Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Blaðsíða 33
DV. MIÐVKUDAGUR17. AGUST1983.
33
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Smygluðu sér um borð í ms. Eddu
Eins og komið hefur fram í fréttum
var fyrsta íslenska giftingarathöfnin
framkvæmd um borð í MS. EDDU áður
en lagt var úr höfn 10. ágúst síðastlið-
inn. Voru þar gefin saman Bergþóra
Árnadóttir söngkona og Þorvaldur Ingi
Jónsson viðskiptafræðingur, en athöfn-
ina framkvæmdi Sr. Sólveig Lára Guð-
mundsdóttir. Um þrjátíu manns skut-
ust um borð til þess aö vera viöstödd
athöfnina sem f ram fór í reyksal skips-
ins. Hljómsveitin Hálft í hvoru tók
létta syrpu fyrir athöfnina, en brúðar-
marsinn spilaði Guöni Guðmundsson
organisti, sem reyndar var að koma úr
ferðinni á undan en var haldið um borð
og undan fingrum hans hljómaði svo
marsinn um reyksalinn.
Fleiri en boðsgestir létu þó sjá sig
þegar tekið var til við brúðartertuna.
Tvær konur, greinilega á miðjum
aldri, skelltu aftur eldtraustu hurðinni
á reyksalnum og gerðu sig heima-
komnar í veislunni. Aðspuröar sögöust
þær heita Rósamunda Fladenvö og
Henrietta Löwenbrau.
En margt býr í myrkrinu, því að
þegar rýnt var í sortann komu þær
stöllur kunnuglega fyrir sjónir, og við
nánari eftirgrennslan reyndust
fraukurnar vera Edda Björgvinsdóttir
og Helga Thorberg sem ætluðu að
skemmta um borð í þeirri ferð. Eins og
oft áður segja myndirnar meira en
einn langhundur.
SLS.
Þaö var ekkert verið að drifa sig í klefann heldur stóðu frúrnar og heilsuðu
upp á samferðamenn sína. Lá við að sumir fengju fyrir hjartað við þá
kynningu.
Hver segir að riddaramennskan sá útdauð?
Brúðhjónin, þau Bergþóra Árnadóttir og Þorvaldur Ingi Jónsson, lótt i iund i brúðkaupsveisiunni. Hjá
þeim sitja Jón Magnússon, iögfræðingur og svaramaður brúðarinnar, ogÁsta Grimsdóttir.
Henrietta og Rósamunda með fulltrúa tollgæslunnar um borð. Það var um að gera að koma sér vel við
tollarana sem fyrst og ekki er annað að sjó en það hafi tekist.
Eftir að hafa staðið sveittar við að
kynna sig i dágóðan tima urðu
„skipsplágurnar", eins og þær köll-
uðu sig, að tylla sór, svolgra tíu og
fá sór einn Churchillvindil.
SLS/D V-myndir Loftur.