Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVKUDAGUR19. OKTÖBER1983. Menning Menning Menning Menning Úr dagskrá Stúdcntaleikhússins, Hvers vegna láta bömln svona? sem f rumsýnd var á föstudagskvöld. Stúdentaleikhúsið: HVERS VEGNA LÁTA BÚRNIN SVONA? Dagskrá um atómskóld. Anton Helgi Jónsson og Hlín Agnarsdóttir tóku saman. Leikstjórn: Hlín Agnarsdóttir. Tónlist: Sigríður Eyþórsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir. Einskonar kabarettform um frjálslega valiö efni til leiks og fram- sagnar hefur einatt gefist vel á dag- skrám Stúdentaleikhússins í sumar. Og gefst vel á nýju sýningu þess: frjálslegt flutningsformiö heldur þvingunarlaust utan um eiginlegt efni dagskrárinnar, ljóð nokkurra atómskálda sem svo voru eitt sinn nefnd. Og flutningsmátinn gæöir dagskrána heilmiklum þokka hvaö sem líöur ljóðrænni eða leikrænni úr- lausn einstakra texta. Og formið er hnyttilega til fundið: fyrri hluti sýningarinnar gerist á einskonar fundi um atómskáld- skapinn og rifjar upp hin og önnur vígorð úr deilunum sem eitt sinn stóöu um svonefnda formbyltingu ljóðagerðar, en í seinni hluta er um- gerðin lausleg leikgerð á einni helstu smásögu Ástu Sigurðardóttur, Götunni í rigningu. Að vanda er sviðssetningin áh'ka frjálsleg og formið er lauslegt: leikið á fjórum sviðum fyrir veggjum félags- stofnunar og inni á milli leikhús- gesta. Og þetta fer sem sé ansi vel, enda var sýningunni ágætlega tekið á frumsýningu á sunnudagskvöld. Skyldu atómskáldin gömlu vera orðin góðskáld í nýrri kynslóö les- enda, kannski í þann veg að verða þjóðskáld? Liklega lítil ástæða aö spá í það af þessu tilefni, en ekki fann ég betur en hlýtt væri með athygli á aöalefnið, ljóðin sjálf í Stúdentaleik- húsinu, þrátt fyrir næsta misjafnan flutning þeirra. Ljóöavaliö var nokkuð fjölbreytt, flest eftir Sigfús Daðason, Jón Oskar, Hannes Sigfús- son, en einnig ljóð og brot og þýðing- ar eftir Geir Kristjánsson, Thor Vilhjálmsson, Einar Braga, Jónas Svafár, Guðberg Bergsson. Fjölbreytnin var, held ég, kostur og prýði dagskrárinnar, frekar en reynt væri að leggjast djúpt í efnið, einstaka texta, eða tefla þeim saman í nýstárlega heild. Lítil ástæða að gera upp á milli flytjenda, en raunar fannst mér Anton Helgi Jóns- son fara fallega með sumt af ljóðum Sigfúsar Daöasonar, Soffía Karls- dóttir með ljóð eftir Jón Oskar, og þau Anton Helgi og Vilborg Halldórs- dóttir brugöu upp skýrri svipmynd af einstæðingunum úr sögu Ástu. Allt á litið sjáleg sýning, góð dægradvöl í Stúdentaleikhúsinu í stíl og stefnu sem þar hefur vel gefist. Allt úr eggi Það er engu líkara en fariö sé að losna um brúðumar í Leikbrúðu- landi. I þremur af fjórum þáttum í Tröllaleikjum eru þær sloppnar út úr svarta kassanum þar sem þær bjuggu í upphafi, og í tveimur þátt- um hafa þær losaö sig viö talaöan texta og þar með leikara aö leggja sér orð í munn. Frelsi er mesta þing. Á sýningunni i Iðnó á sunnudag fannst mér mest gaman aö tveimur síöari þáttunum, báðum eftir Helgu Steffensen. Eggiö er myndrænt tilbrigði við fomt latneskt orðstef: allt h'f úr eggi, þar sem dáhtil saga um leið manns frá vöggu til grafar spinnst úr leik með form eggs og femings, Ijós og liti. Þátturinn hélt víst athygli bama í salnum síður en hinir, en var í öllu falli vísbending um skáldlega kosti og möguleika sem brúðuleikhús get- urnotiðognýttsér. Aftur á móti brást ekki athygli gesta á síðasta þættinum um Risann draumlynda þar sem brúður færast í líkamsstærð á sviöinu: ævintýri um tröllahjón, kerlingin öll í því verk- lega en karlinn lifir í draumi. Leiklist Ólafur Jónsson Brúðugerðin sjálf hefur hingað til verið stærsti styrkur Leikbrúðu- lands, en þarna fengu brúöumar mál og sögðu meö myndinni og látbragði einu saman sérkennilega hugnæma sögu um sambland, samspii draums og veruleika. Þetta er ekki sagt til að vanþakka hina þættina, ieikgerð Bryndísar Gunnarsdóttur eftir sögunni af Bú- kohu, né Ástarsögu úr fjöllunum, leikgerð Hahveigar Thorlacius eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Ástar- sagan varð raunar heilmikil veisla fyrir augað, og gerði séreins og líka þátturinn um risann, gagn að stæröarmun sem verður á brúðum, leikmynd öh ein risabrúða sem um leiö er fjalhö sem trölhn byggja. En þátturinn varð myndræn útsetning sögunnar, sem Jón Sigurbjörnsson sagði jafnharöan, frekar en leikræn útfærsla hennar handa brúöum. Svipaða gUti um Búkollu þó hún sé í minna broti: myndræn endurgerð þjóðsögunnar sem Sigurður Sigur- jónsson flutti, myndefnið sjálft að sönnu gert með heilmiklum hagleik og skopvísi. Eins og endranær í Leikbrúðu- landi er mikiö lagt í tónhst við leik- ina, frumsamin músík eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson, Áskel Másson við þrjá þættina, en við Eggið er flutt tónhst eftir De- bussy. Leikbrúðuland rúmast nú ekki lengur í húsakynnum sínum á Fríkirkjuvegi, og að vísu sómir sýn- ingin sér hiö besta á sviðinu í Iðnó, veigamesta verk brúðuleikhússins tU þessa að ég ætla. En salurinn er í stærra lagi fyrir brúður, þar sem ég sat á 13da og næstaftasta bekk, var ekki hægt að nema til hlítar öU blæ- brigði leiks og myndar á sviöinu. En gæti menn þess að fá sæti framar- lega er þama fýrir víst i boði hin besta skemmtun, ekki bara handa börnum heldur fullorönum engu síð- ur. Eins og vera ber í leikhúsi. Kvaddi Irfið dyra I útvarpsleikriti Andrésar Indriöa- sonar, FiðrUdi, berst ung stúlka alls óvænt upp í bU tU roskins rithöfund- ar: hann segir í leiknum söguna af fundi og kynnum þeirra. Það var haganlega með þetta form farið í út- varpinu á fimmtudagskvöld, sam- fléttu frásagnar og leiktúlkunar. Og það sem í fyrstu vakti aðaUega eftir- tekt manns á efninu var lýsingJEddu Heiðrúnar Bachmann á Ingu, ungu stúlkunni sem gerir allt svo ótryggt í kringum sig. Hennar vegna verður ekkert úr vinnu sögumanns að bók- inni sinni í sveitinni, fyrr en varir er hann búinn að opna hjarta sitt fyrir henni, hefði hennar vegna orðið mannsbani áöur en lauk. Hvaö kom eiginlega fyrir hann? Ingii er eða viröist vera alvanaleg ung stúlka. Andrési Indriöasyni hef- ur lánast aö leggja henni orð í munn, semja hlutverkið upp úr efnivið raunverulega talaös máls sem auð- velt var að nema sem veruleika við útvarpstækið. Og úr þessu efni orti Edda Heiðrún alveg ljóslifandi kven- lýsingu úr hreimi og hljómfalh máls- ins ekki síður en merkingu ræðunn- ar: áheyranda fannst eins og sögu- manni aö af þessari stúlku væri alls að vænta og enginn vegur að vita hvar maður hef ði hana. Það er samt rithöfundurinn sem er aðalmaður í leiknum, þetta er hans saga, og eftir á að hyggja bein- ist áhugi manns aöaUega aö honum. Hver var hann þessi Steinar örn sem ætlaði aö verða píanisti en lamaðist í fingrum og lagðist í flakk út um heim? Hvað skyldi hann hafa ætlað að skrifa um verslunarmannahelg- ina? Við þessu veittust fá svör í leiknum, þótt Róbert Amfinnsson færi látlaust og áheyrilega með hlut- verkið og frásögnina. En leikurinn Uggur í hring utan um sögu Steinars og lýkur þar sem hann byrjaði á þjóðveginum. Steinar komin i sömu spor og Gotti félagi Ingu: Helgi Bjömsson sem ekki réð neitt við hana og gat þó ekki séð hana í friði og ætlaði um síðir að nauðga henni á gólfinu hjá rithöf undinum. Þegar þau skiljast á veginum er að vísu ekkert hengiflug framundan. Og aUsendis virðist það óUklegt að Steinar Öm hætti á það öðru sinni að taka ókunnugan kvenmann á fömum vegi upp í bíl til sín. Inga fékk nóg af honum þegar rann upp fyrir henni að hann var ekki sá sem hann þóttist og átti hvorki hús né bíl. Og einhvern- veginn er áheyrandann líka farið að gruna, þegar hér er komið, að varla sé mikils í misst þótt hann ljúki aldrei við bókrna sem stúlkan glapti hann frá. Lárus Ýmsir Oskarsson stjórnaði flutningi leiksins sem var í alla staði hinn áheyrUegasti. Tónleikar í Norræna húsinu 16. október. Fiytjendur: Jónas Ingimundarson píanóleikari og Sigrún Björnsdóttir leikkona. Verkefni: óður steinsins. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Myndir: Ágúst Jónsson. Ljóð: Kristján frá Djúpalæk. Stundum erum viö minnt á þaö aö höfuðborgin er síður en svo eina menningarsetur landsins. Um helg- ina, þegar höfuðstaðarbúar urðu að velja á miUi þrennra tónleika, gerð- ist ég að minnsta kosti svo vanþakk- látur, aö óska þess að komast einnig á sama degi yfir að hlýða á tónleika í höfuðstaö Norðurlands. Þar nyrðra var, meðal annars, veriö að frum- flytja þá Oð steinsins. En við hér, allsnjótandi í höfuðstaðnum, þurft- um ekki að bíða nema viku, þá feng- um við einnig að njóta þessa nývirkis í Norræna húsinu. Ekki réttlætanlegt nema snilldarvel sé gert Öður steinsins er að vísu ekki að öUu leyti nývirki. Myndir Ágústs Jónssonar, steinasafnara, af næfur- þunnum steinfh'sum upplýstum, teknar í gegnum smásjá, ásamt ljóð- um Kristjáns frá Djúpalæk hlutu góðar viðtökur er þær birtust í bók- arformi hér um árið. Vissulega mik- ið listaverk sem þá kom frá hendi Ágústs og Kristjáns. Og var þá nokkru við að bæta? I sjálfu sér ekki. Oöur steinsins stóö fylhlega fyrir Oðirr steinsins sínu sem einstætt Ustaverk án tU- komu nokkurrar viðbótar. — En eftir að hafa notið þess þríeina listaverks sem flutt var í Norræna húsinu er ég hræddur um að ég eigi erfitt að láta mér gott þykja nema að aUir þrír Tónlist Eyjólfur Melsted þættirnir fylgist að. Það er alvarleg- ur hlutur að bæta við Ustaverk ann- arra og ekki réttlætanlegt nema að svo snUldarvel sé gert sem hjá Atla Jónas Ingimundarson Heimi Sveinssyni. Þannig er því háttaö um þáttinn þriðja, tónUstina. Og eftir að hafa uppUfaö verkið þrí- erna spyr maöur sjálfan sig: Átti Slgrún Björnsdóttir þetta ekki alltaf að vera svona? Þrjátíu prelúdíur Atla Heimis, ein fyrir hvert ljóð og mynd, eru í senn samstæöar myndunum og ljóöunum, en um leið jafnsjálfstæðar og hvor hinna þáttanna fyrir sig. Þar endur- speglast af myndunum harkan, mýktin, formfegurðin og litadýrðm sem og lotning sú fyrir sköpunar- verkmu og skaparanum sem í orði er lýst. „Að syngja á píanó" Miklar kröfur eru gerðar til píanistans, en AtU Heimir segir sjálf- ur um flytjandann, Jónas Ingimund- arson: „Hann kann þá sjaldgæfu list að láta píanóiö syngja, en þaö er ósönghæfast aUra hljóðfæra.” Og Jónas sá um að þessi djarfmælta fullyrðing tónskáldsins stæðist. Sigrún fannst mér lesa vel. Auðvitað er það smekksatriöi, og býsna umdeUanlegt hvemig „eigi” að lesa svo heimspekUegar stemmningar sem ljóð Kristjáns eru, en sem fyrr segir, lesturinn féU vel að mínum smekk. Eitt sinn gat ég þess í umfjöUun um flutning á verki, að ekkert vant- aði upp á, nema að varpa meö því myndum á vegg. En hér var ekki eitt flutt með öðru til að bæta hitt upp. Hinn þríþætti óður steinsins er ein órofa heild, og í öUum sínum mikil- fengleik aðeins hógvær söngur um dýrðina miklu, sköpunarverkið sjálft, steininn og fegurðina sem drottinn lætur í honum bu-tast. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.