Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVKUDAGUR19. OKTOBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson SHAMIR ERFDIEFNAHAGS- ÖNGÞVEITIÐ EFTIR BEGIN Yitshak Shamir, forsætisráöherra tsraels, hefur ekki ástæöu til þess að vera léttur á brúnina. Eru ástamálin álög á breska íhaldsfhkknum? Yitzhak Shamir, hinn nýi forsætis- ráöherra Israels, kemur til embættis þegar stendur yfir versta kreppa sem yfir Israelsríki hefur duniö, og hefurboöaö efnahagsráöstafanir og aöhaldsaögeröir sem þrengja munu kost hvers einasta Israelsmanns. Frá því að þessi fyrrum hryðju- verkamaður úr sjálfstæöisbaráttu Israelsmanna kom til þessa háa emb- ættis hefur hann ekki átt margar , hvíldarstundirnar. I rauninni hefur hann gegnt þrem embættum í einu: Forsætisráöherraembættinu, utan- ríkisráöherTaembættinu og fjár- málaráöherraembættinu eftir aö Yoram Aridor fjármálaráöherra sagöi af sér í síðustu viku. Samtímis hefur Shamir mátt hafa sig allan viö til þess aö halda samstilltum þeim marglita hópi er aö stjóm hans stendur og til þess aö friða almenn- ing í landinu. Yoram Aridor fjármálaráöherra sagöi af sér vegna almennra viö- bragöa viö tillögu hans um aö allt efnahagslíf landsins skyldi tengt Bandarikjadal, en þaö vakti al- menna hneykslan og andúö. Raunar haföi Aridor lengi legið undir gagn- rýni. Afsögn hans létti þó ekki þrýstingnum af Shamir sem stendur eftir meö þann vanda aö velja eftir- mann Aridors. . . mann sem allir ríkisstjórnaraöilarnir geta sætt sig viö. Samtímis gerast þær raddír há- værari sem telja ekki hjá því komist að boöaö veröi til kosninga áöur en kjörtímabiliö rennur út og því fyrr því betra. Shamir var nauöbeygður til þess að láta efnahagsmálin hafa algeran forgang í upphafi forsætisráðherra- ferils síns þegar hann tók viö af Menachem Begin sem engan áhuga haföi á efnahagsmálum og lagöi þau á heröar öörum. Óveöursskýin höföu hrannast upp síðustu mánuöina í stjórnartíö Begins. Erlendar skuldir voru komnar upp í 21 milljarð doll- ara (eöa þaö sama og nam öllum út- gjöldum ríkisins samkvæmt fjárlög- um þessa árs) og verðbólgan haföi skrúfast upp í 131%. Flestir ísraelskir hagfræöingar og kaupsýslumenn vildu kenna verö- bólguráöum Aridors um hvemig komið var og töldu þau fremur hafa verið veröbólguaukandi. Aöalstefn- an haföi veriö aö hægja á gengissigi sikilsins gagnvart erlendum gjald- miðli, en röng skráning sikilsins spillti fyrir útflutningnum og jók á innflutning neysluvamings. Þúsund- ir Israela fóru til útlanda í orlof meö ódýran erlendan gjaldeyri til eyðslu og vora öryggir um aö laun þeirra væru tryggö meö vísitölubindingu. Gyöingum var ljós þau verðbólgu- sannindi sem Islendingar þekkja af sinni reynslu aö í óðaverðbólga verö- ur að eyða hverjum eyri jafnharðan og helst áður en hans er aflað. I ágúst síðastliðnum lét Aridor loks af þessari stefnu og margir Israels- menn tóku aö breyta sparifé sínu úr verðtryggðum skuldabréfum, sem gegndu mikilvægu hlutverki í efna- hagslífinu og þóttu helsta vörn gegn verðbólgunni, í Bandaríkjadollara. Svo mikil var eftirsóknin í dollara og söluframboöið á skuldabréfunum aö horfði til vandræða. Fyrstu efnahagsráðstafanir Shamirs — 18% gengisfelling og 50% lækkun á niöurgreiöslum — gengu ekki eins langt og efnahagsspekingar f jármálaráðuneytisins höföu lagt til. En þær leiddu til almennra verö- hækkana. Framhjáhald eins af helstu ráö- herram Margaretar Thatcher hefur valdið slíku fjaörafoki opinberlega í Bretlandi, aö óvíst þykir nema álit „járnfrúarinnar” hafi beöiö varan- legan hnekki þar af. Hneyksliö komst í hámæli i hinni vikunni, þegar verslunar- og viðskiptamálaráðherrann Cecil Parkinson geröi opinskátt, aö fyrr- verandi einkaritari hans, Sara Keays að nafni, ætti von á barni hans í janúar næstkomandi. Bresku blöðin veltu sér upp úr þessu máli einmitt í þann mund, sem ársþing breska íhaldsflokksins fór í hönd. Setti þaö nokkuð annan svip á þinghaldið en ráð haföi verið fyrir gert. Þar höföu íhaldsmenn ætlaö aö fagna kosningasigri sinum í sumar, á heföbundnum fundarstaö í Black- pool og einnig aö halda upp á þaö aö þetta var hundraöasta ársþingið. Þetta var sérstaklega vandræöa- legt mál fyrir Margareti Thatcher forsætisráðherra því að hún hefur þótt vera næstum viktórísk í siö- gæðiskröfum sínum bæði til flokksbræðra, opinberra embættis- manna og raunar alls landslýðs. Á meöan blöðin glenntu máliö upp á forsíðum vildi Thatcher þó halda fast við að þetta væri einkamál Parkin- sons og kæmi embættisfærslu hans ekki við, svo að hún ætlaöi ekki aö setja hann af. Menn skiptust fljótlega í flokka um málið. Stöku íhaldsmaður vildi aö Parkinson véki. Þeir sögöu aö menn í opinberu starfi þyrftu að vera hvít- þvegnari en hvítt. Þeir töldu Thatch- er gera mistök, því að í afstöðu henn- ar fannst þeim speglast umburðar- lyndi með siöleysi í einkalífi embætt- ismanna. Aörir töldu þetta hræsnistal og töldu ranglátt að gera aörar kröfur til stjómmálamanna en alls almenn- ings. Þeir vildu h'ta svo á aö stjórn- Fyrrum einkarltari Cecils Parkin- son, Sara Keays, er meistari í karateglimu og hafði sjálf metnað á stjóramálasviðinu, en gengur nú meö barni ráðherrans fyrrverandi. málamenn ættu sinn rétt á því aö einkalíf þeirra yröi ekki dregiö fram í blaöaskrifum, enda mundu fáir eft- ir sitja í embættum eöa á þingi ef all- ir skildu víkja sem einhvern tíma heföu stigið víxlspor. Auðvitað var efnt til skoðanakönn- unar um máliö. I þeirri fyrri vildu 63% ekki aö Parkinson segöi af sér, en í þeirri síöari voru 73% á móti því aö hann yröi látinn segja af sér. Hiö virta blað „Observer” lagði orð í belg: „Aö segja aö einhver sé ekki hæfur til opinberra starfa vegna ást- ar í meinum mundi útiloka stóran hluta mannkynsins frá embættis- gengi. Slíkt hefði útilokað nokkra af bestu forsætisráðherrum síðustu tveggja alda (og verstu líka), svo aöekki sé nefndur f jöldi konunga.” Efnahagsráögjafar stjórnarinnar höfðu gengiö fast eftir því aö útgjöld ríkisins væru skorin niöur og þeir vildu láta lækka ársfjórðungslegar vísitölubætur sem allir launþegar njóta. Hagfræðingar hafa lengi kvartað undan því aö vísitölubætur væru eins og olía á veröbólgubálið. Shamir hefur boöaö þjóöinni að enn strangari sparnaðarráöstafanir verði að fylgja á eftir, en hann er ekki búinn að bita úr nálinni meö ráðherra sína sem hann á eftir aö telja á að fylgja hertari aögerðum. Hingaö til hefur Likud-samsteypan verið mjög tvístígandi í öllum að- geröum gegn verðbólgunni og raun- arstreist gegn þeim öllum. Þó má vera aö Shamir geti eggjaö félaga sína til róttækra ráöa með þvi aö hóta þeim afsögn sinni ella sem mundi leiöa til kosninga á tima þegar almenn gremja ríkir meö verk stjórnarinnar á efnahagsmálasvið- inu. Annars eru þeir ófáir sem spá því Cecil Parkinson varö að vikja úr ráö- herraembættinu vegna vanefndra , loforöa við ástmey sina. Engu aö síöur blasti við að vonir Parkinsons um meiri frama í stjórn- málum voru á enda í bili, einmitt þegar menn vora farnir að skoða hann sem hugsanlegan eftirmann Thatcher sem leiötoga flokksins. Hinn gerðarlegi 52 ára gamli Parkinson, sem varð milljónamær- ingur í kaupsýslu, vakti á sér athygli í flokknum á dögum Falklandseyja- stríðsins þegar Thatcher fól honum ábyrgðarstörf, og hann var formað- ur þingflokksins, sem margir flokks- bræðra hans vildu þakka að mestu stórsigurinn í kosningunum í sumar. Það er mesti kosningasigur sem íhaldsflokkurinn hefur hlot'ð síöan áriö 1945. I miklu flaustri var annar maður settur til formennsku í þingflokkn- um, áður en ástarmál Parkinsons aö það sé óhjákvæmilegt að til kosn- inga komi fyrr en kjörtímabiliö renni út sem er 1985. Ætla þeir að þær veröi einhvem tíma á næsta ári því að lengri lifdaga verði þessari stjóm ekki auðiö. Stjórnarandstaðan ætlar núna í þessari viku þegar þing kemur saman til vetrarannar að bera upp vantrauststillögu. Þótt stjómin kunni að standa hana af sér þá lætur Histadrut, verkalýösamtök Israels, orðið allófriðlega og er fariö að kref jast þess aö stjórnin segi af sér. Undir allsherjarverkföllum til þess að fylgja þeirri kröfu eftir mundi Shamir og ráðherrum hans ekki lengi sætt. Hitt er mörgum Israelsmönnum um leið áhyggjuefni aö ekki er fyrir- sjáanlegt að nýjar kosningar mundu leiöa til lausnar á vandanum því aö ekkert bertdir endilega til þess að sú ríkisstjómsemeftirþærværi myr.d- uð væri neitt samstilltari viö að taka á verðbólgunni. komst í hámæli, og „Times” segir að málið hafi valdið því að Parkinson varö ekki utanríkisráöherra, eins og annars hefði staöið til, þegar Thatch- er losaöi sig við Francis Pym. Ihaldsmenn vonuðust til þess aö hneyksliö mundi ganga yfir, og í byrjun flokksþingsins lýsti meiri- hluti þeirra yfir stuöningi sínum viö Parkinson, en bresku blööin létu þaö ekki kyrrt liggja. I blaðaskrifum var bent á að kyn- lífshneyksli virtust ganga yfir íhaldsflokkinn á tíu ára fresti. Rifjaö var upp Profumomálið frá 1963, þeg- ar John Profumo vamarmálaráð- herra varð að segja af sér vegna samneytis síns viö vændiskonuna Christine Keeler. Ekki vegna þess aö hann hokraði aö skyndikonum, held- ur vegna þess aö öryggismálum þótti ekki óhætt í hans höndum, því aö vændiskonan var í tygjum viö sov- éskan sendiráðsmann. 1973 varö Lamptin lávarður aö víkja úr vamarmálaráðherraembættinu eftir aö birtist af honum mynd í rúminu meö vændiskonu. Parkinsonmálið var að vísu af öðr- um toga og það var ekki svefnher- bergislífiö sem haft var svo mikið á milU tannanna. Það var heldur hitt sem varð honum mest til álitshnekk- is, að bamsmóðir hans gerði opin- skátt að Parkinson hefði tvívegis lof- að aö kvænast henni, og því hefði þunginn komiö undir, aö hún haföi treyst á loforö hans. En Parkinson kaus að láta hina 36 ára gömlu Keays róa (hún er raunar karatemeistari) og standa heldur áfram við hlið eiginkonu sinnar og þriggja dætra þeirra. Það reiö baggamuninn í hugum margra aö Parkinson var ber aö því aö efna ekki loforð sín, þótt ýmsum þætti tvöfeldni í því aö ætlast tU aö hann stæði viö loforð sín við ást- meyna en sviki eiginkonuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.