Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐVnCUDAGUK 191OKTOBER1983. Stóraukið framlag til Hallgrímskirkju á fjárlögum: Ljúkum kirkj- unni 1986 með sama áframhaldi — segir formaður byggingarnefndar Á f járlögum næsta árs er lagt til aö fjárveiting til Hallgrímskirkju í Reykjavík veröi hækkuð úr éinni milljón króna, sem hún var á núver- andi fjárlögum, í 4,3 milljónir króna. Eru fáir liðir á f járlögum næsta árs, sem fá jafnmikla hlutfallslega hækk- un. Aö sögn Hermanns Þorsteinsson- ar, formanns byggingamefndar Hallgrímskirkju, hefur gætt aukins skilnings meöal ráðamanna á mál- efnum Hallgrímskirkju. Til dæmis nefndi hann aö núverandi borgar- stjómarmeirihluti heföi aukið fram- lag sitt til kirkjubyggingarinnar úr tæpum hundraö þúsundum í fyrra í 1 milljón í ár. Og nú sýni fjármála- ráöherra, Albert Guðmundsson, þann stórhug aö ætla aö auka fram- lag ríkisins um 3,3 milljónir króna. „Viö erum náttúrlega mjög glaöir og teljum þetta tímamót,” segir Her- mann. ,,Og ef svo heldur fram sem horfir þá ljúkum viö kirkjunni 1986, á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar.” Þess má geta aö Hallgrímskirkja hefur veriö í byggingu siöastliöin 38 ár. SþS Vilhjálmur og Eysteinn rölta Asvallagötuna þar sem þeir búa báðir þegar þeir eru ekkl eystra. EYSTEINN OPNAR GERÐABÓK FRAM- SÓKNARFLOKKSINS — Vilhjálmur H jálmarsson ritar ævisögu Eysteins Jónssonar Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum ráöherra, er þessa dagana aö leggja síöustu hönd á fyrra hefti ævisögu starfsbróöur síns, Eysteins Jónssonar. Nú í haust eru einmitt liöin 50 ár síð- an Eysteinn settist fyrst á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og glugga þeir fé- lagar einmitt í gerðabók flokksins, sem ekki hefur verið fyrir hvers manns augum hingað til. Þá verður sitthvaö dregiö fram af minnisblööum Eysteins frá litríkum stjórnmálaferli en meginuppistaða verksins eru sam- töl Vilhjálms við Eystein um feril hans, skoðanir og viöhorf. Þar sem þetta er fyrra bindi ævisög- unnar eru kreppuárin og stríðsárin, meö tilheyrandi stórmálum, allfyrir- feröarmikil, þótt víða sé komið viö. Að sögn Olafs Ragnarssonar, bóka- útgefanda í Vöku, má stíla á þann lif- andi og læsilega stíl, sem Vilhjálmur gat sér orö fyrir þegar hann ritaði minningar frá ráöherratíö sinni. Bókin kemur út á næstunni. -GS Hér á auðu lóðinni á stjórnsýsluhúsið á Isafiröi að rísa. Verður það mikið hús, eða um 12.000 rúmmetrar, og á eftir að setja mikinn svip á bæinn. ísafjöröur: Stjórnsýsluhús við Hafnarstræti Isfiröingar hafa ráðist í þaö stórvirki aö reisa stjómsýsluhús á Isafiröi. Hefur því verö valinn staöur við Hafnarstræti, eöa á lóðinni á milli Silfurtorgs og Pollsins. Kemur hús þetta, sem verður um 12.000 rúmmetr- ar að stærö, til meö að setja mikinn svip á bæinn enda engin smábygging. Isfirðinga hefur lengi dreymt um aö byggja ráöhús í bænum, en af fram- kvæmdum hefur aldrei orðið. Var ástæðan m.a. að talið var æskilegt aö, bæjarbúar gætu einnig sótt þjónustu ýmissa ríkisstofnana á sama staö og skrifstofa sveitafélagsins væri til húsa. Voru hafnar viðræður um þaö mál og í sumar undirritaður samningur um hönnun, smíði og rekstur stjómsýslu- CORVARA sófasett til sölu. Einnig bar + fjórir stól- ar. Allt frá SELVA. Uppl. í síma 92-3428 og 92-2267 eftir kl. 18. húss. Eiga margir aöilar þar hlut aö máli, eöa Isafjarðarkaupstaöur, ríkis- sjóöur, Utvegsbanki íslands, Fjórö- ungssamband Vestfirðinga, Lífeyris- sjóöur Vestfirðinga, Brunabótafélag Islands, Endurskoðunar- ogbókhalds- stofa GEK, Verkfræðistofa Siguröar Thoroddsen og Tryggvi Guðmundsson lögfræöingur. Veröa allir þessir aöilar með skrifstofur í húsinu. Þessir aöilar hafa nú ákveöið aö efna til samkeppni um hönnun hússins og er það í fyrsta sinn sem efnt er til sam- keppni um uppdrætti aö stjómsýslu- húsi á tslandi. Verðlaunafé er 420 þúsund krónur, þar af em 1. verðlaun- in ekki undir 200 þúsund krónum. -klp- Ólafsvík: Vitlaust að gera alls staðar — vantar tugi manna til starfa verkun hefur reynst mun meiri en áætlað var eftir aö erlendir kaupend- ur hættu aö taka viö saltfiski nema að hringormur væri hreinsaöur úr honum. Enn er verið aö vinna aö því úr afla síöustu vertíðar. I sumar höfðu allir unglingar í Olafsvík atvinnu og sömuleiöis aökomuunglingar af þéttbýlissvæð- inu og útlendingar. Aö lokum hafði Gylfi þaö eftir bæjarritara aö engin skráning at- vinnulausra heföi fariö fram á þessu ári fremur en undanfarin ár í Ölafs- vík. -GS Þrátt fyrir að tvö af afkastamestu skipum Olafsvíkinga hafi veriö seld til Vestmannaeyja og þaö þriðja hafi verið frá um skeið vegna bilana, er feikinóg atvinna í Olafsvík. Aö sögn Gylfa Magnússonar, eins' eiganda fiskvinnslustöðvarinnar Bakka hf., hefur verið mikil vinna hjá honum allt áriö og stöðugt vantað fólk. Hann gæti t.d. bætt við sig 20 til 25 manns strax. Hann hefur ítrekað auglýst eftir fólki en fær þó aldrei nægan mannafla. Nú stendur m.a. fyrir dyrum hjá honum að pakka 100 tonnum af skreið fyrir áramót. Gylfi sagöi að sama ástand væri í öörum atvinnugreinum, enda væru mörg stórverkefni í gangi á staðn- um. Þar má nefna byggingu nýs fé- lagsheimilis og sjö íbúöa fyrir aldr- aöa, endurbyggingu trébryggju í höfninni og nú um daginn var verið að taka grunn fyrir f jölbýlishúsi, þar sem eiga að veröa sjö verkamanna- bústaöaíbúðir. Þá fara færri bátar á síld en áður og eru því heima viö. Nú eru bátar t.d. að hefja línuveiðar og munu landa heima. Þeir eru ekki enn fullmannaöir. Nokkrir heimamenn fóru aö vinna hjá Hagvirki viö Ennis- veginn í sumar og héldu áfram hjá fyrirtækinu uppi á fjöllum. Loks má svo geta þess aö vinna við saltfisk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.