Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1983, Qupperneq 22
22 DV. LAUGARDAGUR17. SEPTEMBER1983. Heigarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 70. þáttur Eg ætla aö byrja á því aö birta nokkrar stökur eftir Svein í Elívogum. Móöur hans, Þóru Jóns- dóttur, þótti nóg um níðkveöskap Sveins og er sagt, aö hún hafi ort þessa vísu honum til viövör- Gœttu þess, ad Guð er einn, gáfuna sem lédi. Ef þú yrkir svona Sveinn, sál þín er i veði. Sveinn lýsti vel hugarástandi og aðstæðum í þessari vísu: Brotið stýri, sinni sœrt, sorgin knýr á hugans lendur, þvi er dýrið í mér cert, eitri spýr á báðar hendur. Og næsta vísa er einmitt dæmi þess, er hann spúöi „eitri” á báöar hendur: Fyrst að sóðinn flár í lund fór um Ijóð að geipa, skal ég óöan yfirhund orðaflóði steypa. Og hér kemur mannlýsing, heldur kerskileg: Forðaðist í sérhvert sinn samneyti með hórum, gáfnastóri garpurinn gat þó börn með fjórum. Þú mátt, íshönd auðnuleysis, örvum skjóta af hverjum fingri. Rósberg G. Snædal segist eiga þessar vísur i eigin handriti Sveins. Þær bera meö sér, að Sveinn hefur verið dapur og svartsýnn, er hann ortiþær: Ævikvöld er komið brátt, kvæðagjöldin hlotin, skuggavötdin minnka mátt, minn er skjöldur brotinn. Ég má flækjast firrtur björg, fátt í krœki snærið, nú að sækja nagdýr mörg, nota tœkifœrið. Nærri áður ýmsum hjó, að sem náöu stefna. Þeim, sem náðir naumast bjó, nú er ráð að hefna. Efþið hyggið hefndum ná, helzt er tryggur matur minum hrygg að mettast á, meðan ligg ég flatur. Þið, sem sendið þyngstan stein, þar á hendið gætur: Snertir hending ykkur ein, ef ég stend á fœtur. Aðferð skitna meta má með iltkvittnistanni, að láta bitna brodda á brynjuslitnum manni. Rósberg G. Snædal kvaö svo um Svein Hannesson: Nokkra botna býð ég enn, býsna smá er geta. Lœt því kannski lokið senn Ijóðabraut að feta. Þótt ég yrki aldrei meir, ekki er mikill skaði, því ennþá hef ég aðeins leir ort og fest á blaði. Og Sigfús botnar: Óskum þess að einhver ráð eygi stjórnin nýja, svo undir ,,komma”austannáð j ekkiþurfi ’ að flýja. U ' Ó, að ég mœtti uppi ’ i sveit yndisstunda njóta, og í fögrum unaðsreit ástarsælu hljóta. Hér er friður, hér er ró, hérna bezt ég uni. Á þessum stað ég bú mitt bjó, l brjósti ’ er ennþá funi. Friðrik sendir fyrriparta, sem koma í lok þessa þáttar, en hann kveður meö þessum stökum: Heldur kætist hugurinn, hress effæðist staka. Láttu þáttinn Ijóða þinn lengi á blöðum vaka. Láta skal nú lokið þessu bréfi, því litlu hef ég til að bœta við. Ekki er hægt í einu litlu stefi að endurspegla hugans mörgu svið. Minningarnar mega fjúka með þér, sunnanvindurinn. Hvi léztu blæinn hlýja og mjúka hœtta að strjúka vanga minn? BjörnStefánsson, Reykjavík, botnar: Á Islandiþað íþrótt kallast að eiga laun í daglegt brauð. íhaldshjú í faðma fallast fást ei neitt um lýðsins nauð. Og„sís”botnarenn: Missa kjarkinn má ég ekki, mun um síðir birta til. Þótt mig ýmsir hrókar hrekki, halda mínu striki vil. Lifnar yfir öllu hér, afþví blessuð sólin skín. Enþegar haustar óttan er œriö löng og gleðin dvín. Nú er bóndum glatt í geði, grasið vex í kringum þá. Alltþaö, sem að áður skeði, er sem skuggi liðinn hjá. Ég er alveg andlaus núna, en œtla að smíða fyrripart. Efég hefði ekki frúna, anzi væri lífið svart. Grínlaust er að glíma við gæfuleysi og hviklynd víf. Aldrei sá mun finna frið, sem fer á mis við ástarlíf. „Því er dýrið í mér ært9 eitri spýr á báðar hendur" Hér koma nokkrar ósamstæðar vísur eftir Svein. Þær þurfa ekki skýringa viö: Efþú ferð í frakkann minn, fullvel sérðu matið: Rúmt á heröahlutann þinn held ég verði fatið. Hrygg er önd og hljómlaust skraf, harðna böndin kífsins, sviðnar höndur orðnar af eldibröndum lífsins. Oft til svanna kvæði kvað, kenndur glanni í brögum. Glöggt ei vun nað gæta að Guðs né manna lögum. Ég get borið höfuð hátt, hiklaust gengið veginn, þó að á mig líti lágt Langhyltinga-greyin. Sveinn kvaö, eina þessara vísna hef ég birt áöur: Margt ég kvað af munni fljótt, máls i vaðal glaður. Ærið hraður orðs við gnótt, óheflaður maður. Megingjörðum mínum stal mótgangsörðug pína, en með hörðu aftur skal egg í skörðin brýna. Þó að köflum ýmsum á odd af sköflum brjóti, giftuöflin aðstoð Ijá öllum djöflum móti. En Sveinn sló líka á viökvæma strengi. Hann minnist móður sinnar meö þessum vísum: Burt frá öllu eg sem fyr —- unni heims um slóðir, enginn framar að mér spyr utan trygglynd móðir. Hana langar soninn sinn sjá ef auðnast kynni, lófa strjúka um kalda kinn kannski í hinzta sinni. Sveinn kvaö: Ég er kjörson gamla Geysis, glóðin býr íkolum yngri. Yfir hrjóstur ævinnar ýmsa slóstu brýnu. Stífur gjóstur stökunnar stóð frá brjóstiþínu. Aö síðustu birti ég þessa vísu Sveins, sem ég hef orðiö var viö, aö væri rangfeðruð. Þessa vísu kvaö Sveinn aö Skúla Thoroddsen sýslumanni látnum: Nú er Skúla komið kvöld, kempan horfin vorum sjónum. Þó að hríði í heila öld, harðsporarnir sjást í snjónum. — 0 — Eg verö aö viðurkenna, aö ég fór rangt meö vísu eina eftir Pál Olafsson. Rétt er hún svona: Við það augun verða hörð, við þaö batnar manni strax. Það er betra en bœnagjörð brennivín að morgni dags. Ekki alls fyrir löngu sátu þeir aö sumbli á Akureyri, frændur mínir Rögnvaldur Rögn- valdsson og Birgir Halldórsson söngvari. Þegar Birgir kvaddi, átti Rögnvaldur eftir eina létta og hélt þjórinu áfram. Þá sagði Hlín, kona hans, aö ekki þyrfti Birgi til, til þess aö hann héldi drykkjunni áfram. Þá kvað Rögnvaldur: Þér ég löngum unni og ann, enda erþað mín heitust von, að þú mættir eignast mann eins og hann Birgi Halldórsson. Nýlega mætti ég Ara Isberg lögfræðingi á götu hér í höfuðborginni. Hann rifjaöi upp fyrir mér tvær vísur eftir snillinginn Egil Jónasson á Húsavík. Eg var búinn aö gleyma þessum vísum, en hér koma þær. Margterþað, sem miðurfer, má þó ekki bera ’ á. Veiga í Skógum ólétt er eftir Jón á Þverá. Sagt er, aö Jóni á Þverá hafi ekki líkaö vísan sem bezt, og gerði Egill því þessa „bragarbót”: Vísunni skal verða breytt. Veigu ekkert sér á. Hún átti sem sagt aldrei neitt undir Jóni’á Þverá. Friðrik Sigfússon yrkir enn ótrauður, og mættu fleiri feta í fótspor hans og senda þaö, sem þeim dettur í hug. En Sigfús hefur bréf sitt á þessum vísum: Karl Guðmundsson f Vestmannaeyjum skrifar og telur, að kviðlingurinn „Alltaf er ég að aga holdið” sé eftir Tómas Guömundsson. En Karl spyrst fyrir um höf und þessarar vísu: Sólin gyllir haf og hauður heldur svona myndarlega. Ekki er Drottinn alveg dauður, og ekkert ferst honum kindarlega Og enn spyr Karl um höfund þessa kviðlings: Ég syng eins og svanur, égsyndi’eins og áll, er svipfríður eins og kjói. Vígur sem Gunnar, vitur sem Njáll og vellandi mœlskur sem spói. Sá eöa sú, sem skrifar aöeins B.B. undir bréf sitt, sendir botna: Sumar kveður, senn er haust, svalir vindar gnauða. Áfram halda endalaust átök lífs og dauða. Það ku mörgum þykja gott þrumarann að smakka ogþar á eftirþurrt og vott úrþörmunum láta flakka. Komdu, sól, og kysstu mig. Hvers vegna ertu ’ að fela þig? Hjálpaðu strax að hefja sig hitanum minnst í 19 stig. Sléttan víð á vinstri hönd veitir lýðum yndi, ef fáum um stðir friðuð lönd fyrir hrlð og vindi. Lífið marga gefurgleði, gamaniðþó reynist valt. Það oft veldur þungu geði, þegar í grautinn vantar salt. Ef ríkissjóður mjókkar ekki rneira, missa sumir góða spenann sinn. Mér finnst ósköp ömurlegt að heyra, hve orðinn er sopinn dýr á vagninn minn. Hér á meðal munu vera menn, sem kunna sig að tjá. Auðvitað er um að gera í útvarpið að senda þá. Varla ein mun Ijóðalína létta allri sorginni. En láti sólin Ijós sitt skína, lifnar yfir borginni. Meðan ástar- œvintýra æskan nýtur glöð í sinni, þá mun Amor öllum stýra athöfnum á göngu þinni. „Betri er krókur en kelda. ” Kannski þú áttirþig. Þótt taki að kólna og kvelda, kvíðinn ei hrellir mig. Þóröur Guðjohnsen kvað í kjaliaranum í Hamborg á Laugavegi: Bakkusar bikkjurþyrstar birtast hér volandi og óvirkir alkóhólistar, sem ekki eruþolandi. Þá er komið aö fyrripörtum. Friðrik Sigfússon sendirþessa: Þrúgar regn og þokan grá, þrautum gegn skal vinna. Birtir senn um byggðir lands, burt fer regn ogþoka. Efþér gengur alltívil og engu lengur þarft að kvíða,... Mammons gœði margan heilla og margra glæðir von og þrá. Ef að baki brýturþú brýr að gæfuvegi,.... Ef gengurþú um gleði dyr, gættu ’ að vöku þinni. Og „sís” sendirfyrriparta: Ef við þreyjum, biðjum, btðum, betri tíð er fyrir höndum. Margur, þó að yfrinn auð eigi veraldlegan,... Þetta ætti aö nægja aö sinni. SkúliBen. Utanáskriftin er: Helgarvísur Pósthólf 66 220 Hafnarf jöröur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.