Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Qupperneq 2
AUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983.
Maudgun:
á \ ui? v mc
GLÆPIJR
— en ekkl ástríðuglæpnr
Um leið og Johnny Carson bauö góða
nótt teygði Jetta Young sig í rofa sjón-
varpstækisins. Hún heyröi fótatak her-
bergisfélaga síns þegar hún kom inn
ganginn og sá hana í dyrum svefnher-
bergisins. „Vertu ekki hrædd,” sagði
hún við Young með hljómlausri röddu.
„Það er kominn gestur.”
Svefnherbergisljósið var kveikt og
Young blindaðist augnablik. Síðan sá
hún myndbrot. Slátrarahnífur
glampaöi við háls herbergisfélaga
hennar. — öskugrátt andlit herbergis-
félaga hennar. — Mann í bláum nælon-
jakka og strigaskóm sem hélt á hnífn-
um. Okunni maöurinn skipaði Young
að legg jast á magann og vera með and-
litiöaðveggnum.
I þrjá tíma á þessari svölu nóttu
fyrir þremur mánuðum nauðgaöi hann
henni og misþyrmdi kynferðislega. A
meðan lá herbergisfélagi hennar
skjálfandi á gólfinu við hliðina á rúm-
inu.
Young veitti enga mótspyrnu. í
gegnum sársaukann og óttann, finn-
andi fy rir hnífsblaðinu sem risti upp og
niöur á baki hennar, reyndi hún að
halda uppi samræðum. „Ég ákvað það
fljótlega að ef ég myndi lifa þetta af
ætlaði ég að vita eins mikið og ég gæti
um hann,” rifjar hún upp. Young er 36
ára og neyöarhjúkrunarkona sem oft
hafði tekið á móti fórnarlömbum
nauögara en aldrei ímyndað sér aö það
gæti komið fyrir hana sjálfa að vera
nauðgað. „Ég hélt áfram að snerta
hann til þess að reyna aö finna fæðing-
arbletti, ör eða einhver auðkenni,”
segir hún.
Áður en hann fór spurði hann hvort
hún ætti myndavél. Honum fannst
gaman að taka myndir af fómarlömb-
um sínum. Þegar hún svaraði því neit-
andi gekk hann út um aðaldyrnar inn í
svartan morguninn og kallaði ógn-
andi: „Hreyfið ykkur ekki í tíu mín-
útur eða ég kem aftur.” Þremur
dögum síðar, 4. júni, tók lögreglan í
Los Angeles Jerald Curtis Johns fastan
þar sem hann gekk nálægt húsi Young.
Hann var með myndavél.
Kvennahreyfingar
Johns, 32 ára og dæmdur nauðgari,
vann á daginn í móttöku gistiheimilis
fyrir aldraða. Hann var líka stjómandi
unglingahóps í kirkju sinni. Á nóttum
reikaöi hann um miðstéttarhverfi þar
sem voru tveggja hæða múrsteinshús í
útjaðri Hollywood. Lögreglan telur að
hann hafi getað verið búinn að nauöga
um hundrað konum á aldrinum 24 til 71
árs sem bjuggu á þessum slóðum. Eitt
fómarlamba hans, Sandra Trine sem
var 37 ára, lést er hún kafnaði í eigin
spýju þegar hann nauögaði henni.
Hann var dæmdur 11. ágúst eftir að
hafa viöurkennt 13 nauðganir og morð.
„Ég var fórnarlamb,” sagði Young
sem talaði opinberlega gegn Johns
þegar hann var dæmdur.
„Það var ekkert sem ég gæti hafa
gert sem hefði vamaö því. ”
Fleiri og fleiri fórnarlömb nauðgun-
ar neita aö draga sig í hlé í þöglu ópi.
Fómarlömbin sætta sig ekki lengur viö
neina sök í þjóðfélagi sem hefur hefð
fyrir því að vera tvöfalt í roðinu í
stuöningi sínum við þau. Á síðustu tíu
árum, með auknu jafnrétti kynjanna,
hafa kvennahreyfingar tekið höndum
saman um öll Bandaríkin við aö
uppræta þau viðhorf til nauðgana að
það sé skammarlegt að hafa orðiö fyrir
þeim og uppræta kæraleysi og óréttlæti
í sambandi við viðhorf fólks til þeirra.
Að mörgu leyti hefur þessi krossferð
borið ríkulegan ávöxt. Meðferð og
viðhorf til þeirra sem hafa orðið fyrir
nauögun hefur batnað mjög hjá lög-
reglu, réttaryfirvöldum og spítölum.
Um öll Bandaríkin era nú 700 mið-
stöðvar fyrir konur sem oritíð hafa fyrir
nauðgun. Lög í flestum fylkjum hafa
verið hert. Fleiri eru dæmdir og dóm-
arar veita nú þyngri refsingar en áður.
Vanskráður glœpur
Þrátt fyrir þetta heldur nauðgun
áfram að vera einn misskildasti og
vanskráðasti glæpurinn. Einungis
3,5—10% nauðgana eru skráðar sam-
kvæmt rannsóknum sem gerðar hafa
verið. Með því að nota íhaldssamar
áætlanir áætla sérfræðingar að líkum-
ar á því að konu í Bandaríkjunum sé
nauðgað á æviskeiöi sínu vera einn á
móti tíu.
En í kjölfar þess aö félagsleg smán
sem fylgt hefur nauðgun hverfur berj-
ast fómarlömbin gegnum lagakerfið
með því að kæra og fylgja kærunni
eftir. Fjöldi skráðra nauðgana hefur
farið mjög vaxandi undanfarin ár.
Þrátt fyrir að flest yfirvöld telji að það
sé einhver aukning í raunverulegum
fjöida nauðgana, þar með töldum hóp-
nauðgunum og nauðgun barna og karl-
manna, er mestur hluti þessarar aukn-
ingar á skrá tengdur því að æ fleiri
konur kæra árásir sem þær hafa orðið
fyrir.
Eitt af lykilatriðum í því að gera
kerfið betra fyrir fómarlömb er að
skilja hvers vegna fólk nauðgar.
Gamla hugmyndin um aö maður láti
eftir óstjórnlegum (og að því er margir
telja skiljanlegum) losta sem er
sprottinn vegna eggjana konu sem er í
kynæsandi fötum er nú að deyja út.
Þaö sama á við um það viðhorf aö
konur ljúgi því að þeim hafi verið
nauðgaö. Nú er litið á nauðgun sem of-
beldisglæp en ekki ástríðuglæp. Hið
kynferðislega er ekki það sem rekur
nauðgara til athafna segir A. Nicholas
Groth sem stjórnar meðferðarpró-
grammi við rikisfangelsið í Somers i
Connecticut. Nauðgun er kynferðisleg
tjáning árásarhneigðar. Einn nauðg-
arinn sagöi viö Groth: „Eg hefði getaö
komist í allt það kynlíf sem mig hefði
langaö því að bróðir minn rak keðju-
nuddstofu. En ef ég fékk það þá réð ég
ekki viö mig. Eg vildi taka það.”
Manngerðirnar
Annar nauðgari sagði meðferðar-
hópi sínum á Flórída aö hann hefði
byrjað sem gluggagægir áður en hann
fór að nauðga. „Mér fór að líöa illa og
að finna til sektarkenndar vegna þess
sem ég gerði. Eina leiðin til aö liða
betur var að láta þeim líða verr.”
Sumir nauðga til þess að tjá reiði og
oft fylgja þessum nauðgunum mis-
þyrmingar. Oft er reiðinni beint gegn
öllu kvenkyni. Nauðgarar hafa til-
hneigingu til að líta á konur með
blöndu af lotningu og fyrirlitningu.
Þeir velja konur af handahófi sem þeir
skeyta síöan á vonbrigðum sínum
vegna mæðra sem fóra illa með þá eða
kvenna sem höfnuðu þeim. „Ég var
reiður út í konuna mína fyrir að vera
skotin í bróður mínum. Og ég var
reiður út í fyrstu stelpuna sem ég fór
með út þegar ég var 17 ára og sagði
mér að ég væri ekki nógu ákveðinn,”
sagði John nauðgari sem er í meðferð
við Western State Hospital við Fort
Steilacoom í Washington. „Mér fannst
konurdæmamig.”
Flestir sálfræðingar era sammála
um að nauögun sé ekki andleg van-
heilsa heldur atferlisvandamál sem á
rætur að rekja til tilfinningalegs van-
þroska. Flestir hafna þeirri hugmynd
að nauögarar séu bældir hómósexúal-
ar. Nauðgarar neita þeirri hugmynd.
Flestir nauðgarar era fákunnandi kyn-
ferðislega og aöhyllast hefðbundin
kynferðisleg viðhorf.
Kannanir gefa lýsingu á dæmi-
gerðum nauðgara í stórum dráttum.
Hann er ungur, líklegast milli 15 og 19
ára. Líklegra er aö hann ráðist til at-
lögu að sumarlagi fremur en að vetri,
að nóttu fremur en að degi og í helm-
ingi tilvika nauðgar hann fórnarlamb-
inu á heimili þess. Hann er yfirleitt fá-
tækur og eins og þriðjungur allra
nauögara varð hann fyrir kynferðis-
legri áreitni á unga aldri.
En sérfræðingar segja að tölulegar
upplýsingar séu of óglöggar til þess aö
hægt sé að flokka nauðgara. Undan-
tekningamar er að finna í öllum þjóð-
félagsstéttum. Judy Ravitz, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Los Angeles deild-
ar nefndar um árásir á konur, segir:
„Þeir era atvinnuveitendur þínir,
fólkið sem þú ert með í skóla, allir.”
Fred Berlin, sem er sálfræðingur sem
rekur stöð fyrir kynferðislega mis-
gerðarmenn, segir aö meðal skjól-
stæðinga sinna sé prestur, læknir, lög-
fræðingur, kennari og stjómandi í
sjónvarpi.
Engin regla
Nokkur mjög auglýst nauðgunarmál
hafa styrkt þá tilfinningu að nauðgun
sé glæpur sem sé mjög tilviljanakennd-
ur þegar horft er til hver jir verða fyrir
honum og hver jir fremja hann.
Dr. Edward Franklin Jackson Jr., 39
ára og viðurkenndur eölisfræðingur,
viðurkenndi nýlega í gegnum lög-
fræðing sinn að hann hefði nauögað 22
kvenmönnum og ráðist kynferöislega á
að minnsta kosti tíu í viöbót á fjögurra
ára tímabili. Þar á meöal nunnu. Lög-
fræðingur hans lýsti honum sem
tveimur mönnum. Skylduræknum á
daginn en úrkynjuðum á næturnar.
14 ára gömul stúlka í St. Louis var
við gosbrunn í vinsælum almennings-
garði þegar hún varð fyrir árás
tveggja unglinga sem rifu hana úr
stuttbuxum og nauðguðu henni oft í 40
mínútur. Að minnsta kosti þrír full-
orönir stóðu hjá og horfðu á á meðan
stúlkan æpti á hjálp. Að lokum gerði
ellefu ára gamall drengur yfirvöldum
viðvart.
1 marsmánuði gekk 21 árs gömul
tveggja barna móöir inn á krá í New
Bedford í Massachussetts til þess að
kaupa pakka af sígarettum. Maður á
bamum henti henni á gólfið, klæddi
hana úr og henti henni upp á billjarö-
borð þar sem hann og þrír félagar hans
skiptust á um að nauöga henni og mis-
þyrma. Aðrir viðstaddir hvöttu þá til
dáða með því að öskra: Afram, áfram.
Hópnauöganir hafa aukist, sérlega í
heimavistarbúðum menntaskóla. Níu
íþróttamenn frá Ohio voru kallaðir
fyrir rétt í apríl síðastliðnum til að
bera vitni um hópnauðgun sem átti sér
stað í febrúar í svefnálmu. Fómar-
lambið, sem var dóttir ráöherra, kom
aldrei aftur i skólann.
Mótspyrna
Rannsóknir sýna að það tekur frá
sex mánuðum upp í sex ár fyrir f órnar-
lömb nauðgara að ná sér aftur ef það
verður einhvem tíma. „Þetta er eins
og að lifa af eigið morð, ” segir Lindsay
sem er 28 og hjúkrunarkona í Houston.
Mennimir tveir sem réðust á hana
kjálkabrutu hana og skiptust á um að
nauðga henni. , AUt lif mitt rann fyrir
augum mér,” segir hún. „Ég hugsaði
hvað ég þráði að mamma vissi að mér
þætti vænt um hana og ég einbeitti mér
aöþviaðanda-----.”
Einkenni áfallanna sem fylgja fóm-
arlömbum nauðgana era þunglyndi,
sektarkennd, minni áhugi á kynlífi,
skilnaðir, sjúkleg þörf fyrir öryggi og
tap trausts. Kannanir sýna að skiln-
aðir og sjálfsmorðstilraunir eru allal-
gengar effir nauðganir. „Ég lifi eins og í
buri,” segir Mary Bronnenberg, eitt af
fórnarlömbum Johns í Los Angeles.
„Eg er með rimla fyrir gluggum og
flóðlýsingu á húsinu. Eg veit að það er
engin leið fyrir nokkum að komast inn
en ég er samt hrædd. ”
Það era engin stöðluð viðbrögð sem
hægt er að ráðleggja við árás. Margir
sjálfsvamarsérfræðingar ráðleggja
það að veita grimmilegt viðnám
snemma í árásinni, að æpa eða beygja
fingur árásarmannsins aftur. En það
er engin leið að vita hvernig árásar-
maöurinn bregst við. Einn nauðgari
sagði að hann myndi sleppa fórnar-
lömbum um leið og þau færu að gráta.
Annar sagðist myndu stinga konu á hol
um leið og hún streittist á móti.
Stöðvar sem taka við fórnarlömbum
hafa venjulega ráðgjafa til taks allan
sólarhringinn. Þeir eru með fómar-
iambinu á meöan þaö fer í læknisrann-
sókn og hjálpa því við að gefa lögreglu-
skýrsluna. Að kæra nauðgun er mikil-
vægt bæði til að koma síbrotamönnum
í fangelsi og endurhæfingu. Gail
Abarbanel sem stjórnar deild sem fæst
við meðhöndlun vegna nauðgana í
Santa Monica í Kalifomíu segir: „Aö
letja konur til að tilkynna nauðgun er
slæmt og sýnir það viðhorf aö fórnar-
lambið hafi átt þátt í nauðguninni.”
Stefnumóta-
nauðganir
Þær nauðganir sem konum veitist
erfiðast að tilkynna era stefnumóta-
eöa kunningsskapsnauöganir. I
þessum árásum, sem era um helm-
ingur allra tilkynntra nauðgana,
þekkir fómarlambið árásarmanninn.
Stundum aðeins til að segja halló og
stundum meira. Það veldur því að
fómarlambiö óttast að fólk muni álíta
það að einhverju leyti sekt. Andrea,
sem er 24 ára og frá Gardner í Massa-
chussetts, var kynnt fyrir David Part-