Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 9 72. þáttur PállOlafssonkvað: Lífs er orðinn lekur knör, líka rœðin fúin, hásetanna farið fjör og formaðurinn lúinn. Þvi er bezt að vinda ’ upp voð, venda undan landi og láta byrinn bera gnoð beint að heljar sandi. Þar mun brim við bláan sand brjóta um háa stokka. En þegar ég kem á lífsins land, Ijcer mér einhver sokka. En þessa vísu orti Páll, er hann hlýddi á ræðu einhversprests: Að heyra útmálun helvitis hroll að Páli setur. Ég er á nálum öldungis um mitt sálartetur. Þorsteinn Erlingsson kvað: Ekki er margt, sem foldar frið fegur skarta lcetur eða hjartað unir við eins og bjartar nœtur. Sofnar lóa, er löng og mjó Ijós á flóa deyja, verður ró um víðan sjó, vötn og skógar þegja. Maður, Ebenesar að nafni, ekki veit ég hvers son hann var, kvað svo um gráan hest, er Bene- dikt á Reykjum í Miöfirði átti: Bensa-Gráni brögnum lánaryndi. Skerðir mela skapharður, skemmtinn vel og bráðfljótur. Næsta vísa mun nokkuö gömul, og ekki veit ég höfund hennar: Mér finnst æði grátt það grín, ergerðist fyrir skömmu: Barnskrattinn hann Benjamín barnaði hana ömmu. Þegar ég var unglingur, var þessi vísa oft kveðin í göngum og réttum í Miðfirði. Ekki er vísan gallalaus, en mér þykir hún skemmtileg: Heimasœtan hýr á kinn húkti í strætisvagni, — var að bœta sokkinn sinn og sat á nœturgagni. Vatnsenda-Rósa (Skáld-Rósa) dvaldist um árabil við Breiöafjörð. Hún kvað (ég er ekki alveg viss um, aö ég fari rétt með vísuna): Væri ég tvítug aldri á og ætti von til þrifa, mér ég kjósa myndi þá að mega í Flatey lifa. Lárus Hermannsson, segist vera gamalkunn- ur Eysteini í Skáleyjum og biður mig fyrir sér- Á fiskimiðum varla vör verða skipin lengur, en við þessu engin svör á hér nokkur drengur. Hefur fár við Satan séð ásinni ævigöngu, Þótt Sæmundur hans sundi ,,réð”, á selnum fyrir löngu. Ingibjörg Júlíusdóttir, Hrauntanga 89 í Kópa- vogi, sendir botna. Það er alltaf hressandi aö fá bréf frá lesendum, sem ekki hafa fyrr látið frá sér heyra. En Ingibjörg botnar: Nú er bóndum glatt í geði, grasið vex i kringum þá. Veitir öllum yndi og gleði, ef út er hægt að fara ’ og slá. Grínlaust er að glima við gœfuleysi og hviklynd víf. Ég gamna mér að gömlum sið, með gengilbeinu í rúmið svíf. „Betri er krókur en kelda ”. Kannskiþú áttirþig. Kyntu ei Amors-elda, — eitt sinn það brenndi mig. Hefur fár við Satan séð á sinni ævigöngu. Alveg fór þ að Evu með endur fyrir löngu. Meðan ástarævintýra æskan nýtur glöð i sinni, ' enginn þarfí elli ’ að kvíða, er alls þess naut á lífsbrautinni. Bóndunum ergramt ígeði, gras vex úr sér kringum þá, kartöflur í köldu beði kúra, — regnvot gulnar Ijá. „Hringfari”, sem gefur mér upp sitt rétta nafn, botnar: Þó að margur missi kjark og mœði þungu sporin, léttist flestum heimsins hark með hœrri sól á vorin. Verða ungir annað sinn ýmsir gjarnan vilja. Sittþá fela skorpið skinn, skrrápinn elli dylja. Silfurföt með sauðakjöt sjást í mötuneyti. En löngu er glötuð lofsverð hvöt að leggja skötu í bleyti. Hefjast mun á þingiþras, þegar hausta tekur. Dólga-lið með fimbulfjas fólskubullu skekur. Nú er bezt að halda heim, halla tekur degi. Góð er „kvíldin”„kverjum’þeim, sem kvelur sorg og tregi. Á fiskimiðum varla vör verða skipin lengur. Rýrnar vömb og minnkar mör, meðan á þvígengur. Dansarþjóð i djöfulmóði, dunar blóð í hverri æð. Tœmast sjóðir, tapast gróði, týnist hróður, eykst vor smœð. „Þannlg von mín ein og ein lit í bláinn fýkur" Á um njólu aldinn mar út hjá póli gaman. — Árdags sól og aftann þar eiga stóla saman. Og enn kvað Þorsteinn: Hárra fjalla frœgðaróð fossarnir mínir sungu. Það hefur enginn þeirra Ijóð þýtt á danska tungu. Það er líkt og ylur í ómi sumra braga. Mér hefur hlýnaó mest áþví marga kalda daga. Erla skáldkona, réttu nafni Guöfinna Þor- steinsdóttir, kvað svo til ferskeytlunnar: Fögnuð hefðu' og frið mér veitt fœrri gleðibrunnar, hefði ’ eg ekki huga leitt heima ferskeytlunnar. Ef að vetur yggldi sig, oft var fátt til bjarga, kveikti’égþá íkringum mig kyndla ótalmarga. Og Erla kvað: Bliknuðþyrlast blöð af grein. Blærinn hauðrið strýkur. Þannig von mín ein og ein út l bláinn fýkur. Eftir hita annadags eg þó rita kynni, þreytustrit hins þrönga hags þjakar viti ’ og minni. Jón Arinbjamarson á Stóra-Ösi í Miðfirði átti oft marga góðhesta, enda var hann mikill hesta- maöur. Eitt sinn átti hann afbragðs gæðing, er Mósi hét. Jónatan Jakobsson kenndi mér þessa vísu, sem Valdimar Benónýsson orti um Mósa: Rís frá Ósi reiðmannshrós, reykir gjósa úr tröðum, þegar Mósu lifir Ijós llfs á rósablöðum. staka kveðju til hans. Lárus botnar fyrriparta Eysteins: Verða ungir annað sinn ýmsir gjarnan vilja. Brúklegur er brandarinn, ef Breiðfirðingar skilja. Þó að margur missi kjark og mœði þungu sporin, œðarkollu- eyrnamark Eysteinn sker á vorin. Hefjast mun á þingi þras, þegar hausta tekur. Þar má heyra mærðarmas, er marga afpöllum rekur. Á fiskimiðum varla vör verða skipin lengur. Vont er að finna vönduð svör við þvi, eins og gengur. Lárus botnar, en hirðir ekki um innrímið, sem býður upp á hringhenda stöku: Dansarþjóð í djöfulmóði, dunar blóð í hverri æð. Aldan stríða féll með flóði, fylltust hús á neðstu hæð. Ulfar Guömundsson segist hafa þótt fyrirpart- ar Eysteins í Skáleyjum svo góðir, að hafi hrifizt af þeim. „Læt ég slag standa,” segir Ulfar, „og sendiþettahnoð”: Hefjast mun á þingi þras, þegar hausta tekur. Þreytandi og þœfið mas. Þjóðarskútan lekur. Þ6 að margur missi kjark og mœðiþungu sporin, finnst mér eyðist eymdar þjark einna helzt á vorin. Haraldur Jónsson, Nesbala 21 á Seltjamar- nesi, botnar: Verða undir annað sinn ýmsir gjarnan vilja. Aðrir láta aldurinn æsku-brekin hylja. Nú er bezt að halda heim, halla tekur degi. Hvíldin verður kœrustþeim, er klífa bratta vegi. Bergur Ingimundarson, Stórageröi 10 í Reykjavík, botnar: Óskum þess, að einhver ráð eygi stjórnin nýja. Vístþau finnast, vel sé gáð, vandann má ei flýja. Yrki ég frá mér ama og sút, sem eflaust flestir gera, Lífsglaðir menn leysa hnút, sem latir vilja skera. Minningarnar mega fjúka með þér, sunnanvindurinn. Æsku lífsins er að Ijúka, elsku bezti vinurinn. Gráttu ekki, góða mín, gönuskeiðið forna. Ennþá man ég atlotþtn œskudaga horfna. Grínlaust er að glíma við gœfuleysi og hviklynd víf. Oft má róa á önnur mið og eignast nýtt og betra líf. ,,Betri er krókur en kelda. ” Kannskiþú áttirþig. Á landi tsa og elda oftþarf að vara sig. Hefur fár við Satan séð á sinni ævigöngu. Ari fór hann illa með endur fyrir löngu. Jónatan Jakobsson kveöur: Vinnugleði og vaxtarþrá vetrarsleni eyða, þegar vorið víkur á vegu norðurleiða. Og Jónatan kveður enn: Þegar enginn íslendingur yrkir stöku, þá er okkarþjóðarsómi þorrinn mjög að flestra dómi Mun þá jafnvel tungan týnd l tímans iðu. Menning vor til grafar gengin, gleymdur Snorri, Njála engin. „Sels-Stubbi” sendir mér vísu á heldur lé- legum salemispappír. Hann breytir fyrriparti Hreggviðs Daníelssonar og hef ur vísuna svona: Landið er komið á hvínandi haus, krónunnar verðgildi sígur, Yfir sig lýðurinn ólánið kaus, uppi er sundrung og rígur. „Hringfari” er nú reyndar gamall vinur minn, en ég haföi ekki hugmynd um, að hann væri svona vel hagmæltur, fyrr en ég f ékk þessa botna frá honum. Gvendur J. sendir mér bréf eftir nokkurt hlé. Hann segist vera í megrunarkúr og boröa yfir- leitt léttan mat. En einn daginn hafi hann látið freistast af gimilegri steik, vel kryddaðri, með þeim afleiðingum, að hann hafi fengið niður- gang. Eftir að hafa þurft að fara nokkrum sinnum á salemið, segist Gvendur J. hafa kveðið: Nú sló ég megrunarmetið, sem mín voru fyrirheit. í dag hefég ekkert etið annað en það, sem ég skeit. Eg hef orðið þess áskynja, að lesendur Helg- arvisna vilja fá sem flesta fyrriparta til þess að velja úr, er þeir spreyta sig við að botna. Lárus Hermannsson sendir þessa: Bezt er að hugsa helzt ei neitt og halda sig á bak við tjöldin. Gáskafyllsta gleði rlkir á gömludansa-kvöldunum. Ástin þín, sem aldrei dvín, yljar mér í sinni. Vinkona min, sem ekki vill láta nafns síns getið, sendir þessa fyrriparta: Þegar kemur kuldi ’ og haust, kulna bjartar vonir. Fyrstþig vantar fyrripart, fljótt ég úrþví bœti. Margir yrkja af innri þörf angur burt úr sinni. Ekkimeiraaðsinni. Skúli Ben Utanáskriftin er: Helgarvísur Pósthólf 66 220 Hafnarf jörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.