Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR19. AGUST1983. 3 Eins og sjá má er hin nýja viðbygging þeirra Kiwanismanna, við fálags- heimili þeirra við Strandveg i Vestmannaeyjum, hin reisulegasta bygging og von að menn fagniþessum áfanga. DV-myndir GS/Vestm. Vestmannaeyjar: UM 500 GESTIR KOMA UM HELGINA — á umdæmisþing kiwanismanna Mikiö er um að vera i Vestmanna- eyjumum helgina en þá halda kiwanis- menn þar umdæmisþing sitt. Og af þvi tilefni sækja um 500 gestir eyjamar heim. Þar af em liðlega 100 þingfull- trúar. Þetta mun verða fjölmennasta þing Kiwanishreyfingarinnar enda vex henni stöðugt fiskur um hrygg. Þingiö er í umsjá Kiwanisklúbbsins Helgafells og Sinawik kvenna í Eyjum. Fer þingið fram í félagsheimili kiwanismanna í Eyjum en þeir hafa nýlokið viö aö byggja við húsiö, alls um 3000 m* byggingu, og hefir starfið veriö unnið að mestu í s jálf boðaliösvinnu. Núverandi f ormaður Kiwanisklúbbs- ins Helgafelis er Guðni Grímsson en núverandi forseti íslenska umdæmis- ins, en Færeyjar eru þar með taldar, er Hörður Helgason, Hvolsvelli. -FÓV/Vestm. íslandsrallið: Náttúruverndarráð motmælir keppninni Náttúruverndarráð víll koma þvi á framfæri varöandi fy rirhugað Islands- rall að afstaða ráösins varðandi rallið er óbreytt frá því í vetur er rallið var hvað mest til umræðu. Þá sem nú varar ráðið eindregið viö keppni af þessutagi. Náttúmvemdarráð vill ítreka að það er algerlega mótfallið þvi að hluti keppninnar fari fram innan friðlýstra svæöa og bendir á aö vegna óvenjuvot- viðrasamrar veöráttu í vor og sumar em aliar hálendisslóöir sunnan jökla nú miklu viðkvæmari fyrir umferö af þessu tagi en í ven julegu árferði. Þrotabú Helluprents: Kröf urnar hljóða upp á 2,8 milljónir króna Frestur til aö senda inn kröfur í þrotabú Helluprents á Hellu rann út á mánudaginn var. Samkvsmt upplýs- ingum, sem blaðið hefur aflað sér, nema kröfumar í þrotabúiö um 2,8 milljtaumkróna. Helluprent var tekið til gjaldþrota- skipta i maí sl. en þá hafði rekstur þess gengið mjög illa í nokkurn tima. Höföu margir einstaklingar reynt að halda fyrirtækinu gangandi með fjárfram- lögum enda skapaði þaö vinnu fyrir nokkra menn á Hellu. Það tókst ekki og eru þessir einstakl- ingar meðal þeirra sem kröfur gera í þrotabúið núna. Upphæöimar sem þar er um að ræða eru misháar, en þeir aðilar sem gera hæstu kröfurnar í þrotabúiö eru Heimilistæki sf. og ríkis- sjóöur. -Up- Iðnsýning hef st í dag: Bráðlifandi og á fullrí ferð — segir Vfglundur Þorsteinsson, formaður stjórnar Félags íslenskra iðnrekenda, um íslenskan iðnað , Jslensk framtið á iönaöi byggð”, kjörorð Iönsýningarinnar ’83, var valið úr hópi 671 tillögu sem barst í samkeppni sem Félag islenskra iðn- rekenda efndi til i tilefni sýningar- innar. Markmið hennar er annars að sýna hversu fjölþættur og þróaður íslenskur iðnvarningur er og engin ástæða sé til að vera með minni- máttarkennd i þvi sambandi. Þegar sýningin verður opnuð siðdegis i dag veröa um 120 fyrirtæki búin að koma sér fyrir i básum sinum og kennir þar ýmissa grasa. Islenskar tölvur verða kynntar i fyrsta skipti, vélmennið FU fjölhæfi, sem talar, sér og heyrir, verður þar á palli en hann er ættaður frá Banda- ríkjunum og talar þvi meö örlitlum hreimi. Um 35 manns munu standa fyrir einhverri glæsilegustu tísku- sýningu sem sést hefur hér á landi og svo veröur að sjálfsögðu happa- gestur valinn daglega, en sá mun hljóta glaðning frá einhverju fyrir- tækjanna sem sýna í Laugardalshöll- inni. Á fréttamannafundi, sem haldinn var i gær, sögðu forráðamenn Félags isL iðnrekenda að nú þegar ljóst væri að aukinn hagvöxtur í náinni framtiö myndi ekki byggjast á hefðbundnum landbúnaði eöa fiskveiöum væri ljóst aö iönaöurinn kæmi til með að þjóna enn stærra hlutverki en verið hefðL I honum lægi hagvaxtarbroddur fram- tíðarinnar. I tilefni iönsýningarinnar munu 83 Grænlendingar og Færeyingar gista Island og einnig verða fy rirlestrar að Hótel Esju um iðnaðarmál alls konar. Iðnsýningunni ’83 lýkur 4. september. -EHL VOLVO 244 TURBO '82, ekinn 25,000, beinsk., verð kr. 520.000. VOLVO 244 GL '82, ekinn 33.000, sjálfsk., verð kr. 420.000. VOLVO 244 DL '82, ekinn 13.000, beinsk., verð kr. 405.000. VOLVO 244 GL '80, ekinn 46.000, beinsk., verð kr. 300.000. VOLVO 244 GL '79, ekinn 58.000, sjálfsk., verð kr. 250.000. VOLVO 244 GL 78, ekinn 60.000, sjálfsk., verð kr. 230.000. Selfoss: Innheimta gengur vel Frá Regínu Thorarensen, frétta- ritara DV á Selfossi. Að sögn Olafs Oiafssonar, fjármála- fulltrúa Selfossbæjar, var þann 15. 8. síöastliðinn búið aö rukka inn 39.92% útsvars og aöstöðugjalda og er þaö 5% minna en á sama tima i fyrra. Af fast- eignagjöldum er búið að rukka inn 90.88% sem er svipað og í fyrra. Einnig sagöi Olafur að sér fyndist i gegnum árin að það gengi betur að rukka inn gjöld þegar tekjur væru minni, þá leyfði fólk sér færri utan- landsferöir og annan lúxus. Viö hjónin fluttum til Selfoss fýrir tæpum tveimur árum og dáöist ég aö því aö sjá allar götur malbikaðar í þessum láglaunabæ. Á Eskifirði hefur siðastliðln 20 ár borist óhemjumagn af fiski á land og fólkið orðið að vinna myrkranna á milli. Hefur þaö þar af leiöandi borgað mikla skatta og útsvör, en göturnar á Eskifiröi eru alveg óþolandi. Hefur ekki verið staðiö aö gatnagerð þar sem skyldi. Regina/Selfossi. VOLVO 244 GL'81, ekinn 44.000, sjálfsk., verð kr. 370.000. VOLVO 345 GLS '82, ekinn 26.000, beinsk., verð kr. 310.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10-16. VOLVOSALJURINN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.