Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR19. OKTOBER1983. 3 Svíar réðu gullskips- mönnum frá að grafa — segir í fréttum hollenskra blaða Hollensk dagblöð fjölluöu töluvert um gullskipsmálið fræga í síðasta mánuði og þar kom ýmislegt fram sem okkur finnst vert að geta um. Meðal annars segir að ástæðan fyrir hvernig fór sé ekki of bjartsýn efnagreining hjá hollenska sérfræðingnum A. Flonk. Flonk þessi kvaðst hafa sagt í símtali við björgunarmenn í fyrra að hann gæti ekki ákvarðað hvort sýnishomin sem hann rannsakaði væru úr hinu umrædda skipi, Het Wapen van Amsterdam. „Eg sagði að sýnin gætu jafnt verið úr skipi frá síðustu öld eins og úr skipi frá 17. öld. Einnig sagðist ég þurfa að fá í hendur brot af leirmunum tii að ganga úr skugga um hvort um Austur- Indía skip væri að ræöa. Siðan hef ég ekki heyrt frá Islendingunum,” segir Flonk í viðtalinu. Einnig er rætt við skipafornleifa- fræðinginn G.J. van Gortel, en hann fékk að sjá skýrslumar sem Islending- amir byggðu mat sitt á. Hann segir í samtali við hoiienska blaðið að skýrslan frá sænsku rannsóknarstofn- uninni sem aldursgreindi viðinn hafi verið hávísindalega unnin, en björgunarmennirnir hafi einfaldlega ekki skilið hann nógu vel. „Sænska rannsóknarstofnunin sagði trébútinn innan við 250 ára gamlan fyrir 1950. Þá héldu Islendingamir að það táknaöi 1700 en svo er ekki,” segir vanGortel. I öðm blaði er viðtal við dr. Sander Watsi hjá sögusafninu í Stokkhólmi, en hann er einn þeirra sem rannsökuðu trébútinn. Dr. Watsi segir að hann hafi sagt Kristni Guðbrandssyni i janúar að viðurinn sem fannst væri áreiðanlega yngrien250ára. „Ég áætlaöi viðinn 100 til 140 ára gamlan. Ég vissi þá ekkert til hvers rannsóknin var gerð. Eg undrast það nú aö þeir skuli samt hafa farið aö grafa þrátt fyrir niðurstöðuna,” segir dr. Watsi. -SþS. ALOURSAKVORÐUN TJÖRUNNAR VILLTIUM Frá leitinni að gutiskipinu á Skeiðarársandi i sumar. segir Jón Jónsson jarðf ræðingur „Þetta er rétt í stórum dráttum,” segir Jón Jónsson jarðfræðingur er við berum innihald hollensku blaða- greinanna undir hann, en Jón var vísindalegur ráöunautur þeirra gull- skipsmanna. , ,Þess ber þó að geta að þessi ár sem rætt er um í greinunum em ekki venjuleg almanaksár heldur þessi svo- kölluðu C—14 ár sem miöast við geisla- kolsár. Og það er í þessari geisla- kolsára aldursgreiningu, sem veruleg skekkja liggur,” bætir Jón við. Hann segir að venjulega sé skekkjan gefin upp í ++ 60—100 ár umfram allt á efni sem þá er eldra en 500 ára. Þegar komið sé niður á aldur innan viö 500 ár s skekkjan svo mikil að hún sé venjulega ekki gefin upp. „Þess í stað hefur verið byggð upp leiðréttingarkúrva fyrir C—14, sem tekur yfir þetta tímabil, og hún byggist á árshring jum í tré. Það er gert þannig að innsti og ysti hlutinn í hringnum eru teknir og ákvarðaðir. Og það eru tvenns konar tré sem hafa verið notuð og þau falla alveg saman,” segir Jón. „Það sem geröist varðandi gullskipiö var þaö aö við notuðum þessa kúrvu. Eg varð óneitanlega svolitið hissa á því þegar þessi hollenski sérfræðingur kom hingað, aö hann þekkti ekki þessa kúrvu, hann vissi ei um hana. En hann segir alla- vega aö þetta sé minna en 250 ár. Þá segjum við, ef hann hefði sagt að þetta Iðnaðarráðherra um óseldar sjávaraf urðir okkar: Gífurleg birgða- söfhun miðað við sama tíma í fyrra —talað um að karfabirgðir nálgist lOþúsund tonn ,jLf þeim tölum, sem ég hef séð, virðist um gífurlega birgöasöfnun að ræða miðað við sama tíma og í fyrra,” sagði Sverrir Hermannsson iönaöar- ráðherra í viðtali við DV í tilefni af um- mælum hans þess efnis aö fisk- sölufyrirtækin SH og sjávarafuröa- deild SlS væru stöönuð og ynnu ekki í takt við tímann. „Eg vil ekki nefna neinar tölur eða tilgreina tegundir, tölumar sýna að birgðir eru að hlaðast upp .” Fisksölufyrirtækin vilja ekki gefa upp birgðir, hvorki hérlendis né væri minna en 200 ár, þá hefði hann sagt það. Við göngum út frá tölunni 200 í staðinn fyrir 250. Svo drögum við línu upp í leiðréttingarkúrvuna og fá- um út að viðurinn sem þarna hafði verið notaður gæti verið frá því um 1650—1700 og mjög líklega einmitt í kringum 1660. Þannig liggur í þessu,” segir Jón. Hann tekur fram að hann hafi einnig varað gullskipsmenn við þessu og bent á þá staöreynd aö skekkjumörkin við þessar aldursákvarðanir væru svo stór. Hann hafi ekki heldur lagt til að viðarsýnishom væra aldursákvörðuð með C—14 aöferðinni. En þegar allt þetta var að gerast hafi þeir . verið nýbúnir að fá aldursákvörðun á tjörunni og þar fullyrt að hún væri eldri en frá 1700. „Eg taldi að hægt væri að treysta þessari niðurstöðu og taldi þar að auki að við fengjum ekki ná- kvæmari ákvörðun með C—14 og því fór sem fór. Og nú er eins og enginn vilji kannast við þessa tjöruákvörðun,” segir Jón Jónsson jarðfræðingur. -SþS. Karlsefni: Ekkiátt viðskip- verjana I frétt DV í gær um hasssmygl skipverja á Karlsefni segir m.a.: „Togarinn Karlsefni var að koma úr söluferö til Cuxhaven eftir hálfsmánaðar veiðiferö og seldi þar aflann fyrir 4,8 milljónir króna. Það er sama upphæð og skip- verjinn og félagar hans hefðu fengið fyrir hassið ef þeir hefðu náð aökomaþvíísölu.” Af þessu tilefni skal tekið fram að ekki er átt við skipverja á togar- anum, heldur haft í huga að rannsókn smyglmálsins beinist að „vitorðsmönnum” smyglarans, eins og fram kemur í fréttinni. NÝJUNGAR OKKUR HJA THOR Í2% oTo MIÐSTÖÐVAR- OFNAR Gustavsberg HREINLÆTISTÆKI erlendis, af ótta við að það veiki sam- keppnisaöstöðu þeirra. Hins vegar er ljóst að nú er mjög mikið til af frystum karfa fyrir Rússlandsmarkað því snemma sumars var búiö að frysta upp í samninga við Rússa fyrir allt þetta ár. Síöan hefur mikið verið veitt af karfa og mikið af honum hefur verið fryst í Rússlandsumbúðir. Kunnugir telja að talan sé farin að nálgast tíu þúsund tonn sem er mjög stór hluti þess sem við getum átt von á að geta selt Rússum á næsta ári. -GS. Einstakir greiðsluskiimálar á öllum byggingarvörum. Allt niflur í 20% útborgun og lánstími allt að sex mánuðum. r 1 II. BYGGINGAVORUR1 «Jli L. U f HRINGBRAUT 120: Simar. Timburdeild ........ 28-604 ^ 1 Byggingavörur 28-600 Malningarvörur og verklæri 28-605 | Golfteppadeild 28-603 Flisar og nreinlætistæki 28-430 J HRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.