Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Page 13
DV. FÖSTUDAGUR19. ÁGUST1983. 13 viö nokkurra ára skólanám, og síðan, hvernig blessaðir námsmennimir eiga að greiða þessar skuldir til baka. Verður ekki séð, að námsmönnum sé geröur neinn greiði með því að halda áfram þessu lánakerfi, og sé vænlegra að hjálpa námsmönnum um vinnu, meöan á námi stendur, og miöa skóla- kerfið við þaö, svo aö menn standi ekki uppi með íbúðarverð í skuldir að loknu námi. Og það má velta því fyrir sér, af hverju námsmönnum sé ætlaður meiri framfærslueyrir en t.d. ellilífeyrisþeg- um. Væri ekki skynsamlegra að ákveða t.d., aö hver námsmaður fengi til láns svipaða fjárhæð á mánuði og ellilífeyrisþegi, en sú fjárhæð er nú kr. 3.035.00 mánuði fyrir einhleyping. Svona til samanburðar má nefna, að þessi ellilífeyrir rennur oft til þess að greiða vist á elliheimilum, sem gamla fólkið greiðir úr eigin vasa, en náms- menn fá fyrir utan öll lán skólavist sína ókeypis. Þeir menn, sem best þekkja til lána- mála námsmanna, eru þeirrar skoöun- ar, að núverandi lög muni aldrei verða framkvæmd til enda, þ.e. námsmenn- imir verði aldrei borgunarmenn fyrir lánum sínum, og fyrr eða síðar verði gripiö til ráðstafana til þess að hjálpa þeim.annaöhvort með því aö afnema verðtrygginguna og láta veröbólguna greiða lánin niður, eða með því að endurlána þessar fjárhæðir. Að vísu er það svo, að menn, sem stunda stutt skólanám, geta risið undir lánunum, en tæpast þeir, sem leggja í langskólanám, t.d. 6 til sjö ára nám i háskóla erlendis. Á ábyrgfl Framsóknar En sú deila, sem nú er risin milli menntamálaráðherra og þingflokks Framsóknarflokksins, er hins vegar ekki um þessi atriði. Eins og fyrr segir skorti fé þegar í upphafi þessa árs til þess að Lánasjóð- urinn gæti staðið við skuldbindingar sínar. Skuldbindingar sjóðsins eru miðaðar við framfærslukostnað. Nú þegar hafa verið sett bráðabirgöalög um, að skerða kjör almennings í land- inu, og verða menn að bera ýmsar veröhækkanir án þess að fá sam- svarandi hækkanir á laun sín. Þessum ráðstöfunum hefur almenningur tekið af skilningi. Og þá vaknar spurningin: Eiga námsmenn einir að fá lán sín og aðstoð eins og ekkert hafi gerst? Er nokkurt réttlæti í því, að náms- menn fái allar verðhækkanir „bætt- ar”, meðan almennur launamaður, sem verður að kosta nám þessara námsmanna af kaupi sínu, verður að draga saman í neyslu sinni? Er það ekki í samræmi við bráða- birgðalögin frá þvi í vor að breyta lög- unum um Lánasjóð ísl. námsmanna þannig að lán námsmanna verði skert á sama hátt og önnur kjör í landinu? Tillögur menntamálaráðherra hnigu íþessaátt. Formaður þingflokks framsóknar- manna, Páll á Höllustöðum, hefur haidið því fram að taka megi féö ann- ars staðar í ríkiskerfinu án þess þó að benda á leið. Og það væri út af fyrir sig hægt aö taka fé t.d. af niðurgreiöslum á landbúnaöarafurðir, en hafa fram- sóknarmenn verið tilbúnir til þess að minnka þær? Hafa framsóknarmenn yfirleitt verið tilbúnir til þess að gera nokkurn skapað hlut varðandi raun- verulegan sparnað í ríkiskerfinu? Páll á Höllustöðum er mætur þing- maður og fylginn sér. Hann er óvenju töluglöggur maður, eins og hann á ætt til, og hefur fjármálavit. Þess vegna er það furöulegt, að hann skuli nú neita að gera nauösynlegar ráöstafanir til þess að samræma lög um Lánasjóð náms- manna fjárveitingum á fjárlögum þessa árs. Staöreyndin er nefnilega sú, eins og ég sagði fyrr, að vandi Lánasjóðs ísl. námsmanna er ekki sprottinn af skyndilegri fjárþörf, heldur er þessi vandi til kominn vegna óraunhæfra fjárlaga þessa árs. Á þeim fjárlögum ber núverandi menntamálaráðherra enga ábyrgð, heldur er það fyrrver- andi ríkisstjórn, meö menntamálaráð- herrann Ingvar Gíslason í broddi fylk- ingar. Á þeim ráðherra ber síðan Páll á Höllustöðum fulla og ótakmarkaöa stjórnmálaábyrgö. Haraldur Blöndal. ekki síst þar sem Akureyrarskyrið er einstaklega gott. Til aö koma í veg fyr- ir það að neytendur komist á skyr- bragðið frá Akureyri verður að grípa til einhverra ráða. Auðvitað er gott að fá undanrennu og skilja smjörið eftir, en það er dýrt að flytja alla mysuna. Skyr, ef það væri framleitt fyrir norð-, an, er meira en helmingi léttara og meö miklu meira geymsluþol. En einkasölurétturinn er í veði og aukinn kostnaður vegna mysuflutn- ings og jafnvel áfalla vegna skemmdr- ar undanrennu hverfur hvort sem er inn í verðlagsgrundvöllinn fræga. Jafnvægið í mjólkurframleiðslunni Ýmsum þykir gott að vitna til þess að mjólkurframleiðsla landsmanna sé komin í jafnvægi og jafnvel að mjólk- urskortur geti verið yfirvofandi. Mjólkurframleiðslan hefur verið um 100 milljónir lítra á ári um nokkurra ára skeið. Við höfum drukkið minni mjólk hver og einn en borðað mun meira af osti, þakkaö veri lifandi markaðsstarfsemi Osta- og smjörsöl- unnar. Þaö er rétt að jafnvægi hefur u.þ.b. náðst, en hefur hagkvæmni í rekstri og hagsmuna bænda og neyt- enda verið gætt um leiö? Þessi flutn- ingaáform vekja grunsemdir um að svo sé ekki. Þetta hlytur að hafa auk- inn kostnað í för með sér sem „ein- hver” borgar. Það hafa nýverið og eru jafnvel enn í byggingu stórar og full- komnar mjólkurvinnslustöðvar á því svæði þar sem sala neyslumjólkur mun væntanlega aukast mest þó að engum sé gerður upp sá hugsunarhátt- ur aö vilja ríghalda í offramleiðslu mjólkurafuröa þá hefur a.m.k. vantað alla fyrirhyggju og skipulag í þessi mál ef gert væri ráð fyrir því að jafn- vægi næðist milli neyslu og fram- leiðslu. Þaö er fullyrt aö næg fram- leiðslugeta sé fyrir norðan fyrir þessar vörutegundir sem um ræðir. Hins veg- ar vanti KEA þurrkara til að safna í sarpinn fyrir sig og aðra fyrir vetur- inn. Aftur á móti eiga þeir grjótkú í 5- faldri líkamsstærð. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. ' '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.