Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Page 8
8
DV. FIMMTUDAGUR11. AGUST1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Á þingi Heimskirkjuráðsins hefur það nú verið ákveðið að lýsa yílr stuðningi við Palestínuaraba í deilunum fyrir
botni Miðjarðarhafs.
Heimskirkjuráðið
tekur afstöðu með
Palestínuaröbum
Heimskirkjuráðið skorar í dag á
þjóðkirkjuraðbeita sérfyrir „nauðsyn
og réttlæti málstaöar Palestínu-
araba”. — Jafnframt hvetur það
tsrael, PLO og Arabaríkin til þess aö
setjast að samningaboröinu tii lausnar
deilunum í Austurlöndum nær.
Þessi ályktun var samþykkt á síð-
asta degi þingsins sem heimskirkju-
ráðið hefur haldið síöustu 18 daga í
Vancouver í Kanada. — Innan vé-
banda heimskirkjuráösins eru 301
þjóðkirkja með um 400 rriilljón
safnaðarmeðlimi.
Þingfulltrúar felldu tillögur um að
draga í ályktuninni úr gagnrýninni
sem þar kemur fram á Israel. — I
ályktuninni er einnig skorað á Israel
að kalla her sinn burt frá Líbanon. i
Skorað er á kirkjusöfnuði að „minna
kristna menn á Vesturlöndum á að ör-
lög gyöinga í þeirra eigin löndum
kunni að hafa mótað afstöðu þeirra til
mála Austurlanda nær. Það hafi leitt
til gagnrýnislitils stuðnings við
Israelsríki þar sem réttindi Palestínu-
araba hafi verið fyrir borð borin”.
Heimskirkjuráðið lýsti yfir stuðningi
við þau öfl í Israel sem vinna að friöi og
sáttum.
John Habgood, sem nýlega varð
erkibiskup ensku biskupakirkjunnar,
sagði þingfulltrúum að hann styddi,
málstað Palestínuaraba en hvatti
menn til þess aö viðurkenna að Israels-
stjóm ætti þó við öryggismál að glíma.
— þeirri breytingartillögu var samt
hafnað.
Ályktun heimskirkjuráðsins skorar
á Israel að skila aftur hernumdu
svæðunum (úr stríðinu 1967), viður-
kennir rétt Palestínuaraba til aðstofna
sjálfstætt ríki og rétt Israels og araba-
ríkjanna til þess aö lifa innan öruggra
og viöurkenndra landamæra.
Bréfpoka-
bandittinn sló
viö Dillinger
ogBaby
FaceNelson
Bréfpoka-bandittinn svokallaði, Hjá alríkislögreglunni telja menn
sem FBI menn segja að hafi framiö að Bray hafi haft 49 bankarán á sam-
flest bankarán í sögu Bandaríkj- viskunni og að hann hafi slegið fyrri
anna, var í gær dæmdur í 20 ára met stórbófa eins og John Dillínger
fangelsi. og Baby Face Nelson.
Robert Bray játaöi á sig 18 banka- Hann var kallaður bréfpoka-band-
rán, en hann var dæmdur fyrir 27 ittinn, því að hann krafsaði jafnan
bankarán. Þaö er talið að hann hafi orðsendingar sínar á bréfpoka, sem
mest haft 250 þúsund dollara upp úr hann rétti síðan bankagjaldkeranum
krafsinu en var aðeins með fjóra til þess að fyUa.
doUara og tuttugu sent í vösunum Öfugt viö hina frægu fyrirrennara
þegar til hans náöist. sína beitti Bray aldrei skotvopnum.
Misstu Sovét
menn kjarn-
orkukafbát?
CBS-fréttastofan í Bandaríkjunum
sagöi í gærkvöldi að sovéskur kjarn-
orkukafbátur með 90 manns innan-
borðs hafi sokkið í Kyrrahafi í júní í
sumar.
Ber fréttastofan fyrir þessu heimUd-'
ir í Pentagon (aðalstöðvum yfirstjórn-
ar Bandaríkjahers). Munu Banda-
ríkjamenn hafa oröiö þessa áskynja
þegar sovésk björgunarskip sáust á
sveimi út af Kamchatka-skaga, suður
af flotastöö Sovétmanna í Petro-
pavlovsk.
Varnarmálaráðuneytið bandariska
hefur ekki viljað staðfesta þessa frétt.
CBS segir að ekki sé vitað hvemig
áhöfn kafbátsins reiddi af.
Fréttastofan heldur að vélarbilun
(óviðkomandi kjarnorkuofninum í kaf-
bátnum) hafi verið orsök slyssins.
Engin geislaeitrun er taUn hafa leitt af
óhappinu. Telur CBS að björgunarskip
hafi náð kafbátsflakinu upp af hafs-
botninum.
Ef rétt reynist, er þetta annar kjarn-
orkukafbáturinn sem Sovétmenn
missa. Hinn sökk við Bretlandseyjar í
aprU1970.
Bandaríkjamenn hafa misst tvo
kjamorkukafbáta. Thresher sökk út af
Cape Cod árið 1963 meö 129 menn inn-
anborðs. Scorpion sökk í Atlantshafið
.1968 með 99 menn innanborðs.
UPPREISNARMENN
BLÁSA TIL SÓKN-
ARí CHAD
Meiriháttar orrusta var háö í gær
um bæinn Faya Largeau í Chad, þegar
tvær herdeildir líbýskra hermanna og
uppreisnarmanna sóttu að bænum með
brynvögnum og í skjóli loftárása
Ubýskra herflugvéla.
Stjórriarhermenn endurheimtu bæ-
inn úr höndum uppreisnarmanna 30.
júlí en þá höfðu hinir síðarnefndu haft
hann á valdi sínu í fimm vikur. Síðan
hafa Líbýumenn haldið uppi daglegum
loftárásumá Faya Largeau.
Menn hafa búist viö þessu áhlaupi
síöustu daga.
Fréttir greina á um hvort áhlaupinu
.hafi verið hrundið eða hvort uppreisn-
armenn hafi náð bænum aftur á sitt
vald. Talsmenn uppreisnaraflanna
(staddir í París) segja aö bærinn hafi
fallið þeim í hendur en upplýsinga-
málaráðherra Chad sagði blaðamönn-
um í gærkvöldi að árásarliðið hefði
veriö stráfellt. — Sambandslaust varð
við Faya Largeau síðdegis í gær, og
töldu vestrænir hemaðarsérfræðingar
í Ndjamena í gærkvöldi að bærinn væri
fallinn eða í þann veginn að falla fyrir
áhlaupinu.
Fyrstu frönsku fallhlífarhermenn-
irnir komu til Ndjamena í gær, en alls
ætla Frakkar að senda stjórn Chads
um 400 hermenn til liðsinnis. Eru þetta
aðallega leiðbeinendur sem ekki eiga
sjálf ir að taka þátt í bardögum.
Hart var barist við borgina FayaLargeau í gærkveldi og rofnaði samband við borgina svo ekki er vitað á hverra
hendl hún nú er. Hér sjést hermenn skæruliða þar sem þelr elda sér mat milli orrusta.
SYNDAFLÓD í SPILAVÍTUM í LAS VEGAS
ökumenn urðu að yfirgefa bila
sína og synda á þurrt land þegar
skyndiflóö skullu á Las Vegas, sem
aö öllu eðlilegu er talin ein þurrasta
borg Bandaríkjanna. Sums staöar
varö fólk „að fara í bátana” í þessari
eyðimerkurborg. — Tveggja er
saknað.
Það hafði rignt eins og hellt væri úr!
fötu og mældist úrkoman um 2 senti-
metrar. Vatn flæddi niöur uppþom-
aðan árfarveg og straumurinn var
slíkur aö hann velti um bílum við
Imperial Palace-spilavítið á Las
Vegas Strip. — Spilavíti þetta er
hótel í leiðinni og urðu gestir að rýma'
herbergi sín á neöstu hæöum vegna
flóðahættunnar.
Bar svo við að þetta fræga spila-
víti, sem aldrei lokar, varð að gera
hlé á f járhættuspilinu um hríö.
Sums staðar eru bílar á bólakafi og
í dag munu björgunarmenn leita í
þeim til að ganga úr skugga um
hvort nokkur hafi lokast inni í þeim.