Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál SKABVALDUR 1LYF JAGLASI Sex af sjö fórnarlömbum Tylanol. Efst til vinstri, Mary McFarland, Paula Prince og Adam Janus. Neðst til vinstri, Mary Kellerman, Stanley Janus og Theresa Janus. í horninu til vinstri er pakki Tylenol-hylkjum Milljónir Bandaríkjamanna tóku Tylenol-hylki daglega við minniháttar verkjum og slæmsku. En síðastliðið haust létust sjö manns af völdum þess, fórnarlömb tilfinningalauss morð- ingja semkomstílyfiðáðurenþaðfór í verslanir og setti í það banvænt efni.. . Fyrsta dauðsfallið Það var fallegt haustveður í Chicago morguninn 29. september 1982. Hin tólf ára gamla Mary Keller- man vaknaði snemma. Henni var illt í hálsinum og hún kallaði á mömmu sína. Móðirin lagöi hönd á enni stúlkunn- ar. „Þú ert áreiðanlega með hita. Komdu meö mér fram, ég ætla að gefa þér eitthvaö viö þessu... ” Móðirin opnaöi skáp í baðherberginu og tók út glas með skrúfuðu loki sem hún hafði keypt nokkrum dögum áður. Hún tók lítið, rauðhvítt hylki úr glasinu. „Þetta er ég vön að taka við höfuö- verk,” sagði hún, „og venjulega hjálp- ar það mér. Taktu eitt og renndu því niður meðvatni.” Móðirin fór að því búnu aftur inn i svefnberbergi sitt og lagöist til svefns. Vekjaraklukkan hringdi svo klukkan sjö. „Mary var illt í hálsinum í nótt og ég hugsa aö ég sendi hana ekki i skól- ann í dag,” sagði hún viö mann sinn. Hún fór inn í baðherbergið. Hún æpti upp yfir sig og kallaði í mann sinn. Mary lá á baðherbergisgólfinu. Hún hafði kastað upp, augasteinar hennar voru óvenjulega stórir, hendur hennar voru ískaldar. Fimm mínútum síðar kom sjúkraliö á vettvang, en allt var um seinan. Læknamir voru ráðþrota. Var hugsan- legt að tólf ára gamalt bam gæti látist af heilablóðfalli? Otrúlegt, en þaö virt- ist eina skýringin. Fleirí dauðsföll Arlington Heights er úthverfi Chicago-borgar. Þar bjó og vann hinn 27 ára gamli póstmaður, Adam Janus. Þennan miðvikudagsmorgun var hann líka eitthvaö miður sin. Hann haföi þyngsli fyrir brjósti. „Eg verð að taka eitthvað við þessu ef ég á að geta farið í vinnuna í dag,” sagði hann við bróður sinn og mágkonu sem hann leigði íbúð með. Janus fór út í næstu lyfjabúð. Þar gat hann fengið ýmis kvalastillandi lyf, en hann valdi það sem hann var vanur að kaupa, Tylenol-hy lki, og hann tók sjálfur glasiö úr hillunni. Tyienol er mjög vinsælt lyf við minniháttar verkjum og slæmslu því að það fer vel í maga. Janus fór heim og tók eitt rauðhvítu hylkjanna. Tii allra hamingju var mágkona hans heima þegar hann datt niður. Við komuna á sjúkrahúsið voru augasteinar hans orðnir óeðlilega stór- ir og blóðþrýstingur mjög lágur. Hjartalömum var talin orsökin og Janus var þegar settur í gjörgæslu. En þótt læknamir gerðu allt sem i þeirra valdi stóð til að bjarga lífi hans reynd- ist það árangurslaust. Janus lést um þrjúleytið þennan dag. Nánustu ættingjar Adams Janus söfnuöust saman á heimili hans, bróð- urins og mákonu. Stanley Janus var tveimur árum yngri en Adam og kona hans, Theresa, aðeins nítján ára. Þau höföu gifst fyrir um mánuði. Umræðan á heimilinu snerist auövitað um dauða Adams. Hvernig gat 27 ára gam- all maöur i blóma lífsins og sem aldrei hafði kennt sér meins dáið svo skyndi- lega úr hjartalömum? Ailir vom miður sín. Theresa tók um ennið. Hún hafði grátið mikið og hafði höfuðverk. , jEg skal útvega aspirin,” sagði ein- hver, „Það er óþarfi,” sagði Stanley Jan- us, „Það er Tylenol-glas á eldhúsborð- inu, ég er líka með höfuðverk.” Theresa fór fram í eldhús og Stanley Janus með henni. Þau settust viö eld- húsborðið og tóku hvort sitt hylkið. Stuttu síðar fóru þau að finna til óþæg- inda... Stanley Janus var allur um átta- leytið um kvöldið, aðeins fimm tímum á eftir bróður sínum. Dauðastríð Theresu tók lengri tíma, en tveimur sólarhringum síðar dó hún. Menn fóru að velta vöngum... Þegar Mary Kellerman lést datt engum í hug að „heilablóöfall” hennar igæti stafaö af eiturefni. Dauði Adams Janus vakti heldur ekki grunsemdir, en eftir dauöa hjónanna fóru menn að velta vöngum... Þegar náinn vinur Kellerman-hjón- anna frétti af dauða Janus-fjölskyld- unnar hringdi hann í mann að nafni Cappitelli sem vann við sjúkraflutn- inga og bað hann aö kanna hvort eitt- hvað sameiginlegt hefði fundist við dauða Janus-fjölskyldunnar. CappiteDi komst að því að öll höfðu tekið Tylenol skömmu áður en þau Iétust. Það hafði Mary Kellerman líka gert. Gat verið um eiturbyrlun að ræða? Hann hafði samband við lögreglu og heilbrigðis- yfirvöld... Aðeins upphafið að öðru og meira? Læknir sem tekið hafði við Stanley og Theresu Janus velti vöngum yfir hinum sameiginlegu einkennum: óeðli- lega stórum augasteinum og lágum blóðþrýstingi sem ógjörningur var að koma upp. Hann sætti sig ekki við að dauðaorsök væri heilablóöfall. Hann tók blóðprufu úr fómarlömbunum og fór með þær inn á rannsóknarstofu. Þar fann hann að í báðum tilvikum var um að ræða eitrun af völdum efnisins cyanid. Læknirinn hafði samband við lögreglu... Nú kom í ljós að cyanid fannst einn- ig í blóði hinna tveggja sem látist höfðu. Lögreglan lagði þegar hald á Tylenol-glösin heima hjá Kellerman og Janus. Bæði voru þau merkt MC 2880 sem þýddi að bæði voru úr sömu vöm- sendingu. Tylenol-hylki hafa venjulega að geyma hvítt duft. En tíu af hylkjunum sem eftir vora í glösunum höfðu verið opnuð og í staö hvita duftsins var kom- ið rakt grátt efni, sem lyktaði mjög. Þessi hylki voru lítið eitt stærri en hin og rauði liturinn var dekkri. Það virtist engum blöðum um það að fletta aö sá sem hafði átt viö hylkin hafði gert það í þeim einum tilgangi aö drepa. Það voru morð að yfirlögðu ráði og fyrir barðinu urðu saklausar manneskjur sem morðinginn hvorki þekkti haus né sporð á. Hversu mörg morð fengi hann á samviskuna? Menn voru alveg vissir um að þessir atburöir vora aðeins upp- hafiö... Skorín upp herör Tylenol er framleitt í Texas og Pennsylvaniu af fyrirtækinu John- son & Johnson Það er vinsælasta lyf sinnar tegundar í Ameríku og árið 1981 seldist þetta lyf fyrir um sex millj- arða króna. I septemberlok 1982 hafði fyrirtækið meira en tvær milljónir glasa af Tylenol-hylkjum á markaði í Bandaríkjunum, en það er einnig f ramleitt í töflum og í fljótandi formi. Nú var haft samband við fyrirtækið og þaö beðið að innkalla alla fram- leiösluna númer MC 2880 sem það og gerði. Inn komu 93.400 glös strax sama dag. Samt sem áður geröist það sem menn óttuðust. 31 árs gömul kona úr úthverfi Chicagotwrgar, Mary McFar- land, lést. Dauðaorsökin: eitrun af völdum cyanid. I tösku hennar fannst glas af Tylenol-hylkjum, sex þeirra sem eftir voru höfðu að geyma cyanid. Enn var tilkynnt dauösfall. Nú var það 27 ára gömul kona, Mary Rainer, sem lést. Hún hafði nýlega eignast sitt fjórða bam. Fjögur hylki af Tylenol með cyanid fundust í fórum hennar. Nú var skorin upp herör í Banda- ríkjunum gegn notkun á Tylenol- hylkjum. Um máliö hafði farið hljótt fram að þessu en það var ekki hægt lengur. Fjölmiðlar vöruðu menn við notkun Týlenol, um götumar óku lög- reglubílar búnir kalltækjum, sem aö- vöraðu menn, veggspjöld voru sett upp og dreifimiðar bornir í hús. I Chicago og nágrenni var óttinn mestur, enda höföu öll dauösföllin oröiö þar. En ekki var allt búiö enn. Hin 35 ára gamla flugfreyja, Paula Prince, hafði ekki mætt tU vinnu i tvo daga án þess að boða forföU. Vinnufélagar hennar fóru aö óttast um hana. Hún fannst lát- in á stofugólfinu heima hjá sér þegar að var gáð. Við hlið hennar var Tylenol-glas. Einnig hún bjó í Chicago. Nú voru fómarlömbin orðin sjö. Svo virtist sem glösunum með eitrinu hefði verið komið fyrir í lyfjabúðum og stór- mörkuðum í Chicago og nágrenni fyrst ÖU fórnarlömbin voru þaðan. En af hverjum? Vora margir viðriðnir þetta? Viðkomandi hafði sjálfsagt keypt nokkur glös í lyf javerslunum og stórmörkuðum, sett cyanid í þau og komið þeim svo aftur fyrir i hiUum verslananna. Engin munur sást á þeim glösum sem höfðu að geyma eitrið og hinum. Þess vegna var ekki áUtið aö eitrinu hefði verið komið fyrir í hylkjunum í verksmiðjunni, auk þess sem cyanid étur sig í gegnum Umhylkið ef það er of lengi í því. Moröingjanum hefði reynst auðvelt að útvega sér cyanid þvi að það er notaö á næstum öllum rann- sóknarstofum í iðnaðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.