Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1983, Qupperneq 8
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Arafat í hópi lífvarða sinna, en hann virðist nú rúinn nœr öllu fylgi meðal al- mennra skæruliða PLO, sem hafa þúsundum saman gengið í lið með uppreisnarmönnum. Skriðdrekar sýrlenska hersins í Líbanon hafa lagt uppreisnarmönnum skæruiiða lið í sókninni gegn síðustu vígjum Arafats. _________> LEIÐTOGASKIPTI HJÁ PERONISTUM Lorenzo Miguel, verkalýðsforingi og leiðtogi Peronistaflokksins í Argentínu, hefur sagt af sér flokksfor- mennsku eftir ósigurinn í þingkosningunum á dögunum. Miguel var varaforseti peronista, en í reyndinni leiðtogi þeirra, þar sem flokksleiötoginn Maria Estela Martinez de Peron, ekkja Juans Perons sem dvelur í útlegð á Spáni, er forseti aðallega að nafninu til. Við tekur af Miguel annar vara- forseti peronista, Carlos Juarez, kjörinn fylkisstjóri í Santiago del Estero norður í landi. Enn aftökur í Kína Tveir karlar og ein kona voru tekin af lífi í Kína, en þau höföu unnið sér það til sakar aö hafa stoliö komi og komskömmtunarseðlum í stóram stíl. Vora þau dæmd fyrir að hafa selt um 250 smálestir af korni ríkisins og stungið söluverðinu í eigin vasa. Eins höfðu þau selt 650 þúsund kom- skömmtunarseðla. — ÖU þrjú vora á þrítugsaldri. Mál þessara þriggja er dæmigert fyrir þá herferð sem farin er gegn af- brotum í Kína, en frést hefur að þúsundir manna hafi hlotið dauðarefs- ingu fyrir ýmsa glæpi. '■' ■:• Hartsóttaö síðasta vígi YasserArafat Uppreisnarskæruliðar innan PLO sækja nú að síðasta vígi Yasser Arafat og stuöningsmanna hans í Líbanon þar sem þeir hafa búið um sig í Baddawi- búðunum í útjaðri Trípolí. Þangað hafa fylgismenn Arafats hopað eftir sex daga linnulausa bar- daga þar sem beitt hefur verið fallbyssum, eldflaugum og skriðdrekum Sýrlendinga. Andstæöingar Arafats, sem að uppreisninni standa gegn honum innan samtaka skæruliða Palestínuaraba, hvetja síöustu bardagamenn hans til þess að leggja niður vopn. Kölluðu þeir áskoranir sínar úr hátölurum. Jafnframt hafa forystumenn í Trípolí lagt að Arafat og mönnum hans að gera vopnahlé, en menn óttast um líf og limi borgarbúa og raunar einnig um borgina ef bardagar harðna við búðirnar sem renna saman við hafnar- borgina. Uppreisnarmenn sækja aö búðunum úr þrem áttum en Miðjaröarhafiö ver fjórðuhliðina. Vitað er að aö minnsta kosti 200 manns, mest óbreyttir borgarar, hafa látið íífið í bardögunum þessa sex daga. Hundruð hafa særst. Arafat hefur sagst vera reiðubúinn til vopnahlés en segir jafnframt að menn hans verði að fá aö verja hendur sínar. Hann féllst þó á að flytja stórskotalið sitt burt frá höfninni þar sem hann hafði komið því fýrir þegar hann flúði frá Nahs al-Bared sem féll í hendur uppreisnarmönnum. Hinn 53 ára gamli skæraliöaleiðtogi virðist rúinn öllu fylgi meðal almennra skæruliða í A1 Fatah-samtökunum. Þúsundir fyrri fylgismanna hans hafa snúist í liö meö uppreisnarmönnum Mohammeds Saeds Musa ofursta sem daglega er kallaður Abu Musa. Ofurst- inn nýtur ötuls stuðnings Sýrlands- hers. Abu Musa hefur boðið Arafat til við- ræðna en hinn síðamefndi hefur ekki svarað því boði enda er þess í hinu orðinu krafist af uppreisnarmönnum að hann gefi sig fram til þess að svara tU saka fýrir herrétti vegna „afbrota gegn alþýðu Palestínuaraba”. Kúbanskar leyni- skyttur dyljast í skógum Grenada Um fimmtíu Kúbumenn eru enn sagðir fara huldu höfði í hitabeltis- skógum Grenada. Era þeir sagöir fara einförum sem leyniskyttur eða þá fáir saman. Ibúar á Grenada, jafnt sem bandarískir hermenn, hafa orðiö varir við leyniskytturnar. Um 2000 manna lið úr innrásar-1 hernum kembir Grenada og smærri nærliggjandi eyjar í leit að Kúbumönn- unum og þeim fáu þjóðvaröliðum semj enn leika lausum hala. — Þjóðvarðliöiö á Grenada hef ur verið leyst upp. Mest hefur borið á leyniskyttum í Grand Etang-fjöllum beint norður af höfuðborginni, St.George’s. I K Um 2000 dátar kemba nú Grenada og nærliggjandi smáeyjar í leit að Kúbu- mönnum og síöustu þjóðvarðliðunum. Leyniþjónusta Bandaríkjahers hefur til yfirheyrslu menn úr þjóðvarðliðinu og eins þá sem taldir era hafa verið höfuðpaurarnir í samsærinu gegn Bishop forsætisráðherra. Upp- lýsingunum verður komið til bráöa- birgðastjómarinnar sem sett verður af sir Paul Scoon landstjóra. SPJÖLL A SKÖG- UM AF MENGUN V-þýska stjómin ætlar að verja 20 milljónum marka til rannsókna á úrræðum sem bjargað geti skógum landsins, en þeir hafa spillst stórkostlega vegna loft- mengunar. Sagt er að 8% skóga í V-Þýska- landi beri oröið merki iðnaðar- mengunar og hinnar svokölluðu „sýrðu rigningar”, sem stafar frá reykháfum verksmiðja og út- blæstri bifreiða. Verstar munu skemmdimar í skógum í Bæjaralandi og Baden Wiirttemberg, en þar eru um tveir þriðju skógana skemmdir af mengun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.