Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Blaðsíða 14
14
DV. MIÐVKUDAGUR17. ÁGOST1983.
BIFREIÐASTILLINGAR
NICOLAI
HAMARSHÖFÐA 8,
SÍMI 85018.
VÉLAR TIL SÖLU
Vegna endurnýjunar á vélum fyrirtækisins eru til
sölu, á mjög hagstæðum kjörum, neðangreindar
vélar:
1. Rúllu-læsingavél f. 18 g stál.
2. Saumlæsivél, vinnulengd 1,4 m.
3. Armpressa d = 75 cm. Gerð: Gösla Person.
4. Vélklippusax, lengd = 2,10 m, með mótor.
5. MAS „automat" rennibekkur með verkfærum.
6. Súluborvél, 0,6 ha.
7. Járn-hefill með mótor.
8. Læsivél 2 ha. Gerð: Edward.
9. Rafsuðuvél AC/DC 300 A.
10. Beygjuvél, lengd = 2,10 m, 2,2 kW.
Vélar þessar eru til sýnis í'verksmiðjunni næstu
daga.
Upplýsingar veittar af forstjóra í síma 50670 eða
52420.
Hf., Raftækjaverksmiðjan.
Hafnarfirði.
doðö
hríneir
HVAÐER
NUþAÐ?
Um andúð á
menntamönnum
Nýlega ritaöi Ari Trausti Guö-
mundsson greinina „Hin vitlausa
menntamannaandúð” hér í DV. Til-
efnið var grein min „Snýkjudýr
skrifa” 25/7 sl. I grein minni skamm-
aði ég tvo unga menntamenn fyrir
stórorða, fullyrðingasama og
heimskulega grein þeirra, „Snýkju-
dýraplágan á Islandi” sem birtist
14/7 sl. í DV.
Við Ara Trausta vil ég segja þetta:
Ég geri miklu meiri kröfur til lang-
skólagenginna manna um vandaðan
og traustan málflutning en annarra,
aö öllu jöfnu. Þegar menntamenn
láta frá sér fara svo órökstudda
grein, sem þeir bræður gera, þykir
mér sem til lítils hafi þeir notið
skólagöngu.
Þó að námslánin séu verðtryggð,
þá hlýtur Ari Trausti að viðurkenna,
að það eru eigi lítil fríðindi aö hafa
notið skólagöngu í menntaskóla og
háskóla og vitanlega hefir sú skóla-
ganga kostað þjóöina mikið fé, þó
það virðist hafa orðið til lítils í um-
ræddu tilfelli.
Ég mun því halda áfram að hafa
andúð á þeim menntamönnum sem
mér þykja vitlausir, en tek fram að
þá er Ari Trausti á villigötum er
hann telur mig hafa andúð á mennta-
mönnum yfirleitt. Það er mikill mis-
skilningur. T.d. held ég mikið upp á
Ara Trausta Guðmundsson sem seg-
ir afar vel og skemmtilega frá ýmsu
varðandi náttúru landsins okkar.
Þessi Ari Trausti sem skrifar marx-
jskar greinar er aftur á móti hrút-
leiðinlegur.
Þeir Sigurjónssynir
Þeir hafa nú enn á ný ritað grein
um stóriðju o.fl. Sú grein er snöggt-
um skárri en hin fyrri þó enn séu þeir
bræður óhóflega fullyrðingasamir.
Varðandi álverið hefi ég skrifaö
grein sem væntanlega birtist um
svipað leyti og þessi skrif. Samt er
rétt að svara í fáum orðum hinum
sex liðum í grein þeirra bræðra.
1. Ég tel stjórnvöld ekki alvitur, en
ég treysti núverandi ríkisstjórn til
þess að gera nýja samninga um stór-
iðju hvort sem er við Alusuisse eða
aðra auöhringa.
2. Tekjur ríkis og þjóðar af álverinu
verða ekki reiknaðar til fulls, aðeins
með því að hafa í dæminu of lágt
orkuverð og tollfríðindi fyrirtækis-
ins, þar kemur miklu fleira til.
3. Aö orkuverð til Isal sé of lágt
erum við sammála um. Eg er aftur,
gagnstætt þeim bræðrum,
sannfærður um að núverandi ríkis-
stjóm muni takast að ná samningum
um sanngjamt orkuverð.
4. Það sem þið bræður kalliö
„snýkjudýrahagfræði”, þ.e.a.s. að
byggja upp erlenda stóriðju í land-
inu, kalla ég heilbrigða skynsemi,
svo fremi að viökomandi stóriðja
greiði hér sanngjarnt orkuverð og
gjöld.
Kristinn Snæland
5. Svar við þessu, í svari mínu til
Ara Trausta aðframan.
6. Kommúnista kallaði ég ykkur
bræður einfaldlega sökum þess að
málflutningur ykkar fellur í þann
farveg að útilokaö er að halda annaö
um ykkur. Reyndar segir Ari Trausti
í grein sinni um ykkur „(sem virðast
vera marxistar)” og marxista kalla
ég kommúnista, hvort sem ykkur lík-
ar betur eða verr og ég játa að ég lít
á það sem skammaryrði.
Marxisti, nasisti eða fasisti er
hvert með sínu lagi en allt fyrirlit-
legt?
Þá vil ég nefna aö það er mér um-
hugsunarefni hvers vegna þeir
bræður ráöast gegn fiskútflutningi til
Bandaríkjanna og fiskréttaverk-
smiðjunum þar. Með þeim verk-
smiðjum höfum við komiö í útflutn-
ing mun meira og betur unnum fiski
og fáum meira fyrir þann fisk sem
fer í verksmiðjur okkar í Bandaríkj-
unum en nokkurn annan fisk sem við
flytjum út. Ég verð að segja það, aö
ég er viss um að afar margir eru mér
sammála, það er kommúnistaþefur
aö andúð ykkar á fiskútflutningi okk-
ar til Bandaríkjanna.
Kristinn Snæland,
rafmagnsfræðingur.
A „Ég mun . . . halda áfram að hafa andúð
^ á þeim menntamönnum sem mér þykja
vitlausir. En tek fram að þá er Ari Trausti á
villigötum er hann telur mig hafa andúð á
menntamönnum yfirleitt. Það er mikill mis-
skilningur.”
Er vatnsútflutningur
aröbærarí en lög-
bundin skerðing Nuta-
skipta sjómanna?
Undanfarin ár hafa fjölmiðlar af og
til birt fréttir af væntanlegum útflutn-
ingi á neyzluvatni. Víst er það góð hug-
mynd ef hægt verður að flytja út vatn
til þjóða sem búa við mengun og
þurrka.
Alþjóðlegar fréttastofur hafa skýrt
frá oliumengun undan ströndum
Bahrain, Quatar, Saudi-Arabíu, Ku-
wait o.fl. Austurianda. Hinn 18. apríl
: sl. birti Newsweek grein frá Austur-
löndum varðandi oh’umengun á ofan-
greindu svæði. Blaðiö segir í greininni
að verð á neyzluvatni hafi komist upp í
þrefalt olíuverð.
„Meanwhile, there have been more
immediate effects: panic-buying in
Quatar sent the price of a barrel of
water shooting up to three times that of
oil until the government stepped in to
stop hoarding.” Newsweek er virt og
rótgróið blað, sem haslað hefur sér völl
um veröld víða. M.a. þess vegna er
fréttin allrar athygli verð.
Hér með er þeirri tillögu beint til
háttvirts fjármálaráðherra, Alberts
Guðmundssonar, að gerð verði hag-
kvæmnisathugun á væntanlegum
vatnsútflutningi, t.d. til Austurlanda.
Jafnframt verði athugaö hvort ekki sé’
hagkvæmt aö nýta vélakostinn sem
fyrir er í landinu til áfyilingar, t.d. öl-
geröir, mjólkurbúo.fl., áður en farið er
í nýjar vatnsátöppunar-fjárfestingar
með blessun Framkvæmdastofnunar
að leiðarljósi. Atöppun vatnsins gæti
farið fram á vöktum. Vaktirnar gætu
orðið allan sólarhringinn, alla hátíðis-
og tyllidaga, eins og vinnutími sjó-
manna er í framkvæmd. Þarna er trú-
lega hægt að vinna til gagnkvæms
hagnaðar fyrir einstaklinga og ríki.
Hvemig sem allri umfjöllun um
vatnssölu líður, ber nauðsyn tií að af-
létta allri skerðingu á hlutaskiptum'
sjómanna, óréttlátri skerðingu sem
verið hef ur við lýði í allt of mörg ár.
Nýta þarf aflann betur samkvæmt
heimildum alþjóðasamþykkta er stað-
festar voru 3. mars 1954 og 24. janúar
1959, sbr. t.d. minnstu stærðir hverrar
tegundar er hirða má, landa, selja,
sýna eða láta fala. Alþjóöasamþykktir
þessar heimila að hirða megi t.d. 30 cm
langan þorsk, mælt frá granarbroddi
aðsporðblöðkuenda í cm.
Nú er framkvæmdin sú að það telst
undirmálsþorskur sem er styttri en 50
cm og þann fisk má ekki nýta til hluta-
skipta. Skipstjómarmenn togskipanna
geta aldrei séð fyrirfram stærð fisks-
ins, sem í vörpuna veiðist. Ohjákvæmi-
legt er því að eitthvað komi t.d. af
þorski sem er minni en 50 cm. Fiskur á
bilinu 30 til 50 cm er samkvæmt núver-
andi framkvæmd stjómvalda talinn
ólöglegur og óætur undirmálsfiskur
sem aldrei hefði átt að gera það
glappaskot að lenda í vörpunni og
drepast þar. Þessi stærð er seld á
mörkuðum í V-Þýskalandi.
Auðvitaö verður haldið áfram að
vemda fiskimiöin um ókomin ár.
Mér er kunnugt um að skipstjórar
togaranna hafa sjálfir tilkynnt um
smáfisk til Hafrannsóknastofnunar.
Þar þurfti ekki til tilskipun veiðieftir-
litsmanns.
Þjóðhagslega ber að nýta þann fisk
sem slæðist með af stærðinni 30—50 cm
(þorskur), og fleiri stærðir og tegundir
sem við á, sbr. fyrmefndar alþjóða-
samþykktir. Fiskurinn sem upp kemur
er þegar dauður er í fiskmóttökuna
kemur.
Hætt verði að dæla fé í vonlausar út-
gerðir sem sýna tap í bráð og lengd.
Hjá sumum útgerðum er bætt við skrif-
stofufólki en fækkaö skipunum. Ára-
tugum saman hefur útgeröin verið á
styrkjum á sama tíma og verömætum
er hent í sjóinn t.d. hrognum og lifur og
fleira. Nýting úrgangs í meltu er nær
óþekkt.