
hvorkiaf néá.”
-ELA.
VIL BÍÐA EFTIR
SVARIGEIRS
„Þessu er ekki hægt að svara fyrr en
hitt liggur fyrir að formaður gefi ekki
kost á sér,” sagði Friðrik Sophusson.
BÍÐ MEÐ
AÐ SVARA
„Eg held ég bíði með að svara þessu
þar til formaöurinn hefur sagt til um
það hvort hann gefur kost á sér eða
ekki,” sagði Þorsteinn Pálsson. „Þetta
hefur ekkert verið til umræðu.”
-ELA.
„Mér finnst það ekki boðlegt að svara
því. Eg vil að minnsta kosti bíða eftir
svariGeirs.” -ELA.
SKYLDA FLOKKSINS AÐ
VEUA BESTA MANNINN
„Þaö er alveg óráðið mál hvort Geir
gefur kost á sér. Hitt er ekki til
1 umræöu fyrr en það liggur ljóst fyrir,”
sagði Pétur Sigurðsson. „Þaö er ljóst,
! ef Geir gefur ekki kost á sér, að skylda
I flokksins er að velja besta manninn til
að taka sæti formanns. Það á ekki að
| vera eitthvert keppikefU heldur það
sem gæti orðið Sjálfstæöisflokknum
fyrir bestu og stefnu hans,” sagði
Pétur. „að ég bjóði mig fram hefur
ekki einu sinni komiö upp í huga minn
enda hefur verið mikið að gera við að
ráða við þann vanda sem stjómin tók
við nú eftir kosningar.”
-ELA.
EKKI
TÍMABÆRT
„Mér finnst ekki tímabært að ræða
það meðan ekki Uggur Ijóst fyrir hvort
Geir muni gefa kost á sér,” sagði
Gunnar G. Schram. „Það er langt
þangað til landsfundurinn verður. Þó
gæti verið að menn veltuþessu eitthvað
fyrir sér,” sagði Gunnar.
-ELA.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Og ríkissjóður gerir út á verðbólguna
Mörgum finnst það undarlegt að
ríkissjóður skuli setja ágreining um
hvernig taka skuli vexti í gerðar-
dóm. Það hefði mátt ætla að hverjum
manni væri ljóst hvemig reikna eigi
vexti. Gerðardómsúrskurðurhm féU
Magnúsi Leopoldssyni ekki í vU og
hann hlýtur því lægri fjárhæð í sinn
hlut en ella og virðist það skipta
verulegum f járhæðum. Þannig spar-
ar ríkissjóður sér fé með ýmsu móti.
Nú er það vitað meðan Magnús,
Sigurbjöm Eiríksson, Einar BoUa-
son og Valdimar Olsen sátu sak-
lausir í gæsluvarðhaldi var ríkis-
sjóður með skattkröfur á þá eins og
aðra menn í þessu landi sem ná um-
fram þurftartekjur. Og meira en
þriggja mánaða fangelsi setti vitan-
lega alla tekjuöflun úr skorðum og
skattar fóru í vanskU. Ríkissjóður
samþykkti að skuld stæöi meðan
bótamál var rekið. Vitanlega vom
teknir hæstu vextir en þcgar gert var
upp hvað hver skuldaði hverjum,,
rikissjóður eða fjórmenningarair,
kom í ljós að rikissjóður reiknaöi sér
mun hærri dráttarvexti en átti að
greiða. Þannig græddi ríkissjóður
verulegar fjárhæðir á því að sam-
þykkja það að væntanlegar skaða-
bætur gengju upp á móti sköttum.
Eðlilega vill ríkissjóður ekki
greiða vexti frekar en aðrir aðUar í
þjóðfélaginu. Fjármálaráðuneytið
hefur hins vegar legið á því lúalagi
að neita ævinlega um að greiða vexti
af gjaldföUnum skuldum, jafnvel
þótt greiðslur séu dregnar vikum og
mánuðum saman. Og þegar þeir
menn sem þannig lenda í vanskUum
annars staðar óska eftir vöxtum rifa
starfsmenn ráðuneytisins kjaft,
neita að borga vextina og segja að
viðkomandi maður missi þá bara
viðskiptin. Og svo er beðið. Oft lenda
þeir sem ríkissjóður neitar þannig
um réttmætar greiðslur í vanskUum
með opinber gjöld. Þar er vöxtum
hlaðið á í síbylju eins og hjá verstu
okrurum og þegar óskað er eftir að
vextir af skattskuldinni faUi nlður
rétt eins og af inneign viðkomandi
manns er slíku neitað.
Á meðan verðbólga er litU skiptir
ekki miklu máli hvort vextlr era
greiddir af reikningum. Hins vegar
er þaö hróplegt ranglæti að neita að
greiða vexti af gjaldföllnum
skuldum og gera sér beinlínis leik að
því að fresta grelðslum til þess að
næla sér í vaxtatekjur. Og verður
ekki hjá því komist að áiykta sem
svo að ráðuneyti, sem þannig þenkir,
hafi í raun lítinn áhuga á því að koma
verðbólgunni nokkuð niður.
Vandi Alberts Guðmundssonar
sem fjármálaráðherra er vlssulega
mikUl. Ragnar Araalds skfldi við
riklssjóð tóman og f jölmargar opin-
berar stofnanir hafa farið langt út
fyrir f járhagsramma, jafnvel æðsta
stjóm landsins. Þar við bætist að
skert lífskjör hljóta að einhverju
leyti að koma nlður á skattheimtu
þessa árs, þótt innheimtumenn ríkis-
sjóðs hafi meira vald til þess að taka
fé af fólki en fógetinn í Nottingham
og notfæri sér það. Þá vora fjárlögin,
vitandi vits samin án þess að tillit
væri tekið til þeirrar verðbólgu sem
fyrirsjáanleg var.
En þótt vandi Alberts sé mikiU þá
skiptir það ekki sköpum fyrir ríkis-
sjóð hvort vextir era greiddir af
skuldum sem réttilega eru faUnar í
gjalddaga. Þau vinnubrögð að greiða
ekki vexti voru tekin upp af fyrir-
rennuram Alberts og það er engin
ástæða fyrir hann að halda áfram
gömlum ósiðum um f jármálastjóra.
Það væri hins vegar til eftirbreytni
nm heiðarleg vinnubrögð að gefa
fyrirskipun um að grelða vexti, en
helst skuidina á gjalddaga, rétt eins
og það var í samræmi við stefnu ráð-
herrans áður en hann settist í stólinn
að setja þá reglu, að þeir menn, sem
hefðu staðið í skilum og vUdu greiða
opinber gjöld sjálfir en ekki láta
hirða þau með valdi, gætu gert þaö,
hvað sem Uði tUfinningum hinna
opinbera skattheimtumanna.
Svarthöfði.