Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Side 11
DV. FIMMTUDAGUR11. AGUST1983.
11
VIÐTALIÐ:
Marlanne ínnan um þjálfunartækin á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. öll aðstaða er þar hin besta. „Ég var að lesa í
hollensku blaðiheima og rakst á auglýsingufrá sjúkrahúsinuhér á Neskaupstað.” DV-mynd: Bjamleifur.
„fSLENDINGAR ALLT ÖDRU-
VÍSIEN HOLLENDINGAR”
— segir Marianne Westenberg, hollenskur sjúkraþjálfari
sem starfar á sjúkrahúsinu á Neskaupstað
„Ég var aö lesa í hollensku blaði
heima og rakst þá á auglýsingu frá
sjúkrahúsinu hér á Neskaupstað þar
sem óskað var eftir sjúkraþjálfara
til starfa. Ég sendi inn umsókn, fékk
starfið og hóf síðan störf hér í byrjun
síðasta árs.”
Þessi orð eru sögð á reiprennandi
íslensku af 23 ára gamalli stúlku,
Marianne Westenberg, hollenskum
sjúkraþjálfara sem starfar á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Neskaupstað.
Hún er frá Wageningen í Hollandi
og þegar hún kom til Islands fyrir
um einu og hálfu ári kunni hún ekki
stakt orð í íslensku en hún hefur lært
málið á undraverðan hátt í starfi
sínu.
Orsök þess að sjúkrahúsið á Nes-
kaupstað auglýsti eftir sjúkraþjálf-
ara erlendis er sú að svo virðist sem
enginn íslenskur sjúkraþjálfari vilji
starfa á Neskaupstað.
Það fer ekki á milli mála, þegar
rætt er við starfsfólk sjúkrahússins,
að Marianne hefur unnið hug og
hjörtu þess, slíkur er vitnisburðurinn
um hana. Hún er líka einstaklega lát-
laus og viðkunnanleg.
En hvernig kemur s\’o landinn
hfenni fyrir sjónir? „Islendingar eru
allt öðruvísi en Hollendingar. Og það
skemmtilegasta sem mér hefur
fundist við Islendinga er þetta hvað
þeir eru allt öðruvísi. Það sama á
líka við um sjálft landiö.”
Það var í lok ársins 1981 sem
Marianne iauk námi í sjúkraþjálfun í
Hollandi og því er sjúkrahúsiö á Nes-
kaupstað hennar fyrsti vinnustaður í
faginu. „Það er mjög erfitt að fá
vinnu sem sjúkraþjálfari í Hollandi,
en ég vona þó að mér takist það
þegar ég sný aftur heim í lok ágúst.”
Hvers saknar hún svo helst að
heiman?
„Ég sakna þess mest að geta ekki
farið á kvöldin á matsölustaði og
borðað. Einnig hef ég verið mikið í
ballett heima og ég sakna hans líka
mjög. En ég byrjaði sjálf hér á Nes-
kaupstað með jassballett. Ymsir
sýndu þessu áhuga í byrjun og komu
til mín, en síðan datt áhuginn niður
og f ólk hætti að koma. ”
Eiginmaður Marianne kom með
henni hingað til lands og hefur starf-
að í frystihúsinu á Neskaupstað og
einnig hefur hann stoppaö upp fugla.
Þau ferðuðust nokkuð um landið í
fyrrasumar og á næstunni, þegar
Marianne hefur lokið störfum, fara
þau með togara til Akureyrar. Þaðan
ætla þau yfir Kjöl til Reykjavíkur og
kannski til Vestmannaeyja líka.
„Mér hefur liðið vei hér á Nes-
'kaupstað,” segir Marianne um dvöl
sína, og það er víst að hennar verður
saknaö. Langur biðlisti er líka af
fólki sem þarf á sjúkraþjálfun að
halda. En hver veit nema sjúkra-
húsið á Neskaupstað auglýsi aftur í
hollensku blaði. Reynslan er að
minnsta kosti góð.
-JGH.
„Bítlamir munu
taka við
af rokkurum”
„Það er verið að vinna í þessu máli
núna og ekkert komiö á hreint hverjir
koma þama fram en þetta verður
örugglega meiri háttar skemmtun,”
sagði Olafur Laufdal veitingamaður er
við spurðum hann hvort farið væri að
vinna að undirbúningi fyrir aðra hátíð
sem koma á í stað rokkhátíöarinnar
sem gerði hvað mesta lukku á
Broadway sl. vetur.
Yfir 20 þúsund manns voru við-
stödd rokkhátíðina á Broadway en þar
komu fram gamlir rokksöngvarar og
hljóms\’eit Björg\’ins Halldórssonar.
Gerðu þeir stormandi lukku og var tal-
ið nokkuð víst að önnur álíka hátíð yrði
á boðstólum í Broadway í vetur.
„Við ætlum að taka núna fyrir bítla-
tímabilið með öllum sínum hippum og
blómum,” sagði Olafur. „Gunnar
Þórðarson mun hafa allan veg og
vanda af þessu og velur þá bítlasöngv-
ara og hljóms\’eitir sem þarna kunna
Ólafur Laufdal.
að koma fram. Er hann að vinna í
þessunúna.
Þessi bitlahátíö byrjar í næsta
mánuði og mun verða í það minnsta
fram að áramótum. Þá er hugmyndin
að taka rokkið upp aftur en breyta því
og bæta frá því sem var í vetur,” sagði
Olafur.
. -klp-
— segir Ólafur Laufdal
íBroadway, um
hátíðina sem þaráað
byrja í næsta mánuði
A
jadidas
HELSINKI:
■
■
ÍSLENZKA
FRJÁLSÍÞRÓTTA-
j LANDSLIÐIÐ KEPPIR
j EINGÖNGU í ADIDAS
FATNAÐI.
■
■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Suðuvélaleigan
AUÐBREKKU 63 simi|45535
Leiga á kolsýrusuðuvélum fyrir járn og álsuðu með argon.
Litlar vélar fyrir bílaviðgerðir. 220 v einfasa. Passa í venjulegan tengil.
Einfaldasta aðferð við boddýviðgerðir. Fljótlært og á hvers manns færi
Stórar vélar allt að 250 Amp 3 fasa, fyrir meiri háttar smíði.
Afsláttur veittur af leigugjaldi ef vélin er leigð 115 daga eða lengur.
FRANKFURT
Intemationále
Automobil
Ausstellung
15. - 22. september r
1983
l
BILAR - VARAHLUTIR - VERKFÆRI
ALÞJÓÐLEG
BÍLASÝNING
í FRANKFURT
1983
Eigum takmarkaðan sætaíjölda á þessa
eftirsóttu sýningu. Þetta er sýning sem
fagmenn og áhugamenn ættu ekki að láta
framhjá sér fara. Góð hótel í nágrenni
sýningarsvæðisins - Bókanir hafnar.
Sum
HVERFISGOTU
105
Höfum fengið takmarkað magn af
1100 x 20/16 Barum vörubifreiðahjól-
börðum á mjög hagstæðu verði.
Góðir greiðsluskilmálar.
JÖFUR HF
Nýbýlavegi2 - Kópavogi - Sími 42600 j
VÖRUBIFREIÐASTJÓRAR
- VERKTAKAR!