Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 8
DV. MIDV1KUDAGUR19- OKTOBER1983. 8 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þingrof í Danmörku? réttindabrotin — segir Gabriel Lara, fulltrúi þjóðfrelsisafla El-Salvador, sem hér eríheimsókn „Eg vil vekja athygli á afskiptum Bandaríkjanna efnahagslega, póli- tískt og hemaöarlega í málefnum E1 Salvador og ranglæti þessara af- skipta því aö það er engin siöferöileg réttlæting fyrir þessari íhlutun í inn- anlandsmál E1 Salvador,” sagöi Gabriel Lara, fulltrúi FMLD-FDR samtakanna í E1 Salvador, í spjalli viö DV í gær. Gabriel Lara er hér í viku heim- sókn í boði E1 Salvadomefndarinnar á Islandi, Alþýöuflokksins, Alþýöu- bandalagsins, stjómar stúdenta- ráðsins, Kvennaframboðsins og fleiri stjómmálafélaga og verkalýös- félaga. FMLD-FDR samtökin eru breið- fylking þjóöfrelsisafla í E1 Salvador. Aö henni standa hópar úr öllum flokkum landsins aö undanskildum hægrisinnaðasta flokknum, sem styður einn stjómina. 1 samtökunum eru kristilegir demókratar, sósíal- demókratar, vinstrimenn og komm- únistar og þær fimm skæruliöahreyf- ingar sem halda uppi baráttunni gegn ríkisstjóminni. „Stefna samtakanna er í stuttu máli aö koma á lýðræðislegri stjórn í E1 Salvador og bylta veldi kaffifjöl- skyldnanna f jórtán sem eiga nær allt í E1 Salvador með eignarhaldi á 60% alls jarðnæðis,” segir Lara. Lara kemur hér fram á fundum ýmissa samtaka og stéttarfélaga og flytur fyrirlestra. Um helgina flutti hann erindi og sýndi kvikmynd frá E1 Salvador á fundi í Gamla bíói. „Okkur er mikilvægt aö fá viður- kenningu annarra þjóöa sem pólitísk samtök, sem fulltrúar alþýöu i E1 Salvador,” segir Lara, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi og ferðast þaðan um Noröurlönd sem diplómat- ískur sendif ulltrúi samtaka sinna. ,,Viö vonum aö núverandi ríkis- stjórn fslands muni, eins og sú síð- asta, fordæma mannréttindabrotin í E1 Salvador,” segir Lara, sem mun hitta forseta Islands og hefur óskaö eftir viðræöum viö utanríkisráö- herra Islands. Á ferðum sínum vekur Gabriel Lara athygli á skorti á læknislyf jum og öðrum hjálpargögnum, sem ríkir á yfirráöasvæðum skæruliða, en þeir hafa nú um fjóröung E1 Salvador á valdi sínu. Eins segir hann ástandið mjög alvarlegt í búðum flóttafólks sem leitaö hefur hælis í nágrannarík- inu Hondúras. „Þúsundir eru í hættu, böm og full- orönir, ef þeim berst ekki rétt lækn- isaðstoö. Sumir af veikindakvillum, sumir af sárum, sem þeir hafa hlotið í skærum eða loftárásum stjórnar- hersins á borgara,” segir Lara. Lara hefur sjálfur verið pólitískur fangi í höndum yfirvalda landsins. Hann var tekinn fastur 1979, þegar hann starfaði á vegum jesúíta við fræðslustörf meðal smábænda, en losnaöi aftur mest fyrir atbeina Maríunellu, sem hingað kom um árið. Lik Maríunellu fannst sundur- skotið eftir einn bardagann sem flokkur stjómarhermanna sagðist hafa lent i við skæruliða. Rannsókn alþjóðlegra kirkjulegra samtaka bendir til að hún hafi verið myrt því að skömmu áður hefði hún verið handtekin. Hún starfaði þá að rannsókn á gmn sínum um að Bandaríkjamenn legðu stjómarher E1 Salvador í té eiturefnavopn, sem beitt væri í byggðarlögum, er hliðholl þættu skæmliðahreyfingum. Vona að ísland fordæmi mann- Samningaviðræður eru nú hafnar milli dönsku ríkisstjómarinnar annars vegar og Framfaraflokksins og Jafn- aöarmanna hins vegar, um enn frekari sparna ðaráætlanir r ík isstj órna rinn ar, upp á 10 milljarða danskra króna sem fyrirhugaöar eru á næsta fjárhagsári. Þessar samningaviðræður eru nauð- synlegar vegna þess að ríkisstjómin hefur ekki meirihluta á þingi. Verða samningar líklega gerðir við Fram- faraflokkinn þar sem þingmenn hans hafa bjargað ríkisstjórninni hingað til þegar þess hefur þurft við. Framfaraflokkurinn hélt landsfund nú um síðustu helgi og þar var sam- þykkt að núverandi stefnu flokksins yrði haldið óbreyttri. Þar heppnaöist ekki kbkunni umhverfis Glistrup, stofnanda flokksins, sem nú situr í fangelsi, aö fá sín áhugamál fram, en þar á meðal var að fá konu Glistrups kjörna formann flokksins. Þar af leið- andi eru meiri líkur til þess að samn- ingar við ríkisstjórnina takist. Takist samningar ekki fyrir miðnætti á sunnudag, mun Schliiter forsætisráð- herra Dana að öllum líkindum rjúfa þing og boða til kosninga þann 15. nóvember til þess að skýra línurnar í danskripólitík. GI-Kaupmannahöfn Banna norska tónlist Pólska útvarpið og sjónvarpiö hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum fengið fyrirmæli um að leika ekki norska , bandaríska og vestur-þýska tónlist. Bannið tók gildi 10. október og mun gilda í að minnsta kosti hálfan mánuð. Margir óttast að bannið verði eink- um til skaða aðstandendum alþjóðlegr- ar djasshátíðar, sem haldin verður í Varsjá dagana 20,—23. október. Þang- að er von á ýmsum gestum vestan að, svo sem Miles Davis, og hinum norska JanGarbarek. Nýr menningarsamningur Noregs og Póllands var undirritaöur í Osló 6. október síðastliðinn, daginn eftir að kunngerð var úthlutun friðarverð- launa Nóbels til Lech Walesa. I samn- ingnum, sem gildir í þrjú ár, er kveðið á um gagnkvæmar heimsóknir lista- manna landanna og er hin alþjóölega djasshátíö í Varsjá einmitt nefnd sem ákjósanlegur vettvangur fyrir norska tónlistarmenn. - PÁ í Osló Aftökusveit islamskra byltingarvarðliða „afgreiðir" uppreisnarmenn kúrda að fyrirmælum klerkastjórnarinnar. Kjósa í sjúkrasamlög Milljónir manna ganga til atkvæða í Frakklandi í dag, en í fyrsta sinn síðan 1962 er nú kosið beinni kosningu f stjómir sjúkrasamlaga landsins. Líta margir á kosningamar sem prófstein á fylgi verkalýðsfélaganna, sem bjóða fram sína menn í sjúkrasamlags- stjórnimar. Kosiö er í 300 samlagsstjórnir en fimm stærstu verkalýðssamtökin fengu aðbjóðafram. Samlögin hafa á sínum vegum, auk sjúkraeyris og dagpeninga vegna veik- inda, greiðslur á atvinnuleysisbótum, f jölskyldubótum og fleiru. 30 milljónir hafa atkvæðisrétt. Þar á meðal útlendir farandverkamenn. 50 þúsund tekin af lífi af klerkastjórninni? Einn af uppreisnarforingjum kúrda heldur því fram í viðtali við franska blaðið Le Matin að 50 þúsundir manna hafi verið teknar af lífi í Iran síðan keisarastjórninni var bylt. Ghassemlou, formaður lýðveldis- flokks kúrda, heldur því einnig fram aö uym 100 þúsundir manna hafi verið fangelsaðar af pólitískum sökum í Iran á þessum sama tíma. Skæruliöar kúrda hafa eldað grátt silfur við írönsk yfirvöld í 25 ár og áttu kúrdar um sárt að binda undan keisaranum, en Ghassemenlou segir að klerkastjórnin sé enn verri en keis- arastjómin hafi verið. „Keisarastjórnin hafði þó í heiðri einhverjar reglur en byltingastjórnin alls engar,” segir Ghassemlou. Kúrdar eru um 16% íbúa Irans og búa flestir í fjalllendi á landmærum Irans og Iraks. Þeir hafa barist fyrir sjálfsstjórn eigin mála. Ýmsir foringa kúrda hafa boöið Irak liöveislu í stríði Irans og Iraks og tugir þúsunda kúrda hafa gerst sjálf- boðaliðar hjá írökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.