Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1983, Blaðsíða 15
DV. MIÐVKUDAGUR17. ÁGUST1983.
15
Menning Menning Menning Menning
Alfarik <19831
Ljósm. GBK.
Mamane (1983)
1 Listmunahúsinu við Lækjargötu
stendur nú yfir sýning á leðurverk-
umeftirNínuGautadóttur. Listakon-
an var lengi við nám í París og lagði
stund á myndlist, höggmyndalist og
vefnað. Síðastliðin ár hefur Nína ver-
ið búsett í Níger í Afríku.
Litaðar lágmyndir
Sýning Nínu kemur með nokkuð
ferskan blæ inn í íslenskt listalíf. Hún
vinnur í fremur óvenjulegt efni: leð-
ur. En myndrænt séð getum við
kannski sagt að þessi verk séu
samantekt á öörum listmiðlum sem
Leðurlágmyndir
listakonan hefur fengist við. Þessar
myndir eru í raun litaðar lágmyndir.
Meirihluti verkanna hér á sýning-
unni er óhlutlægar myndir. En þó
má finna í flestum verkunum brot úr
hlutlægum tilvisunum: sólina, gróð-
urinn og þó sérstaklega dýrið —
húðimar. 1 heild sinni liggja þessi
verk nálægt abstrakt-expression-
ismanum þar sem stangast á tvenns
konar myndhugsanir. Annars vegar
tökum við eftir tilviljanakenndum
fellingum, sem eru hvati að sífelldri
og óskilgreindri hreyfingu, og hins
vegar er það vitsmunahyggja lista-
mannsins sem skipuleggur og sníður
skinnið oft á symmetrískan hátt.
Þessi tvenns konar viðhorf til forms-
ins og efnisins fléttast saman í mynd-
byggingu sem oftast lýtur
hefðbundnum gildum um hlutföll og
jafnvægi.
Húðin er verkið
Þó finna megi í þessum verkum
Myndlist
GunnarB.Kvaran
ákveðna formræna hliðstæðu við
abstrakt-expressionismann þá hafa
þessi verk algera sérstöðu í efninu.
Það er ljóst að upphaf og endir í þess-
um verkum liggur fyrst og fremst í
efninu — húðinni. Skinnið er forsend-
an aö verkunum og allur lestur og
túlkun verður að taka mið af því.
Víst er að húðirnar í myndverkum
Nínu virka oft dýrslegar. En sam-
tímis er það athyglisvert að þetta
efni sem hún notar á sér sterka sam-
svörun í okkar líkama, okkar eigin
húð. Leðriö, ystu mörk tilfinning-
anna, er ekki lítill hluti af mannin-
um, og þá sérstaklega því sem við-
kemur tilfinningum og kynlífi. Þaö
er því víst að þessi verk búa yfir fjöl-
breytilegum túlkunarmöguleikum
sem liggja bæði í efninu og formgerð-
inni.
Frumleg sýning
Það er mjög ánægjulegt að skoða
þessa sýningu Nínu Gautadóttur því
sýnilegt er að hún hefur kunnað að
endumýja ákveðnar myndrænar
hugmyndir með nýju efni — leðrinu
— sem þó hefur ávallt verið hluti af
okkur. Hér er á feröinni listakona
með mikla reynslu og skemmtilega
dirfsku í listsköpun sinni. GBK
Kjallarinn
Lárus Helgason
Nýting fisk\Tinnslustöðva er víða lé-
leg og fiskvinnslustöðvar eru of marg-
ar. Þeim mætti fækka ef komið yrði á
vaktafyrirkomulagi við starfrækslu
þeirra.
Hvers vegna er sjómönnum einum
ætlað að vinna á vöktum en fólki í
vinnslustöðvunum ekki?
Loðnubræðslur mætti að skaðlausu
leggja niður og loðnuveiðiskipum
mætti fækka. Þá væri von til þess að
loðnustofninn fengi frið til vaxtar.
Þorskurinn fengi þá fæðuna sína á ný.
Horþorskar hættu að veiðast í sama
magni og verið hefur að undanförnu.
Lífkeðjan er meira virði en fánýt
loönuskip er veiöa í bræðslu, að
ógleymdum óhagkvæmum olíuþurf-
andi loðnubræðslum.
Hvað sem öðru líður, skal fjármála-
ráðherra, Albert Guðmundssyni, ekki
kennt um ofveiði loönu eða annað það
sem gert var fyrir hans ráðherratíð.
Enginn þarf að öfunda drengskapar-
manninn Albert Guðmundsson af emb-
ætti fjármálaráðherra. Vafalaust mun
Albert vinna þjóð sinni gagnlega við
ríkjandi aöstæður. Þar mun ekki
skorta útsjónarsemina og keppnisand-
ann. Farsæld fylgi honum um ókomin
ár.
Lárus Helgason
6016-0465.
Tímarit fyrir alla
Urval
nieðal
luftis* >11«
. Micki} Curdut fjnrtög’
morgu*Jjgn*l
Mrð þn' Jð hirr.
frttumadur
SPÆjARI Á
Otv arpsbylgjum
l\jHlJ*nJ
, ‘
r fcjiJ
h" ’ hnr
*lúhblrljK,
ONDUR HINNA
15 MORÐINGJA
, KOMAST 1
toppinn?
HVERNIG
Kjörinn
ferðafélagi — fer vel
í vasai, vel í hendi,
úrvais efni aföllu tagi.
ASKRIFTARSÍMI 27022
HAFNAHREPPUR
GULLBRINGUSÝSLU
óskar eftir tilboðum í akstur skólabarna skólaárið 1983—’84.
Tilboð skulu lögð inn á skrifstofu hreppsins aö Djúpavogi 1,
Höfnum, fyrir kl. 19 fimmtudaginn 25. ágúst nk. þar sem þau
verða þá opnuð að bjóðendum viðstöddum. Réttur áskilinn til
að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari
upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofu hreppsins eða í
síma 92-6931.
SVEITARSTJÖRINN.
BORGARLÆKNIR
Heilbrigðisfulltrúi
Tvær stöður heilbrigðisfulltrúa við heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkursvæðis eru lausar til umsóknar.
Laun samkv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar.
Um menntun, réttindi og skyldur fer skv. reglugerð nr.
150/1983.
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið háskólaprófi í heil-
brigðiseftirliti eða hafi sambærilega menntun.
Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf sendist
undirrituðum, sem ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðiseftir-
litsins veitir nánari upplýsingar, fyrir 1. sept. 1983.
BORGARLÆKNIRINN í REYKJAVÍK.