Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Side 11
DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. ) 11 bylgjulengra sé hann hreyfður frá at- hugandanum. Síðamefnda fyrir- bærið kallast rauövik. Menn gera ráð fyrir að ljósgjafar í geimnum hagi sér eins. Niöurstöður mælinga sýna að 75% vetrarbrauta og skyldra fyrirbæra hafa rauðvik. Er það túlkað sem útþensla alheims úr einingum sem flestar fjarlægjast hver aöra. Af rauðvikinu má reikna burthraðann og einnig fjarlægðina, því að visindamenn telja sig þekkja sambandiö milli fjarlægðar og burt- hraða — þannig að hann eykst um nokkra tugi km á sekúndu fyrir hver milljón ljósár sem utar dregur. Fyrirbæri með mikið rauðvik eru sögð vera í milljaröa ljósára fjar- lægð og fjarlægjast okkur með t.d. 60% ljóshraðans. Kjarni málsins er hins vegar sá að ekki er fullvíst að fjarlæg vetrarbraut lúti sömu ljós- lögmálum og ljósgjafi í rannsóknar- stofu hér. Sumir vísindamenn telja t.d. að lögun rúmsins, þyngdarafl eða óþekkt atriði framkalli rauövikið að mestum hluta. Það þýðir að fjar- læg fyrirbæri eru nær en við teljum og burthraði þeirra minni. Núver- andi túlkun á rauövikinu hefur líka annað í för með sér. Útreikningar gefa til kynna að í ca 15 milljarða ljósára fjarlægö fjarlægistfyrirbæri nærri ljóshraöa, — eða með ljós- hraða, ef unnt er að ná honum (sem ekki er víst). Rauövik í ljósi þeirra hluta ætti hugsanlega að geta gert þá ósynilega... ? Þaö er sannarlega akki auðvelt að ráða í alheiminn. Skráargöt Heraklít sagði að allt hreyfðist, — grískur heimspekingurinn. Þetta er sannarlega rétt í stjörnugeimnum: Jörðin snýst um sólu með 30 km hraöa á sekúndu, sólkerfið hreyfist um miðju Vetrarbrautarinnar með 300 km hraða á sekúndu, Vetrar- brautin innan Grannhópsins 100 km á sekúndu og Grannhópurinn í heild með 200 km hraða á sekúndu, miðað viö geysistóran hóp vetrarbrauta og . .. Utþenslan, sem rædd var að framan, kemur samt ekki í ljós fyrr en maður skoðar fyrirbærin í geimnum í stærra samhengi en nánasta umhverfi Vetrarbraut- arinnar. En hvað um það. Mitt i allri ringulreiðinni sitja vísindamenn á jörðinni og reyna að skilja eðli al- heimsins. Auk athugana á hreyfingum, rauðviki og öðru þess háttar, beinast athuganir mjög að ákveðnum fyrirbærum. Einna mikilvægust eru tveir furðuhlutir: Kvasar (dulstimi) langt utan Vetrar- brautarinnar (ef rauðvik er túlkað rétt) og svarthol, bæði innan hennar ogutan. Kvasar eru litlir og mjög fjarlægir hlutir, en senda frá sér orku á við fjölmargar vetrarbrautir, — blikka meira að segja. Með því að skoða þá erum við að skoða fyrirbæri eins og þau voru á ákveðnum stað um það leyti sem jöröin var að myndast! A þessari stundu eru þau í raun komin margfalt lengra í burtu. Tilgátur eru um að mörg hundruð þekktir kvasar séu vetrarbrautir í myndun, bjartir kjamar vetrarbrauta sem ekki sjást að öðm leyti eða þá risastór svarthol með glóandi efni umhverfis. Hver sem rétt skýring er, þá eru kvasarnir fjarlægustu hlutir sem við vitum um; haldi menn fast við venjulega túlkun á rauðviki. Ef hún er ekki rétt eru kvasamir nálægir, en jafn- merkilegir fyrir það; — eitt af skráargötunum eða bakgarði al- heimsins. Svarthol eru ekki þekkt svo óyggjandi sé. Vísbendingar eru til um þau ogiika viöamiklar kenningar sem standast frá sjónarhóli eðlis- fræðinnar, þótt hún geti ekki skýrt þau til fullnustu. Gera má ráð fyrir misstórum svartholum, misöflugum, réttara sagt. I upphafi hugsuðu menn svarthol sem „lík” risasólar. Sannað er að stórar sólir springa og innri hluti þeirra þjappast saman í glóheitan hnött (nokkra tugi km í þvermál í staö milljóna!) sem snýst Sum svarthol eru talin vera leifar risasóla. Margar smáar orkuuppsprettur í vetrarbraut okkar gœtu ver- ið slík fyrirbœri. í hringn- um á myndinni er óútskýrð orkuuppspretta inni í lítilli fylgivetrarbraut okkar (Stóra Magellanskýinu). ofsahratt. Þetta em geysiþungar tif- stjörnur úr „hreinum” atómmassa. Risasólir hafa svo mikinn eigin- massa að samþjöppun innri hlutans verður enn meiri. Mikill massi veröur nánast að punkti og aðdrátt- araflið nálgast óendanlega stóra stærð. Allt efni, t.d. gas, á stóm svæði hendist inn að punktinum með vaxandi hraða (í disklaga sveip). 1 ákveðinni fjarlægð frá miðjunni hverfur efnið sjónum okkar og út fyrir það hvolf sleppur ekki ljós né önnur geislun. Inni í þessu svartholi eru eðlisfræðilögmál okkar ófullnægjandi eða ógild. Mikil orkulosun veröur frá efni sem hraðar sér að svartholi. Slíkar orkuuppsprettur em þekktar, þótt ekki megi fullyrða að svarthol sé í miðju þeirra. Innan Vetrarbraut- arinnar em orkuuppsprettur af þess- ari tegund og gætu þá verið leifar risasólna. Utan Vetrarbrautarinnar em það kvasarnir sem helst tengjast svartholum, auk þess sem margir telja svarthol vera í miöju margra „eðlilegra” vetrarbrauta, t.d. okkar eigin. Ráði menn gátur svarthola mun margt skýrast um eðli alheimsins. Svartholin em skráargöt til að kikja inn um. Miklar vangaveltur eru um rúmfræði í tengslum við svarthol. Hvemig fer um víddarhugtök í nánd við svarthol? Hvað verður um efnið sem svartholið gleypir? Verður það að hreinni orku eða fer þaö inn í „gegn- um” svartholiö? Og þá hvert? Nokkrir hugsuðir hafa jafnvel rætt um svartholin sem inngang að „brú” yfir í hvíthol, sem sendir frá sér efnið yfir í annan þrívíðan efnisheim. Með þessu er sagt aö alheimurinn sé margfaldur. Aðrir lítasvoáaðsvart- hol séu eins konar grafreitir efnis í einum alheimi, en geti ekki náð að gleypa óendanlega massa, heldur „springi út” fyrr eða síðar. Viö það eiga atóm að verða til og mynda efni í nýja þróunarkeðju þar sem svart- holum fjölgar smám saman. Svona hugmyndir eru skyldar einni kenningunni af mörgum um upphaf stjörnuheimsins sem við nú þekkjum og þróun hans. Þær kenningar eru aðalefni síðustu greinarinnar um al- heiminn. Kvasinn 3C—48. Ljósmyndin er tekin med einni öflugustu stjörnusjá í heimi. Kvasinn líkist stjörnu en er í raun ótrúlega öflug orkuuppspretta í milljarða Ijósára fjarlœgð og fjarlœgist okkur með þriðjungi Ijóshraðans. Ofsafengin virkni í vetrarbrautinni NGC—5128 er talin geta stafað af risa- svartholi í miðju hennar. Og áþekkt svarthol er líka í miðju okkar vetrar- brautar, erum við ,,aðeins” í 30 þúsund Ijósára fjarlœgð frá því. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.