Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAtfÓAÉÖÁGtíll l.'ÓkTÖBÉR 1983. ’ ÉG HEF ENGIAB LEYNA — segir Kristján Jóhannsson söngvari Þrjá daga samfleytt söng Kristján Jóhannsson í hljómtökusal CBS við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Lundúnaborgar, en þó að slíkt afrek væri flestum mönnum ofviða dáöist ég mest aö þeirri sálarró söngvarans, sem bæði lyfti andblæ salarins í æðra veldi og gerði öllum þátttakendum hljóm- tökunnar verkið miklu léttara og skemmtilegra en ella hefði orðiö. Kristján er maður léttur í skapi og vaskur i allri framgöngu, enda vann hann hug og hjörtu hinna bresku hljómlistarmanna eins og fram kemur í viötali við Ed Welch á öðrum stað í blaðinu. Kristján er opinskár og hreinskil- inn, kröfuharður í garö annarra en f ull- komlega ósérhlífinn sjálfur, tillitssam- ur og hjálpsamur við félaga sína og samstarfsmenn en fljótur til að skipta skapi og gerir sér ekki minnsta far um að leyna skapbrigðum sínum þegar svo ber undir. Hann er fyrirferöarmikill á sviði, gamansamur og f jörugur og stafar af honum viljafestu og takmarkalausu sjálfstrausti. Hann er afburöamaður í sönglist- inni, veit vel af því sjálfur og dregur ekki dul á þessa staðreynd frekar en annaðsemkann að bera ó góma. Hann er af mörgum Islendingum talinn meiriháttar montrass og víst er um það, að ekki þjakar hann vanmeta- kenndin eða óhóflegt litillæti. Hann kemur mér fyrir sjónir á margan hátt ekki alls ólikur skáksnillingnum Bobby Fischer, og svo skemmtilega vill ein- mitt til, hvort sem þaö er nú tilviljun eða rökrænt samhengi, að Kristján heldur mikið upp á þennan sérlundaða, ameriska heimsmeistara. Báöir eiga þaö sammerkt aö þeir vissu snemma af snilld sinni og höguöu sér sam- kvæmt því, löngu áður en aðrir höfðu sannfærst um snilli þeirra. Þetta sér- kennilega ginnungagap milli eigin Söngvarinn hlaut þau sigurlaun sem flestir hafflu kunnafl afl meta, an þafl var gaysistór blómvöndur og dðgóflur koss af vörum eigin- konunnar fögru. sjálfsmyndar og afstööu annarra setur oft svip sinn á f ramkomu slíkra manna og verður þess valdandi að fjöldinn ýf- ist við þeim, því að þeim er flest betur gefið en að slá undan og þægja almenn- ingsálitinu. Ég hef engu eð leyna" ,jEg hef engu að leyna. Ég kem til dyranna eins og ég er klæddur, segi það sem mér býr í hug og fer ekki í fel- ur með neitt,” segir Kristján. ,,En það eru margir sem segja aldrei nema hálfan sannleika. Það eru of margir sem aldrei koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, sérstaklega þegar dagblöð og aðrir f jölmiðlar eiga hlut að máli. Ég stend við það sem ég segi, segi það sem ég geri og geri það sem ég ætla mér. Þaö getur vel verið að ein- hverjum finnist ég montinn en ég læt mér þaðí léttu rúmi liggja.” — Ég hef það á tilfinningunni, Kristján, að það sé að mörgu leyti erfiðara fyrir Islendinga en aöra að vinna sér frama í sönglist á erlendri grund. „Fyrst og fremst verður maður að brjóta af sér almenningsálitiö og þaö hugarfar sem er svo algengt heima á Islandi og er í rauninni andstætt þeim kröfum sem gerðar eru í þessum efn- um. Maöur verður að aðlaga sig öðrum lífsháttum og viðhorfum. Maður verð- ur á vissan hátt aö hætta að vera Islendingur, þó að það sé vitaskuld ógerlegt í sjálfu sér því að alltaf hefur maður Islendinginn í rassvasanum hvert sem veröldin ber mann. ” Ég bið ekki margs — óg þakka" — Ég tók eftir því að þú gerðir krossmark fyrir þér áður en þú gekkst inn í hljómtökusalinn. Ertu trúaður? „Já, ég er trúaður. Ég biðst fyrir aö minnsta kosti einu sinni á dag, oftast áður en ég fer að sofa. En ég bið ekki margs — ég þakka.” — Ferðu oft í kirkju? „Mjög oft. Mér geðjast mjög vel að kaþólsku kirkjunni á Italiu þó að mér finnist vanta í hana söng og tónlist.” „£<? hafði mikla unun af þessari unpt99 „Kristján hefur óhemju hljóm- mikla rödd svo að þaö er með hrein- um ólíkindum. Hann býr yfir sérlega góðri tækni, hefur næma tilfinningu fyrir því sem hann er aö flytja og ég hika ekki við að segja að hann sé nú meö allra færustu söngvurum í flokki tenóra,” sagði Ed Welch, Bretinn sem útsetti ítölsku lögin fyrir Sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar og hafði meö höndum einskonar yfir- umsjón í hljómtökusalnum. „Þá skiptir það ekki litlu máli,” sagði Ed, „að Kristján hefur gott lag á hljóðfæraleikurunum. Þeim geðj- ast vel að honum, finnst þægilegt aö vinna með honum og þeir kunna vel að meta þá staðreynd að hann kann sitt fag út í ystu æsar og er ger- is,” sagði Ed. „Hann á i vændum enn meiri reynslu og hann á vafalaust eftir að auka enn við kunnáttu sína. Það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna í þessu alþjóölega andrúmslofti meðal Breta, Itala og Islendinga og maður fann að allir iögðu sál sína í það sem þeir voru aö gera.” sneyddur öllum merkilegheitum. Ég hef haft mflria unun af þessari upp- töku, bæði vegna þess að mér finnst alltaf notalegt aö starfa með Sin- fóniuhljómsveit Lundúna og elns fannst mér nýstárlegt og spennandi að vinna að þessum íslensku verkum og kynnast þannig lundemi og lífs- háttum íslensku þjóðarinnar.” Ed Welch gekk gyðju tónlistarinn- ar ungur á hönd eins og jafnan er um þá sem frama vinna á þessu sviði. Hann lagði stund á tónsmíðar við Trinity College í Lundúnum og hefur hvort tveggja gefið sig að sígildri tónlist og ýmiskonar léttari músík — þannig hefur hann til dæmis samiö tónlist við nokkrar kvikmyndir. Hann kvaðst elnkum heillast af rómantískri hljómlist, þeirrar gerð- ar sem hrífur áheyrandann ómót- stæðilegum krafti og þess vegna heföi sér þótt ærinn fengur að fá að vinna aö þessari upptöku með Kristjáni Jóhannssyní. „Kristján er frábær söngvari og ég óska honum innilega góðs geng-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.