Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Page 18
18
DV. ÞRIÐJUDAGUR30. AGUST1983.
íþróttir
— Stuttgart vann mót
íFrakklandi
„Þetta gekk alveg vonum framar miöaft
við það aö ég er ekki búinn að æfa nema í 2
vikur,” sagöi Asgeir Sigurvinsson eftir aö
hafa Ieikið sbia fyrstu leiki eftir uppskurö-
inn á dögunum með Vfb Stuttgart í Frakk-
landl um síðustu helgi. Stuttgart lék þar i
4-liða móti i Bnrdeaux ásamt Nantes,
Barcelona og Bordeaux.
Urslit leikja uröu þessi:
Stuttgart-Nantes 1—0
Bordeaux-Barcelona 2—0
Barcelona-Nantes 3—2
Stuttgart-Bordeaux 2—0
Stuttgart varö því sigurvegari í mótinu.
Ásgeir iék fyrir hálfleikinn gegn Nantes og
síöari hálfleikinn í úrslitaleiknum gegn
Bordeaux. -AA.
Chariie Nicholas — leikmaðurinn snjalii.
„Skiptir ekki
máli hver
skorar mörkin”
— sigurinn er aðalatriöiö,
segir Charlie Nicholas
Chariie Nicholas, sem skoraði bæði
mörk Arsenal gegn Ulfunum í gærkvöldi,
átti mjög góöan leik gegn Luton á laugar-
daginn á Highbury, þó aö hann skoraði
ekki þá. Þaö skiptir ekki máli hverjir
skora mörkin. Sigurinn er aðalatriöið,
sagöi Nicholas eftir leikinn gegn Luton.
— Eg vona aö fólk hætti að tala um aö
viö leikum aðeins varnarleik. Og ég vona
aö fólk ræöi um aö ég hafi átt góöan leik þó
að ég skori ekki mörk. Þaö tekur alltaf
tíma að venjast því að leika með nýju fé-
lagi. Þegar ég hef leikið fjóra til fimm leiki
með Arsenal er ég viss um aö ég verö
kominn á skriö, sagði Nicholas eftir
leikinn gegn Luton.
Þessi snjalli leikmaöur þarf ekki f jóra til
fimm leiki — hann er kominn á ferðina.
Þaö sýndi hann gegn Úlfunum í gærkvöldi.
-sos.
fþróttir
(þróttir
fþróttir
fþrótti
KANN MJOG VEL VIÐ
Alfreð Gislason.
„Við vorum að koma úr 10 daga
æfingabúðum og þetta er búið að vera
ansi erfitt. Ætli ég sé ekki búinn að æfa
tvisvar á dag að meðaltali frá því að ég
kom hingað út,” sagði Alfreð Gíslason
handknattleiksmaður i viðtali við DV i
gær.
Alfreö er nú að komast á fullt skriö
meö liöi sínu Tusem Essen úr Bundes-
ligunni v-þýsku. Liðið hefur æft frá
MIG í ESSEN”
— segir Alf reð Gíslason,
landsliðsmaður í handknattleik
siöustu mánaöamótum undir stjóm
hins heimsþekkta þjálfara Ivanescu en
hann hefur þjálfaö liö Gummersbach
undanfarin ár meö frábærum árangri.
Tveir æfingaleikir hafa veriö á dag-
skrá liðsins til þessa. 31—11 vann
Essen liö úr 4. deild og skoraöi Alfreð 5
mörk, þá skoraði hann 6 mörk í leik
gegn Schutterwald úr 2. deild.
Á föstudaginn leikur Essen sinn
fyrsta opinbera leik í hinni stóru og
miklu heimahöll sinni, Grugahalle,
sem tekur 5500 manns í sæti. Þá verður
leikið gegn pólsku meisturunum Lodz.
Næstu helgi kemur svo Valsliöiö í
heimsókn til Essen en Valur er nú í
æfingabúöum í V-Þýskalandi.
Alfreö sagðist lítast vel á sig í þessu
nýja umhverfi. Liö Essen væri skipað
mörgum sterkum handknattleiks-
mönnum og hart væri barist um hver ja
stööu í liðinu.
-AA.
Pétur áf ram
með Kef lavík
Pétur Bjamason, hinn kunni hand-
knattleiksþjálfari úr Víking, hefur
verið endurráðinn þjálfari Keflavíkur-
liðsins, sem leikur í 3. deild.
-SOS
Nicholas opnaði
markareikning
sinn hjá Arsenal
þegar hann skoraði bæði mörk félagsins ísigurleik 2:1 gegn Úlfunum
— Manchester United fékk skell á Old Trafford
Charlie Nicholas — knattspyrnu-
snillingurinn, sem Arsenal keypti frá
Celtic á 750 þús. pund, var heldur betur
i sviðsljósinu á Molineux í gær. Þar
opnaði hann markareikning sinn fyrir
Lundúnaliðið og skoraði bæði mörk
Arsenal, sem vann 2—1. Þessi 21 árs
töframaður skoraði fyrst eftir 25 min.,
eftir að hafa fengið góða sendingu frá
Brian McDermott og síðan skoraði
hann sigurmark Arsenal 10 min. fyrir
leikslok — úr vítaspymu, sem var
dæmd á John Burridge, markvörð Úlf-
anna, sem felldi Nicholas inni í víta-
teig. Wayne Clarke skoraði mark Ulf-
anna — eftir aðeins þrjár mínútur, við
fögnuð 25 þúsund áhorfenda.
Arsenal hef ur unniö tvo leiki á aöeins
þremur dögum og þaö hafa nágrannar
þeirra hjá West Ham einnig gert og
einnig Aston Villa, Manchester United
fékk aftur á móti skell á Old Trafford,
þar sem félagið tapaði sínum fyrsta
leik síöan í apríl 1983; þegar Notting-
ham Forest kom í heimsókn. United
hafði ekki tapaö 35 leikjum í röö fyrir
leikinn, sem endaði með sigri Forest
2-1.
Geysilegt áfall
Tapið var mikiö áfall fyrir leikmenn
United, sem réöu algjöriega gangi
leiksins í fyrri hálfleik — þá fengu þeir
mörg gullin tækifæri, en nýttu aðeins
eitt. Kevin Moran skallaði knöttinn í
netiö eftir aðeins 11 mínútur. Glamp-
andi sól var á Old Trafford og voru 43
þús. áhorfendur þar saman komnir.
Þeir fóru að sjálfsögöu óhressir heim.
Leikmenn Forest mættu ákveönir til
leiks í seinni hálfleik og voru þeir
ákveönir að jafna metin. Þegar 20 mín.
voru til leiksloka skoraöi bakvöröurinn
Viv Anderson 1—1. Gary Bailey, mark-
vöröur United, varöi þrumuskot hans
en missti knöttinn frá sér og inn fyrir
marklínu. Viö þetta mark fóru leik-
menn United úr jafnvægi og Colin
Walsh átti skot í stöngina á marki
þeirra. Þegar fjórar mín. voru til leiks-
Mark Walter — skoraði sigurmark
Aston Villa.
loka skoraði Peter Davenport sigur-
mark Forest. Þess má geta að mörk
Forest voru fyrstu mörk liösins í
síöustu sex leikjum félagsins gegn
United.
Urslit urðu þessi í ensku knattspym-
unniígær:
l.deild:
Aston Villa-Sunderland 1-0
Everton-West Ham 0-1
Man.Utd.-Nott. Forest 1-2
Stoke-WBA 3-1
Southampton-QPR 0-0
Tottenham-Coventry 1-1
Wolves-Arsenal 1-2
2. deUd:
Cardiff-Man. City 2-1
Carlisle-Blackburn 0-1
Leeds-Brighton 3-2
Derby-Sheff. Wed. 1-1
Newcastle-Shrewsbury 0-1'
Tveir leikir voru leiknir í deildarbik-
arkeppninni — fyrri leikir liöanna í
fyrstuumferð:
Bradford-Sheff. Utd.
Millwall-Northampton
0-1
3-0
Nýliðinn
hetja West Ham
• Steve Walford. fyrrum leikmaöur
Arsenal, sem West Ham er búinn aö
kaupa frá Norwicli, tryggði „Hamm-
ers”sigur 1—0 yfir Everton á Goodison
Park. Þessi sterki varnarleikmaður
skoraði sigurmarkiö á 70. mín. — meö
þrumuskoti af 40 m færi.
Billi Bond, sem er 37 ára og Trevor
Brooking, sem hefur leikið 16 ár með
West Ham, eru enn í fullu fjöri og leika
lykilhlutverk hjá Lundúnaliöinu.
• Mark Walters — 19 ára leikmaður
Aston Villa, tryggöi félaginu sigur 1—0
gegn Sunderland. Hann skoraöi
markið á 73. min. með bananaskoti
sem Chris Tumer, markvöröur Sund-
erland, réð ekkert við.
-SOS.
Bryndís Ólafsdóttir ásamt HrafnhQdi
syni, bróður sinum.
Fjög
metr
Bryndís Ólafsdóttir
þai
Sundfólk úr Héraðssambandinu
Skarphéðni, flest frá Selfossi, tók þátt í
alþjóðlegu sundmóti í Wúppertal í
Vestur-Þýskalandi um helgina. Þar
voru keppendur frá V-Þýskalandi,
Belgíu og Kanada auk íslendinga.
Fjögur íslandsmet voru sett í keppn-
inni.
Bryndís Ólafsdóttir frá Þorlákshöfn
— dóttir Hrafnhildar Guðmundsdóttur,
hinnar kunnu sundkonu hér á árum
áöur, — var mjög sigursæl á mótinu í
Wiippertal. Sigraði í 50 m skriðsundi á
Stoke sk<
— ogTottenhaml
18 ára nýliði hjá Stoke, Ian
Payter, skoraði tvö mörk og lagði
upp mark fyrir Paul Maguire þeg-
ar Stoke lagði W.B.A. að velli 3—1 í
gærkvöldi.
Tottenham lék lengstum meö
aðeins tíu leikmenn þegar félagið
Geoff Palmer — sést hér skora fyrsta mark keppnistímabQsins í Englandi. Hai
(þróttir
(þróttir
íþróttir
Iþról