Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 16
16 Bækur og bókasöfnun XXVIII DV. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983. Þegar aögætt eru verkefni Lands- prentsmiöjunnar þau rúm 32 ár sem hún starfaði á árunum 1844—76, vekur athygli, hve lítiö er þar um- talsveröra rita, ef frá eru talin tíma- ritin, sem sum hafa þegar verið nefnd. Þeirra mest voru aö sjálf- sögöu „Tíðindi frá Alþingi Islend- inga”, sem svo hétu fram til 1873, en einnig blaðið „Þjóöólfur”, sem hóf göngu sína 1848. Kom hann út sam- fellt allan starfstíma prentsmiöjunn- ar og áfram á fimmta áratug eftir hennar dag, til 1920. önnur rit í þessum flokki voru minni og komu út skemur, að frátöldu blaðinu „Isa- fold”, sem var nýkomið fram á sjón- arsviöiö í lok þessa tímabils, 1874. Stiftsyfirvöld voru dragbíturinn Engan þarf að undra þá deyfð, er ríkti í þessum efnum, þegar haft er í huga, hvernig að málum var staðið, jafnvel eftir að Einari Þórðarsyni hafði verið falin á hendur stjórn prentsmiðjunnar með samningi dags. 6. ágúst 1855. Hans hlutverk var fyrst og fremst að hafa umsjón með daglegum rekstri og taka ákvarðanir um minniháttar verk- efni, en að öðru leyti hafði stjóm prentsmiðjunnar, stiftsyfirvöld, öll ráð í hendi sér. Verður tæpast annaö séð en að þau hafi talið sitt megin- hlutverk vera aö hafa gát á að Is- lendingar hefðu sig hæga og sættu sig í auömýkt viö umhyggju landsfeðr- anna. Þá bætti ekki úr, aösamkeppni um prentun hér á landi var að heita engin, þar sem lítil umsvif voru á vegum Akureyrarprentsmiöju lengi framan af vegna erfiðrar fjárhags- stööu hennar. Ekki von árangurs án framtaks Hafa verður þó í huga aö prentun og útgáfa bóka hér á landi hefur varla verið girnileg fjárhagslega vegna hins takmarkaöa markaöar og bágborins efnahags landsmanna, sem því hafi orðið að láta aðrar þarfir sitja í fyrirrúmi. Á þetta virðist hins vegar lítið hafa reynt, þar sem stjórnendur prentsmiðjunn- ar hafa augljóslega að mestu látið viö það sitja að veita viðtöku efni frá öðrum til prentunar, en minna farið fyrir eigin framtaki. Var þessu því á annan veg farið en áður t.d. í tíð þeirra feðga Magnúsar og Olafs Stephensen, sem báðir höfðu á hendi þó nokkra bókaútgáfu, hinn fyrr- nefndi reyndar í nafni hins marg- nefnda Landsuppfræðingarfélags. Nokkur slík útgáfufélög höfðu um þetta leyti verið starfrækt, langa hríö s.s. Hið íslenzka bókmenntafé- lag frá árinu 1816, en framan af voru svo til öll rit þess prentuð í Kaup- mannahöfn. Verður ekki rætt um þann þátt íslenzkrar bókaútgáfu aö sinni, en þess í stað að nýju horfið að ýmsum prentuðum bókum og öðrum ritum frá Prentsmiðju landsins á hennar dögum. Eru þau fæst sem fyrr segir sérlega eftirtektarverð þótt einnig sé að finna nokkur kver, semfengurvarí. Fornritin sátu á hakanum Áður hefur veriö minnzt á, hve lítið hafi veriö fengizt við útgáfur ís- lenzkra fomrita hér á landi frá fyrstu tíð og er tæpast blöðum um það að fletta, að í þeim efnum hefur ekki verið talið álitlegt að etja kappi við hinar þróttmiklu erlendu útgáfur á Norðurlöndum og víöar. Enn sat við hið sama nú, aöeins var út gefin um þessi efni ,,Sagan af Agli Skalla- grímssyni”, 1856, sem áður hafði verið prentuö í Hrappsey, 1782, og í Kaupmannahöfn, 1809. Einnig „Holta-Þóris saga”, 1876, og ,,Sex söguþættir”, útgefnir af Jóni Þor- kelssyni, 1855. Þá komu nú fram „Fjórar riddarasögur”, 1852, „Sag- an af Þjalar-Jóni”, 1857, og „As- mundar saga víkings”, 1866. Áður hefur verið minnzt á fylgirit Lærða skólans, en nokkur smárit um þessi efni voru útgefin í þeim flokki, aðal- lega vísnaskýringar eftir Jón Þor- kelsson. Bjartara framundan Verður hér látiö staðar numið að sinni, enda enn alllangt þar til Is- lendingar hæfust svo um munaði handa við útgáfu og prentun fornrita hér heima með hinu mikla framtaki þeirra Valdimars Ásmundarsonar, ritstjóra Fjallkonunnar, og Sigurðar Kristjánssonar, bóksala, er hófst með Islendingabók Ara Þorgilsson- ar, 1891. Varð ekkert lát á prentun þessa ritflokks, sem venjulega er nefndur Islendingasagnaútgáfa Sig- urðar Kristjánssonar, fyrr en áriö 1915, er honum lauk með síðasta (IV.) bindi Sturlungu. Verður þess- arar útgáfu nánar getið síöar. Leikritin hefja göngu Annar bókaflokkur, sem telja má að fyrst hafi séð dagsins ljós á um- ræddu starfstímabili Prentsmiðju landsins, 1844—76, voru leikritin. Að vísu hafði komiö út árið 1840, í Rand- ers í Danmörku, leikrit eftir prestinn Jóhann Gunnlaugsson Briem (1801— 80), sagt fyrsta leikrit gefið út í bók- arformi eftir islenzkan höfund. Hét það „Ridder Niels Ebbesen. Optrin frá Thronfolgetvisten í Danmark 1340. Berettet eftir de tilforladeligste Frasagn og Optengnelser”. Islenzk leikrit á 19. öld Islenzk leikrit útgefin fram til aldamóta 1900 eru hins vegar ekki mörg að tölu, eftir því sem næst verður komizt aðeins 21. Er því hér notað tækifærið að geta þeirra ásamt höfundum, að mestu eftir útkomu- árum. Sigurður Pétursson (1759—1827), sýslumaður. Hrólfur. Narfi. Komu út í safnritinu „Leikrit og nokkur ljóðmæli Siguröar Péturs- sonar”, Síöari deild. 1846. Magnús Grímsson (1825—60), áður nefndur ritstjóri tímaritsins ,,Ný tíðindi”. Kvöldvaka í sveit, 1848. Bónorðsförin 1852. Sveinbjörn Hallgrimsson (1815—63) og H. Johnson (Helgi Jónsson 1822—65), Sv. H. áður nefndur sem ritstjóri „Ingólfs” og Þjóö- Böðvar Kvaran skrifarum bæknrog ólfs”. Vefarinn með tólfkonga- viti, 1854. Matthías Jochumsson (1835—1920). Utilegumennimir, 1864. Helgi hinn magri, 1890. Skugga-Sveinn eða Útilegumennirnir (2. pr.) 1898. Hinn sanni þjóðvilji, 1898. Vesturfaramir, 1898. Jón Arason, Isafirðil900. Benedikt Gröndal (1826-1907). Gandreiöin, Kaupmannahöfn 1866. Indriöi Einarsson (1851—1939). Nýj- ársnóttin, Akureyri 1872. Hellis- menn, 1897. Sverð og bagall, 1899. Ari Jónsson (1833—1907). Sigríður Eyjaf jaröarsól, Akureyri 1879. Páll Jónsson Ardal (1857—1930). Strykið, 1892. Halldór Briem (1852-1929). Herra Sólskjöld, Akureyri 1892. Þorsteinn Egilsson (1842—1911). Prestskosningin, 1894. Utsvarið, 1895. Eggert O. Briem (1840—93). Gizurr Þorvaldsson, 1895—99. Pr. í „Draupni”, 3.-5. árg. Hólmfriöur Sharpe, f. Stephensen. Sálinhans Jónsmíns, 1897. Jafnvel þótt hér hafi tekizt að telja fram verk ísl. höfunda á móður- máli þeirra, er út komu á áðumefndu tímabili, er enn ógetiö allnokkurra þýðinga erlendra leikrita á íslenzku, ekki sízt Matthiasar Jochumsonar, en nú látið staðar numið. Vísast til upplýsinga um þessi efni í ítarlegar greinar Lárusar Sigurbjörnssonar, er birtust í Arbókum Landsbóka- safns Islands fyrir árin 1945 og 1948— 49, Rvík 1946 og 1950, en þær nefnast „Islenzk leikrit 1645-1946, (1946)”. Ennfremur „Upphaf leikritunar á Is- landi” eftir Steingrím J. Þorsteins- son, Rvík 1943. Orkt eftir pöntun Lítiö sem ekkert var prentað af ljóðmælum í Prentsmiðju landsins fy rstu árin, ef frá eru talin tækifæris- og erfiljóð, sem um þessar mundir og lengi síðan voru algeng. Er alkunna, aö ýmsir hagyrðingar höfðu nokkra atvinnu af slikum kveðskap um sam- landa sina lifs og liðna, sem þeir vissu oft lítil deili á fyrr en beiðni barstumljóðiö. Kaupmannahöfn var miöstöð Ijóöaútgáfu Þegar fram leiö á sjötta áratuginn tók ljóðabókum, útgefnum í Reykja- vík, nokkuð aðf jölga, en til þess tíma höfðu slíkar bækur og f jöldi rita ann- ars efnis verið prentaðar í Kaup- mannahöfn, og raunar framhald á í þeim efnum enn um tíma eða allt til aldamóta. Má í þvi sambandi aðeins minnast á „Kvæði” Eggerts Ölafs- sonar, Kh. 1832, „Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrimsson, Kh. 1847 og „Kvæði” Bjama Thórarensen amt- manns sama ár. Voru báðar þær síöarnefndu útgefnar af H.inu ís- lenzka bókmenntafélagi og af því að nýju, einnig í Kaupmannahöfn, á árunum 1883—84. Enn um Sveinbjörn Egilsson Af ljóöabókum prentuöum í Reykjavík á umræddu tímabili voru hins vegar nokkrar hinna helztu „Ljóðmæli” Sveinbjarnar Egilsson- ar, 1856, er komu út sem 2. bindi af ritum höfundar, 1855—56, en fyrsta bindið í tveim hlutum, fyrri og síðari deild, var þýðing Híons-kviðu Hómers. Áður hefur verið greint frá þýöingu S.E. á Odysseifs drápu Hómers í flokki boðsrita Bessastaða- skóla (sbr. XXIII grein), þá í óbundnu eða sögumáli á sama hátt og fyrmefnd Ilíons-kviða. Hann lét þó ekki við það sitja þar sem hann sneri Odysseifs drápunni einnig í ljóð og kom hún þannig fram í útgáfu Bókmenntafélagsins, Kh. 1854. Tæp eitt hundrað ár liðu þar til ljóðmælin komu út að nýju, þá hjá Máli og menningu, Rvík 1952, og þar minnist Snorri Hjartarson S.E. sem „þess manns sem við eigum hvað mest að þakka endurreisn íslenzkrar tungu og bókmennta á öldinni sem leið”. Reykjavíkur útgáfur af skornum skammti Af öörum ljóðaútgáfum á þessu tímabili má nefna ,,Snót, nokkur kvæði eptir ýmis skáld”, 2. útg., Rvík 1865, en áöur hafði ljóðasafn þetta komiö út í Kaupmannahöfn 1850. Ennfremur „Ljóðmæli” Kristjáns Jónssonar (1842—69), sem nefndur hefur verið „Fjallaskáld”, Rvík 1872, svo og „Nokkur ljóðmæli eftir Brynjólf Oddson” (1824—87), 1869. Var hann starfandi bókbindari í Reykjavík um árabil, en einnig á Isafirði. Þá komu út eftir Magnús Grímsson, sem fyrr hefur verið nefndur, „Smákvæði og vísur, undir ýmsum lögum”, I., 1855, en ekki varð framhald á þeirri útgáfu. Þekktastur er M.G. hins vegar fyrir samstarf sitt við Jón Ámason um söfnun og skráningu íslenzkra þjóösagna og ævintýra, en útgáfa þeirra, „Islenzk æfintýri. Söfnuð af M. Grímssyni og J. Árnasyni”, kom út 1852. Var kver þeirra, (VIII, 144 bls.), fyrsta sýnis- horn þessa lesefnis, sem alla tíð síðan hefur verið eitt hið vinsælasta með þjóðinni. Enn má nefna „Ljóðmæli. Ný útgáfa”, Þorláks Þórarinssonar, 1858, sem raunar var 4. útgáfa ljóðanna. Komu þau upphaflega út á Hólum 1775 og þar aftur 1780, en síðan í Viðey 1836, alla tíð þekktust undir nafninu „Þorláks- kver”. Ljóð Benedikts Gröndal Engin tök eru að gera ljóðaút- gáfum í tíð Landsprentsmiöjunnar frekari skil hér, en yfirleitt var þar um aö ræða minni háttar útgáfur eöa smáprent. Þó væri ver að staðið, ef ekki væri nefndur aö nýju (sbr. leik- ritið „Gandreiðin”) einn aösóps- mesti og mikilvirkasti höfundur 19. aldarinnar, Benedikt Gröndal Svein- bjarnarson, sonur fyrrnefnds Svein- bjamar Egilssonar, rektors Lærfia skólans. Eftir hann kom út á þessum árum „Drápa um Örvar-Odd, sett í tólf kvæði”, Rvík 1851, .JCvæði og nokkrar greinarum skáldskap og fagrar menntir”, Kh. 1853, og „Kvæði” I., Rvík 1856, sem ekki varð framhald á. Þá kom út eftir hann „Ragnarökkur. Kvæði um norður- landa guði”, Kh. 1868 og aö hluta ljóðmælin „Svava. Ymisleg kvæði eptir Benedikt Gröndal, Gísla Brynjúlfsson og Steingrím Thor- steinsson”, Kh. 1860. Verður nánar minnzt á B.G. í upphafi næstu grein- ar. Böðvar Kvaran. bökasöfnun Fyrsti vísir að alnimnri bóhaútgáfu r\r\ ('opLEIKliR í FJ.M.M {-ÁTTIJM.rRP \ CVAV A 0“ / SAMiB mxm: MATTHÍAS J0CHU.USS0N. Matthíds Jochumsson var mikilvirkastur fyrstu íslensku leikritahöfund- anna, en auk þess þýddi hann mörg verk hinna x sígildu höfunda, Ibsens, Byrons og Shakespeares. t Hér er sýnt titilblað af fyrsta leikriti M.J., Úti- legumönnunum, Reykjavík 1864. ItEYKJAVÍK. MIMiCCLXIV í VKlÍIVTá&UUJV ÍHI«AK W. HJÁ ElKAUl ]» Ó K Ð A K S Y N1.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.