Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGÚR17. AGOST1983.
7
Nýjungin fe/st i þvi aO maturinn er matreiddur að hátfu /eyti og svo kældur i sórstökum skáp. Siðan er
hann hitaOur þegar á að nota hann, tveimur til þremur dögum síðar, i svona ofni viO 80 gráðu hita i 12
mínútur. DV-mynd: HJH.
Neytendur Neytendur Neytendur
Veitingamaðurínn kynnir nýja tækni við matseld:
Hraðkæla matinn og
hita upp og borða
tveim dögum síðar
„Þessi tækni viö matreiðsluna hefur
mjög marga kosti og ef mötuneyti taka
hana upp má búast við að þau myndu
að jafnaði spara 10—15%,” sagði Pétur
Sveinbjamarson, stjórnarformaður
Veitingamannsins hf., en fyrirtæki það
sérhæfir sig í þjónustu við mötuneyti.
Fyrir skömmu byrjaði Veitinga-
maðurinn að matreiða mat á nýjan
máta. Er þaö gert að franskri fyrir-
mynd og samkvæmt sérstöku kerfi er
kallast RS. Thermic. Það byggist á því
að maturinn er lagaður nokkrum dög-
um áður en hans er neytt og síðan hit-
aöur upp þegar á að borða hann. Þetta
kann að hljóma miður kræsilega og er
því rétt að fara nánar í saumana á
þessaritækni.
T\'eimur til þremur dögum áður en
boröa á matinn er hann lagaður í eld-
húsi Veitingamannsins. Er um svokall-
aða „milda matreiöslu” aö ræða, þ.e.
matseldinni er ekki að fullu lokið. Því
næst er maturinn hraðkældur niður að
frostmarki í sérstökum skáp. Tekið
skal fram að maturinn er ekki frystur.
Mismunandi er hversu lengi kælingin
varir.
Þá er maturinn settur í kæligeymslu
og geymdur þar í nokkra daga. Erlend-
is er hann geymdur í allt að fimm daga
en hér á landi í þrjá daga hið lengsta.
Þegar boröa á matinn er hann fluttur
í sérstökum einangrunarbúnaði til
neytenda hvort heldur það er í mötu-
neyti eða heimahús. Má nefna í þessu
sambandi aö víöa erlendis er öldruðu
fólki boðiö upp á þessa þjónustu. Mat-
urinn þolir fjögurra tíma flutning í
venjulegum bíl en átta tíma ef um kæli-
bíl eraðræða.
Hitaður í 12 mínútur í ofni
Rétt áður en matarins er neytt er
hann svo hitaður í sérstökum ofni en
ofnarnir eru mismunandi að stærð, allt
frá því að hita eina máltið upp í það að
hita mörg hundruð máltíðir í einu. Ofn-
inn hitar matinn upp í 80 gráður á 12
mínútum en þá er hann tilbúinn á disk-
inn.
Neytandinn getur ráðið því hvort
hann vill fá matinn skammtaöan á disk
fyrirfram eða hvort hann vill skammta
matinn sjálfur á staðnum. Þá er hægt
að hita matinn á venjulegum diskum
eða nota hitabakka. Eina skilyrðið er
aö lok sé haft á diskinum.
Við þessa matreiðsluaðferð heldur
maturinn næringarefnum, bragöi og
útliti auk þess sem meö hraðkæling-
unni er dregið úr hættu á matareitrun.
Lárus Loftsson matreiöslumaður,
sem er framk\ræmdastjóri Veitinga-
mannsins, sagði að mun auðveldara
væri að skammta mat þegar þetta
kerfi er notaö en þegar önnur kerfi
eiga í hlut. „Við skömmtum nefnilega
matinn þegar hann er kaldur, áður en
hann er hitaður upp, og það þekkja all-
ir hversu miklu auðveldara er t.d. að
skera kalt kjöt en heitt. Þá er einnig
hægt að koma í veg fyrir að matar-
skammtarnir verði misjafnir að
gæðumogmagni,” sagðiLárus.
Þúsund réttir
Aðra kosti hefur kerfið. Hægt er að
bjóöa upp á fjölbreyttara úrval rétta
en til eru uppskriftir að um þúsund
réttum sem hægt er að elda í þessu
kerfi. Fylgir hverri uppskrift sérstakt
kort þar sem nákvæmlega er sagt til
um hvað matreiðslumaðurinn á aö
gera á hverri mínútu. Loks fylgir lit-
mynd af réttunum þannig að kokkur-
inn getur borið saman árangur sinn og
sérfræðinganna.
Að sögn Péturs Sveinbjamarsonar
sparast gífurlegur kostnaður í eldhús-
og vinnslurými og dýrum eldunartækj-
um með því að nota RS. Thermic mat-
reiðslukerfið. Rafmagnskostnaður
verður í lágmarki þar sem aðeins þarf
einn ofn til að hita réttina upp og kæli-
skáp til að geyma þá í.
Þá verður mikill sparnaður í launum
og starfsmannahaldi því ekki þarf fag-
lært fólk til að stinga matnum inn í ofn-
inn. Síðast en ekki síst þá er hráefnis-
nýting í hámarki þar sem maturinn er
aðeins hitaður upp eftir þörfum.
Tveggja daga
gamalt spælegg
Við fengum aö smakka á mat sem
matreiddur hafði verið samkvæmt
þessari forskrift. Fyrst var boðiö upp á
spælt egg, bæði nýspælt og eins egg
sem spælt hafði verið fyrir 48
klukkustundum. Og svei mér þá ef
gamla eggið var ekki bragðbetra.
Rauðan rann ekki til í því en var
hæfilega stinn og hvítan var einnig
góð.
Kjöt, kartöflur og grænmeti kom
næst á disk okkar. Kjötið var lamba-
sneiöar og gott á bragðið, kartöflumar
voru misjafnar. Þær voru aðeins hálf-
soönar áður en þær voru kældar og
hefðu þær stærri þeirra vel mátt vera
lengur í pottinum áður en þeim var
stungiö inn í kæliskápinn. Grænmetiö
var sett frosið beint í ofninn og var
ekki nægilega gott, dálítið þurrt og
virtist, merkilegt nokk, sem frostið
hefði ekki alveg verið farið úr því.
En fiskurinn sem var síöastur á
matseðlinum var í einu orði sagt frá-
bær. Hann var settur hrár inn í ofninn
og var hreinasta sælgæti er hann kom
þaðan út aftur eftir 12 mínútur.
Að endingu má geta þess að
Veitingamaöurinn selur matarbakka
sína yfirleitt á 85 kr. til kaffitéría, en
þeir ódýrustu eru á 60 kr. Til saman-
burðar má geta þess að svokallaður
„heimatilbúinn” matur er heldur
dýrari á veitingastöðum en algengt
verð á mat í mötuneytum er á bilinu
80—lOOkr. -sa.
TIL SÖLU
JAGUAR XJ-6 ÁRG. 1976
Hann er dökkbiár mefl öllum lúxusútbúnaði sem hugsast getur,
þar af sjálfsk., vökvastýri, lituðu gleri, rafmagnsrúðum og
-læsingum, leflursætum, útvarpi og segulbandi. Einnig fylgja
bilnum fjórar aukafelgur og dekk ásamt fleiri aukahlutum. Bill-
inn er þríendurryðvarinn og mjög vel vifl haldifl frá byrjun. Ekinn
aðeins 60.000 km , skipti athugandi. Til sýnis og sölu.
FÁGÆTAR BÆKUR UM
ÍSLENSKAR BYGGÐIR.
ViA erum þessa dagana að taka fram mjög merki-
legt bókasafn um íslenska héraðssögu. Þar er að
finna flestallar bækur, sem ritaðar hafa verið um
þetta efni, auk hundruða bóka og bókverka um
íslenskar þjóðsögur og skyld efni.
NOKKUR DÆMI:
Saga Reykjavíkur I—II eftir Klemens Jónsson, Árbækur
Reykjavíkur 1786—1936 eftir dr. Jón Helgason biskup, Gamlar
myndir frá Reykjavík eftir sama (rúskinnsband), Saga Akur-
eyrar eftir Klemens Jónsson, Saga Vestmannaeyja I—II
(skinnband), Saga Oddastaðar eftir Vigfús Guðmundsson,
Aldarfar og ömefni í Önundarfirði eftir Oskar Einarsson
(aðeins pr. 400 eintök), Breiðdæla eftir Stefán Einarsson og
Jón Helgason ritstjóra, Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar
hennar eftir Bjöm O. Björnsson, Skaftfellskar þjóðsögur eftir
Guðmund Hoffells, Vestfirzkar þjóðsögur og sagnir, útg.
Helga Guðmundssonar og Arngríms Fr. Bjarnasonar,
Þjóðsögur Einars Guðmundssonar I—V, Sturlunga saga I—II,
útgáfur Guðbrands Vigfússonar, Kaalunds og Kristjáns Eld-
járns, Vor í verum eftir Jón Rafsson, Alþingisbækur tslands
I—XI, Lárus á Klaustri, Minningar Björgvins Guðmunds-
sonar, Merkir íslendingar I—VI (eldri flokkur), Beyging
sterkra sagnorða í islenzku eftir Jón Þorkelsson, Heims-
styrjöldin eftir Þorstein Gíslason, Undir tindum, minningar
Böðvars Magnússonar Laugarvatni, 1001 nótt, 2. prentun,
skb., Gamlar glæður eftir Guðbjörgu frá Broddanesi,
Andvökur Stephans G. Stephanssonar I—IV, skinnband,
Minningar Thors Jensens I—II, skb., Bréf Matthiasar
Jochumssonar, Faxi eftir dr. Brodda, útgáfur Helgafells á
Landnámabók, Grettissögu, Njálu og Heimskringlu (skinn-
band), Foraaldarsögur Norðurlanda, Völuspá, útgáfa Eiríks
Kjerulfs, Lesbók Morgunblaðsins 1920—1980, viðhafnarband, í
kompaníi við allífið, Matthías og Þórbergur, kápueintak, Saga
Jóns Indíafara (frumútgáfan, lúxuseintak), Æfisaga Jóns
Ólafssonar frá Grunnavík eftir Jón Helgason prófessor,
íslenzk menning eftir Sigurð Nordal, Alfræðisafn AB, gamla
og nýja, Hæstaréttardómar 1920—1980, ób., Merkir Mýrdæl-
ingar eftir Eyjólf Guðmundsson, Bókin um veginn eftir Lao
Tse og Hávamál Indíalands (útg. Sigurðar Kr. Péturssonar),
islenzk miðaldakvæði (útg. Jóns Helgasonar próf.) og ótal,
ótal aðrar fágætar og gagnmerkar útgáfur eldri bóka í öllum
greinum.
Við kaupum og seljum gamlar íslenskar bækur og nýlegri
bókaflokka. Heil söfn og einstakar bækur. Einnig gömul
íslensk póstkort, eldri íslensk handverkfæri, myndverk eldri
málara, heilar raðir tímarita og margt fleira.
Gefum reglulega út bóksöluskrár um íslenskar og erlendar
bækur. Nýlega er komin hin 23. Sendum hana ókeypis til allra
sem óska utan Reykjavíkursvæðisins.
Sendum í póstkröfu hvert sem er
Vinsamlega hringið, skrifið — eða lítið inn
BÆKURR Bókavaröan
OG NÝJAR — Hverfisgötu 52. - Sími 29720.