Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Qupperneq 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR30. AGUST1983.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Umsjón: Guðmundur Pétursson
Menachem Begin, forsætisráö-
herra Israels, lét á sér skilja um
helgina að hann hefði hug á því að
segja af sér og hætta afskiptum af
stjómmálum. Hann hefur verið for-
sætisráðherra í fimm ár og leitt þjóð
sína á meðan til friðarsamninga sem
fáir höföu þorað að láta sig dreyma
um að gætu tekist. En hann hefur
einnig leitt hana út í styrjöld sem
vakið hefur upp gegn honum mikla
andstööu, jafnt heima fyrir sem er-
lendis. — Og allan tímann hefur það
ekki farið leynt að Begin hefur átt við
heilsubrest að stríða, svo alvarlegan
að nægt hefði til aö buga margan
manninn.
Friðarverðlaun og herfarir
Það eru margar mótsagnirnar í
stormasömu lífi þessa umdeilda
stjómmáiaforingja, sem fyrst gat
sér orðstír fyrir hörkulega fram-
göngu sem skæruliðaforingi ofstæk-
ismanna í Palestínu en hlaut síðan
1979 friöarverðlaun Nóbels fyrir und-
irritun friðarsamninga Israels við
Egyptaland. Þó lét hann ekki líða
lengra en þar til í júní 1982 áður en
hann greip til hernaðaraðgerða til
þess að flæma skæruliða Palestínu-
araba burt frá nágrannalandinu Líb-
anon.
Á meöan Begin var fordæmdur af
andstæðingum sínum erlendis sem
ofstækisfullur þjóðernissinni og yfir-
gangsseggur litu margir Israels-
n enn hann sem þann harðskeytta
leiðtoga er Israel þyrfti einmitt með.
Æ ofan í æ gerði hann að engu til-
raunir stjómarandstöðunnar til þess
að kljúfa og fella samsteypustjóm
hans, sem hann myndaði eftir seinni
kosningasigur sinn í júni 1981.
Eiginkonumissirinn
þyngsta áfallið
Begin komst til valda 1977 eftir 29
ár í stjómarandstöðu, þar sem han
og flokkur hans biðu átta sinnum
auðmýkjandi ósigra fyrir verka-
mannaflokknum. Ættmennamissir í
útrýmingabúðum nasista, Síberíu-
vist, vinamissir í skæruhernaði gegn
Bretum, kosningaósigrar, gagnrýni
og bölbænir trúbræðra sem ann-
arra.. . ekkert af þessu virtist
megna að beygja harðjaxlinn. Né
heldur alvarlegur heilsubrestur, eins
og tvö hjartaáföll, eitt slag og
mjaðmargrindarbrot, sem hann hef-
ur orðiö að þola á seinni árum.
En fráfall eiginkonu hans, Alizu,
sem andaðist í nóvember 1982, eftir
að hafa verið hans stoð og stytta í
fjörutíu ár, virðist hafa gert útslagiö.
Síðan hefur nánustu vinum hans og
félögum fundist sem honum væri
þrotinn viijinn til þess að sækja á
móti brattanum.
Stefna Begins
Harðb'nustefna Begins í auknu
landnámi gyðinga á vesturbakka
Jórdanár og þversköllun við hvers
konar hugmyndum um stofnun eigin
ríkis Palestínuaraba féll í góðan
jarðveg fylgismanna hans meðal
austrænna gyðinga og rétttrúnaðar-
manna. Undir þeirri stefnu hefur
Israel boðið heimsálitinu byrginn og
innlimað ríki sitt, Gólanhæðimar,
sem hemumdar voru í stríðinu 1967,
og síðan lýst Jerúsalem höfuöborg
ríkisins, og þá arabiska hlutann þar
með.
Hin einstrengingslega þjóðemis-
stefna Begins hefur nær leitt til ein-
angrunar Israels á alþjóðavettvangi
og á stundum hefur legið við vinslit-
um Israels og Bandaríkjanna, sem
hafa nánast veriö eins og sverð og
skjöldur Israelsríkis á vígvellinum,
á efnahagssviðinu og á diplómata-
vellinum. En aldrei virðist Begin
hafa efast um að hans leiðarljós sé
það rétta.
Fjöldamorðin
í Líbanon
I upphafi ver getið tveggja örlaga-
mestu ákvarðana Begins. Friðar-
samninganna við Egypta og innrás-
arinnar í Líbanon í fyrra. Meö hinu
síðara tókst honum að tvístra skæru-
liðum Palestínuaraba um lönd ar-
aba, en meðstórtjóni fyrir Líbanon. I
I byrjun síðari heimsstyrjaldar
var Begin handtekinn af sovéskum
hemámsyfirvöldum og sendur til Si-
beríu. Þegar Þjóðverjar réðust inn í
Sovétríkin 1941 var honum sleppt og
hann kom til Palestínu 1942 sem dáti
úr pólska hemum. Foreldrasína og
bróður missti hann í helför nasista.
í skæruhernaði
gegn Bretum
I Palestínu héldu Bretar uppi eftir-
liti meö skorðum þeim, sem settar
vom að kröfu araba fyrir innflutn-
ingi gyðinga. Síonistar skipulögðu
neðanjaröarstarfsemi til þess að
fara á bak við Breta og þegar undir-
búningur hófst fyrir stofnun sjálf-
stæðs rikis gyðinga tóku leynisam-
tökin Haganah að búa gyöinga undir
vopnaburð vegna átakanna sem
framundan voru við araba þegar
Bretar yrðu á brott úr Palestínu.
Menn greindi á um baráttuaðferðir
og þeir róttækustu stofnuðu skæm-
liðasamtökin Irgun Zvai Leumi
(þjóðarherinn). Enginn gekk harðar
fram í hryðjuverkum en skæmliða-
foringinn Begin. Bretar lögðu 10 þús-
und sterlingspund til höfuðs honum
(sem svaraði til nær 1,5 milljóna
króna í dag). — Begin lét m.a. menn
sína sprengja King David-hóteliö í
Jerúsalem í loft upp en þar hafði
breski herinn aðalstöðvar sínar. Um
100 manns f órust í sprenging unni.
29 ár í stjórnarandstöðu
Hinir hófsamari innan Hagnah
höfðu óþokka og raunar megnustu
andúð á þessum starfsaðferðum. Þar
á meðal var David Ben-Gurion, sem
síðar myndaði fyrstu ríkisstjóm
Israels og var burðarásinn í verka-
mannaflokknum, þegar hann var
stofnaður. Begin stofnaði þjóðemis-
sinnaflokkinn Herut (Frelsi) ásamt
öörum Irgun-foringjum og varð þing-
flokksformaöur hans. Hann lét stöð-
ugt meira að sér kveða í st jórnarand-
stöðunni og umræðum á þingi og lá
stjórninni mest á hálsi fyrir „friðar-
dúfu”stefnu hennar.
Ben-Gurion lýsti Begin einhvem
tíma sem brjáluðum foringja
skemmdarverkamanna og eitt sinn
var borið á Begin að hann ætti í sam-
særi um byltingu og valdarán.
Bræðingur
margra flokka
Begin átti fyrst aðild í ríkisstjóm
eftir sex daga stríöið 1967 þegar hann
var ráðherra án ráðuneytis í þjóð-
stjóm Levi Eshkol og átti sinn þátt í
að móta þá stefnu Israels að neita að
hörfa af hemumdu svæöunum.
Gahal-samtök hans, sem mynduð-
ust þegar Hemt og frjálslyndi flokk-
urinn runnu saman, gengu út úr
stjóminni 1970 í mótmælaskyni við
að stjórnin sýndist ætla að fallast á
friðaráætlun Bandaríkjamanna, er
fólu í sér að Israel skilaði hemumdu
svæðunum. 1973 sameinaðist Gahal
öðrum smærri flokkum í Likud-sam-
steypunni, sem í kosningunum 1977
fékk 45 þingsæti (af 120) og náði aö
mynda meirihluta 77 þingmanna og
binda enda á margra ára stjórnar-
setu verkamannaflokksins.
Stríð og friður
■ Það sama ár flaug Anwar Sadat
Egyptalandsforseti í sína frægu ferð
til Jerúsalem til þess að bjóða Israel-
um frið, ef þeir vildu skila Sinaí-
skaga og heita Palestínuaröbum
sjálfsstjóm á vesturbakkanum og
Gaza. Upp úr því hófust Camp Dav-
id-viðræðurnar með milligöngui
Bandaríkjastjórnar og þær leiddu til
friðarsamningsins sem undirritaöur
varímars 1979.
Begin hefur alltaf túlkaö samning-
inn þrengstum skiiningi og hefur
ekki verið fáanlegur til aö veita Pal-
estínuaröbum nema mjög takmark-
aða stjóm eigin mála.
1981 rétt fyrir kosningar tókst hon-
um að endurheimta nokkuð af fyrra
fylgi með því að fyrirskipa loftárás
tii aö eyðileggja kjamorkuver Iraka.
Stjórn hans hélt því völdum áfram.
Hefur henni tekist að lafa í þeim með
naumum meirihluta, þrátt fyrir tíðar
vantrauststillögur og margan álits-
hnekki.
Hinn barðlyndi skæruliðaforingi hefur aldrei þótt lipur í samningum, en Sadat
tókst með aðstoð Bandarikjastjómar að semja um frið.
A þlngfnnrii í Knesset (Begin annar fró vinstri í neðstu röð) en stjórn hans hef-
ur lafað á naumum meirihluta þrátt fyrir æði margar vantrauststillögumar
og aðrar atrennur stjómarandstöðunnar.
þeim átökum og síðan hafa fallið um
500 ísraelskir hermenn. Andstæðing-
ar Begins í Israel segja að innrásin
hafi komið óorði á Israel, sem hafi
fengið á sig yfirbragð blóöþyrsts
heimsvaldasinna, og verstur hnekk-
irinn hafi verið fjöldamorðin í flótta-
mannabúöum Palestínuaraba í
Sabra og Chatila sem unnin voru af
h'bönskum bandamönnum Israela.
Þótt Israelsstjórn setti á laggirnar
sjálfstæöa nefnd til rannsóknar á
fjöldamorðunum hefur hún ekki get-
að þvegið hendur sínar af allri
ábyrgð á því illvirki. Niðurstaða
nefndarinnar birtist í skýrslu hennar
er gerð var kunn í febrúar í vetur.
Þar var fordæmdur hlutur Sharons
vamarmálaráðherra í málinu og
lagt til að hann yrði látinn víkja úr
stjórninni. Sharon sagöi af sér en
Begin skipaöi hann jafnfljótt ráð-
herra án ráðuneytis. — Rafael Eitan
yfirhershöfðingi og Shamir utanrík-
isráðherra sættu gagnrýni í skýrsl-
unni og Begin sjálfur slapp ekki viö
ámæh fyrir „áhugaleysi” um
ákvarðanir hersins, sem teknar
höfðu verið af Sharon (um að senda
falangistana inn í búðirnar vitandi
um hefndarþorsta þeirra og brenn-
andi hatur í garð PLO). Þó gekk það
ekki svo langt að lagt væri til að Beg-
in segði af sér. En þá fyrir skömmu
hafði Begin misst eiginkonu sína og
upp úr þessu hefur Begin æ sjaldnar
komið fram fyrir almenningss jónir.
Breyttur leiðtogi
Það þótti óhkt Begin þegar hann
tvísté frammi fyrir læknaverkfalhnu
mikla og aftur þótti hann einkenni-
lega hikandi þegar hann aflýsti upp
úr þurru fundi sínum með Reagan
forseta (í júh). Fjölmiðlar í Israel
hafa viðrað efasemdir um póhtíska
framtíð Begins og látið í veðri vaka
að hann búi ekki lengur yfir þeim
andlega síyrk sem þurfi til að stand-
Allza, eiginkona Begins, og bóndi
hennar á ferðalagi í New York. Frá-
fall hennar virðist hafa náð því sem
Rússar, nasistar, arabar og
pólitískir andstæðingar og sjúk-
dómar megnuðu aldrei — að beygja
Begin.
Tvö hjartaáföU, eltt slag og bylta,
sem leiddi tU mjaðmargrindarbrots,
hafa herjað á Begin síðustu árin.
ast stormasama heimsókn til Wash-
ington.
Lenti í Síberíu
Begin fæddist í Brest-Litovsk 16.
ágúst 1913. Þá var það hérað í Pól-
landi, en heyrir nú til Sovétríkjun-
um. Menachem Wolfovitch Begin,
eins og hann var skírður fullu nafni,
lauk lagaprófi frá Varsjárháskóla
1932. A táningsaldri hreifst Begin
strax af kenningum pólska gyöings-
ins og zíonistans, Zeev Jaobtisky,
sem á árunum 1920 til ’30 varð fyrst-’
ur manna til þess að réttlæta hugsan-
lega valdbeitingu í Palestínu. Begin
var aðeins 15 ára þegar hann gekk í
raðir Betar, ungmennahreyfingar
pólskra gyðinga, og lærði þar vopna-
burð. Slíkur var eldmóðurinn aö
hann átti sinn þátt í því að kjörorði
Betar „Eg mun ekki rétta upp hönd
nema til sjálfsvamar” var breytt í
„Eg mun rétta upp hönd til varnar
þjóð minni og til endurheimtar
heimalandsmíns.”
LEIÐARLOK