Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 14
14 DV. LAU G ARDAGUR1. OKTOBER1983. ALLAR BJARGIR BANN AÐAR Það hefur jafnan þótt hin karl- mannlegasta dáö aö bjarga kven- manni frá drukknun. Eyjarskeggjar á eyjunni Pontianak, vestur af Bomeó í Indónesíu, eru þó á ann- arri skoðun. Ekki svo að skilja að þessir til- teknu menn hafi eitthvað á móti kvenmönnum. Síður en svo. Aftur á móti hefur það veriö stolt þeirra og metnaður í aldaraðir að eiga ein- hverjar bestu og úthaldsmestu sundkonur í heimi. Til þess að svo hafi mátt veröa hafa þeir beitt þeirri óvenjulegu aðferð að kasta öllum unglingsstúikum sinum í sik- in semvíðaliggjaviðstrendureyj- arinnar og iáta stúlkunum síðan eftir að bjarga sér með eigin ráöum. Hin síðari ár, eftir því sem feröamenn hafa lagt leið sina til Pontianak oftar, hefur þess gætt að túristar hafi reynt að bjarga aum- ingja stúlkunum frá drukknun í síkjunum. Því hafa eyjarskeggjar komið á þeim lögum að hver sá sem sýni tilburði til að bjarga konu frá drukknun á Pontianak-eyjui megi búast við hárri sekt. Þessi merkilegi siður eyjar- skegg ja hef ur haft það í för með sér að engin kona í sögu byggðar á eyj- unni hefur drukknað eða farið sér að voða í síkjunum við strendur landsins. Og geri aðrír betur í þeim efnum. Petta getur ekki verið satt — en það er nú engu að síður, hvort sem þútrúlr þvíeða ekki Saga mannskepnunnar á þessari jörð er á margan hátt furðuleg. Atvik úr heimssögunni eru sum hver svo lygileg að harla erfitt er að leggja trúnað á þau. Og meira að segja er það svo að ýmsum stað- reyndum vilja menn ekki trúa. Menn hafa tekið upp ásitthverju, lagt ýmislegt óvanalegt í vana sinn, aðhafst margt skringilegt, lent í misjöfnu, fundið upp á einhverju af tilviljun eða framkvœmt hluti sem enginn hefur getað, þorað eða viljað leika eftir þeim. ■ Lítið brot af því undarlega úr sögu mannskepnunnar er að finna hér á síðun- um. Vissulega fer þar margt ótrúlegt en það er engu að síður þessum furðubrotum sameiginlegt að öll hafa þau gerst í rauninni. HÁREIST AFMÆLISGJÖF að taka þá ákvörðun að hann skyldi standa við loforð sitt, hvað sem til þyrfti. Hinn háæruveröugi greifi af Hohenems kvaddi því til sín í skyndi alla húsameistara, múrhleðslumenn og trésmiði og verkamenn sem hann vissi að væru til í borg sinni og fór þess á leit við þá að þeir byggðu eins flottan kastala og þeir gætu á þeim stutta tíma sem var til stefnu. Og þeir brugðust greifa sínum ekki. Nætur og daga, stanslaust í fjórar vikur, unnu þeir sér ekki hvíldar við að reisa þennan mjög svo huggulega kastala sem enn stendur í Salzburg; áreiðanleika greifans gamla til vitnisburðar. Hann var tilbúinn á afmælisdegi Barböru Mabon, fullfrágenginn og glæsilegur. Það fylgir hinsvegar ekki sögunni hvort frillan hafi óskað sér einhverrar annarrar afmælisgjafar en einmitt þessarar frá sínum bál- skotna. Hvað sem því leið gat hún örugglega ekki skipt á henni og annarri betri. Til er stór og ægifagur kastali í borginni Salzburg í Austurríki sem einungis var reistur á skitnum fjórum vikum. Ku það ekki hafa verið leikið eftir. Til marks um stærð og hæð þessa snöggbyggða mann- virkis þá trónar það enn yfir borg- inni, rúmlega þremur og hálfri öld eftir að það var byggt, eða á þeim tíma sem Salzburg breyttist úr smá- þorpi í stórborg háhýsa og breiðra hraöbrauta. Aðdragandinn að byggingu kastal- ans er nokkuð sérkennilegur. Þannig var að hinn háæruverðugi greifi af Hohenems sem auk greifa- titilsins var borgarstjóri Saizburg á sínum tíma hét eitt sinn frillu sinni á góðri stund, hinni undurfögru Bar- böru Mabon, að hann mundi gefa henni kastala til eignar á næsta afmælisdegi hennar. Svo bálskotinn var greifinn í henni. Svo liðu vikur sem urðu að mánuöi og mánuðum og greifagreyið gleymdi algjörlega þessu heiti sínu. Einungis fjórum vikum áður en afmælisdagur hinnar firnafögru frillu hans rann upp var hann samt minntur á heitið. Hann varð í fyrstu skelfdur, en var engu að síður fljótur DRJÚG FANGA- VIST Franski hermaðurinn Savain er að öllum líkindum sá maöur sem lengst úthald hefur haft til fangels- isvistar. Rússneska keisarastjórnin hafði hann í haldi í rétta eina öld og degi betur, en Rússar handtóku Savain í einni af herförum Napóieons á hendur þeim árið 1812. Vegna mistaka og ruglings i rússneska stjórnkerfinu, svo og fullvissu franskra stjórnvalda um að Savain hefði falliö í herförinni, var aumingja maðurinn aldrei leystur úr haldi. I tugi ára fékk hann að dúsa í illþokkuðum fanga- geymslum Moskvu-borgar þangaö til hann var kominn á níræðisaldur er hann var fluttur í geðslegra um- hverfi nálægt borginni Saratov þar sem eru búðir fyrir langtímafanga. Þar varði Savain elliárunum á gangi um fangelsisgarðinn,, við iestur rússneskra bóka — en nægan tima haföi hann haft til að læra það tungumál — svo og sem hann not- aði tímann til að yrk ja ljóð. Arið 1912, fullri öld og einum degi betur eftir aöSavain var hand- tekinn, leysti dauöinn hann úr haldi. Hann haföi þá lifað í hundrað fjörutíu og fjögur ár. Savain var jarðaður með þó nokkurri viðhöfn í kirkjugarðinum i Saratov. Þaö var líka eina skiptiö sem likami hans fór út fyrir fangelsismúra á tuttug- ustuöldinni. DYR BAÐLAUG Chulalongkorn kóngur í Síam lét reisa dýrasta bað sem nokkru sinni hefurverið byggt. Hann varði þriðjungi af árstekjum ríkis síns áríö 1887 í þetta mannvirki og var tilgangurinn með því sá einn aö frumburður hans mætti fá sæmi- lega laugun daginn sem hann fæddist þetta tiltekna ár. Þetta gríðarlega dýra bað undir krónprinsinn var aldrei notað oftar en I þetta eina skipti. Gullislegnum dyrum þess var lokað eftir að búið var að þerra litla krílið eftir fyrstu böðunina og þær aldrei opnaðar aft- ur. Þetta mikla baðmusteri var um- lukt síkjum á alla vegu. Sjálf bygg- ingin, sem var um fjögur hundruö fermetrar að gólffleti, var skrýdd gulli og demöntum á veggjum og lofti, en gólfin voru úr hvítum marm- ara. I miðju byggingarinnar var sjálft baðið sem varla getur talist eiginlegt bað heldur er sundlaug rétt- ara orð. Hún var tíu metrar að lengd og fimm metrar á breidd og barmar hennar voru að sjálfsögðu úr skín- andi gulli. Þrátt fyrir þessa rándýru böðun krónprínsins náði hann ekki að lifa svo lengi að hann gæti tekið við ríki föður síns. Greyið lést aðeins átta ára gamalt. Ekki er vitað hvort dán- arorsökin var ofnæmi fyrir bað- vatni.. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.