Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. 9 hljómtökusalarins og horfi gegnum þykkan glervegg á mennina í salnum sem eru aö hreiöra um sig meö hljóöfæri sín innan um þann frumskóg nótnaskrifta og hljóðnema sem þama vex eins og offrjór hitabeltisgróöur. Þessir menn hafa helgað tónlistinni Iíf sitt og lífsþrótt og áratuga þjálfun og ögun hefur aflað þeim þeirrar fágætu umbunar að leika með einni frægustu hljómsveit veraldar — Sinfóníuhljóm- sveit Lundúnaborgar. I salnum eru ennfremur tveir menn sem ekki eru þarna aö staöaldri en hafa komiö hingaö um langan veg til þess aö gegna skyldum sínum við gyöju tónlistarinnar. Annar þeirra er kunnur ítalskur hljómsveitarstjóri, Maurizio Bar- bacini aö nafni, og þó aö hann eigi góðan feril aö baki er honum mikil fremd aö þessari stundu og þaö er engin furöa þótt roöi sé í hvörmum og tilhlökkun í fasi. Hann er lágur maður vexti, háttvís og fíngerður, með eilítið bogiö nef eins og vera ber um niðja hinna fornu höfðingja Rómaveldis. Frá Hressó til CBS Hinn manninn berum viö þegar kennsl á því þar er kominn enginn annar en gesturinn gustmikli sem viö litum á Hressingarskálanurn fyrir mörgum árum eina örskotsstund. En samt er þetta ekki alveg sami maöur. Eitthvað er þaö sem hefur breyst og lái okkur hver sem vill þótt við virðum hann fyrir okkur með nokkurri íhygli. Hann er íklæddur snyrtilegum jakkafötum og þar meö er úr sögunni hið svörgulslega yfirbragö sem loðfeldurinn kafþykki léði honum. Hann hefur greinUega grennst tU muna. Fasið er allt eins og íviö fágaðra en ber þó ennþá ótvíræðan vott um geysisterkan vilja og nærri ótak- markaö sjálfstraust. Ásýndin er fyUri en foröum og einhver innri rósemi sem ekki var þar áöur hefur nú tekið sér bólfestu og eykur enn við reisn þessa manns sem var þó ærin fyrir. Augu hans eru ennþá snör og óhvikul en hyldýpi þeirra er þó hvergi nærri eins myrkt og þegar viö sáum hann fyrst og þess vegna er líka yfir- bragö hans aUt mun friövænlegra en þá var. Kristján heitir þessi vörpulegi maður, Jóhannsson, og forlögin hafa boriö hann inn í þennan víöfræga hljómtökusal til þess aö honum megi auðnast þaö sem alUr söngvarar þrá en aðeins hinum f remstu hlotnast. Hann er hingaö kominn til þess að syngja fjórtán lög inn á breiöskífu viö undirleik Sinfóniuhljómsveitar „Kristján Jóhannsson hóf upp hljómmikla rödd síns og samstundis var það söngurinn sam tók að sór forystu fyrir hinni miklu bylgju og leiddi hana með sér um víðáttur geimsins." Myndin var tekin i hljómtökusal CBS er Kristján söng inn á breiðskifu með Sinfóniuhljómsveit Lundúna- borgar. Myndir BH. hinni miklu bylgju og leiddi hana með sér um víðáttur geimsins. Þetta var dásamlegur söngur og dá- samlegur hljóöfæraleikur en samt var þar einhverju áfátt. Listamennimir sjálfir fundu aö eitthvað skorti, við sem í stjómklefanum sátum, bak viö hinn ramma glervegg, skynjuðum einnig aö einhvers staöar vantaöi eitthvað þótt ekki væri það ofboð ein- falt aö segja nákvæmlega til um í hver ju það lægi. Kristján snaraöist inn í stjómklef- ann ásamt Barbacini og Ed Welch og i sameiningu hlýddu þeir á upptökuna. „Þetta er alltof þunglamalegt,” æpti Kristján skyndilega, spratt á fætur og baðaöi út höndunum, „þetta á aö vera voldugt og mikilfenglegt en þetta hljómar eins og jarðarfarar- músík! Viö veröum aö gera þetta aftur!” Hann vatt sér aö dyrunum en nam allt í einu staðar, gerði krossmark fyrir sér og varðfjarrænn á svipinn. ,,Svona getur þetta ekki gengið,” hugsaöi hann, „nú verður eitthvaö aö gerast og það fljótt. Þaö sem vantar er fyrst og fremst skilningur — þessir bresku hljóðfærasnillingar skilja ekki hin islensku orð og þar af leiðir að þeir skynja ekki hina máttugu mynd sem kvæðiö skapar. Eg ætla að skýra út fyrir þeim merkingu oröanna og sjá hvortþetta ferekkiaökoma.” Hann signdi sig aftur og varirnar bæröust í þögulli bæn til hans sem er öllum ofar og skapaöi í árdaga náöar- gáfu söngs og hljómlistar og afræður hverjir skulu njóta hennar á hverjum tíma. Svo gekk hann fram i salinn. Hamraborgin Kristján Jóhannsson kvaddi sér hljóös og ávarpaöi hljómsveitina. „Mig langar til að skýra út fyr- ir ykkur snöggvast merkingú þessa islenska kvæöis sem ég ætla aö syngja á móðurmáli mínu á eftir. Þetta er fallegt kvæöi, mynd þess er mikil og voldug, og þaö á sér djúpar rætur í vitund islensku þjóöarinnar. Hamra- borgin, the word hamraborgln means »» Listamennimir bresku hlýddu á útlistanir hans af mikilli athygli og þegar þýöingunni var lokið aö kalla lögöu þeir frá sér nótur og hljóðfæri og klöppuðu Islendingnum lof í lófa. Og aftur tóku menn tU viö söngleik og hljóðfæraslátt. Maurizio Barbacini sveiflaöi töfrasprotanum, fingur nam viö streng, varir snertu bUkandi málm, menn og hljóðfæri urðu eitt og aftur hófst upp hinn stórkostlegi hljómur, sigurglaður og leiddur um upphæöir af kUng jandi karlmannsrödd sem steigaöi fram eins og glæsileg drottning í fylkingarbrjósti „Fantastical", sagði hlJómsveltarstjóHnn ftalski, Maurizio Barbacini, sem var I sjöunda hlmni með upptökuna. „Hár eru samankomnir menn frá mörgum löndum," sagði hann, „en tónlistin hefur sameinað þá f einu verki og það ar mér hvort tveggja i senn heiður og ánœgja að fá að starfa með svo| ágœtri hljómsveit og stórkostlegum söngvara." Á palli stjórnandans má greina sæg af kampavinsglösum þvf nú dró nær lyktum hljómtökunnar og sliku ber að fagna með viðeigandi hætti. skartklæddra hermanna. Og nú féU aUt í ljúfustu löö. Hrynjandi lagsins bylg jaöist um saUnn eins og rauður logi sem flæöir yfir gulan akur og svif ar að bragöi til hæstu hæða og alUr hrifust af þessum loga, jafnt listamenn og tæknimenn og við hinir sem agndofa sátum frammi í stjómklefa og trúöum vart okkar eigin skynfærum. Hinn himneski stormur reiö yfú- saUnn svo aö aUt lék á reiðiskjálfi — en svo kom lognið. Barbacini kUppti snöggt á hinn síöasta hljóm með skipandi sveiflu. Það var andartaks þögn. Svo brast á lófatakið og upphrópanimar og fagnaðarlætin. Þetta var sigurstund og aUir sem nær- staddir voru fundu að þeir áttu sinn þátt í þessum sigri þó svo að söngvarinn einn hlyti þau sigurlaun sem flestir hefðu kunnað meta en það var dágóður koss af vömm eigin- konunnar fögru. Þar með var Hamraborgin komin I höfn — eitt lag af fjórtán en það voru þrettán eftir og það gafst ekki löng stund til að fagna unnum áfangasigri. 1 þrjá daga samfleytt unnu þeir markvisst saman að einu marki, söngvari, hljómsveit og hljómsveitar- stjóri að ógleymdum hinum kunnáttu- sömu tæknimönnum. 1 þrjá daga dvöldu þeir saman í blíðu og striðu og þó að stundum kæmi snurða á þráðinn voru allir ævinlega fúsir til þess að liðka til því að í slíku verki er maðurinn einn ei nema hálfur eins og stendur í fornu kvæði en það er sam- stilling sálnanna sem að lokum laðar fram hinn dýrlega ávöxt. Lundúnaborgar og nýtur til þess stuðnings hinna færustu manna, Maurizio Barbacini, sem stjómar hljómsveitinni, og Ed Welch sem út- sett hefur fyrir hann nokkur gullfalleg, ítölsk sönglög og annast í tilbót sviðs- stjórn í salnum meðan á upptöku stendur. Bylgjan úr djúpinu Maurizio Barbacini sveiflaði sprot- anum og hljómkviðan hófst upp úr þögninni eins og bylgja sem rís úr djúpum hafsins og stigur upp í heiöríkju himinsins, glitrandi fögur og tíguleg svo að allt annaö bliknar hjá henni. Kristján Jóhannsson hóf upp hljóm- mikla rödd sina og samstundis var þaö söngurinn sem tók að sér forystu fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.