Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Page 13
DV. FIMMTUDAGUR11. ÁGUST1983.
13
nærtækan sökudólg og skeyta skapi
sínuáhonum.
Velmegunarþjóðfélag er hugtak
sem oft hefur heyrst hin síöari ár og
áratugi. Nokkuð hefur staðið í
mönnum aö útskýra hvað átt er við
með því. Mér finnst raunsæjasta skýr-
ingin, sem ég hefi heyrt, vera sú að
það sé þjóöfélag þar sem fólkinu líður
betur í dag en í gær. Skipti þá ekki
höfuðmáli hver hin veraldlegu efni
þess séu í krónum talið. Fátæk þjóð ó
okkar mælikvarða geti verið velmeg-
unarþjóðfélag, svo lengi sem hagur
hennar fari batnandi, fleiri magar
verði saddir, fleiri ungböm lifi af og
fleiri ungmenni eigi kost á menntun.
Andstæða þessa hlýtur þá að vera
þjóðfélag, þar sem kjör fóiks fara
versnandi. Skiptir þá heldur ekki
höfuðmáli hvernig kjörin eru í krónum
talið.
Hræddur er ég um að samkvæmt
þessari skýringu sé hæpiö að við getum
talist velmegunarþjóðfélag í dag
vegna þess hvernig kjör okkar hafa
þróast síðustu misserin. Viö einblínum
á hið neikvæða í þróun mála og viljum
síaukna velmegun, helst án þess að
þurfa nokkuð að hafa fyrir henni og
hlöðum upp óánægju hið innra með
okkur ef ekki gengur allt eins og við
viljumhafa það.
En þarf þetta að vera svona?
Þurfum við að vera vonleysið upp-
málaö og sjá svartnætti framundan i
hverju skrefi? Nei, við þurfum þess
ekki en við þurfum aö geta horfst í
augu við raunveraleikann og skilja or-
sakir hans.
Rányrkt hafog land
Frumorsök þess hvemig fyrir okkur
er komið er tvimælalaust sú að við
höfum lifað um efni fram, hvert og eitt
okkar og sem þjóð. Mér er ljóst aö
þessi orð „hvert og eitt okkar” má hór-
toga á ýmsa vegu því vissulega hafa
kjör okkar verið misjöfn, tekjurnar
mismiklar og forsjálnin í meðferð
þeirra sömuleiðis. En það erum við
hvert og eitt sem myndum þá þjóð sem
býr í þessu landi og við getum ekki
þvegið hendur okkar af því hvernig
komið er.
Við höfum látiö okkur það vel líka að
lifa um efni fram og þar af leiðandi við
;fölsk lífskjör. Við unnum í raun ekki
fyrir þeim kjörum sem við kusum að
| lifa við sem þ jóð heldur notuðum erlent
'lánsfé til eyðslu og munaðar. Slíkt er
fölsk lífskjör og einhvern tímann hlaut
iað koma að því að lát yrði á. Afturkipp-
urinn er mikill, kjörin verða í bili enn
: lakari en þau hef ðu þurft að vera ef allt
jheföi verið með felldu undanfarin ár,
en slfkt mun jafna sig innan skamms.
Ég held að við höfum lengi lifað í'
[mikilli blekkingu Islendingar, blekk-
ingu sem móðir náttúra getur hvenær
sem er rifið frá augum okkar og
kannski er hún nú þetta árið rétt að
minna okkur á að svo sé. Við lifum að
vísu í mjög fögru landi, sem býr okkur
á margan hátt hin bestu skilyrði til
þess aö lifa hamingjusömu lífi, en aö
vissu leyti erum við og höfum alltaf
verið „á mörkum hins byggilega
heims”, eins og eitt sinn var sagt. Við
höfum bara komist hjá því aö viður-
kenna þetta á meðan við höfum ausið
iupp úr djúpi hafsins eins og
villimenn og rányrkt jörðina í landi
okkar. Nú virðumst við þama vera
komnir á nokkurn leiðarenda. Veiði-
mannatímabili til lands og sjávar
virðist vera aö ljúka, við verðum að
fara aö gera það upp við okkur hvort
við ætlum aö lifa áfram i þessu landi
þannig að böm okkar njóti hér mann-
sæmandi kjara í framtíðinni eða hvort
við ætlum þeim að flytjast til annarra
þjóða þegar síðasti þorskurinn hefur
verið veiddur og síöasta torfan er
blásin upp.
Við þurfum samt alls ekki að ör-
vænta. Við eigum þrátt fyrir allt gott
land og gjöfult, aðeins ef við viljum
skilja það og umhverfi þess. Við
verðum til dæmis að skilja að það
verður ekki nytjað til alhliða landbún-
aðarframleiöslu með sömu hag-
kvæmni og þau lönd þar sem akrar
gróa sjálfsánir. Við verðum að skilja
að auðlindir hafsins geta þrotið, bæði
vegna ofveiöi og vegna náttúruskil-
yrða. Við verðum líka að skilja að sá er
ekki alltaf ríkastur sem mestu eys upp
heldursá sem ávaxtar best sitt pund.
Magnús B jarnfreðsson.
RúnarÁrmann
Arthursson
Eða kann einhver betri skýringu?
Svo vikið sé að friðargöngunni í
fuilri alvöru þá var þannig staðið að
þvi verkefni að það hefur ekki farið á
milli mála hver tilgangurinn er. Mót-
mælum göngunnar var beint gegn báð-
um risaveldunum og fólkið sem að
þeim stóð kom úr öllum áttum enda
var ekki lokað á neinn sem vildi sýna
málefninu stuðning.
Bæði Sovétríkin og Bandarikin hafa
stefnt öllu lífi á jörðunni í bráöa hættu.
Oskir þeirra sem í friöargöngunni voru.
eru friður og frelsi og réttur þjóöa til
að ráða sínum málum sjálfar án af-
skipta óviðkomandi herveldis. Kjarn-
orkusprengjan er hættulegasta ógnun-
in við tilveru mannkyns fyrr og síöar,
og atburðir á borð við þá sem áttu sér
stað í Hiroshima og Nagasagi fyrir 38
árum mega aldrei gerast aftur. Látum
söguna ekki endurtaka sig og tökum öll
þátt í baráttu gegn kjarnorkuvígbún-
aöinum, því í sérhverjum kjamavíg-
oddi stórveldanna og bandamanna
þeirra er falin hótun um sh'ka endur-
tekningu.
Rúnar Ármann Arthursson,
framkvæmdastjóri Friöargöngu ’83.
Reynslan af
álverínu
— svar til Kristins Snæland,
erindreka, utbreiðslustjóra m.m.
Svar til Kristins Snæland, erind-
reka, útbreiðslustjóra m.m.
Mörgum mun þykja óþarft að
svara svo röksemdalitlu skrifi sem
kjallaragrein Kristins Snæland í DV
25/7 síðastliöinn var. Hann segist
vera að svara grein okkar um
hagmál, sem birtist í sama blaði
14/7. Kristinn kveður réttast að
svara henni með rakalausum þvætt-
ingi. Hann stendur s\’o sannarlega
við það fyrirheit. Gott dæmi um
málflutning hans er að hann reynir
að styðja málstað svissneska
álhringsins með romsu um fyrri
störf sín. En óbrjálaður lesandi sér í
sjónhending aö upptalning þessi,
sem gæti sómt sér ágætlega í umsókn
um starf, á ekki erindi í blaðagrein
umhagmál.
1. Kristinn viðurkennir að ,, í upp-
hafi voru gerðir slæmir samningar
við Isal” (hér er sýnilega átt við
samningana 1965 við Alusuisse), en
hann telur ekki aö hætta sé á að slíkt
endurtaki sig og treystir núverandi
ríkisstjórn fyllilega til að leysa málið
og semja betur um næstu stóriðju-
fyrirtæki. Við erum ekki jafnbjart-
sýnir á að samningamenn rikis-
stjómarinnar iæri af reynslunni,
minnugir samningamistakanna áriö
1975. En að sjálfsögðu vonum við hiö
besta. Skeleggar kröfur islensku
samninganefndarinnar í fyrra
mánuði gefa ef til vill tilefni til að
ætla að viðhorf rikjandi stjórnmála-
afla hafi eitthvað breyst siðan síðast.
En orsök þess að margir þessara
samningamanna hafa reynst illa er
að þá skortir hugmyndafræöilegar
forsendur til að skilja aö erlendir
auðhringar svífast einskis í sam-
skiptum við smáþjóðir. Stjórnvöld
eru ekki eins alvitur og Kristinn
heldur þau bersýnilega vera, jafnvel
þótt þau hafi meirihlutafylgi á þingi.
Ríkisvaldið er skeikult.
2. Mikil grunnfæmi er að halda að
háar tekjur verkafólks við álverið í
Straumsvík sanni að fyrirtækið færi
þjóðinni hagnað. Hið rétta er að
verksmiðjan getur greitt þetta hátt
kaup vegna óteljandi hlunninda, sem
dregin eru úr vasa íslenskra skatt-
borgara. Þar er rafmagn, undir
kostnaðarverði, þýðingarmesti
þátturinn. Yms íslensk fyrirtæki
væru sjálfsagt til í að hækka launa-
greiðslur sínar nokkuð gegn því að
vera t.d. undanþegin tollum eins og
álverið og fá rafmagn undir
kostnaðarverði frá ríkinu. Ef
einhver er á spena hjá hinu opinbera
þá er það gauksunginn i Straumsvík.
3. Ekki höfum við rannsakað línu
kommúnista í stóriðjumálum, en það
er misskilningur hjá Kristni að halda
undirritaða andvíga stóriöju á
Islandi. Aðaltilgangur með
Kjallarinn
stóriðjufyrirtækjum i landinu hlýtur
hins vegar að vera að nýta orkulindir
þess svo þjóðin hafi af þeim tekjur.
En skemmst er frá því að segja að
hagnaður landsmanna á hverja
selda kilóvattstund rafmagns hefur
lauslega áætlað helmingast vegna
viöskipta við álfélagið. Stóriðjan á
ekki að vera íslendingum útgjalda-
liður heldur tekj uliður.
4. Kristinn virðist lítið eða ekkert
hafa skilið í grein okkar og viljum
við þess vegna árétta megininntak
hennar. Við teljum að öfgakenndar
kjaraskerðingar ríkisstjórnarinnar
nú séu afleiðing rangrar iðnaðar-
stefnu sem gengur út á aö útlendir
auðhringar láti grelpar sópa um
auölindir landsins. Þaö er landsölu-
stefna. Meginforsenda hennar hlýtur
að vera sú skoðun að innlendir
iðnrekendur séu ónytjungar er ekki
geti haldið uppi atvinnu í landinu,
jafnvel þótt þeim væru gefnar stór-
gjafir áþekkar þeim sem fallið hafa í
skaut álfélaginu. Su afstaða aö vilja
frekar gefa eða leigja útlendum f jár-
plógsmönnum aöalauðlindir lands-
ins, fiskimið, vatnsföll og vinnu laun-
,þega, heldur en að nota þær í þágu
landsmanna sjálfra, er það sem við
nefndum sníkjudýrahagfræði.
BirgirBjöm
Sigurjónsson
Ámi Sigurjónsson
5. Kristinn Snæland eyðir Iöngu
máli í að tjá menntamannafyrirlitn-
ingu sína. Sýnir það best rökþrot
hans að hann skuli skorast undan
umræðum og fara að rífast í svo per-
sónubundnu málefni sem skólaganga
okkar er. Röksemdir verða hvorki
sterkari né veikari við upplýsingar
um hver sá er sem ber þær fram, né
heldur af því að rakið sé hvaða nám
eöa aðra atvinnu hann hefur
stundað.
6. Að lokum: Kristinn nefnir okkur
kommúnista, sem er greinilega ein-
hvers konar meiðyröi í munni hans.
Við vitum ekki með vissu hvers
vegna við erum þarna kenndir við
kommúnismann; en okkur er ljóst að
þegar launamenn, eins og við erum,
agnúast út í skattsvik stórlaxa og
arðrán milljónafélaga þá koma
alltaf upp einhverjir talsmenn fjár-
dráttarhugsjónarinnar og stimpla
gagnrýnina „kommúnisma”. Sömu
gasprarar kalla það jafnan kommún-
isma er smáþjóðir reyna að brjótast
undan oki stórvelda. Fyrir hvað eru
slíkir menn erindrekar og útbreiðslu-
stjórar?
Með þökk fyrir birtinguna.
Árni Sigurjónsson,
Birgir Björn Sigurjónsson.