Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Page 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST1983. Kjallarinn Jónas Guðmundsson : ég að nauðsynlegt sé að færa þetta 1 betra horf því þjóðinni veitir ekki af hverri krónu nú um stundir, að ekki sé nú talaö um gjaldeyri. Það kann að vera arðsamt að ætla aö keyra undanrennu fyrir 200 millj- ónir króna frá Eyjafirði suður á Sel- foss en ekki munum við lengi lifa á þeim mikla akstri þótt góður sé. Undirritaður er ekki upphafs- maður að „dauða miöbæjarins”. Margir hafa bent á þá þjáningu er gengið hefur yfir þennan stað sem í eina tíð var miðjan í öllum vorum samskiptum. Fjörug verslun aö deginum og á kvöldin var það rúntur- inn og lífið hélt áfram þar til dag- urinn lokaöi augunum — og jafnvel lengur. Austurstræti var þá vort Champs-Elysées, okkar Strik, eða sú mannlífsiða sem nauðsynleg er hverri borg. Og þeir sem gáfu út dán- arvottorðið fyrir Austurstræti ættu aö skoða sín mál betur. Einkum þó laugardaginn; laugardagskvöldið á Gili. Um sunnudaga gegnir öðru máli. Þá getur verið gott aö ganga einn með vindinum, regninu og lífs- gátunni meðan lífið er að vakna, en nóg um það. Við gengum um vot strætin þótt það valdi okkur í miönefndinni vissum sársauka aö sjá flokka af dátum með hvítar húfur. Peninga- lausa taflmenn í því útitafli er gerir út grá herskip og þotur sem eru eins og flatkökur á litinn. En þótt til standi að tortíma öllum heiminum, fær hinn venjulegi maður ómögulega skilið hvers vegna endilega þurfti að byrja á Austur- stræti. Það hefur ekkert til saka unnið — öðrunær. Jónas Guðmundsson rithöfundur. \ 13 Áburður og loftslag Ottar Geirsson ráöunautur skrifaði þ. 22. ág. grein í DV um á- burö íslenskra bænda. Þó að greinin sé aö formi til svar við ósanngjamri ritstjórnargrein Svarthöfða er hún að efni tilraun að andmæla því sem undirritaður hefur haldið fram um á- burðamotkun. Eg hef haldið því fram að íslenskur landbúnaður væri í hættu staddur ef hér kæmi langvarandi harðærakafli eins og þeir sem gengu yfir landið á 19. öld, stundum meira en áratug samfellt. Hugsanlegt ráð viö slíku haröæri væri aö stórauka tilbúinn áburð, meðan það stendur yfir, svo að heyfengur og þar með bústofn hrapi ekki niður úr öllu valdi eins og áður gerðist iöulega hér á landi. En þetta ráð, að auka áburö, geta bændur ekki notað ef þeir bera svo mikið á í góðæri að túnin eru mettuð að kalla og viðbótaráburður gefur sama og engan uppskeruauka. Þannig má heita að ástandið sé nú. Þegar svo er komið liggur beint við að spyrja: Er hugsanlegt að bændur geti (með því að stækka eða bæta túnin) minnkað stórlega áburðamotkun á hektara án þess að heyin minnki eða verði dýrari í framleiðslu? Ef svo er hafa þeir tals- vert upp á að hlaupa um áburðar- notkun ef langvarandi harðærí brestur á, en engu að tapa í góðæri. Slíkri spurningu væri eðlilegt að ráðunautar bænda reyndu að svara og drægju svo ályktanir af því svari. En ef til vill er þess þó ekki að vænta nema menn kynni sér sérstaklega veðurfarssögu landsins. Hér er nefnilega sameiginlegt verkefni fyrir búfræðinga og veðurfræðinga og óþarfi fyrir Ottar Geirsson að am- ast viö því aö ég víki að þessum mál- um þó að ekki sé ég búfróður. Til að leita eftir svari við spum- ingunni hér á undan skrifaði ég grein í Frey um hagfræðilega áburðar- notkun. Eg lagöi til grundvallar for- sendur sem þekktir búfræðingar höfðu gefið, þar á meðal Hólmgeir Björnsson og Ketill A. Hannesson. Samkvæmt þeim tölum áttu bændur að geta fengið jafnvel ódýrari hey peningalega séð en þeir fá nú ef þeir minnkuðu ábúrð á hektara um helm- ing en gerðu um leið ráðstafanir til að stækka túnin eða bæta þau svo að samanlagöur heyfengur minnkaði ekki. Það er ósanngjarnt hjá Ottari Kjallarinn PállBergþörsson tún ekki mikið meira en þriðjung af þessum áburði, búfjáráburðinn einan, og eftir kenningum Ottars ætti grasið á þessum gömlu tún- blettum að vera orðiö býsna lítið og vont, varla skepnum bjóðandi. Ég held að við Öttar ættum aö setjast niður á sumardegi og sjá hvort ær og kýr mundu heldur kjósa aö bíta á þessum gömlu túnum eða nýræktun- um meö „góða” grasinu. Ottar veit bændur eigi alltaf að nota þann meðaláburð sem útreikningar mínir benda til hvernig sem veðurfar er. Hann hefur varla lesið vandlega grein mína í Frey, jafnvel ekki hlustað á viðtalið sem hann átti sjálfur við mig í útvarpinu. Þar var ég einmitt að ráðleggja að nota alls ekki alltaf þann áburð sem væri miðaður við meöalár, heldur breyta stórlega til eftir árferöi og öðrum • „Er hugsanlegt að bændur geti (með því að stækka eða bæta túnin) minnkað stór- lega áburðarnotkun á hektara, án þess að heyin minnki eða verði dýrari í framleiðslu?” Geirssyni að ég hafi i þessum út- reikningum viljandi sleppt þýðingar- miklum þáttum til aö fá hagstæðari niðurstöðu. Eg fór eftir forsendum búfræðinganna en að auki bætti ég inn ailháum kostnaðarlið til vara, einmitt til þess að forðast of hag- stæða útkomu. Ottar Geirsson talar um „rán- yrkju” og léleg hey ef áburður er ekki nema 60 kg af köfnunarefni á hektara, auk annarra efna og búf jár- áburðar. I þúsund ár fengu íslensk h'ka eins vel og ég, að góðgresi eins og smári, sem sjálfur getur unnið köfnunarefni, deyr út ef mikið er boriðá. Eg hef nýlega átt tal við Skúla á Miðfelli í Hrunamannahreppi og Eggert á Þorvaldseyri, og aö þeirra dómi er það síður en svo að sá á- buröur sem ég mæli með tæmi jarð- veginn eða spilli heygæðum. Og þeir eru góöir fulltrúar íslenskra bænda. Ottar gefur í skyn að ég telji aö tímabundnum aðstæðum einstakra bænda. Einmitt þetta er grund- völlur hugmynda minna eins og ég lýsti hér áður. Með þessu ætti aö vera hægt aö auka mjög öryggi íslensks landbúnaðar ef loftslag kynni í framtíðinni að verða jafn- harkalegt og mörg dæmi eru um þó aö við þekkjum þau ekki af eigin raun. Páll Bergþórsson. Framan af gáfu sumir ráðherranna og þingflokksformaöur Sjálfstæðis- flokksins út yfirlýsingar um að ekki yrðu famar leiðir fjrrverandi sjávarútvegsráöherra í þessum málum, þar væri um algjöran mis- skilning aö ræða hjá arftaka hans. Nú liggur fyrir aö misskilningurinn var þeirra sjálfra, þeir hafa látið kúga sig til þess að samþykkja tillög- ur fyrri ríkisstjómar með aðeins óverulegum breytingum. Milli- færsluleiðin heldur áfram eins og allar götur síðan Framsókn tók for- ystuna 1971. Víð kok Sjónvarpað var frá atkvæða- greiðslu á Alþingi þegar breytingar- tillaga Matthíasar Bjarnasonar um aö taka ekki gengismun af skreið var samþykkt í vetur. Atkvæöagreiöslan var mikill ósigur fyrir Steingrím Hermannsson sem hann hefur nú hefnt grimmilega. Og það eru engir smámunir sem núverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa mátt kyngja, hér skal aðeins sýnt lítið sýnishorn. Tillaga Matthíasar Bjarnasonar hijóðaði þannig: „Otfluttar skreiðar- afuröir skulu greiddar á því kaup- gengi sem í gildi er þegar út- flutningsskjöl eru afgreidd í banka við gjaldeyrisskil.” Matthías sagði m.a. í rökstuðningi sínum: „Eg þarf í raun og veru ekki að bæta viö þetta því ég skýrði hér frá því í dag að ég teldi að sá gengishagnaður, sem reiknað væri með vegna skreiöar- afurða, væri ekki fyrir hendi og ekkert útlit fyrir það aö hann verði til í náinni framtíð. Ef skreið selst, sem Kjallarinn Ólafur Björnsson slæmar horfur eru á, þurfa skreiðar- framleiðendur fullkomlega á því að halda að afreikna á gildandi kaup- gengi bankanna á hverjum tíma. Þess vegna er þessi tillaga flutt.” Fyrr í umræðum um málið sagði Matthías Á. Mathiesen m.a.: „Væri nú ekki skynsamlegra að falla frá því að greiða í gengismunarsjóö þessa upphæð af skreiðarbirgðum sem í landinu eru frá 1982 og að þeir aðilar sem eiga skreiöina fái það fjármagn og ríkisstjórnin aöstoði þá og láni þeim út á skreiðarbirgðirnar á meðan þær fara ekki úr landi? ” Ekki vildi Albert Guömundsson láta sitt eftir liggja, hann sagði m.a.: „Hann (fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra, Steingrímur Hermanns- son) talaði um að það væru fleiri krónur sem fengjust væntanlega ein- hvem tímann þegar skreiðin seldist. Fleiri krónur, mikið rétt, en það eru verðlausar krónur. Halda menn virkilega, heldur hæstvirtur sjávar- útvegsráðherra að fyrir þær krónur fáist sama magn af skreið til að selja aftur seinna? Þetta gengur á verðmæti eigenda sjávarútflutnings- afurða að sjálfsögðu. Þaö þýðir ekki að tala hér eins og verið sé að tala við nýútskrifaöa viðskiptafræðinga...” og áfram....” þá er búið aö draga frá gengismun og það er búinn að hlaðast á vöruna aukakostnaður í geymslu, það er búinn að hlaðast á hana fjármögnunarkostnaður, þannig að jafnvel þótt dollarinn hafi hækkaö um 100% á árinu, þá dugar það bara ekki til aö standa undir öllum kostnaði....” og áfram segir Albert: „ — það er hrein sjálfsblekk- ing ef menn halda að einstaklingar fáist til þess að leggja nýtt fé í slíkan rekstur sem sjávarútvegurinn er orðinn... Að leggja skatt á styrkþegann og styrkþeginn er undirstöðuatvinnuvegur þjóðar- innar. Þetta er alveg furðulegt fyrir- tæki.... Eg get ekki með nokkru móti skiliö að blankur einstaklingur geti tekið lán hjá sjálfum sér til þess aö halda áfram að fjármagna sínar þarfir.” Já, Albert og Matthíasarnir sögðu margt á Alþingi sl. vetur um fávisku þess að gera upptækan gengismun af skreiö. Ekki hefur staða þeirra sem skreiðina eiga batnað síðan, nema síður sé. Staöan er aðeins breytt uð því leyti að nú eru þeir orðnir hús- karlar Steingríms og verða að hlýða. Allir skulu ofan í fenið Ekki fer miili mála að upptaka gengismunar er hæpin aðgerö og mestar líkur á að slikt sé brot á stjórnarskránni. Enginn hefur þó haft dug í sér til þess að láta á þaö reyna. Framan af hélt hver grein sínu aö mestu, gegnum verð- jöfnunarsjóð og þá einnig útgerð í heild ásamt sjómönnum. Nánast frestun á afgreiðslu. Með árunum hafa stjórnvöld orðið grófari í miili- færslum, stærri og stærri fúlgur hafa orðið til „prívat” úthlutunar fyrir það sem kallað er sjávarútvegs- ráöuneyti, í reynd sjávarútvegsráð- herra hverju sinni. Þeir sem mót- mælt hafa stækkun flotans skulu f jármagna stækkunina með góöu eða illu. Að þessu sinni eru tekin upp ný- mæli að tvennu leyti. I öðru tiifellinu réttlætanlegt en í hinu hrein ósvinna. 100 miUjónir króna eiga að skiptast á allan flotann eftir aflamagni. Þar með er stungið upp í alla en lítið verður þaö á hvern þegar tU skiptanna kemur. Þó virðist þaö nægja til þess að hugga forystu L.I.U. Hins vegar á aö lána 60 milljónir króna til loðnuflotans, sem tvímæla- laust á mest allra inni í millifærslu- sukkinu. Innheimta á lánin með öruggri leið og síðan verður féö tii „prívat” úthlutunar fyrir ráðherr- ann. Þetta er nýmæli sem LIU getur tæpast hælt. Eftir stendur að meö þessu mUlifærslukrukki hafa miklar fjárhæðir verið færðar milli fyrir- tækja og ekki síður milli landshluta, eina ferðina enn eftir framsóknar- ieiðinni. öllum skal á hausinn komið hvernig sem þeir haga sínum rekstri. Olafur Björnsson útgerðarmaður. • „Eftir stendur að með þessu millifærslu- krukki hafa miklar f járhæðir verið færðar milli fyrirtækja og ekki síður milli landshluta, eina ferðina enn eftir framsóknarleiðinni. Öllum skal á hausinn komið hvernig sem þeir haga sínum rekstri.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.