Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Page 3
DV. FÓSTÚDAGim'9. SEPTÉMBER1963.
3
OLIUSKIPIÐ
ÞYRILL
KYRRSETT
Á AKRANESI
Olíuskipið Þyrill, sem mikið hefur
verið í fréttum undanfama mánuði
vegna kyrrsetningar i ýmsum höfn-
um erlendis, hefur nú verið kyrrsett
enn einu sinni. Gerðist það á Akra-
nesi í fyrradag en þangaö kom skipið
tilaðlestalýsi.
Vmsir aðilar fóru fram á að skipið
yröi kyrrsett hér núna. Meðal þeirra
var Sjómannafélag Reykjavíkur og
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið en þessir aðilar gera kröfur í
laun sem útgerðin skuldar bæði yfir-
mönnum og undirmönnum er verið
hafa á skipinu undanfama mánuði.
Fáir íslendingar voru skráðir á
skipið þegar það kom hingað. Bæði
stýrimenn og vélstjórar voru útlend-
ingar og vélstjóramir þar að auki
rétttndalausir. Er verið að kanna
ráöningu þeirra og annarra um borð
nánar svo og verið að kanna haf-
færisskírteini skipsins.
tJtgerð Þyrils hefur gengið upp og
ofan undanfama mánuði og er skipið
orðið þekkt í mörgum höfnum er-
lendis vegna vandræða. Hefur það
a.m.k. verið kyrrsett einu sinni í
Rotterdam i Hollandi; Southampton
á Englandi og í tvígang í Hamborg í
Vestur-Þýskalandi.
Fyrir nokkrum vikum var það
kyrrsett í annað sinn í Hamborg
vegna vangreiddra olíuskulda. Var
vopnaður vörður við skipið en skip-
verjar leystu það samt og stungu af
úr höfninni. Var það elt uppi af
hafnarlögreglunni sem kom um borð
vopnuö vélbyssum og færöi það aftur
til hafnar.
Hingaö kom skipið eftir viðgerö í
Danmörku til að lesta lýsi. Var langt
komiö aö lesa þaö er það var ky rrsett
á Akranesi.
-Up-
Það er skoskur stæll á Loftleiðum núna. DV-mynd Einar Ölason.
Skoskir dagar ólíkir ððrum
Sekkjapípa, skotapiis og söngur
fylgja skosku skemmtikröftunum sem
skemmta i Víkingasal Hótel Loftleiða
þessa dagana. „Skoskir dagar hófust
um kvöldmatarleytiö í gær og munu
standa fram á sunnudagskvöld.
Þjóöarréttir Skota verða á borðum
en einn af yfirmatreiðslumönnum
Stakis hótelanna tilreiðir þá, sá heitir
Robert Robertsson.
Efnt er til happdrættis meðal gesta
sem njóta skosku daganna í Víkinga-
sal. Vinningur í því happdrætti er
þriggja daga ferð til Skotlands fyrir
tvo. Kynning á Skotlandi sem ferða-
mannalandi fer fram einnig en sem
kunnugt er fljúga Flugleiðir þrisvar í
viku milli Keflavíkur og Glasgow.
Helgarferð til Glasgow, flug og gisting
í þrjár nætur á Stakis hóteli (með
morgunmat) kostar frá 8.200 krónum.
Aöstandendur skosku daganna á Loft-
leiðum eru breska ferðamálaráöiö
(BTA), Flugleiðir og Stakis hótelin í
Skotlandi. -ÞG
Kaupmenn á Suðurnesjum skora á Kaupmannasamtökin:
Afgreiöslutími verslana
veröi ekki lögbundinn
„Það hefur verið stefna hjá Kaup-
mannasamtökum Islands að sömu
reglur gildi um afgreiðslutíma versl-
ana um allt land. En stjóm samtak-
anna hefur enn ekki tekið afstöðu til
þessarar ályktunar,” sagði Magnús
Finnsson, framkvæmdastjóri Kaup-
mannasamtaka Islands, er DV ræddi
viðhann.
Á fundi, sem Félag kaupsýslumanna
á Suðurnesjum hélt nýlega, var eftir-
farandi ályktun samþykkt samhljóða:
„Við skorum á stjóm og fulltrúaráð
Kaupmannasamtaka Islands að hætta
að beita sér fyrir lögbindingu á af-
greiðslutíma verslana fyrir allt landið.
Lítum viö svo á að samningum um af-
greiðslutíma verslana sé best varið í
heimabyggð enda aðstæður mjög mis-;
jafnar til reksturs verslana á lands-
byggðinni”.
Alyktun þessi var send stjórn og full-
trúaráði Kaupmannasamtakanna svo
og þingmönnum Reyk janesumdæmis.
Afgreiðslutímar verslana hafa verið
mikið til umræðu að undanförnu, nú
síðast með tilkomu Vörumarkaðarins
á Seltjamarnesi. Varðandi það ein-
staka mál sagði Magnús að ljóst væri
að Vörumarkaðurinn hefði opið lengur
en reglugerð um afgreiðslutíma í
Reykjavík heimilaði. Kaupmanna-
samtökin biðu nú svars bæjarstjómar
Seltjamarness við bréfi sem þau hefðu
sent henni vegna þessa máls. Meðan
svo væri yrði málið í biöstöðu. -JSS
Ný slökkvistöð
á Reykjavíkur-
flugvelli
Slökkviliðið á Reykjavikurflugvelll eyglr nú þann mogulelKa ao komast 1 vatns-
og vindhelt hús. Verið er að vinna að byggingu á nýrri siökkvistöð á flugvellinum
og er vonast til að hún verði tilbúin einhvem timann á næsta ári, það er að segja
ef næg fjárveiting fæst til að Ijúka verkinu. Slökkviliðið hefur til þessa haft
aðsetur í gömlu húsi sem byggt var á stríðsárunum. Er það löngu orðið úr sér
gengið og heldur hvorki vatni né vindi, að sögn slökkviliðsmannanna. En þeir
segjast vera orðnir svo vanir því að á þá bæði blási og rigni innanhúss sem utan að
þeir séu næstum hættir að taka eftir því.
-klp/DV-mynd S.
HJÓLKOPPAR
í ÚRVALI
fyrir 12, 13, 14, 15, 16
tommu felgur.
ilnaustKf
SÍDUMÚIA 7-9 ■ SÍMI 8Í722
REYKJAVÍK
VOLVO 244 DL '78
ekinn 60.000 km, beinsk. Verð kr.
205.000.
VOLVO 244 DL '78,
ekinn 70.000, beinsk., vökvast. Verð j
kr. 215.000.
VOLVO 245 DL '76
ekinn 138.000 km, sjálfsk. Verð kr.
165.000.
VOLVO 144 DL '74
ekinn 130.000 km, beinsk. Verð kr.
100.000.
OPIÐ Á LAUGARDÖGUM
FRÁ KL. 10-16.
VOLVOSALURINN
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
VOLVO 244 GL '82,
ekinn 22.000 km, beinsk. m/yfirgír.
Verð kr. 395.000.
VOLVO 244 GL '82
ekinn 5.000 km, sjálfsk. Verð kr.
430.000.
VOLVO 244 GL'81
ekinn 40.000 km, beinsk. m/yfirgír.
Verð kr. 360.000.
VOLVO 244 GL '80
ekinn 46.000 km, beinsk. Verð kr.
300.000.