Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1983, Blaðsíða 34
34 DV.' MIÐVIKUÐAGUR19. OKT0BER1983. Tíðarandinn Tíðarandinn Þaö er fáum mönnum veitt að deyja eins og þeim þóknast þegar þeim þókn- ast. Hér á öörum staö í opnunni er greint frá dauödaga sem er hvort tveggja í senn eðlilegur og sjálfviljug- ur og lesendur gætu tvímælalaust auk- iö viö þá frásögn mörg þúsund öörum dæmum. Dauöinn kemur yfir okkur flest eins og hver önnur hremming. Stundum kemur hann aðvifandi í skjótri svipan þegar mann síst grunar. Stundum læt- ur hann menniná vita af návist sinni svo aö þeir megi búa sig undir komu hans eins og þeim best þykir. Sumum reynist hann líknsamur höfðingi. Suma niöurlægir hann meö hræöilegri eymd og langvinnum píslum. Við þessu er ekkert að gera. Svona er lífið — og svona er dauöinn. En þaö eru til þeir menn sem skera sig úr hinum breiöa flokki samtíðar- innar. Þaö eru sjálfsvígamennirnir. Þeir bíöa ekki þolinmóðir átekta eins og hinir heldur taka þeir af skaríð upp á sitt eindæmi og stytta sér aldur. Um það bil 25 Islendingar svipta sig lífi á hverju ári svo aö f ullvíst má telja, en þeirri tölu til viöbótar kemur einnig sá fjöldi sem einhver vafi leikur á af hvaöa völdum hafi látist. Rannsóknir erlendis benda til þess að þorra slikra vafatilfella megi flokka undir sjálfsvíg og má því telja að nærri 30 Islendingar samanlagt aö jafnaöi fyrirfari sér á ári hverju meö ýmsum hætti. Þetta er há tala og nokkum veginn jöfn þeim fjölda sem árlega ferst í bifreiöaslysum hérlendis. Tölfróöur maður hefur bent mér á aö samkvæmt þessari árstíöni sjálfsvíga, muni um þaö bil 1500 núlifandi Islend- ingar svipta sig lífi fyrr eöa síöar. Fimmtán hundruö manns — þaö er ekki lítill fjöldi, nokkum veginn jafn- margir menn og búa í Borgarfjaröar- sýslu aUri eöa þá Höfn í Hornafiröi og íviö fleiri en búa í Bolungarvík eöa á EgUsstööum svo aö dæmi séu tekin tU samanburðar. Harðari kröfur tii karla Margvíslegar athuganir hafa verið geröar á flokki sjálfsvígamanna, bæöi hérlendis og úti í heimi. Sjálfsvíg eru sjaldgæf meöai barna og tíðni þeirra nokkuö breytileg eftir aldursskeiöum. Þau eru tíöari meöal kvæntra karla en ókvæntra og einna tíðust meöal fráskiUnna. Fyrir hverja eina konu sem sjálfsvíg fremur á ísiandi em fjórir karlmenn sem falla fyrir eigin hendi. Það er ekki ljóst hvers vegna fieiri karlmenn fremja sjálfsvíg en konur. Má vera aö þjóðfélagið geri yfirleitt strangari kröfur tU karla en kvenna og refsi þeim jafnframt af meiri þunga ef þeir standa sig ekki aö vonum. Má og vera aö karlmönnum hætti til aö gera til sín sjálfir haröari kröfur en títt er um konur og bregöist við ósigrum af meiri óbilgirni enþærgera. Flestir karlmenn vinna sjálfsvíg fyrsta fjóröung ársins og fæstir þann 1500 núlifandi íslendingar eiga í vændum að falla fyrir eigin hendi—er ekki tfmabært að aflétta þagnarhulu fordæmingarinnar af sjálfsvígum? síðasta. Flestar konur fyrirfara sér siöasta f jóröung ársins en fæstar þann næstsiöasta. Flestir karlmenn notast við skot- vopn. Konur drekkja sér eöa hengja. Þannig má lengi tína tU brot og brotabrot úr samanteknum athugun- um manna á sjálfsvígum. En segja Sjálfsvíg Baldur Hermannsson þessi brot okkur í rauninni nokkra markveröa sögu? Eru þau þess um- komin aö stafa einhverri birtu inn í hugskot sjálfsvígafólksins svo að við megum skilja betur aðdraganda hinn- ar þungu ákvöröunar? TölfræöUeg gögn um þessa hluti skipta trúlega ákaflega Utlu máU, en hitt er víst aö sá sem af ræöur aö fækka sínum Ufdögum á í vændum þaðsem er kannski verra en dauðinn, en þaö er harövítug og miskunnarlaus fordæm- ing hinna sem eftir Ufa. Þagnarhula fordæming- arinnar Þessi fordæming birtist sjaldnast í opinberum dómum, heldur miklu frek- ar í hinni lamandi og ógeðfeUdu þögn, sem í snarheitum er sveipað um minn- ingu hins látna. Þaö er með hreinum óUkindum hversu hnausþykk og fljót- virk hún er þessi ógeðfellda og hræsnisfuUa þagnarhula. Stundum er engu líkara en geysilega vel unnin störf í Ufanda Ufi hætti skyndilega að skipta máli, vegna þess eins aö viö- komandi ákvað að vandlega hugsuöu máli aö stytta sér aldur. Hver hefur eiginlega hag af þessari þagnarhulu? Þaö verður ekki annaö séö en hún komi öllum afar Ula, jafnt ástvinum, ættingjum, kunningjum og minningu hins látna. I skjóli hennar blómstra gróusögurnar, rógurinn og slúöriö og þaö er ekkert lát á hvers- kyns ósæmUegum getgátum, dylgjum og aðdróttunum. Islendmgar veröa að svipta burt þessari þagnarhulu, á sama hátt og þeir hafa svipt burt feimnishulunni af kynferöismálum, áfengismálum, Ukamlegri fötlun og veiklun á sinni — en aUt voru þetta mál sem fyrrum mátti aðeins ræöa undir rós, öllum hlutaðeigandi til tjóns og vansa. Óttinn við umræðu Sumir kunna aö óttast að opinská umræöa um sjálfsvíg og frásagnir af slíkum mannslátum sé til þess falUn aö hvetja aöra til þess aö gera sUkt hiö sama. En þaö er harla óUklegt aö nokkur maöur taki jafn örlagaþunga ákvöröun vegna frétta eöa opinberra frásagna af slíkum atburöum og þess- utan má ekki gleymast aö landiö logar hvort eö er af hverskyns söguburði og getsökum í hvert sinn sem einhver maöur velur þennan kostinn. Eg var sjáUur staddur í Svíþjóö er auðjarUnn heimskunni, Marc WaUen- berg, skaut sig tU bana. WaUenberg var maður ættstór og atkvæðamikill og þaö var um þetta mál f jaUaö í f jölmiöl- um afar ítarlega, en af fyUstu kurteisi og tUUtssemi enda varð ekki séö aö nokkur biöi tjón af þeirri umfjöllun. TöUræöUegt yfirUt um tíöni sjálfsvíga í Svíþjóö sýnir heldur enga aukningu í kjölfar þessara blaöaskrifa og fjöl- skyldan stóö hnarreist eftir sem áöur. Dauöinn er ávallt gustmikiU gestur og sjaldan velkominn. Sjálfsvíg er á engan hátt geöfeUdari dauðdagi en hver annar, en þaö verður ekki séö meö hvaöa rétti menn takast á hendur aö fordæma þá sem þessa leið velja, enda má í því sambandi minnast hinna fornu orða: Dæmiö ekki svo aö þér verðið ekki sjálfir dæmdir. Fagur dauði að eigin ósk Sá gamli var eitthvaö farinn aö bUa til heUsunnar eins og að iikum lét um svo aldraðan mann sem aldrei haföi slegiö slöku viö um ævidagana. Hann var fæddur og alinn upp viö bágan kost í örsmán í sjávargrýtu vestur á fjörðum. Hann fór ungur á sjóinn til þess að draga björg í bú, hUfði sér hvergi og varö brátt orðlagður fyrir atorku og hreysti. Svo gekk hann að eiga fallega stúiku aö austan. Hann fiuttist meö hana suður og stofnaði fyrirtæki. Þau eignuöust son og fyrirtækiö dafnaði. Þau eignuðust dóttur og enn dafnaöi fyrirtækið. Að lokum urðu börnin fimm og fyrirtækið eitt hiö bjargvænlegasta sinnar tegundar i höfuðborginni. En nú var sá gamU farinn að láta á sjá. Eiginkonan var farin til annars heims fyrir nokkrum árum, bömin löngu komín til manns og farin að láta til sín taka í þjóöfélaginu. Sumariö var á enda. Það brá til vetrartíðar i lífi þessa aösópsmikla athafnamanns. Hann lét boð út ganga meðal niöja sinna og bauð þeim til ágætrar veislu heima hjá sér í vesturbænum einn sólríkan laugardag í októbermánuöi. Hinsta helgistundin Hann kom krökkunum vel fyrir sjóniraövanda. Hann varhreinlegur og snyrtilegur og sólbrúnn í framan þrátt fyrir ótíö sumarmánaðanna. Hann haföi af fyrirhyggju sinni séð tU þess að vabnkunnur ljósmyndari kami á staöinn tU þess að taka hóp- myndafættinni „Nú vantar bara hana mömmu”, sagöi sá gamU og hló við örlítið, en enginn merkti í orðum hans neinn saknaðartón og var hann þó elskur aö minningu sinnar hjartfólgnu eiginkonu. „Kariinn er orðinn meyr,” sagði elsti sonurinn og andaði bláum vindlareyknum yf ir stofublómin. „Æ þegiðu, hann pabbi er svo myndarlegt gamalmenni,” sagöi yngsta dóttirin og saup á þriðja viskíglasinusínu. „Afi góur,” sagði roggin afastelpa og hreiöraöi um sig í kjöltu gamla mannsins. Þetta var dásamleg helgistund sem sá gamli átti þennan laugardag meö niðjum sínum. Um kvöldið kvaddi hann böm sín og barnaböm meö virktum, gekk til náöa og reis ekki framar úr rekk ju. „Fullkomlega eölilegur dauö- dagi”, sagði læknirinn aö rannsókn lokinni. Þaö kom strax í ljós að undan- fama daga hafði hann kappkostað að ganga frá fjárreiðum sinum og fyrir- tækisins svo sem skipulegast og nák væmast mátti veröa og þar þurfti nánast engu viö aö bæta. Hann haföi einnig talað viö syni sína tvo sem unnu á vegum fyrirtækisins, hvom í sínu lagi, og gert þeim grein fyrir sínum skoöunum varöandi helstu framkvæmdir og fjárfestlngar sem rétt væri að ráðast í á næstunni, en jafnframt gert þeim skiljanlegt aö hann myndi fela þeim að annast hina tilteknu þætti málsins. Virðuleg burtför Allt var klappaö og klárt fyrir virðulega burtför úr þessum heimi. Viðskilnaöur hins landskunna atorkumanns var í glæsilegu sam- ræmi viö lífdaga hans og hugsjónir. „Honum fannst mál til komið aö deyja. Hann tók sína ákvöröun og svo dó hann aö edgin ósk og vilja,” sögöu bömin hans, d júpt snortin. I^eknirinn var þó ekki á sama máli. Hann útskýrði fyrir þeim hvernig dauðann bar aö með full- komlega eðlilegum hætti og þar kom ásetningur hins látna hvergi viö sögu. Flestir eða allir lesendur þessa máls munu minnast samskonar dæma úr eigin ætt eöa fjölskyldu. Sjálfur kannast ég viö svona dæmi, nákomin mér og ég er viss um aö svoerumaðra. Aöstæður eru vitanlega mjög svo breytilegar en í aöaldráttum er sagan ævinlega á þessa Ieið: rögg- samur öldungur og háttvís gefur á einn eöa annan hátt til kynna aö nú hyggist hann yfirgefa þessa jarövist innan tíðar; gerir nauösynlegar ráð- stafanir og síöan deyr hann á virðu- legan hátt og skipulegan. Okkur er gjamt aö minnast þess- ara manna meö alveg sérstakri lotn- ingu, hvemig svo sem lífdögum þeirra var háttað. Þeir eru eins og ræðumenn sem flutt hafa misjafnt mál en ljúka sinni tölu á einhvem þann hátt sem sem engan lætur ósnortinn og áheyrendur minnast hans því meö alveg sérstökum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.