Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST1983.
19
íþróttir
íþrótt
,,ER ALLS EKKERT
I NAÐINNr
— segir Kári Þorleifsson, sem er hættur að
leika með Eyjamönnum
I mðður sinni og Magnúsi M6 Ólafs-
DV-mynd S.
„Það er ósætti milli mín
og þjálfarans Steve Fleet
sem olli því að ég hef tekið
þá ákvörðun að hvíla mig á
knattspymunni það sem
eftir er sumars,” sagði
Kári Þorleifsson, hinn
marksækni leikmaður
Vestmannaeyjaliðsins í
knattspyrnu.
Það vakti furðu flestra áhorfenda á
bikarúrslitaleiknum sl. sunnudag, að
þjálfari þeirra Vestmannaeyinga
;ur íslands-
If-Þýskalandi
frá Þorlákshöfn sigursæl á sundmóti íWiippertal,
r sem sundf ólk f rá HSK keppti
29,00 sek. og jafnaði þar með tslands-
met Lísu Pétursdóttur (Ronson). Þá
sigraði Bryndís í 100 m skriðsundi á
1:03,60 mín. Það er Islandsmet í
telpna- og stúlknaflokki. Aðeins 4/10
lakara en tslandsmet Guðrúnar Femu
Ágústsdóttur, Ægi.
Keppt var í 50 metra laug í Wiippertal.
I 4x50m flugsundi settu Hugi Harðar-
son, Magnús Olafsson, Svanur Ing-
varsson og Þröstur Ingvarsson nýtt Is-
landsmet og urðu í öðru sæti á eftir
elltiWBA !
lék með tíu menn
gerði jafntefli 1—1 gegn Coventry. ■
Alan Brazil og Steve Archibald I
þurftu að yfirgefa völlinn meiddir. _
Glenn Hoodle skoraði mark
Tottenham úr vítaspymu en Gary
Witton jafnaöi fyrir Coventry.
sveit Wiippertal en það er öflugasta
sundfélag Þýskalands. Islenska sveitin
synti á 1:58,11 mín. en eldra metið átti
Ægissveit, 1:58,40 mín. I 4X50 m
skriðsundi kvenna setti HSK-sveitin
nýtt Islandsmet og varð önnur.
Tíminn var 2:01,03 mín. en eldra
metið var 2:01,50 og átti Ægis-sveit
það. I sveitinni syntu Guðbjörg
Bjarnadóttir, María Oladóttir,
Stefanía Halldórsdóttir og Bryndís
Olafsdóttir.
Sundfólkið úr Héraðssambandinu
Skarphéðni hefur aö undanförnu veriö
í æfingabúðum í Wiippertal og er mjög
ánægt með dvölina þar og árangurinn.
-hsím.
-SOS.
ín skoraði eftir 90 sekúndur—úr vitaspymu gegn Liverpool.
skyldi ekki setja fríska og óþreytta
leikmenn inná þegar líða tók á fram-
lenginguna og nokkrir leikmenn liðsins
greinilega orðnir kraftlausir. Sér-
staklega söknuðu menn Kára Þorleifs-
sonar sem verið hefur fremsti marka-
skorari liðsins. Hann hefur skorað 9
mörk fyrir lið sitt í sumar, 5 í 1.
deildinni og 4 mörk í bikarkeppninni.
Það hefur hins vegar komið í ljós að
Kári hætti með liðinu eftir að hann var
tekinn útaf í undanúrslitaleiknum gegn
FH í Kaplakrika, ósáttur við ákvörðun
þjálfarans og svo það sem þeirra hafði
farið á milli í sumar. Er þetta reyndar
í annað skiptið sem Kári hættir í
sumar, fyrra skiptið var eftir heima-
leik liðsins við Skagamenn í Eyjum, en
svo byrjaði hann aftur.
„Ég er alls ekkert í náðinni hjá
Fleet og hann hefur verið meö furðu-
lega hluti gagnvart mér. Eg var ekki
hlynntur þvi að hann yrði ráðinn í vor
og það vissi hann. Síöan hefur sam-
bandið ekki verið upp á það besta.
Hann hefur t.d. verið með hótanir í
minn garð ef ég hef ekki getað mætt á
æfingar. Hefur þá sagt að ég yrði ekki
með í næstu leikjum og eitt og annað í
þeim dúr. Það var því ekki um neitt
annað að ræða en að hætta þessu.
Hvað ég svo geri næsta sumar er allt
óráðið,” sagði Kári.
-AA.
Kári Þorleifsson.
r
I
I
I
Rússinn
áfram
með Hauka
i
i
i meonauiva |
IRússneski handknattleiksþjálf- I
arinn W. Koziow verður áfram í *
I herbúðum 1. deildarliðs Hauka i I
■ handknattleik en hann stýrði þeim .
| upp i 1. deild sl. vetur. Allir þeir |
_ leikmenn sem léku með liðinu sl. ■
I vetur verða áfram og þá hefur línu-1
Imaðurinn snjalli, Lárus Karl Inga-1
son, gengið að nýju til liðs við þá *
Ieftir stutta dvöl h já Þrótti.
-SOS. !
L________
„Ekkert ósætti
frá minni hendi”
— segir Steve Fleet, þjálfari Eyjamanna
„Ef eitthvert vandamál er í,
sambandi við Kára Þorleifsson þá er
hann sá eini sem getur leyst þann
vanda. Staðreyndin er sú að Kári er
ekki í nægjanlega góðri æfingu, hefur
ekki stundað æfingar nógu regiulega.
Hann getur ekki tekið því þegar hann
hefur verið tekinn útaf í leikjum og
hann telur sig greinilega vera meiri
mann en hann er raunverulega. Ég hef
reynt að gera Kára ýmsa hluti
skiljanlega en það er langt frá því að
nokkurt ósætti hafi komið upp okkar á
milli. Éf það er komið upp nú, þá ein-
göngu frá Kára hendi,” sagði Steve
Fleet, þjálfari Vestmannaeyinga, um
þá ákvörðun Kára Þorleifssonar að
hætta frekari þátttöku með Eyjaliðinu
í sumar.
-AA.
Steve Fleet.
I
I
I
I
I
I
I
I
Valsmenn æfa
í V-Þýskalandi
Meistaraflokkur handknatt-
leiksdeildar Vals er nú staddur
í æfingabúðum í Vestur-Þýska-
landi. Liðið dvelst þar um 10
daga skeið og leikur nokkra æf-
ingaleiki, þ.á m. við Essen, lið
Alfreðs Gíslasonar.
-AA.
.1
I
I
I
I
I
I
I
I
KÖRFUBOL TAÞJÁLFARAR
UMF Skallagrímur, Borgarnesi, óskar eftir þjálfara í
vetur. Góð laun. Upplýsingar í síma 93-7645:
GunnarGisIflBon.
Eitt þekktasta knattspyrnufélag V-
Þýskalands, Schalke 04, er nú á höttunum
á eftir landsiiðsmanninum sterka frá
Akureyri, Gunnari Gíslasyni.
Það eru því fleiri félög en Osnabruck
írá V-Þýskalandi og Las Palmas frá Spáni
sem hafa sýnt áhuga sinn á Gunnari.
Schalke 04 er eitt þekktasta félag V-
Þýskaiands og á sér langa og litr&a sögu að
baki. Schalke hefur margoft unnið
meistaratitilinn og margir af þekktustu
knattspyrnusnlllingum Þjóðverja hafa
alist upp hjá félaginu. Liðið leikur nú í 2.
deiidinni. -AA.
Cram ekki
Breski hlauparinn snjalli, Steve Cram,
náði ekki að slá heimsmet Steve Ovett i
tveggja mílna hlaupi á Crystal Palace í
gær. Þessi nýi hlaupakóngur Breta var
aðeinsí,42 sek. frá meti Ovett, en hann
hljóp á 8:14,93 mín. Met Ovett er siðan
1978.
Eins og við sogðum frá í gær þá var
Cram ekki langt frá því að setja heims-
met í 1500 m hlaupi í Brussel fyrir helgina.
Bandaríkjamaðurinn Sandey Maree setti
síðan met í 1500 m í Köln.
Ovett er ákveðinn að ná því meti aftur
og sagði að hann væri ekki búinn að segja
sitt síðasta orð. Hann mun gera atlögu við
hlaupið í V-Þýskalandi á morgun, eöa
reyna að ná metinu frá Sebastian Coe í
míluhlaupi.
Cram tiikynnti í gær að hann hafi hug
á að reyna við heimsmet í 1500 m hlaupi 9.
september í London og þá mun hann
einnig taka þátt i móti í Noregi.
Irinn Eamonn Coghlan náði ekki aö slá
út met John Walker frá N-Sjálandi í 2000 m
hlaupi í gær en met Walkers hefur staöið
síðan 1976—4:51,40 mín. Coghlan hljóp á
4:57,66 sek.
Kathy Cook setti breskt met í 100 m
hlaupi er hún hljóp á 11,13 sek. Þar með
bætti hún átta ára met Andrea Lynch um
3/100 úr sekúndu. -SOS.
aaMHiiia
„HET ELFTAL VAN DE WEEK'
Deleu
(Molenbeek)
M. Mlllecamps R Jaspers Sciascia Vervoort
(Waregem) (Mechelen) (Beerschot) (Beerschot)
Vandersmissen Somers Schönberger Verheyen
(Standard) (Lokeren) (Beveren) (FC Brugge)
P. Larsen Gudmundsson
(Lokeren) (Waierschel)
Lárus við
á P. Larsen
— í liði vikunnar í Belgíu
Lárus Guðmundsson landsliðsmaður í
knattspymu, sem leikur með Waterschei,
var valinn í lið vikunnar í Belgíu á
dögunum. Lárus var valinn sem miðherji
ásamt danska landsliðsmanninum Preben
Larsen sem lelkur með Lokeren. Hér fyrir
ofan má sjá félagsskapinn sem Lárus var
valinn í. -SOS.
ttir
íþróttir
íþróttir