Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGAKDAGUR1. OKTOBER1983. 17 Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar Renault-bíll Prost sem nú leiðir beimsmeistarakeppnina. Kappakstursbílar á bílasýningu Á bílasýningum reyna bílafram- leiðendur allt til þess að vekja athygli á því sem þeir hafa upp á að bjóða og fá áhorfendur til að staldra við. Eitt af því sem ávallt ber mikiö á á stórum bílasýningum eru kappakstursbílar sem stillt er upp í básum framleiðend- anna. Á alþjóölegu bílasýningunni i Frankfurt á dögunum voru nokkrir slíkir til sýnis ásamt sérsmíðuðum rallbílum. Þar á meðal mátti sjá Renault-bíl Frakkans Alain Prost, sem nú leiðir Formulu 1 kappaksturinn, rétt á undan Nelson Piquet sem ekur Brabham. Porsche. Lancia. Fiat. TVÖFALDIR HJÓLBARBAR — tvö eöa f leiri dekk á hverja felgu Dekkjaframleiðendur eru sífellt að þreifa sig áfram með nýjungar. Eitt það nýjasta í hjólböröum eru dekk sem sumir kalla „jó-jó” dekk. Nafnið fá þau af því að tvö dekk eru sett saman svo að í útliti likjast þau leikfanginu jó- jó, nema hvað spottann vantar. Dekk.af þessari gerð voru kyirnt á bílasýningunni í Frankfurt á dögunum og vöktu þar athygli. Það er talið að dekk af þessari gerð hafi margt fram- yfir „venjulegt” dekk. Veggripið er sagt betra, bæði i þurru og blautu og eins i akstri i snjó. Bremsuhæfni á einnig aö aukast. Hættan á því að dekkin fljóti í rigningu á einnig að minnka því stýrieiginleikar aukast aö mun. Varadekkið á að verða óþarft þegar slik dekk eru i notkun því annar helmingurinn á að halda þótt hinn springi. Þessi tvöföldu dekk eru hugsuð undir venjulega fólksbíla, en hugmyndir eru um að setja þrjú eða fleiri dekk á hverja felgu undir sportbíla og aðra hraðakstursbila. Tvöfalt dekk af „ jó-jó” gerð. Þetta dekk kemur frá Goodyearverksmiðjunum. Verid vtðbúm vetrarkomnnni Vetur konungur er farinn að sýna klæmar og senn líður að því að búa þurfi bílana undir veturinn. Ljósabún- aðurinn er væntanlega í lagi hjá öllum þótt enn sjáist einn og einn bíll í um- ferðinni með vanstillt eða vanbúin ljós. Fyrstu viðbrögð bíleigenda við yfir- vofandi vetrarkomu er að setja frost- lög á vélina og ísvara í rúðusprautuna. Næst liggur beinast við að kanna ástand vetrarhjólbarðanna þannig að fyrsti snjórinn komi ekki flatt upp á menn. Á næstunni kemur pistill á bílasíð- unni um hagnýt atriði sem menn geta gert sjálfir til að vera viðbúnir vetrin- um. Volvo: 240 lögreglubílar til Saudl-Arabíu Allir bílaframleiðendur hafa á sín- um vegum sérstakar deildir sem sinna eingöngu framleiðslu á sér- pöntuöum bílum svo sem sjúkrabíl- um og lögreglubílum. Nýlega fékk sérbíladeild Volvoverksmiðjanna stóra pöntun á lögreglubílum. Það var Saudi-Arabía sem pantaöi 240 sérsmíðaða lögreglubíla af gerðinni 240 GL. Þetta er ein stærsta sérpönt- un sem verksmiðjurnar hafa f engið. Bilarnir eru afgreiddir með B-28E mótor, grindin er sérlega styrkt og vökvastýri og loftkæling fylgir með i pakkanum. Ennfremur eru bílamir búnir ýmsum aukabúnaði, stólar eru styrktir, stór sjúkrakassi, málbönd og á toppinn fer síðan meiri háttar „jólatré” með ljósum og sírenu. Hjá Volvo er þessi pöntun talin geta orðið til þess að opna dyrnar að ferkari viðskiptum í Arabíu því á síð- asta ári voru fluttir inn samtals 447 þúsund bílar til iandsins, 392 þúsund frá Japan og 85 þúsund frá Banda- ríkjunum og Evrópu. Fyrstu 40 bílarnir voru fluttir nú nýlega til Mekka þar sem þeir verða notaðir við gæslu í árlegum píla- grímaferðum múhameðstrúar- manna þangað og á næstu dögum bætast síðan 200 bílar við. Sérbíladeild Volvo afgreiddi einnig nýlega 20 sérsmiðaða sjúkrabíla til Libanon vegna átakanna þar i landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.