Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR19. OKTOBER1983. Á Skeiöarársandi er endurvarpsstöð sem er / sjónlinu bæði við Grimsfjaii og Skaftafell. LítH vindrafstðð afíar stöðinni orku. öræfajökull er ibakgrunni. Beint samband við Grímsfjall Óvenjuleg rafstöð knýr mælitæki og sendi sem ásamt endurvarpsstöð á Skeiðarársandi sér um að koma upplýsingum til byggða nrím«!f1r'll í Vatnajökli er komið í beint samband við byggðir. Hver hreyfing þar skráist sjálfkrafa á bænumSKaftafelli í Öræfum. Meö jarðskjálftamæli, hallamæli, rafstöð og sendi á Grímsfjalli, í 1.725 metra hæð yfir sjávarmáli, endurvarpsstöð á Skeiðarársandi og móttakara í Skaftefelli fá vísindamenn upplýsingar um breytingar í Gríms- vötnum. Tilgangurinn er að fræðast um eld- stöðina þar og Skeiðarárhlaup sem koma þaðan. „Þetta er tilraunaverkefni. Hug- myndin er sú að byggja upp frekari rannsóknir þama með simælingum,” sagöi Jón Sveinsson raftæknifræöingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Jón var einn fimm manna sem nýkomnir eru úr leiðangri Jöklarann- sóknafélagsins og Raunvísindastofn- unar í Grímsvötn. Þeir héldu á jökul- inn á miðvikudag í síöustu viku og komu tii baka í fyrradag, mánudag. „Aðalverkefni leiðangursins var að setja upp rafstöð á Grímsfjalli,” sagði Jón. „Þetta er varmarafstöð sem fram- leiðir nóg rafmagn til að knýja sendi og þau mælitæki sem þama eru. ” Enginn hreyfanlegur hlutur er í raf- stöðinni. Hún myndar rafmagn á nokk- uð óvenjulegan hátt. I henni eru tvær plötur með þráðum á milli. Með því að halda annarri plötunni heitri en hinni kaldri myndast rafmagn á milli skaut- anna. Til að halda hita í heitu plötunni er notuð gufa úr borholu sem boruö var í Grímsfjall síöastliðiö vor. Frostið þarna uppi á jöklinum sér svo til þess að hin platan haldist köld. Meö þessari aðferð fást 0,8 amper af 12 voltum eða um 10 vött. Auk Jóns voru í leiðangrinum þeir Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur, Gunnar Guömundsson framkvæmda- stjóri, Einar Gunnlaugsson jarðfræð- ingur og Bárður Harðarson smiður. Þeir fóru upp á jökulinn í snjóbíl frá skála Jöklarannsóknafélagsins við rætur Tungnaárjökuls. Rannsóknaverkefni þetta er styrkt af Eggerti V. Briem. -KMU. Á Grímsfjalli íjúnl i sumar. ina. Fjær sóst senditurninn. Verið er að bora eftir gufu tH að knýja rafstöð- DV-myndir: Jón Sveinsson. Söltuð Suðurlandssíld: Gengið frá fyrir- fram samningum við Svía og Finna Samningar hafa nú verið undirritaðir um fyrirframsölu á saltaðri Suðurlandssíld til allra meö- lima sænsku síldarinnflytjendasam- takanna og ennfremur hefir verið formlega gengið frá samningum við síldarinnflytjendur í Finnlandi. Sölumagnið til þessara tveggja landa er svipaö og búist haföi veriö við eða um 50 þús. tunnur. Um 10% þessa magns er ferskflökuð síld. Áður höfðu tekist samningar um fyrirframsölu á 160 þús. tunnum til Sovétríkjanna. Hefur því verið gengið frá fyrirframsamningum um sölu á samtals um 210 þúsund tunnum af saltaðri Suðurlandssíld á vertíðinni. Haldið er áfram samningaumleit- unum við kaupendur í öðrum mark-' aðslöndum en söluhorfur eru því miður ekki góðar. Þó er ekki með öllu útilokað að þrátt fyrir háa inn- flutningstolla takist samningar um fyrirframsölu á nokkur þúsund tunn- um af edikssöltuðum flökum til Vestur-Þýskalands og óverulegu magni af kryddsíld til Danmerkur. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði SH-mónarkfið og Frans Jósef keisari Mikið fjaðrafok hefur orðið út af ummælum Sverris Hermannssonar, iðnaðarráðherra, sem hann lét falia um fisksölu íslendinga í Bandaríkjunum. SH-mónarkiið hefur þegar látið frá sér fara yfirlýsingar um að iðnaðarráðherr- ann sé staddur á hættuiegum braut- um, þegar hann vefengir heilbrigði þess að halda uppi háu verði á meðan Kanadamenn sjúga undan okkur markaðinn með lægra verði. Lítur SH-monarkíið svo á, að ráðherrum beri að þegja í stað þess að benda á að íslendingar virði ekki einföldustu markaðsiögmál í helsta viðskipta- landi okkar. Þjóðviljinn tekur mjög undir þessi sjónarmið og segir að Sverrir sé að stofna lífskjörunum í landinu í voða með því að benda á staðreyndir. Virðist eins og Þjóðvilj- inn álíti að við getum tuggið smjörið eins iengi og honum þóknast að prenta ágæti yfirverðs hjá SH- mónarkiinu. Fyrr í haust bárust þungar ásakanir á Iceland Products, fyrirtæki SÍS í Bandaríkjunum, frá Frans Jósef sjálfum, fyrir að vilja fara að markaðslögmálum í sölu. Nú er komið á daginn að fleiri hugsa heilbrigt um þessi mál en Guðjón Ölafsson hjá IP. En þótt SH-mónarkíið og Þjóðvilj- inn telji iífskjörum íslendinga ógnað með tali um staðreyndir í fisk- sölumálum okkar, þá ógnar nú fleira þessum lífskjörum en langvarandi ættarseta yfir kostum SH i Bandaríkjunum. Sjávarútvegurinn allur er þannig á vegi staddur, að ekkert dugir minna en stórfeild bylting innan hans, eigi ríkisstjórnin ekkl að falla eftir rúmt ár eða svo og má vera að lífskjörin í landinu komist á það stig að teljast raunveruleg. SH-mónarkíið getur ekki tekið upp á sinn eyk eitt og sér að selja brengluð iífskjör íslendinga á Ameríkumarkaði, jafnve1 þótt það hafi stuðning Þjóðvlljans til slíkra verka. Raunveruleikinn er miklu harðari húsbóndi en þessum tveimur stofnunum er fært að viðurkcnna að óbreyttu ástandi. Lífskjörum verður ekki haldið uppi með óskhyggju og skuldasöfnun framvegis, og birgðlr okkar af óseldum fiski koma engum að gagni, allra síst okkur hér heima, sem þurfum að greiða af skuldum, sem nema sextíu prósentum af þjóðartekjum. Frans Jósef Austurrikiskeisari dó með keisaradæmi sínu, fótfúinn og gamall eins og ríkið. Ætli Sverri Hermannssyni hafi ekki orðið hugsað til hans, þegar hann orðaði vandkvæði SH-mónarkísins. Vanda- mál SH og IP kunna að stafa af því, að nú hefur ekki verið hrært með gengið um stund og virðist þá mál til komið að gera það, ef það mætti verða til að losa um fiskbirgðirnar. Það hefur vcrið venjan hingað til, hafi SH-mónarkíið veinað, að gengið hefur verið feilt. Þar hafa menn lffs- kjörin úr, og má hver sem vill reikna sér þau til tekna. Það nær auðvitað engri átt á seinni hluta tuttugustu aldar, að helsti útflutningurinn skuli bundinn í viðjar tveggja aðila, sem einir fá að selja i Bandaríkjunum. Keisaradæmið í Boston, sem vilji er nú til að leysa upp, eða a.m.k. losa undan ættarveldinu, hefur verið hin heilaga kýr einstaklingsframtaks- ins. Það var keisaradæmi Frans Jósefs einnig, en stóðst þó ekki tímans tönn. Nú hefur Sverrir Hermannsson fundið sina Sarajevo og má sérkennilegt heita ef það dregur ekki dilk á eftir sér. önnur saga er svo, að sjávarútveg- ur okkar er orðinn slík hringavit- leysa og sjóðahreiður, að tími er kominn til að segja honum að hverfa af riklsframfærinu. Þetta framfæri hófst með rikisábyrgð á bátafiotann árið 1945 og hefur varað æ síðan í vaxandi mæli. Vegna vaxandi ríkis- ábyrgða á sjávarútveginum höfum við komið okkur upp fölskum lifs- kjörum, sem nú eru komin í gjald- daga. Og af þvi svo óvenjulega vill til, að ráðherrar núverandi ríkis- stjórnar vilja segja þjóðinni satt, rísa gömlu mónarkíin upp á öldruðum fótum og telja sömu ráðhemun flest til foráttu. En Sverr- ir Hermannsson á þakkir skilið. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.