Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Page 9
DV. FIMMTUDAGUR11. ÁGUST1983.
9
Útlönd
Útlönd
Hér standa þau saman brosandl, Liz Taylor og fyrrum eiginmaður hennar,
Richard Burton. Það er þó ekki vegna þess að þau ætli sér að taka saman að
nýju. Þvert á móti, því maðurinn, sem Liz heldur svo fast í, er lögfræðingur-
inn Gonzales Luna sem hún var að trúlofast. Burton hallar sér binsvegar að
sinni núelskuðu, Sally Hay, en þau sögðust samgleðjast Liz og Gonzales inni-
lega.
Liz Taylor
trúlofuð
enn á ný
Leikkonan Elizabeth Taylor hefur
kunngert trúlofun sína og hjóna-
bandsráðagerðir með mexíkönskum
lögfræðingi að nafni Victor Gonzales
Luna.
Það yrði í áttunda skiptið, sem
Elizabeth Taylor gengi fram kirkju-
gólfið undir brúðarmarsinum og
Luna verður þá sjöundi eiginmaður
hennar. — Hún giftist leikaramun
Richard Burton tvisvar sinnum.
Þau ætla aö láta pússa sig saman
þegar hætt verður sýningum á
„Private Lives”, leikriti þar sem
þau Liz Taylor og Dick Burton fara
með aðalhlutverkin.
Talsmaður Burtons og eiginkonu
hans Sally Hay (þau giftu sig í síð-
asta mánuði) segir að þau hjón gleðj-
ist mjög yfir þessari trúlofunarfrétt.
Raf magnslaust og umf erðaröngþveiti
Rafmagnslaust varð í Manhattan í
gær þegar eldur kom upp í háspennu-
stöð neðanjarðar. Tekur þetta til
svæðisins milli 30. og 42. strætis og 6.
og 7.-traðar.
Mikið umferðaröngþveiti skapaðist
af þessu í gær því að auðvitað slokkn-
Drúsar ræna
3 ráðherrum
úr Ubanon-
stjórninni
aði líka á götuvitum. Þurfti um 600
manna lögreglulið til þess að greiða úr
flækjunni.
Tókst aö ráða niöurlögum eldsins á 4
klukkustundum en rafmagn verður
varla komiö á aftur fyrr en um helg-
ina.
Sleppt án
lausn-
argjalds
Auðugur írskur lögfræðingur hefur
‘verið látinn laus úr prísund mannræn-
'ingja, án þess aö kæmi til þess að
1 lausnargjaldið væri innt af hendi. —
Lögreglan á Suður-Irlandi hefur hand-
tekiö þann sem talinn er hafa rænt lög-
manninum.
Lögfræðingnum hafði verið rænt á
heimili hans á þriðjudagskvöld. Undir
gapandi byssukjafti var hann numinn
á brott en eiginkonu hans skipaö aö
! hafa til 50 þúsund sterlingspunda
’lausnargjald ef hún vildi sjá bónda
sinn lífs aftur.
Ræninginn mun hafa búið skammt
jfrá þeim stað þar sem bófahópur IRA-
manna reyndi í síðustu viku að ræna
jkanadíska iðjuhöldinum Galen
Weston.
Lögmanninum, William Somerville,
var sleppt lausum í aöeins 8 km fjar-
lægð frá heimili sínu. Sagt er að hann
Isé náinn vinur bresku konungsfjöl-
jskyldunnar.
Shagari
náði
endur-
■ ■■■ ■ r
kjori i
Nígeríu
Shehu Shagari, forseti Nígeríu, hefur
tryggt sér annaö 4-ra ára kjörtímabil í
embætti með sigri yfir fimm mótfram-
bjóðendum sínum í forsetakosningun-
um, sem fram fóru í landinu um
helgina.
Atkvæðamunur varð honum hag-
stæöari en lengi framan af hafði horft
við í talningu atkvæðanna. Fékk
Shagari 12 milljón atkvæði eða
rúmlega það á meðan Abafemi
Awolowo, sem næstur honum kom,
fékk tæpar átta milljónir.
Atkvæðin fullnægðu báðum skilyrð-
um stjómarskrárinnar fyrir lögmætu
kjöri. Shagari fékk meirihluta heildar-
atkvæða og náði 25% lágmarkinu sem
þarf í að minnsta kosti 13 af 19 fylkum
landsins.
Útlönd
Guðmundur Pétursson
og Ólafur B. Guðnason
Þrem ráðherrum Líbanons var rænt
í Shouf-f jöllunum, þar sem drúsar ráöa
lögum og lofum, og krefjast ræningj-
amir þess að stjórnin segi af sér og aö
stjórnarherinn varði kallaður burt úr
þessum landshluta.
Ráðherrarnir þrír höfðu verið sendir
af stjómarinnar hálfu til þess að reyna
að miðla málum og koma á vopnahléi
milli stríðandi afla á þessum slóðum.
En allan daginn höfðu herskáir drúsar
og herflokkur úr Líbanonher skipst á
stórskotahríð.
Fangarnir þrír voru fluttir til hallar
ættarhöfðingja drúsa og leiðtoga
stjómarandstöðunnar, Walid Jum-
blatt, en hún er í f jallaþorpinu Moukh-
tara (suö-austur af Beirút). —
Jumblatt, sem þykú- hollur Sýrlend-
ingum, býr í hálfgildings útlegö. Hann
er þó sagður hafa verið í sambandi við
ræningjana og hafa fyrirskipað þeim
að vinna ráðherrunum ekki mein en
sleppa þeim samt ekki nema að fyrir-
mælum fengnum frá honum.
Einn ráðherrann (fjármálaráðherr-
ann), Abel Hammiye, er sjálfur drúsi.
Heilbrigðisráðherrann, Adnan
Mrowel, er shiita-múslimi og þriðji
ráðherrann, Pierre Khoury er marón-
íti (kristinn).
Ráðherramir munu hafa verið tekn-
ir til fanga eftir að þeir áttu fund með
trúarleiötoga drúsa, Mohammed Abu-
Shaqra sjeik, í höllinni í Moukhtara.
A
adidas
HELSINKI:
SIGURVEGARINN
í ÞRÍSTÖKKI,
HINN PÓLSKI
HOFFMANN, NOTAR
EINGÖNGU ADIDAS
ÍÞRÓTTAFATNAÐ.
FRAM
TOLVUSKOLI
TÖLVUNÁMSKEIÐ
Tölvuskólinn Fr^imsýn hefur nú hafið starfsemi
sína að nýju að loknu sumarleyfi. Innritun er þeg-
ar hafin í neðangreind námskeið er hefjast næstu
daga.
ALMENNT GRUNNNÁMSKEIÐ
Á þessu námskeiði eru kennd grundvallaratriði
tölvufræðinnar, svo sem uppbygging tölva, helstu
gerðir, notkunarmöguleikar og fleira.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er hafa áhuga á
að kynnast tölvum og notkunarmöguleikum
þeirra, sem og starfsmönnum fyrirtækja er starfa
nú þegar við tölvur eða munu gera það í náinni
framtíð.
Innritun og frekari upplýsingar um námskeið
skólans fást í síma 91-39566 milli kl. 16 og 18.
Tölvunámskeið er fjárfesting í framtíð þinni.
Tölvuskólinn Framsýn, Síðumúla 27,
Pósthólf 4390,124 Reykjavík, sími 39566.
SELJUM í DAG
Saab 99 GL
'81, 2 dyra,
hvítur, ekinn
aðeins 30
þús., sem nýr
bíll.
Saab 900 GLS
'81, ekinn að-
eins 22 þús.,
Mtur Ijósblár, 4
dyra, bein-
skiptur.
Saab 900 GLE
'82, hvítur, 4
dyra, 5 gíra,
ekinn 26 þús.,
útvarp-kass-
ettutæki,
skipti möguleg
á ódýrari.
Saafa 900
EMS 79, 3
dyra, rauð-
ur/sanseraður,
ekinn aðeins
56 þús., bíll í
toppstandi,
skipti á ódýrum
Saab möguleg.
TOGGURHR
SAAB UMBOÐIÐ
BÍLDSHÖFÐA 16.
SIMAR 81530 OG 83104