Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Blaðsíða 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR17. AGUST1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Blóðiö hressir Flestir hafa einhvern tímann á ævinni séö bíómynd um Drakúla greifa, þennan með vansköpuðu augntennurnar sem beit fólk í hálsinn og þambaði blóðið úr því. Ábyggilega hafa flestir hugsað sem svo að þessar mynd- ir væru hin mesta della, og það væri ekkert að hræðast. En því miður, málið er nefnilega það að blóðsugur eru til. Fyrir nokkru voru gerðar opin- berar niðurstöður úr rannsókn sem tveir sálfræðingar í Suður- Afríku gerðu á fólki sem er haldiö þeirri áráttu að geta ekki verið í rónni nema það fái sína tíu dropa af blóöi. Dr. Robert Hemphill sál- fræðingur sagði blóðþamb vera sálrænt en ekki yfirnáttúrlegt fyrirbæri. Hann og Dr. Tuviah Zabow sálfræðingur spjölluðu við einn 19 ára blóöþjórara og sagði sá orðrétt: „Mér hefur alltaf geöjast litur og bragð blóðs. Fengi ég ekki nóg af því þá átti ég það til að skera sjálfan mig og sleikja sárið. Einnig var ég van- ur að slíta hausana af fuglum og sjúga blóðugan strjúpann. Eg verð rólegri eftir að ég er búinn að fá blóðsopann minn og ef ég fengi hann reglulega þá yrði ég ábyggilega mun rólegri.” önnur 27 ára gömul blóðsuga sagði að árátta þessi heföi leitt hana til aö kaupa blóðskammta reglulega í sláturhúsi, sem var öllu skyn- samlegra en það sem hún hafði gert áður, þ.e. aö stika um kirkjugarða um nætur í leit að nýjum gröfum sem liún gæti rænt. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að þeir sem þömbuðu blóð voru vel staddir fjárhagslega, myndarlegir og með greind yfir meöallagi. Einnig kom fram að kvenkyns blóösugur voru ánægð- ar með að drekka eigiö blóð, en karlmennimir réðust frekar á fólk og særöu til þess að svala blóöþorsta sinum. Móðurleiði Ástralir eru forvitið fólk, og fé- lagsvísindamenn í höfuðborg- inni Sidney langaði að fá svar við þeirri spurningu hvort mæðrum þætti það virkilega gaman að vera mæður. Spumingin: „Finnst þér gaman að vera móð- ir?” var lögð fyrir 72 mæður þar í borg og fullur helmingur þeirra svaraði spumingunni neitandi, fannst það leiðinlegt hlutskipti. Ástæöur þessarar furðulegu niðurstöðu sögðu fróðir vera, í fyrsta lagi að margar mæöur eyddu svo miklum tíma með bömum sínum að þær eignuðust enga vini eða áhugamál utan heimilisins. I öðru lagi yrðu mæður of tilfinningalega tengdar börnum sínum og þegar þau yrðu eldri og sjálfstæðari og þyrftu minna á mæðrum sínum að halda, sökktu mæðumar sér í þunglyndi. Allt þetta leiddi svo til að mömmunum fannst þær ekki hafa neinn tilgang í lífinu og fylgdi því, eins og áður sagði, þunglyndi og lítil sjálfsvirðing. Eftir mikla yfirlegu duttu sál- fræðingamir niður á nokkur ráð til að sporna viö þessu. 1. Reyndu að venja þig á að skilja barniö eftir hjá bamapiu og reyndu að finna þér einhvern starfa utan heimilisins. Þú ættir að rjúfa tengslin við börnin snemma og reyna að vera þeim frekar félagi. 2. Reyndu að halda góðu sam- bandi við eiginmann þinn. 3. Talaðu við bömin og gerðu þeim skiljanlegt aö þú ert ekki neinn einkaþræll. 4. Losaðu þig við ímyndina um móðurina sem fórnar öllu fyrir börn sín. BENSON ÁPLÖTU Sé maðurinn á myndinni kynntur sem Robert Guillaume hrista eflaust flestir hausinn af undmn og spyrja hvaða fýr það sé nú eiginlega. Sé hann hins vegar kynntur sem þjónninn Ben- son úr Löðri, ættu menn aö þekkja drenginn. Eins og myndin ber með sér þá er Robert fleira til lista lagt en að leika önuga þjóna. Fyrir einum áratug eða svo þótti hann nefnilega liötækur ryþma- og blús-söngvari en lagði það á hilluna fyrir leiklistina. Nú hefur hann tekið upp þráðinn þar sem f rá var horf- iö og brá hann sér í hljóðver í Holly- wood þeirra erinda að taka upp eina plötu. Ekki er vitað hvenær hún er væntanleg á markaðinn. RISAR KEPPA Þessi mynd vann tH verdlauna sem iþróttamynd ársins 1982, en hana tókRússinn Youri Tutov i körfuboltaleik sem fram fór milli kvennalida Sovétrikjanna og Bandarikjanna i fyrra. Myndin sýnir þvi réttilega leik á milli.risa, en eitthvað virdist sú litla vera sneggri þegar hún smeygir sér fram hjá rússneska fjallinu sem var/a nær þvi ad snúa sér vid til þess ad stödva trit/una. ÞAÐ ER FÓTUR FYRIR ÞESSU „Betur sér Ijós en auga," sagði karlinn, og stakk út úr sér augað. Strákurinn á bænum sýnir „stellið"undirpúddunni. Fæturnir gera ekki betur en að þvælast hver fyrir öðrum enn sem komið er og berstþvípúddan um eins og krabbi. Þetta er nú ekki ljóti andarunginn sem menn sjá þama á myndinni held- ur fjögurra fóta fiöurfé. Arne Rasmus- en er kjúklingabóndi í Danmörku og var hann einn góðan veöurdag að slátra 30.000 kjúklingum þegar hann, mitt í öllu blóðbaðinu, rak augun í fóta- mergðina undir umræddum kjúklingi. Ame hélt að hitinn væri loks að gera út af við hann en þegar hann áttaði sig á hvers lags var þá slíðraði hann kutann og ákvað að leyfa þessu fyrirbæri að lifa. Nú lifir þetta gagl í góðu yfirlæti á bænum enda orðið gæludýr og segja má að vanskapnaður þessi hafi bjarg- að því frá að lenda í gráöugum kjafti einhvers neytandans. Strákurinn á bænum er búinn að smíða handa fugl- inum búr og þar fær hann að dúsa þangað til hann getur staðið á eigin fót- um. Einkalíf opinberað Það hefur lengi verið sagt að frægt fólk eigi sér ekkert einkalíf, og það er satt, því að fjölmiðlar vítt og brertt keppast um að birta frásagnir af flestu því sem þeim viðkemur og er ekkert þar heilagt. Hér kemur sýnishorn af einni slíkri. Brenda Arnoud heitir þeldökk leik- kona sem einhver man kannski eftir úr Bond myndinni Live and let die. Brenda sagði í viðtali frá nóttu einni sem hún átti með manni einum sem töluvert hefur verið í fréttum upp á síð- kastiö, og er sá enginn annar en David Bowie. Brenda mátti vart mæla þegar hún minntist næturinnar eftirminni- legu og sagði hún :„Ég skal sko segja þér það að karlinn sá veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Mér leið eins og rafmagnsstraumi hefði verið hleypt í mig. Þá nóttina leið mér eins og drottn- ingunni af Saba.” Skyldi drottning sú nokkum timann hafa þekkt Bowie? Málsháttur dagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.