Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGÁÆÓÁöUR UÖKTÖBERvl9e3' ' ’ Sérstæð sakamái Sérstæð sakamál Lögreglan komirt á sporíð ? I Chicago var sett á stofn öflug lög- reglusveit til aö hafa uppi á morðingj- anum eða morðingjunum. Var hann eða þeir geðveikt fólk? Kannski ein- hver sem rekinn hafði verið frá John- son & Johnson og vildi hefna sín á þeim á þennan hátt? Eða ef til vill samkeppnisaðili á markaðnum? Þetta var líkast martröö. Þegar fólk svo hætti að kaupa Tylenol myndi morð- inginn þá snúa sér að öðrum lyfjum? Eða kannski matvælum? Eftir nokkurra daga árangurslausa leit kom bréf, handskrifað, til Johnson & Johnson. Sendandinn krafðist milljón dollara og þá skyldi dauðsföll- unum linna. Rithöndin vísaði lögregl- unniá sendandann. James Lewis var góðkunningi Ittg- reglunnar áttur en nafn hans i sambandi vitt Tylenol-morðin kom upp. Prince tók glasiö úr hillunni. Ekki langt frá stóö skeggjaður maður sem fylgdist grannt með henni. Sá reyndist líkjast mjögLewis. I heimabæ Lewis, Missouri, upplýsti lögreglan að Lewis hafði eignast van- gefna telpu, sem 1974 hafði látist í hjartaaðgerð. Lewis ásakaði Johnson & Johnson um dauða hennar, þar sem telpan hafði verið á lyfjum frá fyrir- tækinu. Lewis haföi einnig gerst brot- legur á mörgum sviðum. Tvítugur hafði hann reynt að ráöa stjúpmóður sína af dögum. Og tvisvar hafði hann lent á geösjúkrahúsi. Nú var engu líkara en jörðin hefði gleypt Lewis og konu hans. Hvar gátu skötuhjúin falið sig? Myndir af þeim voru birtar í blööum. Og í New York kom fyrsta vísbending- in. Kona, sem líktist LeAnn, hafði unn- ið á fasteignasölu þar í borg. Vinnu- félögunum þótti hún undarleg. Hún hafði gefiö upp hótel eitt sem heimilis- fang og eftir að myndir af Lewis-hjón- unum höfðu birst í blöðunum hafði Nancy Richardson, en svo kallaði hún sigþar, ekkimætttilvinnu. Um þetta leyti hringdi maöur á fast- eignasöluna og sagðist vera eiginmað- ur Nancy Richardson. ,JCona mín verður því miður að segja upp stöðunni á skrifstofunni,” sagði hann. ,,Hún er með nýmasjúk- dóm og komin á sjúkrahús. Má ég lita inn einhvern daginn og sækja dótið hennar?” En það kom enginn að sækja dótið hennar Nancy Richardson. Enn var eins og jörðin hefði gleypt Lewis og Le Ann. Þau höfðu búið á Rutledge Hotel fyrir 95 dollara á dag. Nú voru þau á bak á burt og höfðu aðeins skilið eftir sig tvö kort, annað yfir New York, hitt yfir Bandaríkin öll. Haldlitlar upplýsingar Lögreglan fann hvorki tangur né tetur af skötuhjúunum. Að visu fengust ýmsar ábendingar frá fólki, sem þótt- ist hafa séð þau hér og þar, en þær reyndust haldlitlar. Lögreglan reikn- aði með að þau héldu sig enn í New York því að James Lewis hafði sent dagblaöinu Chicago Tribune mörg bréf þar sem hann lýsti sig saklausan. Það hlaut aö þýða það að hann læsi blaðið reglulega og lögreglan hafði vakandi auga með útsölustöðum blaðsins í New York. Vikurnar liðu hver á eftir annarri. Hafði skötuhjúunum virkilega tekist að sleppa í gegnum netið? Sá seki fundinn? Þrettánda desember 1982 var Don- ald Alex, eins og venjulega við vinnu sína á bókasafni á Manhattan. Hann leit upp frá vinnu sinni þegar maöur gekk fram hjá skrifborði hans. Maðurmn virtist rúmlega þrítugur, nýrakaður og þrekinn. Hann var meö gleraugu, í blá- um nankinsbuxum. Hann kom Alex kunnuglega fyrir sjónir. Hvar hafði hann séð þetta andlit áður? Hann mundi það skyndilega. Þetta var James Lewis sem svo oft höföu birst myndir af i blöðunum. Donald Alexis þautínæsta síma. Þegar lögreglan kom á vettvang sat James Lewis eða Robert Richardson, eins og hann kallaði sig nú, hinn róleg- asti við eitt borðið í lessalnum. Hann var óvopnaður og sýndi engan mót- þróa. Handtaka Lewis vakti mikla athygli. En hvar var LeAnn? Það upp- lýstist strax næsta dag. Hún hafði sam- band við lögregluna. „Eg hef áhyggjur af manni mínum,” sagði hún. „Eg vil vera þar sem hann er.” Lögreglan handtók hana lika. Með því lauk tveggja mánaða leit. James Lewis og LeAnn hafa ekki enn verið kærð fyrir Tylenol-morðin. Það vantar óvefengjanieg sönnunar- gögn. Hins vegar hafa þau verið sökuð um fjárkúgun á hendur Johnson & Johnson. Það breytir ekki því að þau eru sterklega gnmuð en strangt tekið mætti láta þau laus gegn tryggingu, en í þessu tilviki er hún svo há að hvorki þau né aöstandendur þeirra hafa nokk- ur tök á að útvega það fé. Fjárkröfur Fyrirtækinu Johnson & Johnson tókst að innkalla öll glösin úr fram- leiðslunni merkt MC 2880 og síðan hefur ekkert dauðsfall orðið af völdum Tylenol. Hins vegar hafa ættingjar þeirra sem létust gert háar fjárkröfur á hendur fyrirtækinu. 21 Slappaðu af með Úrva/ í hendi. r Urval LeAnn Lewis vann 6 fasteignasölu í New York þegar málifl kom upp. Það var James nokkur Lewis, 36 ára gamall góðkunningi lögreglunnar. Hann var eftirlýstur í Kansas fyrir kredit-kortasvindl. 1978 hafði hann verið grunaður um morð sem framiö hafði verið í Kansas City. Kona hans hét LeAnn. Þau gengu undir ýmsum nöfnum, meðal annars Robert og Nancy Richardson. Þau bjuggu í Belden Avenue í Chicago, en voru horfin sporlaust þegar lögreglan kom þangað. Það fór ekki á milli mála að Lewis haföi skrifað bréfið en var hann morö- inginn? Það var engan veginn víst, en ýmsar staðreyndir beindu að honum sterkumgrun. Til dæmis hafði verið hægt að kom- ast að í hvaða stórmarkaði Paula Prince flugfreyja hafði keypt sitt Tylenol-glas. Af sjónvarpsskermi í markaðnum var hægt aö sjá, hvar KJÖTBORÐIÐ VEKUR ATHYGLI OPIÐ KL.10-4 í DAGLAUGARDAG. E EURQCARO EIÐISTORG111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.