Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER1983. 5 Landbúnaðinn verður að leysa úr fangelsi SÍSog Framsóknar segir Guðmundur Halldórsson, heildsali á Húsavík, sem SÍS neitaði um að selja kjöt til útflutnings „Láttu mig vita þegar þú veröur kominn í gegnum SlS frumskóginn, var sagt við mig þegar ég fór að athuga með flutninga á kjötinu, sem SIS neitaði svo að selja mér,” segir Guðmundur Halldórsson á Húsavík sem segist vera með tilbúinn samn- ing um sölu á hrútakjöti og kjöti af geldfétilFæreyja. Hann segir að þetta svar sýni glöggt að öllum sé ljóst hvers lags kínamúr SlS sé búið aö hlaða upp í kringum hagsmuni sína og burgeis- anna í Framsóknarflokknum á sviði landbúnaðarmála og þá sérstaklega kringum útflutning á kjöti. Landbúnaðurí fangelsi „Það þarf að leysa landbúnaðinn úr því pólitíska stofufangelsi, sem SIS og Framsóknarflokkurinn hafa hneppt hann í,” segir Guðmundur. Hann segir ennfremur að það séu hrein ósannindi sem komu fram í svari Magnúsar Friðgeirssonar, framkvæmdastjóra Búvörudeildar SlS, varðandi kjötsöluna, sem birtist í DV í fyrradag. „Þeir buðust aldrei til að gerast aðilar að sölunni, heldur heimtuðu þeir af mér nafn kaupandans í Færeyjum og sögðust síðan skyldu sjá um þetta sjálfir,” segir Guðmundur. Og ótta þeirra SlS manna, um að salan kynni að skaða sölu þeirra á lambakjöti á Færeyjamarkaði, telur Guðmundur ástæðulausan og einung- is tyUiástæðu til að neita honum um kjötið. Hártoganir „Þeir vissu fuUvel að þetta kjöt átti aö fara i allt aðra notkun en lambak jötiö og þegar ég benti þeim á það byrjuðu þeir aö tala um að þetta væri eitthvert annars flokks kjöt og þess vegna ekki faUið til útflutnings. Það eru hins vegar tómar hártoganir sem sést best á því að þeir vildu fá nafniö á kaupandanum sjálfir tU að geta selt honum kjötið,” segir Guðmundur. Aðdragandi þessa kjötmáls er sá að kaupfélagið á Húsavík tilkynnti bændum það í haust að það myndi ekki greiða fuUt verð fyrir hrútakjöt, sem lagt yrði inn hjá þvi á komandi sláturvertíð. Var bent á aö kjötið væri nánast óseljanlegt og þar aö auki tU birgöir frá árinu áöur bæöi af hrútakjöti og k jöti af geldfé. Tíu tonn af kjöti Fór Guðmundur að áeggjan nokk- urra bænda að kynna sér málið og komst hann í samband við aðila í Færey jum sem var tUbúinn að kaupa til að byrja með tíu tonn af hrútakjöti og kjöti af geldfé, bæði gamalt og nýtt. Næðist sh'kur samningur nú var aðihnn tUbúinn að gera mun stærri framtíðarsamning við Guðmund. Guömundur sneri sér tU kaup- félagsstjórans á Húsavík sem tók málaleitan hans vel en sagðist þurfa að ráðgast við yfirmenn sína fyrir sunnan. Að þvi loknu sagði hann Guðmundi að best væri að Guðmund- ur talaði sjálfur við þá fyrir sunnan. Taiaði Guðmundur við Magnús Friðgeirsson sem tók honum mjög ljúfmannlega en sagðist ekki geta ráðið þessu upp á sitt eindæmi og benti honum á aö tala við Jóhann Steinsson deildarstjóra. Og í því samtaU kvað við annan tón því Jóhann fór fram á að Guömundur gæfi sér upp nafnið á færeyska fyrir- tækinu og síðan myndu þeir hjá SlS sjá um þetta. Þessu neitaöi Guðmundur og sagðist ekki afhenda SlS neinn markað sem hann væri búinn að afla sjálfur. Sagöist Jóhann þá myndu athuga máUð og baö Guðmund að hafa samband síðar. Guðmundur gerir það og er þá sagt að búið sé að afgreiða máUð og niðurstöðuna fái hann hjá kaupfélagsstjóranum á Húsavík. Hún reynist á þann veg aö Guðmundur fái ekki kjötið. Baö Guðmundur um neitunina skriflega en því var synjað. Þannig stendur máUð enn í dag en Guðmundur segir að þessu sé engan veginn lokið af sinni hálfu og hann muni berjast fyrir því að rjúfa ein- okunarveldi SIS á sviði landbúnaöar hérílandinu. SþS Aðfara sadd- ur í óperuna Islenska óperan, Flugleiðir og veitingahúsin AmarhóU og Kvosin hafa i sameiningu skipulagt sérstakar hópferöir utan af landi. I boöi eru ferðir th Reykjavíkur, flugieiöis eða landleiðis, gisting í tvær nætur á Hótel Esju eöa Loftleiðum, kvöldverður í Arnarhóli eða Kvosinni og heimsókn í Islenskuóperuna. Svo að dæmi sé tekið þá kostar flug- far frá Akureyri til Reykjavíkur og heim, gisting í tvær nætur, kvöld- veröur og óperusýning frá kr. 3.200. Venjulegt flugfargjald þessa leið kost- ar 3.060 kr. Rútuferð frá Selfossi en að öðru leyti sömu atriöi kosta 1.600 krónur. Tilboðið miðast við tuttugu manna hópa eða stærri og gUdir verðið tU ára- móta. Reykvíkingar og nágrannar þeirra á höfuðborgarsvæðinu geta einnig notiö óperusýningarinnar og kvöldverðar með sama hætti fyrir 700 krónur. Flugleiðir, söluaðUar þeirra og Islenska óperan taka á móti pöntunum. -JH. Frá sýningu ÍsJensku óperunnar i La Traviata eftír Verdi. Dísilbílar Datsun 280 c disil órg. '81, skinn I 130.000 km, litur gullbrons, góð I dekk, útvarp + segulband. Verð | kr. 335.000. Mercedes Benz 2401 órg. 1977,1 bill i sérflokki, ekinn 220.000 km. I Verð kr. 350.000. Skipti ó| ódýrari. Citroðn CX 2000 órg. 1977, ekinn 100.000 km. Verð kr. 200.000. Gultfallegur bíll. Skipti ó ódýrari eða dýrari. Range Rover órg. 1974, ekinn I 140.000 km, góð dekk. Verð kr. 240.000. Skipti ó ódýrari eða svipuðu verði. Subaru 1600 4 x 4 órg. 1960, vetrardekk, ekinn 40.000 km. | Skipti á ódýrari. Verö kr. 250.000. Einnig fyrirliggjandi órg. | 1981 - 1982 af Subaru 4x4. Econoline 150 órg. 1978, 6 cyl., sjólfskiptur, óslitinn bill. Verð kr. 250.000. Einnig fyrirliggjandi órg. 1980, 6 cyl., beinskiptur, gott lakk, allur klseddur. Verð kr. 390.000. stil i stáll sctböno bot« uÖ UNDIR TÖLVUR PRENTARA RITVÉLAR Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18 Konráð Axelsson Armúla 36 (Selmúlamegin) Toyota Cressida GL órg. 1981, ekinn 60.000 km, topplúga, raf- magn í öllu, sportfelgur, sjólf- skiptur, fallegur bill. Skipti ó ódýrari. Verð kr. 330.000. Ch. Citation, litur gullsans, órg. 1980, ekinn 14.000 km. Verð kr.265.000. Skipti á ódýrari. Allir þessir bílar eru á staðnum GRENSÁSVEGI 11 - 108 REYKJAVÍK - SlMI 83150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.