Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR19. OKTOBER1983. Niðurstöður skoðanakönnunar DV um fylgi ríkisstjérnarinnar: Hvað segja þau? Samkvæmt niðurstöðum skoðana- að 48,2% þeirra sem spurðir voru, afstöðu, voru 63,5% fylgjandi stjórn- könnunar DV, um fylgi ríkisstjórnar- kváðust vera fyigjandi ríkisstjórninni inni en 36,5% andvígir. innar, sem birtar voru í blaðinu í gær, og 27,7% andvigir. Óákveðnir voru DV leitaði til þingmanna stjómmála- styður töiuverður meirihluti kjósenda 20,7% og 3,5% vildu ekki svara. flokkanna og spurði þá álits á ofan- stjórnina. Voru helstu niðurstöður þær Ef aðelns voru teknir þeir sem tóku greindum niðurstöðum. -JSS Geir Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalags: „Nýjar ríkis- stjórnir njóta dágóðs fylgis” „Mér koma þessar niðurstöður ekkert sérstaklega á óvart. Það er mjög venjulegt að nýjar ríkisstjómir njóti dágóðs fylgis, jafnvel eitthvað umfram fylgi stjómmálaflokka,” sagði Geir Gunnarsson, alþingismaður Alþýðubandalagsins. „Einnig ber á það að líta að allt síðasta þing hafði þáverandi ríkis- stjóm ekki meirihluta á þingi og það setti sitt mark á stjórnmálin. Fólk vill aö það sé fyrir hendi ríkisstjórn sem hefur afl til aðgerða. Ég tel, aö hvaða ríkisstjórn sem hefði tekið við hefði notið þeirrar afstöðu almennings. En niðurstöðumar segja þó ekki alla söguna. Þama er fjöldi fólks sem tekur ekki afstööu. Eg tel aö þegar fólk hefur búið við þessa stórfelldu kjaraskerð- ingu um enn lengri tíma en nú er liðinn þámuniþessartölurbreytast.” -JSS Stefán Valgeirsson, . þingmaður Framsóknarflokks: „Hefur mikinn meirihluta” „Það er erfitt aö meta slíka niður- stöðu að öðm leyti en því að auðséð er að ríkisstjómin hefur mikinn meiri- hluta. Það má reikna með því að mikill hluti af því fólki sem vill ekki tjá sig sé í raun og veru hlynntur ríkisstjórn- inni,” sagöi Stefán Valgeirsson, þing- maöur Framsóknarflokksins. „Það má reikna með því að umrædd- ur hópur sé óánægður með sín kjör og vissulega em margir sem dæma ríkis- stjórnina út frá eigin hag í augnablik- inu, sem er vitaskuld eölilegt. En ég átti von á niðurstöðum sem þessum. Það veröur að gera sér grein fyrir þvi aö það eru stærstu flokkarnir sem standa aö ríkisstjórainni. Miðaö viö þær horfur, að við séum að ná tökum á verðbólgunni, ef ekkert kemur fyrir, átti ég von á þessu. Mér er það hins vegar ljóst að það eru greiðsluörðugleikar hjá mörgum og það em þeir sem ekki eru ánægðir en hugleiða þaö ekki að við getum ekki skipt því endalaust sem ekki er til. Hitt má svo deila um hvort skiptin séu rétt- Iát.” -JSS Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, þingmaður Kvennalista: „Mjög ein- hliða mynd” „Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart,” sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, þingmaður Kvenna- lista. „Sú mynd sem hefur verið gefin af þvi sem ríkisstjórain hefur verið að gera hefur verið mjög einhliða. Stjómarandstaða hefur lítið komist með sinn málflutning. Hún hefur ekki komið honum á framfæri þar sem hún er málgagnslaus. Þingið er fyrst að koma saman núna, þannig að núna er umræðan fyrst að hef jast. Engu að síður má ef til vill segja að þessar niðurstöður sýni það að fólk sé að vona að bráðum komi betri tíð með blóm í haga, eins og skrifað stendur. En niðurstaðan er í sjálfu sér ekki ósennileg miðað við þær forsendur sem éghefáðurnefnt.” -JSS Bfað likum Irntur mun glæsileg ferja leysa fíóabátínn Baldur afhólml iður en langt um Hður. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Aiþýðuflokks: „Stjórnin stendur ekki mjög traust- um fótum” „Það má gera ráð fyrir að rikis- stjómin njóti ekki trausts þeirra sem em óákveðnir. Sé þaö hlutfall reiknað með þeim sem andvígir eru ríkis- stjóminni stendur hún ekki mjög traustum fótum,” sagði Jóhanna Sig- uröardóttir, þingmaður Alþýðuflokks- ins. „Það er því eins gott að stjórnin láti hendur standa fram úr ermum og sýni hörku á öðrum sviðum en í launamál- um. Eg tel líka að þessi niðurstaða endur- spegli aö ríkisstjórnarflokkarnir hafa mun betra tækifæri til aö koma sínum sjónarmiðum á framfæri í gegnum fjölmiðla og blaðakost heldur en stjómarandstaðan. Niðurstöður sýna ennfremur að það er því miður orðið greipt í huga margra aö ríkisstjómin sé að gera eitthvaö raunhæft í efna- hagsmálum, jafnvel þótt eingöngu sé um kmkk í launin að ræöa. Meðan ríkisstjómin heldur áfram að fá viður- kenningu fyrir slíkar aðgerðir eins og þessi skoðanakönnun virðist bera með sér þá óttast ég að það veiti stjóminni lítið aöhald sem geti leitt til þess að ekkiverðibreyttumstefnu.” -JSS Kristín Kvaran, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna: „Hvenæráttar fólk sig á hvert stefrar?” „Mér finnst mjög eðlilegt að skoðanakönnun DV sýni þetta fylgi ríkisstjóminni í vil,” sagði Kristín Kvaran, alþingismaður Bandalags jafnaðarmanna. „Stjóminni hefur tekist aö sýna fram á varanlega lækkun veröbólgu og launafólk er ekki farið að finna fyrir raunverulegum afleiðingum afnáms samningsréttarins vegna þess að enn eiga eftir að dynja yfir hækkanir á t.d. vöruverði og þjónustu, og þar með rýrnar kaupmátturinn. önnur ástæða, sem gerir það að verkum að fólk áttar sig ekki á þessu ennþá, er sú að í fjárlagafrumvarpi er reiknaö með því að laun hækki á bilinu 4—6% á næsta ári. I þjóöhagsáætlun er gert ráö fyrir 5% gengisbreytingu til hvorrar áttar, eins og það segir þar. Verði gengið fellt, segjum um 5% á næsta ári, er búið að slétta út þá launa- hækkun sem er fyrirhuguð. Ef við segjum að veröbólgan veröi, eins og reiknað er með, 20% á ársgrundvelli á næsta ári þá þýðir það einfaldlega 20% launaskerðingu í viðbót viö þá sem er orðin nú þegar. Maður hlýtur því að spyrja sig fyrst og fremst hvað h'ði langt þangað til fólk fer aö átta sig á þvíhvertstefnir.” -jss Pálmi Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: „Koma ekki á óvart” „Vitaskuld ber að taka allar skoðanakannanir með fyrirvara. En þær hafa þó viljað gefa ákveðnar bend- ingar og þessar niöurstöður koma ekki neitt sérstaklega á óvart,” sagöi Pálmi Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Það ber að hafa það í huga að núverandi ríkisstjórn er mynduö af tveim stærstu flokkum þjóðarinnar og hefur því mikiö fylgi. ” -JSS L'tið að gera hjá flóabátnum Baldri: 2 milljónir í hönnun Breiða fjarðarferju Veitt hefur verið 2 milljóna króna heimild til að halda áfram hönnun og módelprófun á væntanlegri Breiða- fjarðarferju sem leysa á flóabátinn Baldur af hólmi. Nýja ferjan, sem enn hefur ekki hlotið nafn, mun vera um 200 tonn að stærð, 32 metra löng, 9 metra breið, rúma 15 fólksbíla og taka 130 manns í sæti í reyksal. Líkt og flóabáturinn Baldur mun nýja ferjan þjóna Breiða- fjarðarbúum og gestum þeirra og sigla á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í þeim eyjum sem eru í byggö. Flóabáturinn Baldur siglir nú tvisvar í viku um Breiðaf jörðinn og á skrifstofu útgerðarinnar í Stykkis- hólmi fengust þær upplýsingar að lítið væri að gera. Svo mun einnig hafa veriðísumar. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.