Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. 5 Hvað œtlar þú ad verda þegar þú veröur stór eru börnin oft spurð og þau hafa svarid á reidum höndum. Flugmaður, bílstjóri, slökkviliðsmaður, lögga. Þegar árin fœrast yfir verður sífelld þróun. Ákveðið er að fara í einhverja iðngrein eða annað framhaldsnám. Menntaskólaneminn kemur heim einn daginn staðfastur í því að verða sálfræðingur eða mannfrœðingur, nœsta dag er það verkfrœðin. Svona þróast þetta í eilífum árekstrum á milli breyti- legra áhugamála og eftir því sem árin líða, ískalds raunveruleikans sem krefst þess að maður vinni fyrir brauði sínu og sé ekki með neinn leikaraskap. En það eru ekki aðeins börn og táningar sem takast á við þennan vanda. Þegar maður er orðinn stór er vandamálið ekki endanlega leyst. Margir una því ekki að vera á einni hillu allt sitt líf, aðrir vilja vera á mörgum hillum í einu. Aðstœður breytast og menn grípa á miðjum aldri tœkifœri sem þeir hafa ekki fengið fyrr. Þeir ráðast í að fara að lœra það sem á sínum tíma þótti kannski ekki nógu praktískt. Við rœddum við fjóra menn sem eiga það sameiginlegt að hafa lœrt eitt en starfa við annað. / leiðinni og nátengt rifja nokkrir viðmœlendurnir upp gífurlegar breytingar sem orðið hafa á síðustu áratug- um. SGV Emil Björnsson, prestur og dagskrárstjóris Prests- og fréttamaiuis- starfið ekki með öllu ólíkt „Eg var fréttamaður hjá útvarpinu og svo var Oháði söfnuðurinn stofnað- ur og þá gerðist ég prestur í hálfu starfi og hef alltaf verið það síðan og hef messaö aöra hverja helgi,” segir Emil Björnsson sem er fréttastjóri og auk þess prestur. Þegar ég var hjá útvarpinu vann ég aðra hver ja helgi og messaði hina. Eftir að ég kom að sjón- varpinu hef ég átt frí um helgar sem hefur þýtt að ég hef unnið aðra hverja helgifráfrá’65. Þetta hefur að sjálfsögðu getað blessast vegna þess að prestsstarfið er að mestu leyti unniö um helgar. Ekki bara messur heldur hjónavígslur og fleira. Onnur störf hef ég einnig unnið utan vinnutímans. Það er óneitanlega ekki hægt að segja annað en að þetta ævistarf mitt hafi stundum verið bind- andi og nokkuð strembið. En ég hef unnið prestsstarfið fyrst og fremst sem áhugastarf. Það hafa allir einhver áhugastörf um helgar og í frítímum. Eg hef haft áhuga fyrir prestsstarfinu og það hefur verið mjög þroskandi fyrir mig að vinna meö því fólki sem stofnaði Oháða söfnuöinn.” Víðarí Hfsskilningur Fyndist þér kannski eðlilegt aö fleiri prestar störfuöu svona? Flestir prestar hafa prestskapinn sem aðalstarf og lifa af því. En þeir hafa ýmislegt annað sem áhugastörf eins og aliir vita. Fjöldamargir þeirra hafa verið og eru kennarar. Og þeir hafa sinnt alls konar störfum, félags- málum, atvinnumálum og jafnvel stjómmálum. Prestar hafa á Islandi frá upphafi komið mjög víða við. Og ég álít að hvort sem maður hefur prest- skapinn sem aðalstarf og aukastarf með honum eða öfugt þá sé þaö mjög gott fyrir prestinn að kynnast fólkinu og lifsviðhorfum og störfum fólks í gegnum fleira heldur en prests- starfiö. Að visu er prestsstarfiö mjög fjölbreytt en það er síður en svo aö það hafi orðið árekstrar hjá mér. Mér hef- ur fundist það fara vel saman. Þetta gefur manni víðari lífsskilning og mað- ur staðnar síður í prestsstarfinu ef maöur hefur önnur störf með. Og hver er það sem ekki vinnur aukavinnu og jafnvelóskylda? Eg er ekki fyrsti presturinn sem er fréttastjóri. Séra Sigurður Einarsson var fréttastjóri útvarpsins lengi og var bæði prestur á undan og eftir og hann var alþingismaður líka. Margir prest- ar hafa sinnt blaðamennsku. Bjami á Mosfelli var lögfræðingur, síðan blaða- maður, lengi á Morgunbiaðinu, og síð- ast prestur. Prestsstarf og fréttamennska er ekki eins ólíkt og fljótt á litið mætti virðast. Hvort tveggja gefur tilefni til mjög fjölþættra og náinna samskipta við fólk og til dæmis hef ég fundiö þaö að þegar ég er að taka saman æviágrip manna við útfararræður að þar kemur nákvæmni fréttamannsins alltaf fram. þér þessi þrjú ár sem þú varst í skrif- stofuvinnunni að fara í prestinn? Já, þar að auki í undirmeðvitund- inni. Það var mikil guðrækni í sveitinni þar sem ég var alinn upp. Sigurður heitinn skólameistari spáöi því alltaf aö ég yrði prestur. Og hann hefur haft meiri áhrif á mig og mín andlegu við- horf en flestir aðrir. Eg var látinn læra Helgakver utan- bókar eins og faðirvorið í heimahús- um. Aö því bjó ég. Maöur var hálfbú- inn með guðf ræðina með því enda lauk Emil Bjömsson, prestur og dagskrórstjóri frétta- og frœðsludeildar sjónvarpsins. DV-mynd GVA. má því segja að hann taki mið af námi föður og móður. Bókhald fyrstu árin Við spyrjum nánar út í verkfræði- námSiglinde. „Það hefði verið gaman að vinna í þessu en ég hefði þurft að starfa í tvö ár, líklega í efnaverksmiðju, til þess aö fullkomna námið. A Siglufirði hefði það verið sildarverksmiðjan, vinna á rannsóknarstofu þar við venjuleg rannsóknarstörf,” sem Siglinde virðist ekki þykja spennandi. Eg er búin að vera 22 ár frá rekstrar- verkfræðinni og það væri framandi að koma inn í hana aftur. Við vorum með reiknistokka á þeim tíma. Litlar vasa- reiknivélar eins og nú eru notaöar voru eitthvað framandi og tölvur voru ekki til. V ið komum að því hvort Siglinde haf i ekki sannarlega verið hin hagsýna hús- móðir — með próf í rekstrarhagfræði. Siglinde segist hafa reynt að halda bókhald á Siglufirði þegar þau hófu búskap þar og „það er dálítill verðmunur” segir hún og hlær. „Ef maður er heimavinnandi húsmóðir getur maður spekúlerað meira í rekstrinum,” segir Siglinde og hún segir að sér hafi ekki leiðst að vera húsmóðir. Hún segir að eftir að þau fluttu frá Siglufiröi og að Sogi hafi einu atvinnutækifærin verið að vinna í mötuneytinu. Til dæmis hafi næsti skóli, sem hægt hefði verið að kenna við, verið á Selfossi. En það hafi margir komið í heimsókn. „Fólk fór Þingvaliahringinn og kom í heimsókn og það var gaman aö vera heima og fá gesti. Það var mikið öryggi að hafa þessa menntun og geta gripið til hennar og eiga nokkuö greiða leið út á vinnu- markaðinn. Hvernig nýtist menntunin í núver- andi starfi? Siglinde segist að eðlisfari hafa fremur gaman af aö skipuleggja. „Ef við sendum stóra sendingu frá bókasafninu reyni ég að skipuleggja leiðina. Það hefur alltaf verið sagt að Þjóðverjar séu nákvæmir,” segir Siglinde. Þetta hefur mér ekki beinlín- is verið kennt en ég hef reynt að gera svona. Við eigum þrjú börn og höfum alltaf af og til verið með fósturbörn. Þegar svo er þarf maður oft að nota skipu- lagsgáfuna.” Fyrsta verk að kaupa bomsur Var ekki erfitt að koma til Islands? „Það var stórt stökk. Aðalminningin frá því að ég kom hingað til landsins er þegar viö fórum með rútu norður á Sigluf jörð. Við vorum heilan dag á leið- inni og þegar við komum að Fljótum, þar sem heitir Ketilás, stóð á skilti Siglufjörður 14 km. Eg var glöð vegna þess að ég taldi aö nú væri skammt eftir. Síðan hlykkjaðist rútan upp fjallveginn og ég horfði úr Skarðinu niður á Siglufjörð, þetta pínulitla pláss. i Móttökurnar voru góðar og það var gott aö koma inn í svona lítið samfélag. Islenskukunnáttuna fékk ég mikið í gegnum nágrannakonu mína sem leið- rétti mig en sagði ekki bara: „Þetta var gott hjá þér.” Eg held að það hefði frekar verið hætta á að einangrast i Reykjavík þó að það sé ekki stór staöur. Eg kynntist vel fólki þama og mat eins og signum fiski og bútungi og fleira. Mitt fyrsta verk, þegar ég kom til Siglufjarðar, var að kaupa bomsur en slíkt fyrirbrigði hafði ég ekki séð áður. Þama var mikil einangrun á vet- uma og sólin hvarf í tvo mánuði á bak við fjöll. Það var alveg áberandi miklu minna vömúrval á þessum tíma og sumt fékkst ekki nema fyrir jólin. ” Við getum ekki stillt okkur um að spyrja nánar hvernig þaö hafi veriö að vera aðfluttur útlendingur á Islandi. Siglinde á eina góöa um það: „I fyrsta skipti sem ég sauð svið setti ég þau í pottinn í heilu lagi. Þegar maðurinn minn kom heim sagöi hann mér að þaö ætti að taka hausana í 'sundur og þaö ætti líka að taka heilann úr. Hann hafði komist að því hjá ritaranum sínum. Við tókum mynd af matarborðinu í fyrsta sinn sem við höfðum sviðog sendum fólkinu minu úti.” Að enda á íslandi , JEg er búin að venjast svo vel héma á Islandi að ég get eiginlega ekki hugsað mér að fara aftur héöan. I starfinu hérna er ég mjög ánægö. Eg las alltaf mikið sem barn. Hér á safninu er að visu ekki að finna neinn fagurlitteratúr. Fólk segir þegar það heyrir að maður vinni á bókasafni: „Erþaðekki rólegt?” En oft höfum við mikið að gera. Núna þurfa starfsmenn á bóka- safni aö afla alls kyns upplýsinga, sjá um lán milli safna og framtíðin er aö við fáum bækur á míkrófilmum.” Ahugi þinn hefur ekki beinst að neinu spánnýjufagi? Nei. Siglinde segist kannski myndu vilj a læra bókasafnsf ræði. Að lokum leikur okkur forvitni á að vita svona utan dagskrár hvort hún tali þýsku á heimilinu eða íslensku. Siglinde segir að það sé erfitt að vera að tala mál eins og þýsku sem ekki allir skilja i kringum mann Þaö geti komið út eins og maður sé að fela eitt- hvað. Islenskan hafi orðið ofan á á heimilinu en bömin hafi öll lært þýsku semaðalfagí skóla. Við komum að því hve þróunin í lífinu verði oft önnur en ætlað er í fýrstu. „Ekki dreymdi mig í æsku að ég myndi enda á Islandi,” segir Siglinde. SGV. Að fara rétt með staðreyndir. Hvort tveggjaerúrvinnsla úr heimildum.” Viðskiptafræðingur, bóndi, bókmenntafræðingur Hefur hugur þinn alltaf staðið til hvors tveggja? Hefur þetta þróast samhliða? „Þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri var ég ritstjóri skólablaösins og haföi strax mikinn áhuga á blaða- og fréttamennsku, síðan var ég ritstjóri tímarits í tvö ár. Nú, ég ætlaöi ekki fyrst að verða prestur. Eg ætlaöi mér að lesa samanburðarbókmenntir og var búinn að fá inngöngu í háskóla í Bandaríkjunum 1939. Þá kom stríðið. Það varð ekki af því. Þá fór ég í við- skiptafræði og iauk meiripartinum af því námi en þó ekki lokaprófinu. Af fjölskylduástæðum fór ég að vinna upp úr því og vann á skrifstofu í þrjú ár í framhaldi af þessu námi. Síöan gat ég ekki hugsað mér að vera skrifstofu- maður allt lífið og stóð upp eftir þessi þrjú ár og sagði: Eg ætla að verða prestur og ég ætla aö verða bóndi líka. Þú sérð að það var margt í manni — prestur og bóndi líka. Eg varð prestur en því miður ekki sveitaprestur. Þó að ég sé síður en svo að harma hvert mitt hlutskipti varð. En af þessu má ráða að maður ræður ekki sínum næturstað og mennirnir álykta en guö ræður. Er prestsstarfið góður undirbúning- ur undir fréttamennskuna? Viðskiptafræðin hefur eins og öil menntun komið að góðu gagni í eins marghliða starfi og dagskrár- stjóm við fréttadeildina er. Og þá ekki síður guöfræðin. Guðfræðin eins og hún er kennd er viö háskólann er ákaflega víðfeðm, húmanisk grein. Og prestar hljóta að verða dálítiö heimspekilega sinnaðir ef þeir eru það ekki þegar þeir byrja. Helgakver og afi minn Þetta hefur veriö að brjótast með ég henni á rúmum tveimur árum og við Þorsteinn heitinn Valdimarsson skáld lásum saman alla tíð. Helgakverið finnst mér besta kennslubók sem ég hef lært. Þaö er svo systematískt raðað og rökfast aö það er alveg sérstakt. Helgakver og afi minn áttu mikinn þátt í því að ég varð prestur.” Þú vilt kannski ráðleggja frétta- mönnum að læra guðf ræði? Þeir hafa nú aldeilis gert það: Halldór Reynisson á Vísi. Gunniaugur Stefánsson og fleiri og fleiri,” tínir Emil til. „Þetta er náttúrlega góð, aimenn, húmanísk menntun.” Emil telur á f ingrum sér fögin sem kennd eru í guö- fræðinni. Heiðarleg störf Hafa aldrei oröið átök milli prestsins og fréttamannsins? „Nei, segir Emil. ”Þetta eru hvort tveggja svo heiðarleg störf.” Hann hlær. „Aldrei. Einmitt þvert á móti. Kveikjumar að ræðum mínum hafa orðið til í önn og erli dagsins í þessari öru og nákomnu atburöarás, bæði er- lendis og innanlands. Maður kennir til í stormi sinnar tíðar. Einmitt vegna þess arna hef ég rætt um það frekar í mínum ræðum sem fólkið er að tala og hugsa um. Af því að ég stend í miðjum straumi atburðanna. Ahrif þeirra fara um huga manns dags daglega. Eg held að það geti ekki verið annað en gott að menn geti stundað störf sem tengja þá atburðum og lífi líðandi stundar. Það hlýtur að leiða til þess að ræðumar verði síöur steinrunnar og langt frá lif- . inu. Fréttastarfið færir íhugunar- og ræðuefnin beint upp í fangiö á manni. Ekkert af þessu hefði maður gert ef maður hefði ekki haft góða heilsu lengst af. En maður finnur að maður er ekki ungur lengur.” Svona yfirlýs- ingum tekur blaöamaður varlega eftir þetta f jörlega spjall. SGV SJÁ næstuopmu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.