Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Qupperneq 31
DV. FIMMTUDAGUR11. AGUST1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Hallbjöm Hjartarson: átrúnaðargoð knattspymu- manna. Þú komst í hlaðið... Við sögðum fré því hér í Sandkorni á dögunum að til stæði að stofna aðdáenda- klúbb kántrí-söngstjöraunn- ar Hallbjöras Hjartarsonar. Ekki gat þó orðið af stofnun klúbbsins á fyrirhuguðum tíma vegna ýmislegra for- falla aðdáenda. Næstkomandi sunnudag mun hins vegar verða ráðln bót þar á. Þann dag fer fram lelkur KR og Akraness á Laugardalsvelli. Munu aö- dáendur Hallbjöras fremja stórfenglega flugeldasýningu við vöilinn fyrir leikinn. Því næst mun Hallbjöra sjálfur koma ríðandl á hvítum hesti sem fenginn hefur verið að táni i tilefni dagsins uppi i Laxnesi. Mun Hallbjöra ríða syngjandi nokkra hringi á veUlnum. í hléi mun svo kántrí-söngvarinn taka ann- an sprett á veUinum og syngja um leið nokkur lög af hlnni vinsælu plötu slnni. Við þetta hátíðlega tæki- færi verður Kántrýrokk-stuð- kiúbburinn formlega stofnað- ur, en skammstöfun han er KR — STUÐ. Tímaskekkja? Á þriöjudaginn var rigndi svo mjög í Reykjavík að úr- koman þann sólarhringinn mun hafa samsvarað tveim þriðju hlutum venjulegrar meðaiúrkomu i ágúst. Enda eru sumir Reykvikingar rak- ir enn eftir úrheUið það. En það vakti athygli þeirra sem hlustuðu á útvarp i hádeglnu þann daginn að þar var margítrekuð auglýsing frá Gunnari Asgeirssyni hf. um að nægar birgðir af garð- slöngum og úðurum væru fyr- irUggjandi Svo eru menn að tala um að seðlabankabyggingin sé timaskekkja! Yfir og undir borði Eftir að vídeóvæðingin náði hér hámarki vita það víst fiestir tslendingar að videóspólur eru hér feikna- lega dýrar enda i háum toU- flokki. Það mun enda stað- reynd að þær hafa lítið sem ekkert selst hér í búðum. Eða hvað? Sögur ganga um það að í vissum versiunum hér í bæ gangi viðskiptln þannig að þegar kúnni kemur innfyrlr og spyr um vídcóspólur er honum fyrst sýnd spóla sem kostar um 1300 krónur. Þetta er auðvitað fáránlega dýrt og aðeins fyrir auðkýfinga. Ef kúunanum misbýður svo að hann gerir sig líklegan tU þess að fara seUlst af- grciðslumaður í skúffu neðar í afgreiðsluborðinu, og dregur fram spólu sem hann býður tU sölu á 800 krónur. Hveraig ætli standi á þess- um verömun? Mikil umsvif Það er fleira í háum toU- flokki en vídeóspólur. Mynd- segulbandstæki eru líka mjög dýr og það svo að þau seljast lítið. Þó er eftirspurn eftlr þeim og útsjónarsamir menn hafa tekið að sér aö fuUnægja þeirri eftirspurn án þess að verðið verði himinhátt. Sögur ganga af einum slík- um sem hefur svo mikift um- ieikis i þessum viðskiptum að hann hefur sérstakt sýninga- herbergi þar sem öU tækin eru tU skoðunar og próhmar, fyrir kúnnann svo að hann kaupi ekki köttinn i sekknum. Slík þjónusta er auðvitað ttt fyrirmyndar eins og verðið! Grillmáfar Frásögn Sandkoraa i gær af grUlstelkarræningja af máfaætt i Breiðholtlnu hefur vakið athygU. Einn lesanda blaðsins sagði svipaða sögu, einnig úr Breiðhoitinu. Þar réðst máfur inn á svaUr þar sem verið var að grttla og hafði á brott með sér steik. Þar kom þá að annar máfur og vUdi fá blta en reyndist þá sá er steikinnl stal upphaf- lega vera matsár. Lauk við- skiptum þeirra svo að grUI- steikurþjófurinn kom sér fyr- ir uppi á þaki og át steikina með bestu lyst, en hlnn flaug á brott og hefur líklega verlð að lelta að annarri grUiveislu. Þeir færa slg upp á skaftið máfarair. Næst fara þeir að stela salati og sósum mcð steikunum. Umsjón: Ölafur B. Guðnason. Kvikmyndir Kvikmyndir Stjörnubíó—Gandhi Kvikmynd er seint gleymist Ben Kingsley leikur Gandhi. Það er erfitt að ímynda sér nokkura annan leikara i þessu hlutverki. Hoiti: Gandhi. Leikstjóri: Richard Attenborough. Handrit: John Briley. Kvikmyndun: Billy Williams og Ronnie Taylor. Tónlist: Ravi Shankar. Helstu leikendur: Ben Kingsley, Edward Fox, lan Charleson, Candice Bergen, Trevor Howard, John Mills, Martin Sheen, Rohini Hattangady og John Gielgud. Sjaldan hefúr kvikmynd verið lofúð jafnmikið og verðlaunuð og mynd Richards Attenboroughs um Gandhi. Hefur hún hlotið næstum öll þau verðlaun í kvikmyndaheiminum er eftirsótt eru. Og eftir að hafa séð myndina er ég ekki í vafa um að hún á öll þessi verðlaun skilið. Þaö er margt sem gerir Gandhi að frábærri mynd, en tvennt er þó manni efst í huga. Það er mikil alúð Richards Attenboroughs við verkefni sitt. I tuttugu ár hefur hann meira og minna unnið við gerð þessarar myndar og aldrei gefist upp þótt stundum hafi á móti blásið. Hitt atriöið er Ben Kingsley, leikarinn er fer með hlutverk Gandhis. Hann yfir- gnæfir alla aðra leikara í myndinni með stórkostlegum leik sínum og eru þó engir aukvisar í öðrum hlutverk- um. 1 rauninni má segja að hann sé Gandhi í myndinni. Ég get aUavega ekki ímyndað mér Gandhi öðruvísi en Ben Kingsley túlkar hann. Myndin byrjar á endalokum þann 30. janúar 1948. Fyrsta andUtið er við sjáum er morðingi Gandhis þar sem hann Uður áfram inn á milU aðdá- enda Gandhis og verður honum að bana með tveim skotum. Eftir að hafa séð mikla sviðsetn- ingu frá jarðarförinni er söguþræðin- um brugðiö aftur tU ársins 1893 í Suður-Afríku þar sem Gandhi, þá ungur lögfræðingur, er á leið tU Pretóríu í lest á fyrsta farrými. Þar verður hann strax var við þaö kynþáttamisrétti er ríkir í þessari bresku nýlendu. Hann snýst tU varn- ar fyrir sig og kynbræður sína og endar feril sinn þar með sigri yfir breska heimsveldinu. Leið hans liggur til heimalands hans, Indlands, árið 1915. Honum er fagnað sem hetju. Landar hans eru orðnir þreyttir á yfirráðum Breta og sjá í Gandhi hinn frelsandi engU. Gandhi viU ekkert aðhafast heldur fer að ferðast um heimaland sitt, sem hann þekkir lítið, og kynnist í þessari ferö hinu raunverulega Indlandi þar sem fátæktin er eins mikil og hægt er að hugsa sér. En Gandhi er ekki óvirkur lengi. Hann hleypir fljótt nýju blóði í sjálf- stæðisbaráttu Indverja með nýjum og frumlegum aðferðum er byggjast á friði og mannkærleika. Aðrir leið- togar Indverja flykkjast undir merki Gandhis og breska heimsveldið stendur ráöþrota gagnvart þessu mikilmenni er Churchill leyfði sér aö kalla „hálfnakinn indverskan fakír”. Sigur næst að lokum, en hann er dýru verði keyptur. Indlandi er skipt í tvennt, Pakistan og Indland, og brátt ríkir blóðugt borgarastríð. Þetta verður tU þess að Gandhi hótar að svelta sig í hel ef landar hans sættist ekki. Og áður en yfir lýkur sættast hinir stríðandi hindúar og múhameðstrúarmenn viö beð Gandhis. Myndin endar á því aö byrjunar- atriði er sýnt frá öðru sjónarhorni,' með augum Gandhis. Það er erfitt að taka út atriði úr jafnfuUkominni kvikmyrid og Gandhi er, en þó get ég ekki stUlt mig um aö minnast tveggja atriða. En það er fyrst slátrunin mUda við Amristar árið 1919 er 397 Indverjar voru drepnir af breskum mönnum og 1137 særðir. Þar er ekki verið að sýna mikla blóðsúthelUngu, en samt sem áður er hryUingnum gerð því betri skU í kvikmyndun og klippingu ásamt steinrunnu andliti Dyers hers- höfðingja (Edward Fox) meðan á> slátruninni stendur. Hitt atriðið er gangan mikla tU sjávar tU að mótmæla einokun Breta á saltvinnslu í landinu. Atriöið er blandað léttri kímni, en sýnir okkur um leiö þann mikla persónuleika er Gandhi hafði til að bera. Svona er í rauninni hægt að halda áfram því að hvert atriði í myndmni býr yfir miklum sjarma og verður manni hugleikið löngu eftir að mynd- inni lýkur. Um sögulegt gildi myndarinnar eiga fróðari menn en ég sjálfsagt eft- ir aö deila eitthvaö, en að mínu viti hefur tekist að gera manninum Gandhi svo góð skil að ekki verður betur gert. Gandhi var fuUur mann- kærleika og kvikmynd Richards Attenboroughs er verðug minningu hans. Gandhi er kvikmynd er alUr ættu að sjá því að boðskapur hennar getur ekki haft annað en góð áhrif á versnandiheim. Hilmar Karlsson. Laus kennarastaða við grunnskólann Hofsósi. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 95-6386. DÖMU- OG HERRA- PERMANEIMT Strípur í öllum litum. Litanir, lagningar, klippingar, blástur, djúpnœring og glansskol. Erum aðeins með fyrsta flokks vörur. Vinnum aðeins úr fyrsta flokks efni. Ath. Opið fimmtu- daga til kl. 20.00. Vandlátra val er Hérgreiðslustofa EDDU & DOLLÝ Æsufelli 6 - Simi 72910. FULLT HÚS MATAR 1/2 nautaskrokkar, tilbúnir í frystinn, kr. 129 kg, flokkur U.N.I., nýslátrað. 1/2 svínaskrokkar, tilbúnir i frystinn, kr. 140 kg, flokkur S.V.I.A., nýslátrað. 1/1 lambaskrokkar, sagaðir, I. flokkur, kr. 101,20 kg, slátrað í okt. '82. 1/1 lambaskrokkar, sagaðir, II. verðflokkur, kr. 94,10 kg. 1/2 folaldaskrokkar, tilbúnir í frystinn, kr. 73 kg, flokkur FO.I.A., slátrað í okt. '82. 1/2 nautaskrokkar, tilbúnir í frystinn, kr. 117 kg, flokkur U.N. II og A.K.I., nýslátrað. Nautaframpartar, flokkur U.N.I, skorið eftir óskum, kr. 102 kg. Nautalæri, flokkur U.N.I, skorið eftir óskum, kr. 167 kg. Nautaframpartur, flokkur U.N.II, skorið eftir óskum, kr. 92 kg. Nautalæri, flokkur U.N.II, skorið eftir óskum, kr. 153 kg. 4/S& Laugalæk 2 simi 3 50 20, 86511 Kvikmyndir Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.