Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Page 8
8 DV. FÖSTUDAGUR19. ÁGUST1983. Neytendur; JMeytendur Neytendur Neytendur Kommúnistann kalla sumir karfann enda er fiskurinn rauöur á lit. Hór er einn Reykvíkingur að athuga karfann en BÚR hefur verið með karfakynningu á Lœkjartorgi þessa vikuna. Heill karfi kostar 10 kr. hvert kgenflökeruá 15kr. hver300goghakkiðá30kr. hvertkg. DV-mynd:Bj.Bj. BÚR með karfakynningu á Lækjartorgi: Karfí er þjóöar- réttur Pólverja Karfa hafa eflaust ekki allir smakkað en fisktegund þessi er, af þeim sem til þekkja, talin hið mesta hnossgæti. Má í því sambandi minna á að flest, ef ekki öll, helstu veitingahús- in í Reykjavík eru með karfa á mat- seðli sínum, sum jafnvel fleiri en einn rétt. Og karfi er einnig jólamatur Pól- verja. Nú í vikunni hefur Bæjarútgerð Reykjavíkur (BUR) verið með sér- staka karfakynningu á Lækjartorgi og hefur fólki þar verið boðinn karfi til sölu á sérstöku kynningarverði. Kostar heill karfi aöeins 10 kr. hvert kg, en karfarnir eru flestir í kringum 1 kg að þyngd. Karfaflökin eru á 15 kr. hver 300 g poki og hálft kg af hakki kostar 15 kr. Er við komum við í sölutjaldinu hjá þeim BUR-mönnum var töluvert að gera og ætluðu augsýnilega margir að grípa gæsina meðan hún gafst. Karfi er nefnilega ekki alltaf til í venjulegum fiskbúðum. Margir þeirra sem voru að næla sér í karfa höfðu aldrei smakkaö hann og þurftu margs að spyrja varðandi matseldina. Aðrir höfðu oft borðað karfa en fannst tilvalið að rifja upp gömul kynni fyrst verðið var svona hagstætt. Þá var einnig nokkuð um að útlendingar keyptu karfann, hafa e.t.v. þekkt hann að heiman og viljað stilla heimþrána með karfaáti. Karfi er eftirsóttur matfiskur víða um heim og er t.d. tekinn fram yfir þorsk í V- Þýskalandi. Magnús Magnússon, yfirverkstjóri hjá BUR, sagði í stuttu spjalli við DV aö karfakynningin nú væri framhald á kynningu á karfa sem BUR var með fyrir tveimur ánun. Er kynningin nú haldin í tengslum við Reykjavíkur- vikuna. Kynningunni lýkur í dag, föstudag, en að sögn Magnúsar mun fisksölum standa eins mikið af karfa til boöa og þeir vilja taka en hann sagði að lítil eftirspum væri eftir karfa. ,,Það er skrýtiö því karfi er mjög góður,” sagði Magnús. Á miðvikudag hófst sala á hákarli og saltfiski í sölutjaldi BÚR á Lækjar- torgi og ætlunin var að selja grafinn karfa síðar í vikunni. Með grafkarfan- um á síðan að bjóða upp á sósur, svo fólk geti smakkað á herlegheitunum áður en þaö kaupir karfann. Til að auðvelda nýgræðingum að elda karfann hefur BÚR tekið saman lítinn pésa með sex uppskriftum og er honum dreift í tjaldinu. Við birtum hér eina þeirra en uppskrift þessi er tekin úr bókinni 220 gómsætir s jávarréttir. Fylfturkarfi m/beikoni, eplum og tómötum 1 frekar stór karfi 2 tsk. fínt salt 1/4 tsk. pipar safi úr hálfri sítrónu 100 g beikon 1 epli, helst súrt 3 meðalstórir tómatar eða hálfdós niðursoðnir tómatar 1 skorpulaus heilhveitibrauðsneið gróft salt til að nudda fiskinn með að utan Karfinn er slægður og tálknin tekin úr. Salti og pipar stráð inn í karfann og sítrónusafa hellt inn í. Látið bíða í 10— 15 mín. Beikonið saxað smátt og soöið í potti í 7 mín. við vægan hita og tekið síðan upp úr feitinni. Afhýðið tómatana og eplið og kjaminn tekinn úr eplinu. Saxaö smátt og soðiö í beikonfeitinni í 7 mín. Brauð-' sneiðin rifin út í tómat/eplakássuna og beikonið blandað saman viö. Látiö bíða smástund og kælt örlítið. Fyllið kvið karf- ans með kássunni og kviðurinn festur saman með stórum stoppunálum. Nuddið grófu salti utan á karfann, leggið hann á smurt eldfast fat og setjið lok yfir eða stingið fatinu í steikingarpoka. Sett í heitan bakarofn, við 200°C, og bakiö í 20 mín. Þess má að endingu geta að karfa- kynningu BUR lýkur í dag, föstudag, en kynningin er haldin í tilefni Reykja- víkurvikunnar. Kennarar: Eftirtaldar kennarastöður eru lausar til umsóknar við grunn- skólana á Akranesi. Við Brekkubæjarskóla: Kennsla yngri barna, heil staöa. Stuðningskennsla og almenn kennsla, heil staða. Uppl. í síma 93-1938. Við Grundarskóla: Kennsla yngri bama, heil staöa. Uppl. í síma 93-2811. Umsóknarfrestur til 23. þ.m. SKÖLASTJÖRAR. Verðkönnun á gosi í Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslu: Gos er yfir- leitt dýr- ast á Blönduósi „Ég gerði þessa verðkönnun vegna Reykjavík og flutningskostnaður þess að mér finnst verð á gosi og ætti þvi að vera lægri. En það virðist öðm í sjoppum vera ókristilegt og ekkihafamikiláhrifáverðlagið. held að feröamenn veigri sér við að Hluti skýringarinnar á þessu mis- stoppa vegna verðlagsins,” sagði munandi verðlagi kann að liggja í Valborg Einarsdóttir er við slógum á því að veitingastaðir, þar sem eru þráðinn til hennar í vikunni. borð og stólar fyrir gestí, hafa rétt til Valborg hringdi á 11 staði í Húna- að selja vöm sína á miklum mun vatns- og Skagafjarðarsýslum sem hærra verðien venjulegarsjoppur. versla með gos og bar saman verö á En höfum þessi orð ekki fleiri en fjórum gostegundum. Fer taflan hér vindum okkur í töfluna. Við hér á síð- á eftir. unni þökkum Valborgu kærlega fyrir Sérstaklega er athyglisvert að sendinguna og skorum á lesendur að verö á gosi er stundum hærra á fylgja fordæmi hennar þyki þeim Blönduósi en í Skagafiröi þótt verðlag of hátt í sumum verslunum í styttra sé til fyrrnefnda staðarins frá heimabyggð sinni. .sa. Til athugunar fyrir þá sem viija spara — verðlagskönnun gerð 9. ágúst. Tab Egiis Litra Egiis Bsso skáii. pilsner kók appelsín Blönduósi. Blöndugrill, 25,- 30,- 42,- 22,- Blönduósi. Versi. Visir, 25,- 30,- ekkitil 22,- Blönduósi. 13.70 19.10 41,35 10.80 HótelBiönduós Kaupfólag Húnv., 25,- 30,- ekkitíi 25,- Blönduósi. Versl. Sig. Páimasonar, 13,70 19,60 41,40 10,90 Hvammstanga. Kaupf. V-Húnv., 11,70 17.85 35,50 10,00 Hvammstanga. Söluskáli, 11,70 17,85 35,50 9,90 Hvammstanga. Kaupfálag Skagf., v/Skag- firðingabr.. 14,00 20,00 34,00 12,00 Sauðárkróki. Ábœr, (söiuskáii) 14.00 20,15 42,95 11.35 Sauðárkróki. Blönduskáli, 18,00 21,00 39.00 18,00 Blönduósi. 20,- 22,- 42,- 17,- ; -sa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.