Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVKUDAGUR17. ÁGUST1983. 13 Skammsýni stjórnvalda dýru verði keypt skerðingar eru eins og raun hefur orðið á. Miðað er við 600 þúsund króna lán frá ýmsum aðilum til 25 ára með 2% vöxtum til kaupa á nýrri tveggja her- bergja íbúð. Aðeins verðtryggingin (afborgun og vextir undanskilið) á þessu eina ári samkvæmt lánskjaravísitölu er 21.120 krónur en hefði einungis orðið 8.976 krónur ef greiðslubyrði hefði haldist í hendur við kaupgjald (fiskvinnslu- taxti, efsta starfsaldursþrep). Mismunurinn, 12.144 krónur, jafn- gildir hvorki meira né minna en 198 kiukkustundum í dagvinnu samkvæmt þessum launaflokki eða nærri fimm vikna dagvinnulaunum h já launþegum sem taka kaup samkvæmt þessum taxta. Sanngirniskrafa Af ofansögðu er ljóst aö tryggja verður framvegis undanbragðalaust að lántakendur geti ávallt treyst á að greiöslubyrðin á hverjum tíma fari ekki fram úr kaupgjaldsþróun þannig að þeir geti gert sínar fjárhagsáætlan- ir og staðið við sínar skuldbindingar. Það fyrirkomulag verður að gilda jafnt um lán frá Húsnæðismálastofnun sem og lífeyrissjóðs- og bankalán. Ef aðstæður um lengri eða skemmri tíma eru þannig að lífskjör versna í þjóðfélaginu, þá er sanngjarnt að skuldabyrðum fólks sé dreift á lengri tímabil heldur en hætta á greiðsluþrot með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir margar fjölskyldur í landinu. Það er varla til of mikils mælst af stjómvöldum þegar byröum af óstjóm undanfarinna ára er velt af fullum þunga yfir á launþega og heimilin í landinu. Erbarátta A/þýðufíokksins að bera árangur? Þegar þetta er skrifaö er enn ekki ljóst hvað ofan á verður hjá stjóm- völdum í þessu efni, en margt bendir til þess aö tillaga Alþýöuflokksins verði valin. Húsnæðisráöherra hefur líka talaö um aö bankakerfiö þurfi að taka mun meiri þátt í fjármögnun lána til hús- byggjenda og íbúðakaupa. Þar er það sama uppi á teningnum. Á tillögur Alþýðuflokksins hefur ekki verið hlustað. Hagur húsbyggjenda væri auövitað h'ka aht annar ef stjómvöld hefðu þar haft framsýni til að bera en frá 1981 hafa legið fyrir Alþingi frumvörp þing- manna Alþýðuflokksins um stóraukna þátttöku bankakerfisins í langtíma- lánum í þessu skyni, án þess að þau fengju undirtektir annarra stjóm- málaflokka. Af ummælum ráöamanna er þó von til þess að barátta Alþýðuflokksins gegnum árin fyrir þessum málum muni smátt og smátt bera árangur. Er það vel þótt seint sé. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður. ÁLVIÐRÆÐURNAR: Stenst samn inganefndin prófið? 1983—1992 (Power Availabihty and Power Intensive Industrialization in Iceland 1983—1992). Þar segir m.a. í niðurstöðum: „Áætlað er að raforkukostnaður til orkufreks iðnaðar verði á bilinu 18—22 mills á kilóvattstund fyrir forgangs- orku (á verðlagi 1982).” Hér er sett skýrt fram mat Landsvirkjunar á þessu grundvaharatriði og það er einn- ig í samræmi við niðurstöðu starfshóps iðnaðarráðuneytisins sem skUaði áhti um raforkuverð til áhðnaöar á miðju ári 1982. Þótt ríkisstjórnin hafi ekki kunngert nein ákveðin markmiö í samningunum við Alusuisse fékkst það þó upp úr for- sætisráðherra í viðræðuþætti í sjón- varpi 1. júh sl. að Islendingar hafi að hans mati: „.. . ekkiefniá þvíað selja raforku mikið undir 17—18 mUls sem er þrefalt það verð sem Alusuisse greiðir.” Varnaðarorð Tímarrtstjórans Þórarinn Þórarinsson tekur ákveðið undir þá stefnu í ritstjórnar- grein í Tímanum 3. ágúst sl. að ekki megi halda áfram að selja raforku til álbræðslunnar undir framleiðslu- kostnaði. Þórarinn segir þar m.a.: „Verði t.d. samið um stækkun ál- bræðslunnar þurfa nýjar stórvirkjanir að koma tU sögunnar. En verður orku- verðið, sem álbræðslan kæmi til með að greiða, nægilegt tU að rísa undir af- borgunum og vöxtum af lánum tU þess- ara virkjana, ásamt öðrum rekstrar- kostnaði þeirra? Þeirri spurningu verður að svara áður en samið er við álbræðsluna. Það má ekki standa þannig að stækkun álverslns að hún verði nýr baggi á landsmönnum.” Þessi varnaðarorð eru í tíma töluð og við skulum gera okkur vonir um að þau nái a.m.k. eyrum fuUtrúa Fram- sóknarflokksins í samninganefndinni við Alusuisse. Það ber svo að hafa vel í huga að raf- orkuverðið eitt segir ekki aUa sögu. Menn þurfa að gjalda varhug vlð öUum tUraunum Alusulsse tU að velta áhættu af rekstri sinum hér yfir á íslendinga, t.d. með minnkandi kaupskyldu á raf- orku eða lægra raforkuverði þegar þrengist um á álmarkaði. Síhækkandi skattur til Aiu- suisse Sá skattur sem Islendingar greiða til Alusuisse fer stöðugt hækkandi. Ríkis- stjórnin hefur á tveimur mánuðum heimUað rafveitum í landinu að hækka gjaldskrár sinar sem svarar til þess að raforkureikningur meðalfjölskyldu sem notar rafmagn tU upphitunar hækkar um nær 10 þúsund krónur á ári eða sem nemur mánaðarlaunum lág- tekjumanns. Til viðbótar er variö síhækkandi upphæðum úr ríkissjóöi til að greiða niður raforku til húshitunar eða sem svarar um 200 milljónum króna á þessu ári. Þannig eru lands- menn skattlagðir beint og óbeint i þágu hins erlenda auðfélags. Það er því í senn undrunar- og áhyggjuefni að enn leggur málgagn Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið, megináherslu á aö verja hinn afleita álsamning og taka þannig undir með gagnaðilanum Alusuisse. Iðnaöar- ráöherra og íslensku samningamenn- irnir þyrftu sannarlega á annarri lið- veislu að halda þessa dagana. „Meginorsök grfurlegra hækkana" „Nú má ekki lenda í sömu gryfjunni og þegar upphaflega var samiö um verðið á orkunni sem álbræðslan kaup- ir. Það er ein meginorsök hinna gífur- legu hækkana, sem orðið hafa á orku- verðinu til landsmanna, að álbræðslan hefur fengið orkuna á gjafverði. Svo hörmulega var gengið frá samningn- um um orkusöluna til álversins.” Þannig skrifar Þórarinn Þórarinsson ritstjóri í Tímanum í áðumefndum leiðara 3. ágúst. Þessari viðvörun er efiaust ekki sist beint til flokksbræðra hans, Steingríms forsætisráðherra og Guðmundar G. Þórarinssonar, fyrr- verandi alþingismanns. Þótt þögnin hjúpi enn viðræður ís- lensku samninganefndarinnar og Alu- suisse hlýtur almenningur í þessu landi að taka undir þá lágmarkskröfu að bundinn verði nú þegar endi á skatt- lagningu íslenskra raforkunotenda í þágu auðhringsins. Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.