Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Qupperneq 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST1983.
Spurningin'
Finnst þér ríkisstjórnin Irf-
vænleg?
Þórey Aspelund húsmóðir: Eg er á
báðum áttum, útlítiö er svart eins og
allt er. Hún verður því að gera mikið til:
bóta eigi hún að fá að lifa áfram.
Magnús Ölafsson stýrimaður: Eg veit |
það eiginlega ekki, en mér finnst 1
margt benda til þess aðhúnmunilifa. !
Jón Hansen kennari: Já, mér finnst
þaðlíklegt.
Bjami Agnarsson rafeindavirki: Nei,
ekki finnst mér það nú.
Hanna Dóra Haraldsdóttir bókari: Eg
á von á þvi að hún lifi eitthvað áfram
en hversu lengi, það veit ég ekkert um.
Bjami Guðjónsson húsasmiður: Nei,
ekki finnst mér það. Manni finnst
einna helst að þetta sé ríkisstjóm
verslunarinnar en ekki alþýðunnar.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Frétt G. Bender um góða veiði í Eyrarvatni staðfest:
Ekki færri en 22 laxar
um verslunarmannahelgi
Vilhjálmur Arngrímsson, nnr. 9303—
3965, Keflavík, lét til sin heyra á les-
endasíðum DV 23.8. sl.
Ekki veit undirritaöur hvort Vil-
hjálmur er öngulsár eöa ekki eftir
þessa óveðurshelgi, sem hann talar
um í grein sinni, en eitt er víst að
margir komu þá fisklausir heim
sunnanlands, jafnt úr bestu veiði-
stöðum sem og öðrum. Vilhjálmur
vegur að nokkuð mörgum í grein
sinni, vonandi ekki af illgirni heldur
þekkingarskorti. Til upplýsingar
fyrir Vilhjálm og aðra verða eftirfar-
andi staðreyndir tilgreindar:
Helgina 30/7 til 1/8 (verslunar-
mannahelgina) veiddust 22 laxar í
Eyrarvatni, sem vitaö er um, og var
undirritaður þeirrar ánægju aönjót-
andi að sjá 10 þeirra dregna á land þ.
31/7, en þann dag var undirritaöur
við eftirlit á vatnasvæöinu og hreins-
un á rusli. Þann dag breytti einnig
um veöur og sneri til noröanáttar í
Svínadal. Öruggar heimildir eru
fyrir því aö aörir 12 laxar hafi veiðst
þessa helgi í Eyrarvatni. Undirrit-
aöur vill taka undir orö Gunnars
Bender blaöamanns og kalla þetta
mokveiði, hver svo sem hans
heimildarmaður er, en þessi frétt er
rétt eins og allar hans fréttir af veiði.
Rétt er þaö hjá bréfritara að veiði í
Eyrarvatni er best í norðanátt en í
Svínadal eru fleirri vötn þ.á.m.
Geitabergsvatn, en í því vatni veiðist
best í rigningu og slagviðri og sama
er að segja um ána Þverá sem
rennur milli Geitabergsvatns og
Þórisstaðavatns (Glammastaða-
vatns).
I slagviðrinu milli 6/8 og 8/8
FÖLSK
FISKISAGA?
Vilhjálmur Sv. Arngrímsson skrilar:
I DV þann 9. ág. er grein um mok-
veiði í Eyrarvatni í Svínadal. I þessari
grein er á dramatískan hátt lýst iax-
veiði þannig að halda mætti að um
handfæraveiðar hefði verið að ræða og
veiðimennimir sennilega lent á ufsa-
torfu. Einnig var haft eftir fróðum
mönnum að laxinn tæki best i rigningu
ívatninu.
Hér ætlar undirritaður ekki að
þjarma að G. Bender, sem skrifaði
greinina, vegna þess einfaldlega að
hann hefur talið að fréttin væri sönn og
að veiðifélög væru ekki með 1. apríl
sögur í ágúst. Staðreyndin er sú að
undanfarin 7 til 8 ár hefur veiði í Eyr-
arvatni farið minnkandi. Nú sést lax
varla stökkva í vatninu í ágúst, þar
sem áður var fullt af fiski upp úr
mánaðamðtum júni-júlL
Astæðan fyrir minnkandi veiði kann
áÉKUkaiAiuaii
Fiskisagan var ekki fölsk.
veiddust í Geitabergsvatni 14 laxar
og er ekki að efa að Gunnar Bender
hefur haft fréttir af þessari veiði
þegar hann skrifaði grein sína.
Veiöifélagiö Straumar hf., sem
hefur mestan hluta vatnasvæðis
Svínadals á leigu, var stofnað af
nokkrum áhugamönnum um lax- og
í Leirársveit, og ekki könnuðust
heimamenn við mokveiði nema á síð-
um DV. Og það er staðreynd að á sama
tima og ofangreind frétt birtist i DV
hækkuðu veiðileyfi í Eyrarvatni úr kr.
250 í kr. 300. llndirritaður leyf ir sér því
að fullyrða að fréttin var tilbúningur
einn, sett fram til að plata fé út úr sak-
iausu fólki, enda hópuðust menn upp
aðvatninutil veiða.
Það var hálfömurlegt að sjá fólk
standa með tíu metra millibili frá
vatnsósi að Silungseyri, vatnið á litinn
líkt og jökulá vegna undangenginna
rigninga og ekki einn einasti lax sást
stökkva. Hvað varðar þá fullyrðingu
að laxinn taki best í rigningu íEyrar-
vatni skal það sagt að þeir sem telja
sig þekkja vatnið vel vita að besta
vindátt fyrir laxveiði i Eyrarvatni er
norðanátt. Or þeirri átt hefur lítið rignt
ísumaríSvínadal.
silungsveiði og til þess aö geta notið
útivistar í fögru umhverfi þar sem
þeir og aðrir gætu leyft sér að veiða
fyrir viðráðanlegt verð og þar sem
hægt er að tjalda og bjóöa upp á
aðstöðu fyrir tjaldvagna jafnt sem
hjólhýsi. Verö á veiðileyfum meö
ofangr. aðstöðu og jafnframt heimild
til þess aö nota báta á vötnunum
(ekkihraöbáta) erueftirfarandi:
Eyrarvatn maí/júní kr. 120, júh' kr.
250ág/sept kr. 300.
Geitabergsvatn maí/júní kr. 120,
júlí/sept kr. 200.
Þórisstaðavatn maí/júní kr. 120,
júlí/sept kr. 200.
Þessi verðákvörðun var tekin áður
en veiði hófst og er verðlag miðað við
veiðivon á hverjum tíma (þá tekið
meðaltal síðustu ára). Eins og allir
sjá sem stunda einhverja veiði er
þetta verð mjög lágt miðað við önnur
vatnasvæði þar sem bæði er von á að
veiða lax og silung. Um laxastigann
við Laxfoss í Laxá í Leirársveit vill
undirritaöur taka fram að hann er
Veiðifélagi Laxár og þeim sem
hönnuðu hann til sóma og upp hann
gengur laxinn hindrunarlaust. Varð-
andi fullyröingar bréfritara um
ræktun á vatnasvæði Laxár þá eru
þær varla prenthæfar og bréfritara
tíl skammar því fáum vatnasvæð-
um hér á landi hefur veriö jafnmikill
sómi sýndur í ræktun og þessu
undanfarin ár.
Að lokum vill stjórn Veiðifélagsins
Strauma hf. bjóöa þeim landsmönn-
um sem vilja njóta útivistar við
veiðar fögru umhverfi í Svínadalinn
því besti veiðitíminn er eftir.
Fötluðum viljum við benda á allgóða
aðstöðu við Eyrarvatn. Veiðileyfi
eru seld í veitingaskálanum
Ferstiklu og Utilífi Glæsibæ.
Virðingarfyllst,
f.h. Veiðifélagsins Strauma hf.
Gunnar Sveinbjörnsson
formaður
0
Flateyri við Önundarfjörð: Bensín-
afgreiðslan er ekki opin nema nokkrar
stundir á dag.
Flateyri við Önundarf jörð:
LÉLEG BENSÍNAFGREIÐSLA
Þ. T. hringdi frá Isafirði:
Ég get ekki orða bundist yfir bensín-
afgreiðslunni á Flateyri viö önundar-
fjörö. Þjónustan þar er fyrir neðan
allarhellur.
Ég kom til Flateyrar um sjöleytið að
kvöldi. Bensínstöðin var þá lokuð og
enginn finnanlegur til afgreiöslu.
Auglýstur afgreiöslutími var mjög
stuttur,frákl. 11—12.30 og 14—18.
Morguninn eftir var ég mættur á
bensínstöðina kl. 11 og var ekki vel
tekiö. Bensínið fékk ég að vísu en varð
sjálfur aö dæla því á tankinn.
Lesendur Lesendur
Hringtö 8661 ' r -1 1 eða sknfið
Lesendur Lesendur
Þú sem tókst veskið
mitt í Þjórsárdal
— skilaðu þvíaftur
Þóra, 9392—4959, skrifar:
Eg fór í Þjórsárdalinn um versl-
unarmannahelgina eins og margir
aðrir. Var þetta vel lukkuð helgi og
fullkomin hefði ekki einn skugga
borið á. Það var nefnilega þannig að
ég fór með peningaveskið mitt með
mér. I því voru persónulegir munir,