Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Page 7
DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983.
7
grasiö fyrir utan fyrirtæki sitt. Hann
segist vilja segja okkur sitt lítiö af
þessu koppabrambolti sínu sem hann
hefur staðið í síöastliðin f jórtán ár, eöa
frá því hann var um fermingu.
, Já, ég byrjaöi nú smátt, eins og
allir gera sem eru í bisness. Fyrstu
koppamir mínir voru nú eiginlega
bara leikföng sem ég hafði gaman af
aö láta svífa hérna um túnin. Eg hef
alla mina tíð búiö hérna á bænum
Hólmi, sem liggur við þjóðveginn, og
þaö hefur jafnan veriö nokkuö mikið
um að bílar misstu kopppana sína á
þessum slóðum. Sérstaklega áöur en
þeir fóru aö malbika veginn. En þá var
fulltafþessu.
Svo bara datt mér til hugar einn
daginn aö ekki væri vitlaust að byrja
bisness með koppa. % vissi að menn
þurftu aö bíöa nokkuð lengi til aö fá
koppa hjá umboðunum ef þeir misstu
af felgunum. Og þar sem svo margir
misstu koppana sína einmitt héma viö
bæinn heima fannst mér bráösniöugt
aö fara aö safna þessu saman af ein-
hverri alvöm, laga það til og koma í
verð.
Þannig varð nú hjólkoppasalan mín
til á sínum tíma. Og það er búiö aö vera
fínt aö standa í þessu. Þetta er góð
vinna.”
Vörutalning
ruglaði mig bara
— Hvaö heldurðu aö þú hafir hirt
marga koppa á ferli þinum sem hjól-
koppasali?
„Eg hef aldrei talið þetta, því er nú
andskotans verr. Það tæki líka óra-
tíma að telja þetta, sérstaklega ef ég
teldi allt ruslið með. Þetta er ne&ulega
ekki allt koppar hérna. Líkarusl.”
— Þannig aö þú ert ekki með árlega
vöratalningu eins og tíökast almennt
hjá sölufyrirtækjum?
„Nei, nei, ég þarf þess ekki. Eg veit
alltaf hvað ég á af koppum þegar ein-
hvem vanhagar um, og get alltaf
gengiö aö hinum ýmsu tegundum á
vísum stööum. Vörutalning myndi
bara ragla fyrir mér, held ég. ”
Þorvaldur segir að mest sé aö gera
hjá sér um helgar. Þá komi allt að
nokkrir tugir viðskiptavina til hans.
„Eg þyki nú ofsalega ódýr á þessu.
Þaö er að segja miðað við gæði.
Dýrastu koppamir hjá mér eru svona
sirka á sjö hundruð kalla, en þeir ódýr-
ustu eins og til dæmis koppar af
þessum rússnesku bílum fara á svona
hundrað kall stykkið. Það er svo
lélegt efni i þeim hvort eð er.
Heyrðu, ég ætla að segja þér eitt.
Það kom hingað maöur til mín um
daginn og þegar hann komst að því aö
ég vildi ekki prútta við hann um verð á
koppi, sem hann vildi kaupa, sagði
hann mig svindlara. Það var nú meiri
dóninn. Eg sagði honum bara að fara ef
hann vildi ekki borga rétt verð fyrir
þessa ágætu og vönduðu vöru sem ég
bauöhonum.
Þetta var koppur sem ég hafði lagt
fjögurra tíma vinnu i við aö rétta hann.
Og hann kallaöi mig svindlara fyrir að
vilja þrjú hundruð kall fyrir vöruna,
vildi fá hana á hundrað kall, bölvaður.
Nei, ég prútta aldrei. Þaö er óheiðar-
legt. Og ég lét þennan ekki gabba mig
aðþvíleyti.”
Valdi heldur hér á aldurhnlgnum hjólkoppum sam hann soglr vara antik sitt: „Þetta ar mitt uppáhaids-
stáss."
: i
■'«. '•'Ss'5
v. ~
HJ'OLKOPPAR
TÍL
SÖLU HER
Innl I húsakynnum hfólkoppasöl-
unnar fyrirfínnst akkl sá staður sam
akki ar þakinn alla vaga hfól-
koppum: „Ég hef nú aldrei talið
þatta, þvl ar nú andskotans
varr. . ."
Á eitt kínverskt
með góðum bögglabera
Þorvaldur er sá maður sem af
mörgum væri kallaður dálítið skrítinn.
Hann er „á eftir” eins og það heitir og
hefur af þeim sökum farið á mis við
margt i samfélaginu, svo sem eins og
skólagöngu. En hann kann ágætlega að
koma fyrir sig orði, þó hann eigi
nokkuð tregt um að tala, hann stamar
nefnilega. Samt veður á honum og
fljótur er hann að skipta um umræðu-
efni, fer úr einu i annað. Þannig er
hann allt í einu farinn að tala um
veðrið.
„Það er nú búið að vera rosalega
blautt hérna i sumar. Það hefur komið
illa niður á mér því að húsið sem ég er
Valdi á kínverska reiðfákinum sin-
um sem hann ferðast um á í leit að
hjóikoppum. Fyrir framan hann
sást eitt auglýsingaskiltanna sem
visa vaginn að hjólkoppasölu hans
við bæinn Hólm austan Rauðhóia.
með koppana mína í lekur talsvert, og
það hefur því viljað bregða við að ryð
hafi hlaupið í nokkra koppa. Það er
agalegt.
En viltu ekki vita hvernig ég safna
koppunum?” segir Valdi svo. Ég jánka
og hann fer að tala um koppasöfnunina
sina.
„Sko, ég fer alltaf um á hjóli. Eg á
eitt kínverskt sem er með góðum
bögglabera sem ég smiöaði svo til
sjálfur. Svo hjóla ég bara meðfram
vegum, og er til dæmis mikið á þeim
slóðum þar sem malbik og malarvegur
mætast. Þar vill mikið af koppum fara
á bílum.
Það er nú misj afnt hvenær ég leita.
Eg fer bara á stjá hvenær sem mér
hentar. Þess vegna seint á kvöldin eða
ária morgna.”
Hvar leitarðu helst?
,,Ég vil nú ekki segja nákvæmlega
hvar. Eg segi ekki þjóðinni hvar mínir
koppastaðir eru, þá gæti hún haft þá af
mér.”
Ferðu í langf erðir til að leita ?
„Já, stundum aila leiðtilKeflavíkur.
Það er töluvert um koppa meðfram
veginum þangaö út eftir. Svo er líka
bara svo gaman aö hjóla þá leið.”
— Svo kemurðu heim að Hólmi og
ferð að dyita að koppunum sem þú
finnur. Hvemig fer það fram?
„Ja, fyrst rétti ég koppana ef þeir
eru eitthvað beyglaðir. Til þess nota ég
hamar og stundum gúmmí líka til að
höggin merji ekki krómið. Svo þríf ég
þá með spritti eða krómhreinsilegi. Og
ég nota stálull á þá verst útlítandi.
Ég reyni nú alltaf að vanda mig og er
svona frá klukkutíma upp í fimm tíma
með hvem kopp, allt eftir hversu vel
þeirlítaút.”
— Hvemig gengur svo þetta einka-
fyrirtæki þitt?
„Dável. Það sagði við mig maður um
daginn að sennilega væri ég ríkasti
maðurinn í öllu landinu. En ég trúi því
nú ekki. Eg hef samt gott upp úr
þessu.”
— Ertu að sinna hjólkoppafyrirtæk-
inu allan daginn eöa tekurðu þér ekki
hvíldir af og til?
„Flesta daga vinn ég nú frá morgni
fram á kvöld. En svo kemur líka fyrir
að ég er latur, eða kannski veikur. Og
þá vinn ég lítið, dútla í mesta lagi. En
fríin mín tek ég mér bara þegar mér
hentar. Eg spyr engan að því hvort ég
megi bregða mér frá. Ég á þetta allt
nefnilega.”
Valdi segir að afgreiðslutími koppa-
sölu sinnar sé frá tíu á morgnana fram
til tíu á kvöldin. Alia daga. „Og svo er
ég með viðtalstíma milli klukkan tíu og
tólf á morgnana ef einhver vill hringja
til mín á skrifstofuna og leita upplýs-
inga.
Já, á... ég er með skrifstofu. En aö
visu ekkert skrifborð enn sem komið
er. Skrifstofan er nefnilega svo h'til hjá
mér. Eg og síminn er nú eiginlega það
eina sem kemst fyrir þar innandyra”,
segir Valdi, slær á lær sér og segir
þetta hafa nú verið ágætan brandara
hjá sér. Enda hlæjum við allir þrir.
Valdi er spurður hvernig hann verji
þeim fáu frístundum sem hann gefur
sér frá koppasölunni.
,,Eg fer nú af og til á ball. Sérstak-
lega í Glæsibæ. Þar leyfa þeir mér
eiginlega alltaf að fara inn. Svo horfi
ég þónokkuð á Dallasþættina og hlusta
líka á Herb Alpert sem mér finnst
rosalega góður.
En ég get sagt þér að ég gerði einu
sinni alveg hræðileg mistök. Eg fór inn
í plötubúð og ætlaði að kaupa mér nýja
plötu með honum Herb Alpert. En svo
þegar ég fór að hlusta á plötuna kemur
upp úr dúrnum að þetta er eitthvert
bölvað öskur í einhverri Deep Purple-
hljómsveit. Eg hafði þá sennilega lesið
vitlaust á piötuumslagið, en mér
gengur nefnilega dálítið ilia að lesa.
Þigg líka I nefið — og hnerra
Svo fæ ég mér góða vindla að
reykja”, heldur Valdi áfram. „Og ég
reyki pípu meira að segja stundum. En
það máttu vita að ég tek aldrei ofan í
mig. Eg hósta bara af því og fæ svima.
Þá er nú betra að púa.
Stundum, þegar koma til mín góðir
kúnnar, þigg ég hka í nefið — og
hnerra þessi hka ósköp. Það hressir
mann rosalega,” segir þessi eini hjól-
koppasali sinnar tegundar á tslandi að
lokum. Og Þorvaldur Sigurður Nor-
dahl, sem hann heitir fullu nafni, fylgir
okkur að bæjarhliðinu að Hólmi — og
svo veifar hann vinalega til okkar er
við ökum rennireiðinni aftur upp á
þjóðveginn og brunum inn til Reykja-
víkur. -SER.