Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Blaðsíða 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR30. ÁGtJST 1983.
33
Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið
Náðargjöf eða vítiskvöl?
Stórkostlega merkileg könnun var
framkvæmd af dr. Cedrik Smith viö
Buffaloháskóla í Buffalóborg í New
York fylki varöandi tengslin á milli of-
drykkju og timburmanna. Þessi
merka könnun leiddi í ljós aö um 50
prósent ofdrykkjumanna, sem rann-
sakaðir voru, sögðu að þeir hefðu ör-
sjaldan fengið þynnkuna illræmdu og
23 prósent þeirra sögðu að þeir hefðu
aldrei fengið timburmenn á ævinni.
Smith sagði að þetta benti greinilega
úl þess aö þaö væri engin náðargjöf að
fá aldrei trésmiðina i heimsókn vegna
þess að þeir „heppnu” ættu það miklu
frekar á hættu að gerast ofdrykkju-
menn.
Albengara var að hófdrykkjumenn
fengju höfuðverk, velgju og uppköst
eftir fyllirí en ofdrykkjumenn.
MÁLSHÁTTUR DAGSINS
Ekki lýgur hún á sig, hún lodrassa.
Sneglu-Halli treður upp í Noregi
Engu er likara en hinn snarborulegi fjöllistamaður
Sneglu-Halli, sem frægur varð í Atlavík fyrir skömmu,
hafi brugðið sér út fyrir landsteinana með dans- og söng-
atriöið sitt. Þessi mynd er tekin í Noregi og töldu ýmsir
sig kenna þar baksvipinn fræga og það er greinUegt að
nojarar kunna vel að meta vandaða f jölskylduskemmtan
sem þessa. Þvilík var hrifning þcirra að menn þyrptust
að tU þess að snerta gripinn. Þá er bara að vona að
Sneglu-HaUi láti ekki deigan siga og að hróður íslands
berist vítt og breitt með þessari bráðskemmtUegu land-
kynningu.
Það var farið að þykkna úpp er Peter
Ramsey lagöi af stað frá Lundúnum í
bílnum sínum áleiöis til heimiUs síns í
útjaðri borgarinnar. Peter keyrði sem
leið lá út á hraöbrautina og var strax
farinn aö hlakka tU heimkomunnar, en
hann var venjulega klukkutíma að aka
þessa leið. Hann keyrði greitt eins og
hann var vanur og naut þess að þjóta
áfram á 170 kílómetra haða þegar færi
gafst. Þegar Peter beygði af hrað-
brautinni út á fáfamari veg gerði helU-
dembu og Peter hlakkaði því enn
meira tU að komast heim, enda var
leiðin hálfnuð.
Aldrei þessu vant var engan bU að
sjá á þessari leið og sem betra var,
enga löggu, og ákvað hann því að þenja
tíkina svolítið. 1 hvert skipti sem hann
rak bensínfetann niður í malbik fékk
hann unaðslegan fiðring í magann sem
jókst í réttu hlutfalU við hraðaaukning-
una. Þannig þýtur Peter áfram með
ofsahraða dágóða stund.
Það eina sem hann skynjar er
hraðinn og fiðringurmn í maganum
þangað til allt í einu að hann er vakinn
af sírenuvæU. Hann lítur í baksýnis-
spegUinn og mikið rétt, mótorhjóla-
lögga dregur á hann. Peter fipast aUt í
einu við aksturinn. SportbUUnn rennur
tU á blautu malbikinu og hann reynir í
örvæntingu að hemja biUnn. Þá sér
hann sér tU mikiUar skelfingar að bíU-
inn stefnir rakleiöis að stóru og mynd-
arlegu álmtré sem stendur rétt viö
vegarkantinn. Það skiptir engum
togum, bíUinn skellur á trénu með
feikiafU og stöðvast. Þegar lögreglan á
mótorhjóUnu rennir upp að flakinu sér
hún að Peter skríður sprelUifandi út.
Peter virðir fyrir sér bíUiræiö, and-
varpar feginsamlega og segir brosandi
viö lögregluþjóninn: „Ja, þaö var nú
aldeUis heppni hjá mér aö hafa spennt
bUbeltið.” Taka þeir síðan tal saman
og eru innUega sammála um að sögu-
hetjan sé lukkunnar pamfíU og í þetta
skiptið hafi hann aUs ekki verið feigur.
Mitt í þessu innilega hjali kveður við
lágt ískur sem fer smám saman hækk-
andi. Þeir félagarnir hjöluðu áfram
enda ógreinilegt hvaðan hljóðið kom.
En skjótt skipast veður í lofti. Aöur en
þeir vita hvaðan á sig stendur veðrið,
hvað þá annað, þá tekur álmtréð, sem
áður virtist óskaðað, að hreyfast.
Það síðasta sem Peter Ramsey sá
hérna megin grafar var grænt blaða-
skrúð því tréö féU af feikiafli sem leið
lá beint á hausinn á honum og keyrði
hann bókstaflega ofan í jörðina. Það
eina sem henti lögguna var að laufblað
kitlaði hana á nefinu á leið sinni tU
jarðar en Peter og hún stóöu hlið við
hliö. BUl Peters haföi skaddað tréð
meira en þeir áttuðu sig á í upphafi.
Broddurinn í þessari sögu er sá aö ef
þú keyrir á tré skaltu ekki standa
undir því.
Þá er John Travolta búinn að taka dansskóna ofan af hillu en eitthvað
virðist hafa teygst á þeim við þá geymslu. Hvað um það, nýjasta sprell-
myndin hans heitir Staying alive og hefur maður lúmskan grun um að
það muni vera dansmynd. Travolta er að sögn kunnugra í ágætisformi
þessa dagana og mun það vera Sylvester Stallone að þakka. Tónlistin er
eftir þá Gibbbræður í Bee Gees og mun myndin vera framhald af Satur-
day night fever sem sýnd var hér á landi fyrir þó nokkru.
volta
tjúttar
Ólán
í láoi
ólani