Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR30. ÁGUST1983. 15 DAUÐADÓMUR Víösvegar erlendis er fólk farið aö heimta dauöadóma. Þetta ástand er í raun sorglegt því aö dauðadómar eru svo endanlegir og óafturkallanlegir. Það er fátt viöbjóðslegra en þegar menn drepa aðra menn á skipulagð- an hátt. Mér er sama þótt um sé aö ræöa verstu glæpamenn. Það er hræðileg tilhugsun að taka menn af lífi eins og um sé aö ræða útreiknan- legt og hverdagslegt atvik. Glæpir að setja Bandaríkjamenn á hausinn Það eina sem er ógeðslegra en þessar löglegu aftökur eru morð og ódæði glæpamannanna sjálfra sem myröa saklaust fólk, oft á hinn hræðilegasta hátt. Það er varla til sú pynting og niðurlæging sem glæpa- HelgiGeirsson • „Það eina sem er ógeðsíegra en þessar löglegu aftökur eru morð og ódæði glæpa- mannanna sjálfra sem myrða saklaust fólk, oft á hinn hræðilegasta hátt.” menn nota ekki til ódæðisverka sinna gegn saklausu fólki. 1 Bandaríkjun- um eru morð og aðrir stórglæpir framdir á u.þ.b. mínútu fresti allan sólarhringinn, allt árið um kring og lítill hluti glæpamannanna kemur nokkurn tíma fyrir rétt, hvað þá að þeir séu líflátnir. Nú sem stendur, 1983, eru þó hátt í 1500 glæpamenn sem bíða dauða síns í fangelsum víðsvegar um Bandarikin og yfirrétt- ur Bandaríkjanna hefur nýverið gert ráðstafanir til aö aftökur geti farið fram án endalausra frestana. Englendingar sem afnámu dauða- dóminn 1968 hafa orðið fyrir geysi- legri aukningu á moröum og öörum stórglæpum, svo sem nauðgunum, mannránum og fíknilyfjasölu. Sömu sögu er aö segja um önnur þjóðfélög sem hafa veriö að klappa á kollinn á afbrotamönnum og segja þeim að láta ekki svona og vera góðir. Hvað eiga menn að gera, t.d. í Ameríku, þar sem öll fangelsi eru yfirfull af afbrotamönnum, þótt ekki náist í nema lítinn hluta glæpamann- anna eins og áður segir? Bandaríkja- menn hafa ekki við að byggja fang- elsi, þeir eru famir að setja kojur í eins manns klefa til að stafla mönnum í. Þeir hafa hópa afbrota- manna í girðingum. Þessi baggi, glæpamenn innan og utan fangelsa, er satt að segja að sliga heiöarlegt fólk í Bandaríkjunum. Það er jafn- framt búið aö gera marga glæpi lög- lega því að lögreglan hef ur hreinlega gefist upp á að framfylgja lögum og lögsækja glæpamennina. Það er talið að gengi lögreglunni örlítiö betur að hafa hendur í hári glæpamann- anna mundi það líklega setja þjóð- félagiö á hausinn vegna kostnaðar við lögsókn og réttarhöld, löggæslu og fangelsun. Það fer ekki á milli mála aö glæpir eru að tröllriða bandaríska þjóðfélaginu, eins og nú er.Hvaðáaðgera? Aðalglæpavaldar á íslandi Sem betur fer er Islendinga aö líta sér nær og leysa sín vandamál áður en þeir fara að ráðleggja öðrum. Frændur okkar á Norðurlöndum hafa séð geysilega fjölgun glæpa hjá sér og ekki kæmi mér að óvörum þó raddir hækkuöu þar sem heimta dauöadóm. Glæpir á Norðurlöndum hafa aukist í beinu hlutfalli við hið mikla mannflóð útlendinga af óskyldum kynþáttum til Norður- landa og áhrif þessara útlendinga þar. Á Islandi hafa glæpir stórlega aukist, allt frá hræöilegum moröum, limlestingum og fíknilyfjasölu til smáhnupls, óspekta og dónaskapar. Stundum eru þessir glæpamenn að vísu geðveikt fólk sem ætti að vera á stofnunum undir læknishendi en oft eru þetta ódannaðir glæpamenn af ásettu ráði. Meðal ógeðslegustu glæpamanna sem hafa fariö aö skriða upp á yfirborðið á Islandi á siðari árum eru þeir sem smygla fiknilyfjum til Islands og selja þau unglingum. Eg staðhæfi að erlend áhrif á Islendinga, og útlendingar beinlínis, eru aöalglæpavaldar á Islandi. Ég gef ekki grjótharðar sannanir fyrir þessu í stuttri blaðagrein, enda langt mál, en ég skora á Háskóla Islands að láta þjóðfélagsfræðinga og sálfræöinga rannsaka þessa staðhæf- ingu. Dauðadóms krafist? Dómskerfi Islendinga er sami af- brotahvatinn og dómskerfin í mörgum öðrum svipuðum þjóðfélög- um, hryggbeinslaust, hugsunarlaust og kjarklaust, sem virðist fremur vera til að gæta hagsmuna glæpa- mannanna en fómarlamba þeirra. Það gengur til dæmis fram af heilbrigðu fólki að ógeðslegustu skriðdýr þjóöfélagsins í manns- mynd, fíknilyfjasalarnir, skuli komast upp með iðju sína trekk í trekk með litla eöa enga dóma. Að endalaust skuli vera gengiö að dóm- sátt við þessi kvikindi er hreint makalaust... Ef ekki væri fyrir einstaklega góða löggæslu á Islandi, allt frá lögreglu- stjóra niður í sjálfa lögreglumenn- ina, þá er ekki efi að algjör skálmöld yrði í landinu. Ekki mundi ég vilja vera lögreglumaöur og vinna þrot- laust og jafnvel hætta lífi mínu til að hafa uppi á og handtaka óþokka og glæpamenn og þurfa síöan aö horfa upp á þá leikandi lausum hala dag- inn eftir með glott á vör. Ekki öfunda ég lögreglustjóra að þurfa að horfa á sitt vaska lið í handjárnum dóms- kerfisins, þegar alþekktir glæpa- menn og skrill veður uppi, ögrandi þeim og gerandi grín að þeim. Þótt Islendingar séu samt tiltölu- lega lánsamir í afbrotamálum miðað við aðrar þjóðir þá erum við alls ekki óhultir fyrir glæpaöld heimsins eins og áður greinir. Verst mun fíknilyf jasalan leika íslensku þjóðina eins og áöur segir en vandamálið mun ekki hverfa með því að stjórn- völd stingi hausnum í sandinn. Verði ekki tekið á þessu máli eins og þarf sem fyrst, hver veit þá hvort langt verður að bíða þangaö til aö íslensk- ar raddir fara að krefjast dauða- dóms... Þeir sem halda að þetta sé fjar- stæða og útilokað skulu minnast þess að það er ekki ýkja langt síðan Islendingar sörguðu haus af dæmdum manni á Þingvöllum með bitlausri exi, eftir að hafa klipið hann fyrst með glóandi töngum og aflimað — og það fyrir atferli sem mundi ekki einu sinni vera dæmt afbrot í dag. Það er ekki fyllilega ljóst hver ber meiri ábyrgð á stórglæpum, sá sem framkvæmir verkið í raun eða þau stjórnvöld sem hvetja til verksins með linkind og aumingjaskap... Helgi Gelrsson, Delta, Kanada. BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI HAMARSHÖFÐA 8, SÍMI 85018. KARA TEFÉLA GID ÞÓRSHAMAR SHOTOKAN KARA TE Byrjendanámskeið hefjast fimmtudaginn 8. sept. kl. 20.00 i húsnœði félagsins að Brautarholti 18,4. hœð. Innritun stendur nú yfir. Aidurstakmark 8 ár og upp úr. Skipt í aldursflokka eftir þátttöku. Kennarar verða hinir viðkunnu VÍGAMENN sem sýna á iðnsýningunni um þessar mundir. Innritunarsimar: 22225—40171 — 16037 eða i húsnæði félagsins þriðjudaga og föstudaga e. kl. 20.00. ÞÓRSHAMAR. Grunnskólann á Grundarfirði Vantar kennara Vegna óvæntra forfalla vantar kennara við grunnskólann á Grundarfirði. Um er að ræöa almenna kennslu í 3. og 5. bekk (ein staða). Húsn. í boði. Nánari uppl. gefur skblastjóri í síma 93-8619 og 93-8637. SJappaðu af með Úrva/ / hendi. Urval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.