Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Blaðsíða 30
30
DV. ÞRIÐJUDAGUR30. AGUST1983.
PH
BLAÐBERA
VANTAR
í KEFLAVÍK
Upp/ýsingar gefur
Margrét Sigurðardóttir
í síma 92-3053.
UMX
er ekki sérrit
heldur fjölbreytt
og víðlesið heimilisblað
býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita. —
Nú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn-
inga um birtingu heil- eða hálfsíðu í lit eða svarthvítu, — í
hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir
birtingu auglýsinga í VIKUNNI.
i n nœr til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í
i á Vikunni nœr því til fjöldans en ekki aðeins
V&Z takmarkaðra starfs- eða áhugahópa.
13
HMIV
hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og
jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði
hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN
svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn
svona stór og fjölbreyttur.
i n selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess
I A vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í
U&Z VIKUNNI skilar sér.
er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið-
komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og
víðlesin sem raun ber vitni.
veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu
verði og hver auglýsing nœr til allra lesenda
VIKUNNAR.
i fi hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar.
Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga
við hana eina og þær fást hjá
AUGLÝSINGADEILD VIKUNNAR ísíma
85320 (beinn sími) eða 27022
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 40., 44. og 48. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í
Álftamýri 14, þingl. eign Einars S. Einarssonar, fer fram eftir kröfu
Veðdeildar Landsbankans og Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni
sjálfri fimmtudag 1. september 1983 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 22., 28. og 33. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Álftamýri
23, þingl. eign Guðmundar Kjartanssonar, fer fram eftir kröfu
Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag 1. september
1983 kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 22., 28. og 33. tbl. Lögbirtíngablaðs 1983 á hluta í
Álftamýri 6, þingi. eign Hrafnkels Björnssonar, fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 1. septem-
ber 1983 kl. 15.45.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
„Eitt og eitt lúðu-
lok dettur svona með
Gengið um bátabryggjuna í
Haf narf irði sem er ein besta smábátahöf n landsins
A fáum stööum á landinu eru eins
margir smábátar og trillur saman-
komin á einum stað og í höfninni í
Hafnarfiröi. Þar er líka einhver
besta aðstaðan fyrir þessa báta —
örugg höfn og góð þjónusta.
Þar má m.a. finna flotbryggju
sem bátarnir geta rennt upp að og
fengið eldsneyti. Þar er sjálfsaf-
greiðsla eins og á bensíntanki urjí á
iandi og þurfa menn því ekki lengur
að dröslast með olíubrúsa meö sér
um borö og heila þar á tankana í mis-
jöfnum veðrum. Oft er mikið f jör á
bryggjunni þegar trillurnar koma að
því að trillukarlamir selja ein-
staklingum oft fiskinn beint upp úr
bátnum. Margir nýta sér það enda fá
þeir þá glænýja ýsu í pottinn. Ein og
ein smálúða, eða lúðulok, eins og sjó-
mennirnir kalla það, dettur líka
stundum með, og það má því oft gera
góöa verslunþamaábryggjunni.
„Eg sel yfirleitt beint til
fisksala,” sagði Barði Steinþórsson á
Sæveri HF 105 er við spjölluðum við
hann á ferð okkar um bryggjuna á
dögunum. „Það kemur fyrir, ef ég er
ekki nema með 20 eða 30 kíló í róðri,
að ég sel beint úr bátnum en annars
fer ég með fiskinn heim og ét hann
sjálfur.
Baröi sagðist vera búinn að búa i
Hafnarfirði í 12 ár og það hefði alltaf
veriö draumur sinn að eignast h'tinn
bát og róa þaðan. Hann iét þennan
stóra draum sinn rætast sl. vetur og
er nú ánægður með tilveruna.
„Það er gaman aö þessu, en þetta
hefur samt gengið hálfilla. Aflinn
hef ur ekki verið mikill og gæftaleysið
alveg fram úr hófi,” sagði hann. En
þaö var samt langt í frá að heyra
mætti neinn uppgjafartón hjá
honum. Þeir kunna líka að barma
sér trillukarlamir og eru ekkert
óvanir því aö stundum blási á móti.
-klp-
Barði Steinþórsson vigtar eina væna
ýsu sem síðan lenti í pottinum hjá
ljósmyndaranum okkar.
Þegar bátarnir koma að í Hafnar-
firði eru fisksalamir mættir á
staðinn og þeir sem vilja fá nýjan og
ódýran fisk í soðið em einnig á vappi
á bryggjunni.
DV-mynd S.
Þeir þurfa ekki stóra vörubíla, krana eða færibönd, trillukarlamir í Hafnarfirði, þegar þeir koma að með afiann
slnn. Jeppi og lítil jeppakerra næglr þeim flestum enrta er veiðlskapurinn h já þeim mörgum aðeins góð skemmtun.